Samfélagsfræði lokapróf 2016 Flashcards
Hvaða tvær þjóðir komu að gerð Panamaskurðarins og hvenær komst skurðurinn undir stjórn Panamabúa sjálfra.
Frakkar reyndu fyrst en náðu ekki að klára og Bandaríkjamenn kláruðu að byggja hann og voru undir stjórn til 1977 og þá urðu panamabúar undir stjórn.
Hvað gerir það að verkum að Panama er ákjósanlegt til að tengja saman Atlantshaf og Kyrrahaf með skipaskurði?
Ákveðið var að hafa skurðinn í panama af því að landið er mjög mjótt og er á milli atlandshafs og kyrrahafs og er við miðbauginn svo maður þurfi ekki að sigla niðurfyrir suður-ameríku.
Hver var Noriega?
Hann var herforingi frá Panama sem var einræðisherraá landinu. Hann tók stórann þátt í fíkniefnasmygli Medellin-hringsins. Honum var komið til valda með hjálp leyniþjónustu BNA. BNA gerðu innrás í Panama og handtóku Noriega og tryggðu sér aðgang að Panama skurðinum.
Hvers vegna hefur Panama verið í íslenskum fréttum upp á síðkastið?
Því að stjórnmálamenn eins og Sigmundur Davíð hafa verið að geyma peninga í Panama og þurfa þá ekki að borga eins mikinn skatt og við hin á Íslandi.
Hverjir eru ystu punktar Íslands í höfuðáttirnar fjórar?
Nyrsti: Kolbeinsey.
Syðsti: Surtsey.
Vestasti: Bjargtangar.
Austasti: Hvalbakur.
Segðu frá tveimur fangaeyjum.
Brimahólmur við Kaupmannahöfn. Þar voru Íslendingar sem hlutu þunga dóma vistaðir frá 16. öld og fram á miðja 19. öld.
Djöflaeyja í frönsku-gíenu geymdi um 80 þúsund franska fanga frá 1854 til 1938. Þar sat m.a Alfred Dreyfus saklaus fyrir landráð en það mál varð mjög frægt og vakti hneykslun. Fræg bók(sem síðar varð kvikmynd) var skrifuð um flótta af eynni Papillon. Um 50 þúsund fangar dóu.
Hvers vegna er Malpeló á heimsminjaskrá UNESCO?
Hún er á skránni vegna gróðurs og fuglalífs frá 2006.
Hvaða íslensku staðir eru á heimsminjaskrá?
Þingvellir og Surtsey.
Lýstu helstu áhrifum sem Evrópuþjóðir höfðu í Vesturheimi eftir 1492.
- Um 80% innfæddra (indjánar) létust vegna sjúkdóma sem Evrópubúar gátu ekki smitast af.
- Evrópubúar fluttu auk þess svarta þræla (upprunna úr Afríku) til ýmissa svæða.
Hvenær voru sjórán mest í þessum heimshluta?
Á árabilinu 1650 og fram yfir 1720.
Hvað var gert til að stemma stigu við sjóránum af hálfu Breta?
Bretar juku sjóskipaflota og settu lög sem auðvelduðu baráttu gegn sjóræningjum.
Segðu frá einum sjóræningja.
Edward Teach (Svartskeggur):Dó í miklum bardaga við breskan sjóræning. Það var skipstjóri að nafni Meinard sem réðst á Svartskegg og félaga og það var mikill bardagi. Svartskeggur var búinn að brjóta sverð Meinards og var bara eftir að drepa hann. Hann var að fara að höggva hann en þá kemur einn af hermönnum Meinards og sker Svartskegg á háls. Og allir menn Meinards fóru að honum og skáru hausinn af og hengdu á buktspjótið.
Hvers vegna eru töluð tvö evrópsk tungumál í ríkjum S-Ameríku?
Páfinn í Róm lagði blessun sína yfir það sem þau voru að gera í Ameríku og skipti löndum nýja heimsins milli Spánverja og Portúgala gegn því að kaþólskri trú yrði komið á.
Hvers vegna fluttist starfsemi Spænska rannsóknarréttarins til S-Ameríku?
Til að tryggja „hreinleika“ trúarinnar.
Hvað er „frelsunarguðfræði“?
Frelsunarguðfræði er vinstri sinnuð og róttæk. Jesús var vinur hinna fátæku og kirkjan átti að vera verkfæri til félagslegra úrbóta.
Segðu frá Frans páfa.
- Frans páfi er argentískur.
- Fyrsti páfinn sem fæddur er á suðurhveli jarðar.
- Í öðrum þykir hann mjög róttækur, sérstaklega í samfélagsmálum.
- Hann þykir auðmjúkur og hefur ítrekað neitað sér um munað og ríkidæmi.
Hvað var „Ferðin mikla“?
Ferð sem var farin árið 1660. Sem ríka fólkið fór í þegar það var búið að mennta sig og ferðaðist frá Bretlandi til Ítalíu og lærðu ýmislegt um löndin sem þau komu við og lærðu meðal annars tungumálin. Þannig þetta var eins og auka námsár.
Nefndu dæmi um ferðalög á miðöldum. Hvaða tilgangi þjónuðu slíkar ferðir?
Pílagrímsferð. Svara kröfum trúarinnar um að ferðast á helga staði.
Hvaða áhrif hafði iðnbyltingin á ferðamennsku?
Millistéttin fór að ferðast meira því þeirra hagur jókst þar að segja þeir höfðu meira á milli handanna og meiri frítíma. Því vélarnar tóku að mestu yfir.
Hvað einkennir íslenska ferðamennsku þessi misserin? (þín skoðun)
Mikil fjölgun á ferðamönnum og skipulagsleysi á ferðamannastöðum.
Hvaða atburðir urðu til þess að báturinn „Grænn friður“ var sendur norður í Beringssund?
Kjarnorkusprengingar neðansjávar.
Hvaða áhrif hafði kalda stríðið á uppgang Grænfriðunga?
Grænfriðungar mótmæltu hvalveiðum Sovíetríkjanna og þá fengu grænfriðungar styrk frá Bandaríkjunum því að bandaríkjamenn voru svo ánægðir að það var einhver að ónáða aðalóvin þeirra í stríðinu.
Hvað voru útsendarar Sea Shepherd að gera á Íslandi árið 1986?
Þeir voru að mótmæla hvalveiðum með því að sökkva tveimur hvalveiðibátum og skemma hvalveiðistöðina í Hvalfirði.
Nefndu dæmi um ólíkar skoðanir á Íslandi þegar kemur að hvalveiðum.
Sumum finnst að það fari ekki saman að vera bæði með hvalaskoðun og hvalveiðar. Hvalaskoðunarbransinn er að skila miklu til ríkisins og er mjög vinsæll en salan á hvalkjöti til Japans er líka töluverð eins er salan á Hrefnukjöti líka töluverð hér á landi. Snýst allt um peninga.
Að hvaða leyti eru lengdar- og breiddarbaugar ólíkir?
Breiddarbaugar eru notaðir til þess að ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs og lengdarbaugar ákvarða staðsetningu til austurs eða vesturs.
Hvað er daglínan?
Ímynduð hlykkjótt lína. Liggur nokkurn veginn um 180 lengdargráðu og þegar farið er yfir hana skiptir um dag.
Hvaða hlutverki gegnir stjörnuskoðunarstöðin í Greenwich í Englandi í afmörkun bauganets Jarðar?
Stöðin er núllbaugur, til dæmis eru 180 lengdarbaugar til vesturs og 180 til austurs. Þannig bætist við klst ef farið er einn lengdarbaug frá Greenwich til austurs en dregst frá ef farið til vesturs
Hvað er klukkan á Hawaii þegar hún er 13:00 í Reykjavík þann 1. maí?
klukkan er 3 am eða þrjú að nóttu til þegar hún er 13 hér
Hvers vegna eru menn ekki sammála um það hve margar heimsálfurnar séu?
Útaf nokkrar heimsálfur eru fastar saman og hægt er að búa til eina. Eins og Evrópa og Asía getur verið ein stór = Evrasía. Svo að heimsálfurnar geta verið um 4-7.
Í hvaða svæði skiptist Eyjaálfa?
Pólynesíu, Míkrónesíu, Melanesíu og Ástralíu.
Segðu frá mannlífi á Páskaeyju.
Fyrst voru of margir á eyjunni en það breyttist eftir eyðingu skógar og rottufaraldar en þá veiktist fólk mikið. Þegar hollenski landkönnuðurinn Jacob Roggeveen uppgötvar eyjunna þá voru frumbyggjar 15.000 en eftir að vestrænir menn komu þá fækkaði þeim niður í 100.
Hvað er Moai?
Stórir stein karlar sagt er að þeir hafi átt að tákna andlit dáinna forfeðra sem standa og horfa yfir lönd ættarinnar.
Rektu ævi Gauguins í stuttu máli.
Hann fæðist í París árið 1848. Hann er hálfur perúbúi og hálfur frakki. Paul er frekar rótlaus og það var ekki einhver fastur punktur í hans uppvexti og það virðist fylgja honum út ævi hans. Eftir að hann byrjaði að lifa af myndlistinni þá fara hlutirnir upp og niður, missir hann m.a. tengsl við fjölskyldu sína og lætur það bitna á öðrum. Hann flytur mikið og finnur sig ekki neinsstaðar. Hann verður oft fyrir vonbrigðum að listin hans selst ekki á því verði sem hann vill, hann er alltaf að bíða eftir meiri frægð og hann deyr úr sárasótt í Hiva Oa.
Hvers vegna er aðdáun á verkum Gauguins umdeild í dag?
Útaf hvernig maður hann var og hvernig hann lifði. Hann kom t.d. ekki vel fram við konuna sína og fór frá henni og fjórum börnum. Konurnar sem hann var með eftir að hann fór frá konunni sinni voru allar undir lögaldri.
Hvar dó Gauguin?
Á eyjunni Hiva Oa.
Hvernig myndir þú lýsa málverkum Gauguins?
Þau eru flest af konum og þær eru flestar naktar.
Þuríður hefur verið kölluð „fyrsti íslenski einkaspæjarinn“. Af hverju?
Útaf hún fann þjófana sem voru í Kambsráninu.
Hvað merkir „formaður“?
Skipstjóri.
Hvers vegna gekk Þuríður oft í „karlmannsfötum“?
Vegna þess að síð pils og peysuföt var ekki hentugasti klæðnaðurinn fyrir sjómennsku.
Hvaða bygging var reist til minningar um Þuríði formann?
Þuríðarbúð á Stokkseyri.