Félagsfræði Flashcards
Takmörkun
Einstaklingar geta haft ólík verkefni á sama æviskeiði. Fjöldi og árabil aldursskeiða verið ólík frá einu samfélagi og sögusleiði til annars.
Æviferill
Einstaklingar hafa ólíka æviferla þar sem verða ólík umskipti frá einum áfanga til annars og á ólíkum tíma, auk þess sem áfangar lífsins vara mis lengi frá einum einstaklingi til annars.
Robert Butler: Aldurshyggja (ageism)
Hugmyndafræði samfélagsins um sérkenni og ólíka stöðu aldurshópi, t.d. sérstöðu aldraðra.
Hugmyndafræðinni tengist mismunun samfélagsins á einstaklingum á grundvelli aldurs.
Afvirkjunarkenningin (Elaine Cumming og William Henry)
1) Einstaklingurinn dregur sig í hlé þegar aldurinn færist yfir (AFVIRKJUN)
2) Afvirkunarferlið óhjákvæmilegt.
3) Afvirkjunarkerfið mikilvægt fyrir árángursríka öldrun.
4) Ólíkt hjá konun.
5) Misjaft hvenær það hefst.
6) Afvirkjunin á sér ýmist einstaklingsbundnar eða stofnanabundnar ástæður.
Afvirkjunarkenningin greinir á milli:
1) Óþvingaðrar afvirkjunar (báðir aðilar sammála um afvirkjun)
2) Þvingaðrar virkjunar (einstaklingur vill hætta í hlutverki en er þvingaður til að halda áfram)
3) Þvingaðar afvirkjunar (manneskja þvinguð til að hætta)
Virknikenningin (Robert Havighurst)
1) Viðmið (norm) aldaðra eru þau sömu og fólks á miðjum aldri.
2) meirihluti aldraðra viðheldur sömu virkni og fyrr.
3) Þótt einstaklingur ljúki einhverju starfi eða hlutverki á efri árum, halda þeir sér áfram virkum (á öðrum sviðum)
4) Virkni einstaklinga á efri árum er breytileg og fer eftir fyrri virkni og félags- og efnahagslegum aðstæðum.
5) Árangursrík öldrun er háð því að einstaklingurinn viðhaldi áfram umtalsverðri virkni - líkamlega, andlega og félagslega.
Stimpilkenningin
1) Að vera gamall eða er háð skilgreiningu samfélagsins á hverjum tíma.
2) Hluti samfélagsþegnanna á hverjum tíma fá á sig stimpilinn “gamall”
3) Þessi stimpill tengist einkum neikvæðum eiginleikum vegna aldurshyggju samfélagsins.
4) Þegar einstaklingar hafa fengið á sig þennan stimpil ætlast samfélagið til þess að þeir hagi sér í samræmi við stimpilinn (eins og gamalt fólk á að haga sér)
5) í kjölfarið fara þessir einstaklingar að líta á sig sem “gamla” og ganga inn í hlutverk gamalmennisins.
Átakakenningin
1) Eldra fólk er almennt lægra sett í lagskiptingu samfélagsins og hefur lakari
aðgeng að lífsgæðum en þeir sem yngri eru (= Aldurslagskipting)
2) Eldra fólk verður oftar fyrir mismunun (discrimination) en þeir sem
yngri eru, t.d. á vinnumarkaði og í samskiptum ættmenna.
3) Engu að síður er munur á stöðu eldra fólks: Sumir fara inn á efri árin úr
hárri efnahagslegri stöðu og eru áfram vel efnaðir, meðan aðrir koma úr
lágri stöðu og eiga í harðri lífsbaráttu á efri árum.
4) Alvarleg veikindi og fötlun geta einnig sett mark á líf eldra fólks
bæði fjárhagslega og félagslega.
5) Margt eldra fólk, sem telur stöðu sína óásættanlega, skipuleggur sig í
hagsmunasamtökum til að knýja fram breytingar á stöðunni.
Kynhyggja (sexism)
Er hugmyndafræði (ideology) samfélagsins um sérkenni og ólíka stöðu kynjanna.
Ættarfjölskylda
Stórfjölskylda, hjón, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn.
Kjarnafjölskylda
Hjón (sambýlisfólk), ung börn(barn) þeirra. Fjölskyldan getur verið tengd eða ótengd.
Kommúna
Hópsamband með börnum.
Samvirknikenningar
1) Æxlun (endurnýjun mannfjöldanns)
2) Vettvangur kynlífs
3) Félagsmótun
4) Ástúð/umönnun
5) Efnahagslegt samstarf
6) Stöðuveiting
David Popenoe: Hreiðrinu raskað (Disturbing the nest)
1) Verkefni dregist saman (æxlun, kynlíf, félagsmótun, umönnun)
2) Samstaða og samheldni innan fjölskyldunnar hefur minnkað.
3) Fjölskyldan hefur misst vald til annarra stofnana og hópa
4) Fjölskyldan hefur minnkað, er óstöðugri og varir skemur.
5) Dregið hefur úr gagnkvæmum skyldum ættmenna.
Hefðarhjúskapur
Hjónaband sem hefbundin samfélagsstofnun, tengd ætt og sveitarfélagi. Áhersa lögð á hefðir og félagslegar skyldur.
Samstarfshjúskapur
Hjónaband sem náinn félagsskapur og samstarf tveggja einstaklinga er vinna að sameiginlegum verkefnum fjölskyldunnar.
Sjálfstæðishjúskapur
Hjónaband sem leið einstaklings til að ná markmiðum sínum (uppfylla þarfir sínar og óskir. Áhersla lögð á sveigjanlegum hlutverk og opin skoðanaskipti á milli einstaklinga.
Ástæður verkefnarýrnunar fjölskyldunnar
1) Breyttir framleiðsluhættir
(sjálfsþurftarbúskapur –––––> markaðsbúskapur)
2) Smækkun fjölskyldunnar
(ættarfjölskylda –––––> kjarnafjölskylda)
3) Atvinnuþátttaka kvenna
(uppbygging dagvistarstofnanna)
4) Skólaskylda – uppbygging skólakerfisins
5) Uppbygging heilbrigðiskerfisins
6) Hjónaskilnaðir(hjúskaparslit – einstæðir foreldrar
Fjölskyldur á Íslandi hafa nokkra sérstöðu í samanburði við nágrannalönd:
1) Fjölskyldurnar eru að jafnaði stærri (barnmeiri) á íslandi.
2) Sambúð er algengara sambýlisform á Íslandi og hjúskapur ekki eins algengur.
3) Fleiri börn fæðast utan hjónabands á Íslandi
4) íslensk röð á kyn og samlífi einstaklinga er Kynlíf->Þungun->Sambúð->Fæðing barns->Gifting. (minnkar með ári hverju)
5) Stuðningur hins opinbera við barnafjölskyldur er mun minni á íslandi en öðrum norðurlöndum.
Petra Kolip (2005): Dánartíðni eftir kynferði og hjúskaparstöðu
1) Karlar hafa næstum tvöfalt hærri dánartíðni (mortality rate) en konur. (hlutfallið milli dánartíðni karla og kvenna var 1.97). Mestur var munur á dauðsföllum kynjanna vegna slysa og sjálfsvíga, og hjarta- og æðasjúkdóma
2) Ógiftir karlar höfðu meira en helmingi hærri dánartíðni en giftir karlar. Munur á ógiftum og giftum körlum var mestur vegna meltingasjúkdóma ss skorpulifrar og slysa og sjálfsvíga.
3) Ógiftar konur höfðu einnig hærri dánartíðni en giftar, en munurinn var minni en hjá körlunum.
L. I. Pearlin og J. S. Johnson: Hjúskaparstaða, langvinnir
erfiðleikar og þunglyndi.
Þunglyndi minnst meðal giftra, mest meðal fráskildra/ekkja/ekkla, einhleypt fólk var mitt á milli.
1) Ógift fólk átti frekar við efnahagslega erfiðleika og félagslega einangrun að stíða, en hvort tveggja jók hættu á þunglyndi.
2) Efnahagslegir erfiðleikar, félagsleg einangrun og foreldraábyrð (fjöldi barna) olli frekar þunglyndi meðal ógiftra en giftra.
Emil Durkheim
Rannsakanði sj
Siðrofsvíg (anamic suicide)
Þegar samfélagið tekur breytingum. Óvissa og þá skapast jarðvegur fyrir sjálfsvíg.
Sjálfhverfuvíg (egoistic suicide)
Einstaklingar geta einangrast félagslega, hafa ekki næginlegan stuðning frá öðrum. Þegar erfiðleikar koma upp hjá þessu fólki hafa þeir hvorki aðhald né stuðning til að halda sér á beinu brautinni. Menn gefast upp.
Hollustuvíg (altruistic suicide)
Einstaklingur orðinn of tengdur samfélaginu. Maður myndi deyja fyrir hópinn. Eins og suicide bombers sem sprengja sig upp til að sýna hópnum sínum stuðning.
Forlagavíg (fatalistic suicide)
Þegar fólk sér enga aðra leið út úr aðstæðunum. Fólk finnst það vera kúgað.
Dæmi: Fangar í fangelsum og konur í ofbeldissamböndum.
Framköllunartilgátan
Álag (stress) vegna röskunar á ytri aðstæðum einstaklinga stuðlar að geðrænum vandamálum sem geta leitt til innlagnar á spítala.
Afhjúpunartilgátan
Þeir sem eru geðsjúkir fyrir eiga erfitt með að bjarga sér úti í samfélaginu (missa bjargir sínar) þegar samdráttur verður í efnahagslífi og þurfa innlögn til að komast af.
M. Harvey Brenner
Rannsakaði samband milli efnahagssveiflna og innlagna á geðspítala í New York yfir 127 ára tímabil (frá 1841-1968).
Niðurstöður hans leiddu í ljós að innlagnir jukust á samdráttarskeiðum en drógust saman á uppgangsskeiðum.
R. Catalano og D. Dooley (1977)
Rannsókn á sambandi verðbólgu og atvinnuleysis, lífsviðburða (life events) og þunglyndis.
Rannsóknin tók til Kansas borgar í BNA og stóð yfir um margra mánaða skeið.
Mánaðarlegar atvinnuleysis- og verðbólgutölur í Kansas borg voru tengdar niðurstöðum mánaðarlegra kannana í Kansas um lífsviðburði og þunglyndi.
R. Fenwick og M. Tausig (1994)
Gerðu rannsókn meðal starfsmanna á sambandi atvinnuleysis, vinnuumhverfis, vinnuálags og lífsánægju.
Niðurstöður: Aukið atvinnuleysi tengdist auknu vinnuálagi og minni lífsánægju manna.
Tengslin milli atvinnuleysis og vinnuálags (R. Fenwick og M. Tausig (1994)
Tengslin milli atvinnuleysis og vinnuálags/lífsánægju voru óbein (indirect)
á þann hátt, að þegar atvinnuleysisstigið í BNA hækkaði, minnkaði jafnframt
sjálfsstjórn (decision latitude) starfsmanna í vinnunni og verkefnaálagið
(job demands) jókst.
Félagsleg samskipti
Hegðun einstaklinga gagnvart hvor öðrum og viðbrögð þeirra við hvor öðrum.
Boðskipti
Notkun boða í formi merkja og tákna til að miðla merkingu í samskiptum (grátur, gelt, urr)
Hlutverk
Samsafn viðmiða sem hegðun einstaklings fer eftir í ákveðnum félagslegum aðstæðum.
Merki
Föst merking, stellingar, hreyfingar.
Stöðusveipur
Samsafn staða sem einstaklingur hefur
Hlutverkasveipur
Samsafn hlutverka sem einstaklingur hefur innan ákveðinnar stöðu.
Hlutverkarálag
Erfitt að uppfylla væntingar innan tiltekins hlutverks.
Dæmi: nemandi undir námsálagim sem á erfitt með skilning, lestur eða verkefnavinnu í einu eða fl námskeiðum.
Hlutverkatogstreita
Erfitt að uppfylla væntingsar milli tveggja eða fleiri hlutverka. Dæmi: Eintaklingur sem upplifir að nám hans og vinna með námi rekast á.
Áskipuð staða
Dæmi: nemandi í grunnskóla (það er skylda)
Áunnin staða
Staða sem þú vinnur þér inn og velur eins og háskóli.
Fylgispekt (conformity)
Tilhneiging til að samræma viðhorf, trú og hegðun við þá sem eru í kringum þig.
Hlýðni (obedience)
Að hlýða beinni skipun frá aðila sem maður telur hafa vald, jafnvel þó hlýðnin geti valdið skaða.
Efnisþættir samhjálpar
1) Andlegur stuðningur
2) Verkleg hjálp
3) Efnisaðstoð (lána eða gefa pening t.d.)
4) Ráðgjöf
Herminám
Hermum eftir hegðun annara frá bernsku. Lærum af fyrirmyndum, mest af þeim sem við erum í nánum tengslum við.
Enidemic (landlægur sjúkdómur)
Sjúkd sem hefur viðvarandi tíðni á ákveðnu svæði eða í ákv hóp
Epidemic (faraldur)
Vísar til útbreiðslu sjúkdóms umfram venjulega tíðni á ákveðnu svæði eða í ákv. hóp.
Pandemic (útbreiddur sjúkdómur)
Vísar til mikillar útbreiðslu sjúkdóms innan landsvæðis, meginlands eða alls heimsins.
Viðhorfum (attitude) fólks má skipta í fimm hluta:
a) Skoðun, sem er þekkingarþáttur (e. belief)
b) Afstaða, sem er tilfinningaþáttur (e. evaluation)
c) Viðmið, sem er félagslegur þáttur (e. norm)
d) Tök (geta), sem er stjórnunarþáttur (e. control)
c) Fyrirætlun, sem er hegðunarþáttur (e. intention)
Efnahagslegir, félagslegir og sálrænir þættir:
Hér er átt við menntun, tekjur og einstaklinga
samhjálp (félagslegan stuðning) sem þeir fá, reynslu þeirra af sjúkdómum, þekkingu þeirra á sjúkdómum og viðhorf þeirra til heilbrigðisþjónustunnar.
Upplifað næmi:
Misjaft er hve miklar líkur fólk telur vera á því að það fái tiltekna sjúkdóma. Sumir telja sig ekki geta fengið tiltekna sjúkdóma, meðan aðrir telja yfirgnæfandi líkur á því, en flestir eru þó einhvers staðar þarna á milli í líkindamati sínu.
Upplifaður alvarleiki:
Misjaft er hve fólk telur sjúkdóma vera alvarlega. Sumir gætu talið tiltekinn sjúkdóm meinlausan meðan aðrir teldu hann lífshættulegan. Mismunandi er hve sammála fólk er um alvarleika sjúkdóma. Flestir myndu t.d. telja krabbamein mjög alvarlegan sjúkdóm, þó meiri ágreiningur gæti verið um alvarleika margra annarra sjúkdóma.
Upplifaður ávinningur:
Misjafnt er hvernig fólk metur ávinning af tiltekinni aðgerð eða úrræði gegn sjúkdómum. Sumir telja að tiltekin aðgerð eða úrræði sé mjög gagnlegt til að hindra uppkomu eða halda aftur af þróun sjúkdóms, meðan aðrir telja aðgerðina eða úrræðið engu skipta.
Upplifaður kostnaður:
Misjafnt er hvern fólk telur vera kostnað af tiltekinni aðgerð eða úrræði gegn sjúkdómum. Sumir telja að tiltekin aðgerð eða úrræði sé mjög kostnaðarsamt og er þá átt við fjárútlát eða tíma sem úrræðið tekur, eða hræðslu eða óþægindi af einhverju tagi sem af af úrræðinu hlýst.
Fyrirbyggjandi hegðun:
Fyrirbyggjandi hegðun getur verið af ýmsu tagi. Hún getur t.d. falist í að nota sólvörn í miklu sólarljósi, sniðganga viðbættan sykur og fituríkan mat til að forðast eða draga úr ofþyngd, sinna sjálfsskoðun á brjóstum, mæta í boðaða leghálskrabbameins-skoðun (til læknis eða á leitarstöð), mæta með barn sitt í eftirlit i ung- og smábarnaverndinni, mæta í fyrirbyggjandi eftirlit hjá tannlækni, mæta í reglulega blóðþrýstingsmælingu sem hjartasjúklingur, eða nota smokkinn við samfarir til hindra að maður smiti rekkjunautinn af kynsjúkdómi sínum.
Tilefni til aðgerða:
Hér er átt við atvik eða atburð sem verður tilefni til hrinda fyrirbyggjandi hegðun af stað (meðal þeirra sem að öðru leyti eru líklegir til athafna). Þetta gætu t.d. verið upplýsingar eða viðvörun sem er lesin af matvælum, boðskort í krabbameinsleit, frétt í fjölmiðli um sjúkdóm og úrræði gegn honum, eða alvarleg sjúkdómsgreining eða dauðsfall í fjölskyldunni eða vinahópnum.
Styrkleikar heilsuviðhorfalíkansins:
1) Tekur tillit til mats fólks á fýsileika hegðunar (þ.e. ávinningi og kostnaði hegðunar)
sem hefur veruleg áhrif á hvort hegðun á sér stað.
2) Gerir ráð fyrir áhrifum efnahagslegra og félagslegra þátta á heilsuviðhorf.
3) Skýrir all vel fyrirbyggjandi hegðun einstaklinga gagnvart ýmsum sjúkdómum.
Veikleikar heilsuviðhorfalíkansins:
1) Sum tengsl eru veik í líkaninu einkum áhrif upplifaðs alvarleika.
2) Tekur ekki tillit til afstöðu einstaklinga til hegðunarinnar sem um er að ræða.
3) Tekur ekki tillit til að sum hegðun er venjubundin og því endurtekin, eða er bundin
fíkn.
4) Tekur ekki tillit til þess að sum hegðun er framkvænd vegna óska, vilja eða krafna
frá öðru fólki.
5) Tekur ekki tillit til umhverfisþátta og efnahagslegra þátta (annarra en einstaklingstekna)
sem geta haft áhrif á hvort hegðun er framkvæmd.
6) Gerir ráð fyrir að góð eða betri heilsa sé megin markmið hegðunarinnar sem athuguð er.
7) Gerir ráð fyrir að tilefni til aðgerða séu útbreidd og aðgengileg.
Afstaða til hegðunar:
Afstaða til hegðunar vísar til þess í hvaða mæli einstaklingur hefur neikvæða eða jákvæða afstöðu til tiltekinnar hegðunar. Er einstaklingurinn t.d. mjög eða frekar fylgjandi/mótfallinn því að nota viðbættan sykur í mat eða drykk? Er hann mjög eða frekar mótfallinn/fylgjandi því að fara í eftirlit hjá tannlækni.
Huglægt viðmið:
Huglægt viðmið vísar til þess félagslega þrýstings sem einstaklingurinn telur sig vera undir að framkvæma hegðunina.
Upplifuð stjórn:
Hve auðvelt eða erfitt telur einstaklingurinn vera fyrir sig að framkvæma hegðunina. Eða með öðrum orðum: Telur einstaklingurinn að hann ráði sjálfur framkvæmdinni? Þetta mat getur byggst á fyrri reynslu (t.d. fyrri erfiðleikum eða hindrunum sem komu í ljós) eða huglægu mati á hindrunum sem einstaklingurinn telur að muni standa í vegi fyrir því að hann framkvæmi hegðunina.
Fyrirætlun:
Ætlar (hyggst) einstaklingurinn að framkæma hegðuna (á næstunni eða innan einhvers tímaramma). Hve viss eða óviss er einstaklingurinn um að hann muni ætla það?
Styrkleikar kenningarinnar um ráðgerða hegðun
1) Skýrir nokkuð vel ýmsa hegðun sem er undir stjórn og á valdi einstakling.
2) Tekur tillit til áhrifa annarra á hegðun einstaklingsins (mannleg hegðun er að miklu leyti
félagsleg).
3) Tekur tillit til þess hvort einstaklingar telji sig geta framkvæmt hegðunina.
4) Tekur tilit til áhrifa tilfinninga á fyrirætlanir.
5) Leggur áherslu á að til að skýra tiltekna hegðun verði allir skýringaþættir að hafa
sömu afmörkun og hegðunin sem skýra á.
Veikleikar kenningarinnar um ráðgerða hegðun:
1) Tekur ekki tillit til tækifæra og aðfanga sem auðvelda framkvæmd þeirrar hegðunar sem
áformuð er.
2) Tekur ekki tillit til að sum hegðun er venjubundin og því endurtekin, eða er bundin fíkn.
3) Tekur ekki tillit til ýmissa þátta sem geta haft áhrif á fyrirætlun fólks, svo sem ótti,
ógnun, líðan, eða fyrri reynsla.
4) Tekur ekki tillit til umhverfisþátta og efnahagslegra þátta (annarra en einstaklingstekna)
sem geta haft áhrif á hvort hegðun er framkvæmd.
5) Gerir ekki ráð fyrir að einstaklingar breyti áformum sínum eða hegðun sem
Hlutverk sjúklingsins samkvæmt Talcott Parsons:
Inngönguskilyrði: Að frávik einstaklings séu ekki háð vilja
Séu frávik ekki háð vilja er einstaklingurinn leystur tímabundið undan venjubundnum verkefnum sínum
Um leið og einstaklingurinn er leystur frá störfum ber honum að leita sér aðstoðar „tæknilega viðurkennds aðila“ (einkanlega læknis)
Um leið og sjúkdómur (heilsuvandamál) hefur verið greindur er sjúklingurinn leystur undan venjubundnum hlutverkum sínum (þó í hlutfalli við starfsskerðingu sína)
Sjúklingur á að líta á vandamál sitt sem óæskilegt og tímabundið ástand
Sjúklingi ber að sýna lækni (heilbrigðisstarfsmanni) samstarfsvilja og vera heldinn á meðferðina
Þegar sjúklingur hefur náð bata að mati læknis (heilbrigðis-starfsmanns) ber honum að hverfa aftur til fyrri hlutverka sinna
Hlutverk læknisins samkvæmt Talcott Parsons:
Greining sjúkdóms/Úrskurður um bata: Hliðvarsla
Sérhæfð þjónusta (meðferð) á grundvelli sjúkdómsgreiningar (functional specificity)
Algilt hlutverk (universality)
Þjónustuhyggð (service orientation)
Tilfinningalegt hlutleysi (affective neutrality)
Yfirráð
Stjórnun viðurlaga
Umburðarlyndi
Sjúklingar fylgja ekki allir forskrift Parsons um sjúklingshlutverkið vegna þess að:
1) sjúkdómseinkenni eru oft óljós, sérstaklega á fyrstu stigum.
2) Hegðun sjúklinga á einstökum stigum sjúkdómsferlisins er breytileg og ekki einsleit eins og Parsons virðist gera ráð fyrir.
3) Erfitt getur verið að fá rétta greiningu og meðferð heilbrigðisþjónustunnar vegna sjúkdómsins.
1) Léttvæga stigið.
Einkenni (rannsókn á MS Stewart og Sullivan)
1) Léttvæga stigið.
Einkenni komu fram en einstaklingarnir greindu sig almennt ekki veika og gerðu lítið við einkennunum. 85% töldu veikindin ekki alvarleg og tengdu þau öðrum veikindum.
Meðal tali á þessu stigi í 3 ár.
Alvarlega stigið (rannsókn á MS Stewart og Sullivan)
Einkenni urðu tíðari, alvarlegri og sýnilegri. Einstaklingar höfnuðu upphaflegum skilningi á einkennunum og leituðu læknis. Flestir fóru til nokkra lækna og 75% fékk 1 eða fleiri rangar greiningar áður en rétt greining fékkst. Fólk átti erfitt með samskipti og hlutverk. Misstu trú á læknum sínum (2,5 ár á þessu stigi)
Greiningar stigið (rannsókn á MS Stewart og Sullivan)
Hefst með réttri greiningu, að meðaltali 5,5 árum eftir að einkenni gerðu vart við sig. Meiri líkur á greiningarinnlögn ef fólkið var í MS kasti. Loksins fær fólk rétta greiningu og finna fyrir miklum létti.
Kathy Charmaz (1991)
Truflun: