Sár og sárameðferð Flashcards
Hver eru lög húðarinnar?
Húðþekja, leðurhúð og undirhúð
Hvert er stærsta líffæri og fyrsta vörn líkamans gegn ytra áreiti?
Húðin
Hvað er það sem hefur áhrif á húðina?
Næring, aldur, almennt heilsufar, ýmsir sjúkdómar og fleira
Hvert er hlutverk hjúkrunarfræðing í sambandi við húðina?
Meta ástand húðarinnar og veita meðferð sem viðheldur og eykur heilleika hennar
Hverjar eru ýmsar gerðir sára?
Sár með tilgangi og án tilgangs, bráðsár og langvinn sár
Hvernig eru sár með tilgangi?
Þau eru í lækninga- eða rannsóknarskyni. Dæmi; uppskurður, ástunga, gjafasár (þegar húð er tekin af einu svæði til að loka ári á öðru svæði)
Hvernig eru sár án tilgangs?
Slys eða áverkar. Dæmi; skurður, stunga, skotáverki, fleiður, mar, sjúkdómar og heilsubrestir (fótasár, þrýstingssár/legusár, sýkingar)
Hvernig eru bráðsár?
Bráðsár koma fljótt og gróa yfirleitt fljótt ef aðstæður er í lagi, verða oftast vegna utanaðkomandi áverka með eða án tilgangs; skurðsár, slysasár
hvernig eru langvinn sár?
Lengi í bólgufasa, allt þar til gripið er inní, verða oft vegna sjúkdóma og heilsubresta getur verið bráðsár til að byrja með en verða að langvinnum sárum vegna t.d. eitthvað fór úrskeiðis
Hvað er frumgræðsla?
Sár saumað eða límt saman, lágmarks vefjatap, lágmarksörmyndun
Hvað er sígræðsla?
Sár látið gróa upp frá botni, umtalsverð örmyndun, tekur lengri tíma
Hvað er seinkuð frumgræðsla?
Sár látið vera opið í ákveðinn tíma og síðan lokað með saumum
Hvað gerist við blóðstorknun?
Æðar dragast saman, blóð storknar, blæðing og vökvatap stöðvast, hindrar innrás sýkla og óhreininda, ræsing á blóðflögum og losun bólgumiðla
Hvað gerist við bólgusvörun?
Ræsing á mastfrumum og makrófögum, útvíkkun æða og aukið gegndræpi æða, roði, bólga, hiti og verkur, átfrumur, akút og krónísk bólga
Hverjar eru hjúkrunargreiningar sára?
Vefjaskaðað sár, veikluð húð, fótasár bláæða, fótasár slagæða, sykursýkissár, þrýstingssár 1-4 stigs, þrýstingssár, brunasár og skurðsár