Sálfræði Flashcards
Nám ?
tiltölulega stöðug breyting á hegðun, eða færni til athafna, sem verður vegna reynslu
Munur á námi og frammistöðu ?
breyting á hegðun þýðir ekki endilega að nám hafi átt sér stað
Fimm lærdómsferli ?
- Viðvani
- Næming
- Klassísk skilyrðing
- Virk skilyrðing
- Félagslegt nám/herminám
Viðvani ?
- eitthvað sem venst með tímanum
- einfaldasta tegund náms
- það dregur úr styrk svörunar við endurtekið áreiti
Næming ?
- meiri svörun eftir því sem áreitið eykst
- styrkur svörunar eykst við endurtekið áreiti
td. maður er í prófi og eh gerir eh hljóð og maður missir einbeitinguna því hljóðið magnast upp fyrir manni
Klassísk skilyrðing ?
- tengja saman 2 áreiti
- Pavlov
- “tengslanám”
- lífveran lærir að það eru tengsl milli áreita
td. sjoppumatur við bílveiki, ópalskot við ælu og fl.
- tekur oft margar tilraunir til að tengja saman skilyrt áreiti og óskilyrt áreiti til að fá fram sterkt skilyrt viðbragð (nema ef óskilyrða áreitið er það sterkt að það verður traumatískt)
- er áhrifaríkust þegar áreitið sem á að skilyrða fer á undan óskilyrta áreitinu
Virk skilyrðing ?
- verðlaun eða refsing fyrir hegðun
- afleiðing hegðunar ræður hversu líkleg hún verður í framtíðinni
- virk slokknun og greinireiti
- B.F. Skinner
td. laun fyrir vinnu
Félagslegt nám / herminám ?
nám sem á sér stað þegar við fylgjumst með öðrum
Atferlishyggja ?
- viðfangsefni sálfræðinnar varð hegðun
- kom fram upp úr aldamótum 1900
- varð ráðandi í akademískri sálfræði
(áður var viðfangsefnið vitundin)
Skilyrðing ?
- klassísk vs. virk
- tengsl milli hegðunar og atburða í umhverfi hennar
- útskýrir afhverju ný hegðun er tekin upp, fyrri hegðun hverfur og ein tegund hegðunar er líklegri en önnur
Hundar Pavlovs ?
tilraun um klassíska skilyrðingu
- hljóð -> matur = munnvatn
Svörun / viðbrögð ?
hvernig lífvera svarar áreiti eða hegðun
Óskilyrt áreiti ?
eh sem vekur ekki viðbrögð til að byrja með
- þarf nám svo það komi fram svörun
- styrkur skiptir máli
Óskilyrt svörun ?
ósjálfrátt viðbragð við áreiti án þess að nám komi til
Skilyrt áreiti ?
upphaflega hlutlaust áreiti vekur upp skilyrt viðbrögð eftir tengsl við óskilyrt áreiti
Skilyrt svörun ?
svörun sem skilyrta áreitið kallar fram og er venjulega áþekk óskilyrtu svörununni
Slokknun ?
þegar lærð svörun dofnar og hverfur loks
- þegar skilyrta áreitið birtist endurtekið án þess að óskilyrta áreitið fylgi með
Hlutlaust áreiti ?
er reglulega parað eða tengt með óskilyrtu áreiti
John Broadus Watson ?
ef ég fengi tylft heilbrigðra og velskapaðra ungbarna og minn eigin heim þar sem ég gæti alið þau upp, þá er ég viss um að ég gæti valið eitt þeirra af handahófi og þjálfað það upp í að vera sérfræðingur af hvaða tagi sem er… óháð hæfileikum, áhugamálum, hneigðum, getu, starfi og kynþætti forfeðranna
Lærður ótti ?
- með tengslanámi
- rannsókn Watson og Rayner á Albert litla
- fengu hann til að hræðast rottur með því að tengja hlutlaust áreiti (hvíta rottu) við óskilyrt áreiti (mikinn hávaða) = hann varð ekki einungis hræddur við rottur heldur líka aðra loðna hluti
Jones ?
- upphafsmaður berskjöldunarmeðferðar
- enn mikið notuð í dag
- skjólstæðingur kynntur fyrir skilyrtu áreiti (sem kveikir ótta) án óskilyrt áreitisins
- leiðir til slokknunar = áreitið verður aftur hlutlaust
- “face your fears”
Afleiðingalögmálið ?
- Thorndike
- virk skilyrðing
- ef jákvæðar afleiðingar fylgja hegðun verður hún líklegri til að koma fram, en ef neikvæðar afleiðingar fylgja hegðun verður hún ólíklegri til að koma fram
B.F. Skinner ?
- virk skilyrðing
- lærdómsferli þar sem hegðun verður líkleg eða ólíkleg til að eiga sér stað eftir því hverjar afleiðingar hennar eru
- “Skinner-boxið”
Afleiðingar hegðunar ?
hlutlausar afleiðingar hvorki auka né draga úr líkum á að hegðun eigi sér stað
- styrkir = eflir svörunina eða gerir hana líklegri
- refsir = veikir svörunina eða gerir hana ólíklegri
Styrkingarskilmálar ?
- sambandið milli hegðunar og afleiðinga hennar sem hefur áhrif á líkurnar á endurtekningu hennar
- undanfari hegðunar
- hegðunin
- afleiðingar hegðunar
Jákvæð styrking ?
þegar áreiti birtist og hegðun eykst
td. öskudagur, syng = fæ nammi
Neikvæð styrking ?
þegar áreiti hverfur og hegðun eykst
td. hausverkur, fer í gym = hausverkur hverfur
Jákvæð refsing ?
þegar óþægilegt áreiti birtist og tíðni hegðunar minnkar
td. mæta seint = refsing
Neikvæð refsing ?
þegar áreiti hverfur, er tekið í burtu og tíðni hegðunar minnkar
td. tuð um drasl = hætti að sóða út
Misheppnaðar refsingar ?
- fólk beitir refsingum á rangan hátt
td. ef foreldrar eru ekki með sömu reglur
- tilfinningalegar afleiðingar refsingar geta skapað fleiri vandamál en refsingin leysir
- áhrif refsinga oft tíma- og aðstæðubundin
- aðgerð sem á að refsa getur verið styrkir við vissar kringumstæður
- refsing gefur litlar eða engar upplýsingar um æskilega hegðun
Virk slokknun ?
- hegðun ekki lengur styrkt
- leiðir til þess að það dragist úr tíðni hegðunar og hún deyr smám saman út
(lykilatriði virkrar skilyrðingar)
Greinireiti ?
áreiti sem gefur til kynna hvort og hvaða afleiðingar hegðun hefur
(lykilatriði virkrar skilyrðingar)
Styrking ?
- heppilegri en refsing til að breyta hegðun
- veitir upplýsingar um æskilega hegðun
- verður að tengjast þeirri hegðun sem á að styrkja
- stöðug styrking leiðir síður til varanlegra breytinga á hegðun
Albert Bandura ?
- einn af höfundum hugrænu félagsnámskenningarinnar
- fjögur skref hermináms
- félagslegt nám
- lærum það sem fyrir okkur er haft
- tilraun á börnum og ofbeldi
Fjögur skref hermináms ?
- athygli - veita þeim sem við munum herma eftir athygli
- varðveisla - varðveitum upplýsingar þannig að við getum kallað þær fram aftur
- endursköpun - verðum að vera líkamlega fær um að herna eftir hegðuninni
- áhugahvöt - hafa áhuga á að sýna tiltekna hegðun
samkvæmt Albert Bandura
Sálfræði ?
- fræðigrein sem snýr að hegðun og hugrænum atferlum
- hvernig hegðun og hugræn ferli verða fyrir áhrifum af líkamsástandi, hugarástandi og umhverfi lífverunnar
Sálfræðilegar rannsóknir ?
- raunprófaðar upplýsingar
- grunnrannsóknir
- hagnýtar rannsóknir
Trúgirni mannsins ?
- upplifum meiri stjórn og skilning í flóknum heimi
- sættum okkur ekki við það að vita ekki
- heilinn leitar að mynstri, þó ekkert mynstur sé fyrir hendi
- sálarþvaður staðfestir okkar eigin skoðanir vs. vísindaleg sálfræði ögrar skoðunum okkar
Gagnrýnin hugsun ?
- færni til að efast um staðreyndir sem hafa ekki mikið vísindalegt vægi
- lykilatriði í öllum vísindum
- hjálpar okkur að varast gervivísindi
- fær okkur til að leita svara, vera forvitin og efast
Siðareglur hjúkrunarfræðinga?
- grein =
” hjúkrunarfræðingur viðheldur þekkingu sinni og færni og ber faglega og lagalega ábyrgð á störfum sínum. Hann tekur þátt í þróun þekkingar í hjúkrun og byggir störf sín á rannsóknarniðurstöðum til hagsbóta fyrir skjólstæðing.”
Fimm meginmarkmið sálfræðinnar ?
- að lýsa hvernig fólk hegðar sér
- að skilja orsök hegðunar
- að spá fyrir um hegðun undir ákverðnum kringumstæðum
- að hagnýta þekkingu út frá sálfræðilegum rannsóknum til að bæta velferð fólks
- að hafa áhrif á hegðun í gegnum stjórn sem það örsakar
Saga sálfræðinnar ?
- heimspeki frá fornöld
- tvíhyggja um sál og líkama
- einhyggja
- þróunarkenning Darwins
- Nature-nurture debate
Wilhelm Wundt ?
-“faðir” nútíma sálfræði
- lærði læknisfræið og heimspeki
- vildi gera sálfræði að vísindum
- rannsóknarstofa sálfræði í Leipzig
- beitti innskoðun
- aðaláherlsan á skynjun, viðbragðstíma, athygli, persónuleika og fl.
Grunnstefnur sálfræðinnar ?
Formgerðastefna vs. Virknihyggja
Formgerðastefna ?
- áhersla á að greina reynslu í frumeiningar
- “hvað gerist”
- innskoðun
William James ?
- taldi innskoðun afla lítilla heimilda um hugarstarf
- vildi grafast fyrir um hlutverk mannlegra eiginleika
Virknihyggja ?
- áherlsa á hlutverk eða tilgang hegðunar og vitundar
- “hvernig og hversvegna”
- áhrif frá Charles Darwin
- spruttu tveir straumar =
- Atferlishyggja
- Þróunarsöguleg sálfræði
Sálaraflskenningin ?
- sálgreining
- kenning um persónuleika og aðferð í sálrænni meðferð
- leggur áherslu á ómeðvitaðar hvatir og innri togstreitu
- geðlæknar varðveittu og þróuðu
- tilheyrði ekki akademískri sálfræði
- mjög áhrifamikill straumur í listum enn í dag
Sigmund Freud ?
- setti fram sálræna meðferð
- taldi að sjúkdómseinkenni væri svar við óbærilegri togstreitu innra með manneskju
- Ego, Id, superego
- taldi td. að ofsakvíði orsakaðist af rofnum samförum
Grunn nálganir í nútíma sálfræði ?
- atferlis nálgun
- húmanísk nálgun
- hugfræðileg nálgun
4.félagsleg og menningarleg nálgun
- líffræðileg nálgun
Atferlis nálgun ?
Atferlishyggja vs. Hugræn atferlishyggja
- sálfræðileg nálgun sem leggur áhersluna á hvernig umhverfi og reynsla hefur áhrif á hegðun manna eða dýra
Húmanísk nálgun ?
sálfræðilegt viðhorf sem leggur áherslu á persónulegan þroska og ræktun mannlegra hæfileika fremur en vísindalegan skilning og mat á hegðun
- stefnan hafnaði atferlishyggjunni og sálgreiningunni
- lagði áherslu á sköpunargáfu og ræktun hæfileika
Tveir frægir húmanistar ?
Abraham Maslow og Carl Rogers
Jákvæð sálfræði ?
- sterk tengsl við húmaníska sálfræði
- rannsakar eiginleika sem gerir fólki kleift að vera hamingjusamt, jákvætt og sýna þrautsegju í streituvaldandi aðstæðum
Hugfræðileg nálgun ?
sálfræðileg nálgun sem leggur áherslu á hugræn ferli í skynjun, minni, máli, þrautarlausnum og öðrum sviðum hegðunar
- hugræn sálfræði
- hvernig hugsanir og túlkanir fólks hafa áhrif á líðan, hegðun og fl.
- tölvulíkan af mannlegri hugsun
- hugsun ungabarna
- greindarmælingar
Félags/menningarleg nálgun ?
sálfræðileg nálgun sem leggur áherslu á félagslega og menningarlega áhrifavalda í hegðun, hugsun og tilfinningum
- félagssálfræði (rannsóknir á reglum, hlutverkum hópa og samskiptum)
- menningarsálfræði (rannsóknir á menningarlegum venjum, gildum og væntingum)
Líffræðileg nálgun ?
sálfræðileg nálgun sem leggur áherslu á líkamsstarfsemi og líkamsbreytingar sem tengjast hegðun, tilfinningum og hugsunum
- hormónastarfsemi
- taugaboðefni
- efnafræði heilans
- erfðir
- þróunarsöguleg áhrif
Frumherjar hugrænnar atferlismeðferðar ?
Aaron T. Beck og Albert Ellis
Hugræn atferlismeðferð ?
meðferðarnálgun á fræðilegum grunni
- meðferðar kenning sem nýtur mjög vaxandi hylli
- vegna þess að hún er aðgengileg
- vegna þess að hún hefur staðist prófið í rannsóknum
- meðferð við þunglyndi á 7. og 8. áratugnum
- miklar framfarir í kvíðameðferð á 9. áratug
hvernig hugsanir og túlkanir hafa áhrif á líðan
Vitund/meðvitund ?
vitund um okkur sjálf og umhverfið okkar
Einkenni vitundar ?
- Huglæg/persónuleg
- Síbreytileg
- Snýr að okkur sjálfum
- Nátengd valbundinni athygli
Stig vitundar ?
Mikið af því sem á sér stað í heilanum er eh sem við tökum ekki eftir = ómeðvitað
- Meðvitund
- Forvitund
- Dulvitund
Forvitund ?
minningar
Dulvitund ?
vitund sem byggist á togstreitu og bældum hvötum sem við reynum að bæla niður
Hugrænt sjónarhorn á vitund ?
hafnar dulvitund
- skýrt ferli/úrvinnsla = meðvitað (lesa, læra að hjóla…)
- Sjálfvirk ferli/úrvinnsla = ómeðvitað (að hjóla, skipt athygli)
*þessi ferli vinna saman og virka sem orkusparnaður fyrir manneskjuna
ómeðvituð skynjun ?
- sjónræn kennslablinda
- ýfing
- ómeðvitaðar tilfinningar
Afhverju erum við meðvituð ?
til að taka betri ákvarðanir og forðast hættur
- val að geta beitt athygli á eh ákveðið
Athygli ?
skerpt vs. valin
- skerpt = getan til að svara sérstökum áreitum -> geta lokað á aðra hluti, einbeiting
- valin = að viðhalda skerptri athygli á sérstökum áreitum þannig að ekki sé tekið eftir öðrum áreitum á sama tíma -> td. hunsað símann í tíma og geta samt hlustað á kennarann