Sálfræði Flashcards
Vitund
- Huglæg og einkamál hvers og eins.
- Tekur stöðugum breytingum
- Tekur eftir sjálfri sér og er hluti af upplifun okkar á okkur sjálfum.
- Nátengt athygli okkar.
Að mæla meðvitund
Spurningalistar
út frá hegðun
úr lífeðlisþegum þáttum
Þrjú stig meðvitundar
Meðvitund
Forvitund
Dulvitund
Stýrt ferli/úrvinnsla
(meðvitað)
lesa, læra, hjóla.
Sjálfvirkt ferli/úrvinnsla (ómeðvitað)
t.d. spila á hljóðfæri (eftir að hafa lært það vel)
Ýfing (priming)
Setur af stað ákveðið ferli sem tengist minninu. Á sér stað án þess að fólk sé var við það.
Sjónræn kennslablinda
Geta ekki borið kennsl á hluti sjónrænt. t.d. mun á þríhyrning og kassa.
Andlitsókenni
Að geta ekki þekkt andlit í sjón.
Valin athygli
Að viðhalda skeptri athygli á sérstökum áreitum þannig að ekki sé tekið eftir öðrum áreitum á sama tíma.
Skerpt athygli
Getan til að svara sérstökum áreitum.
Skipt athygli
Getan til að svara, nánast á sama tíma, fleira en einu verkefni eða áreiti.
Dægursveiflur
Sveiflur sem eiga sér stað einu sinni á hverjum sólahring.
Skammsveiflur
Sveiflur sem eiga sér stað oftar en einu sinni á dag.
Svefnstig rúlla t.d. á um 90 mínútna fresti yfir nóttina.
Langtímasveiflur
Sveiflur sem eiga sér stað sjaldnar en einu sinni á sólahring (tíðahringur kvenna t.d.)
Yfirbrúarkrosskjarni
Dægursveiflunum stjórnað þaðan.
Staðsett í undirstúkunni og stjórnar magni melatóníns.
Melatónín
- Á kvöldin byrjar melatonin að hækka en lækkar þegar vaknað er að morgni.
- Sagt hafa slakandi áhrif en ekki alveg rétt. Melatónín í raun bara sendiboði sem lætur svæfandi hluta heilans vita að nú sé kominn tími til að fara að sofa.
- Melatonin virðist hafa hlutverk í því að halda líkamsklukkunni í takti við birtu/myrkur.
Nám
Ferli þar sem reynsla leiðir til tiltölulega stöðugrar breytingar á hegðun.
Viðvani
Það dregur úr styrk svörunar við endurtekið áreiti.
Næming
Styrkur svörunar eykst við endurtekið áreiti.
Atferlishyggja
Með atferlishyggjuna varð viðfangsefni sálfræðinnar hegðun.
hvað stýrir hegðun?
hvernig breytist hegðun?
hvernig læra lífverur nýja hegðun?