Öndun Flashcards
Hver eru markmið hjúkrunar fyrir öndun?
Að viðhalda opnum öndunarvegi, bæta og létta öndun og viðhalda öndun og súrefnisþröf líkamans
Hvert er helsta hlutverk öndunarfæranna?
Það eru loftskipti þ.e. að flytja súrefni úr andrúmsloft og losa líkamann við koldíoxíð.
Hversu oft andar heilbrigður einstaklingur á mínútu?
Hann andar áreynslulaust og jafnt 12-20 sinnum á mínútu
Hvaða einstaklingar eru það sem mæði er algengt einkenni?
Sjúklingar með langvinna lungnateppu
Aukin mæði er eitt af einkennum…?
bráðaöndunarbilunar
Í hverju er súrefnismettun mikilvægur þáttur?
Það er mikilvægur þáttur í mati okkar á starfsemi hjarta og öndunar
Hvað er það sem súrefnismettun er að mæla?
Hlutfall súrefnis sem bundið er rauðra blóðkorn í slagæðablóði
Hvað er það sem getur komið í veg fyrir að súrefnismettun er rétt?
Naglalakk, sólarljós og kaldir fingur
Hvar annarsstaðar er hægt að mæla súrefnismettun en á fingrum?
Eyrnasneplum
Hvað kallast það öndunarmynstur þar sem einstaklingur á í erfiðleikum við að koma lofti út, sem dæmi fólk með obstructiva lungnasjúkdóma?
Air-trapping
Hvað kallast það öndunarmynstur þar sem einstaklingur er með hraða, djúpa og erfiða öndun?
Kussmaul
Hvað kallast það öndunarmynstur þar sem einstaklingur er með órelgulega, misdjúpa og pásur á milli öndunar, oft einstaklingar sem eru með aukin innankúpuþrýsting eða heilaskaða?
Biot
Hvað kallast það öndunarmynstur sem er meiri órelguleg öndun en Biot?
Ataxic
Hvað kallast hæg öndun?
Bradypnea
Hvað kallast hröð öndun?
tachypnea
Hversu oft eru þeir einstaklingar sem eru með bradypneu að anda á mínútu?
< 12 sinnum á mínútu
hverstu oft eru þeir einstaklingar sem eru með tachypneu að anda á mínútu?
> 20 sinnum á mínútu
Hvað kallast það öndunarpróf sem notað er til þess að greina stigun á einstaklingum með COPD?
Spirometria
Þegar verið er að taka upplýsingasöfnun og einstaklingur skorar 1 í öndun, hvað merkir það?
Ófullnægjandi öndun
Þegar verið er að taka upplýsingasöfnun og einstaklingur skorar 2 í öndun, hvað merkir það?
Ófullnægjandi loftskipti
Þegar verið er að taka upplýsingasöfnun og einstaklingur skorar 3 í öndun, hvað merkir það?
Ófullnægjandi hreinsun öndunarvegar
Hvað er súrefni?
Súrefni er lofttegund sem er litarlaus, lyktarlaus og bragðlaus
Hversu mikið af súrefni er í andrúmslofti við sjáfarmál?
21%
Hvaða einstaklingum skal einungis gefa súrefni?
Sjúklingum með súrefnisskort –> hypoxia
Hverju er súrefnisflutningur til vefja háður?
Hann er háður öndun, loftskiptum og blóðflæði
Hvað á súrefnismettun hjá heilbrigðum einstaklingi að vera?
94-100%
Hvað á súrefnismettun hjá einstaklingi með COPD að vera?
88-92%
Hverjar eru ábendingar fyrir súrefnismeðferð?
Bráður súrefnisskortur í slagæðablóði skv mettunarmæli og við blóðþurrð. Einnig þegar einstaklingur hefur loftbrjóst og fyrir og eftir skurðaðgerðir
Hver eru einkenni súrefnisskorts?
Blámi, hraður hjartsláttur, lækkandi súrefnismettun, hröð, grunn öndun, andþyngsli, vaxandi óróleiki, svimatilfinning, slappleiki, nasavængjablakt og aukin öndunarvinna
Hvenær skal nota raka við súrefnisgjöf?
Þegar gefnir eru meira en 4 lítra af súrefni
Hversu mikið magn af súrefni geta einföld súrefnisgleraugu gefið einstaklingi?
Frá 0,4 - 6 L/mín
Hvað gefa einföld súrefnisgleraugu mikinn súrefnisstyrk?
24 - 44%
Hversu mikið magn af súrefni geta high flow súrefnisgleraugu gefið einstaklingi?
Frá 6 - 15 L/mín
Hvað gefa high flow súrefnisgleraugu mikinn súrefnisstyrk?
39 - 98%
Hvernig veistu að þú ert að nota high flow súrefnisgleraugu?
Slangan á high flow súrefnisgleraugunum er græ á litinn og sverari en í einföldum súrefnisgleraugum
Hversu mikið magn af súrefni geta einfaldir súrenismaskar gefið einstaklingi?
Lágmark 5 - 6 L/mín
Hvað gefur einfaldur súrefnismaski mikinn súrefnisstyrk?
40 - 60%
Fyrir hvaða sjúklinga er einfaldur súrefnismaski ætlaður?
Fyrir sjúklinga sem ekki geta notað gleraugu eða þurfa nákvæmari súrefnisstyrk
Hvað þarf að passa þegar non-rebreather maskinn er notaður?
Að fylla pokan af súrefni áður en hann er settur á sjúkling
Hvað gefur non-rebreather maskinn mikinn súrefnisstyrk?
80 - 100%
Hversu mikið magn af súrefni getur non-rebreather maskinn gefið einstaklinig?
Frá 10 - 15 L/mín
Afhverju eru non-rebreather maskarnir notaðir?
Ef sjúklingur þarf að fá háan styrk í stuttan tíma og einnig í bráðatilfellum
Hversu mikið magn af súrefni getur rakatjaldið gefið einstaklingi?
8 - 10 L/mín
Hvað er slæmt við rakatjaldið með tilliti til annarra súrefnisgjafaleiða?
Að ekki er hægt að tryggja nákvæma súrefnisgjöf með þessum máta en mest um 50% súrefnisflæði
Hvaða berkjuvíkkandi lyf eru mest notuð í loftúða?
Ventolin og Atrovent
Hvað er gott við loftúða?
Að það er til að gefa fljótvirk berkjuvíkkandi lyf og virka þessi lyf mjög fljótt á einstaklingin
Hvernig skal taka lyf til innöndunar?
Sitja vel uppi og anda rólega frá sér, vörunum er þrýst að munnstykki, anda djúpt að sér í gegnum munninn, halda niðri í sér andanum í 5 - 10 sek og anda svo frá sér
Hvað er mikilvægt að muna þegar einstaklingur tekur steralyf til innöndunar?
Að skola munn eftir notkun til að koma í veg fyrir sveppasýkingu í munni
Hverjar geta verið aukaverkanir af berkjuvíkkandi lyfjum?
Hraður hjartsláttur, skjálfti í hönum, munnþurrkur og fleira
Hvaða meðferðir eru notaðað vegna öndunartruflana í svefni?
CPAP - það er stöðugur jákvæður loftblástur sem heldur öndunarvegi sjúklings opnum
BiPAP - það er tveggja þrepa jákvæður þrýstingur
Súrefni
Vél
Hver eru einkenni kæfisvefns?
Öndunarhlé, órólegur svefn, hrotur, nætursviti, dagsyfja, höfuðverkur, kvíði, þunglyndi og einbeitingaskortur
Hvenær er fólki skaffað svefnöndunartæki?
Þegar einstaklingur er með kæfisvefn, minnkaða öndun/vanöndun og þegar einstaklingur er með miðlæg öndunarhlé