Félagsfræði Flashcards
Takmörkun
Einstaklingar geta haft ólík verkefni á sama æviskeiði. Fjöldi og árabil aldursskeiða verið ólík frá einu samfélagi og sögusleiði til annars.
Æviferill
Einstaklingar hafa ólíka æviferla þar sem verða ólík umskipti frá einum áfanga til annars og á ólíkum tíma, auk þess sem áfangar lífsins vara mis lengi frá einum einstaklingi til annars.
Robert Butler: Aldurshyggja (ageism)
Hugmyndafræði samfélagsins um sérkenni og ólíka stöðu aldurshópi, t.d. sérstöðu aldraðra.
Hugmyndafræðinni tengist mismunun samfélagsins á einstaklingum á grundvelli aldurs.
Afvirkjunarkenningin (Elaine Cumming og William Henry)
1) Einstaklingurinn dregur sig í hlé þegar aldurinn færist yfir (AFVIRKJUN)
2) Afvirkunarferlið óhjákvæmilegt.
3) Afvirkjunarkerfið mikilvægt fyrir árángursríka öldrun.
4) Ólíkt hjá konun.
5) Misjaft hvenær það hefst.
6) Afvirkjunin á sér ýmist einstaklingsbundnar eða stofnanabundnar ástæður.
Afvirkjunarkenningin greinir á milli:
1) Óþvingaðrar afvirkjunar (báðir aðilar sammála um afvirkjun)
2) Þvingaðrar virkjunar (einstaklingur vill hætta í hlutverki en er þvingaður til að halda áfram)
3) Þvingaðar afvirkjunar (manneskja þvinguð til að hætta)
Virknikenningin (Robert Havighurst)
1) Viðmið (norm) aldaðra eru þau sömu og fólks á miðjum aldri.
2) meirihluti aldraðra viðheldur sömu virkni og fyrr.
3) Þótt einstaklingur ljúki einhverju starfi eða hlutverki á efri árum, halda þeir sér áfram virkum (á öðrum sviðum)
4) Virkni einstaklinga á efri árum er breytileg og fer eftir fyrri virkni og félags- og efnahagslegum aðstæðum.
5) Árangursrík öldrun er háð því að einstaklingurinn viðhaldi áfram umtalsverðri virkni - líkamlega, andlega og félagslega.
Stimpilkenningin
1) Að vera gamall eða er háð skilgreiningu samfélagsins á hverjum tíma.
2) Hluti samfélagsþegnanna á hverjum tíma fá á sig stimpilinn “gamall”
3) Þessi stimpill tengist einkum neikvæðum eiginleikum vegna aldurshyggju samfélagsins.
4) Þegar einstaklingar hafa fengið á sig þennan stimpil ætlast samfélagið til þess að þeir hagi sér í samræmi við stimpilinn (eins og gamalt fólk á að haga sér)
5) í kjölfarið fara þessir einstaklingar að líta á sig sem “gamla” og ganga inn í hlutverk gamalmennisins.
Átakakenningin
1) Eldra fólk er almennt lægra sett í lagskiptingu samfélagsins og hefur lakari
aðgeng að lífsgæðum en þeir sem yngri eru (= Aldurslagskipting)
2) Eldra fólk verður oftar fyrir mismunun (discrimination) en þeir sem
yngri eru, t.d. á vinnumarkaði og í samskiptum ættmenna.
3) Engu að síður er munur á stöðu eldra fólks: Sumir fara inn á efri árin úr
hárri efnahagslegri stöðu og eru áfram vel efnaðir, meðan aðrir koma úr
lágri stöðu og eiga í harðri lífsbaráttu á efri árum.
4) Alvarleg veikindi og fötlun geta einnig sett mark á líf eldra fólks
bæði fjárhagslega og félagslega.
5) Margt eldra fólk, sem telur stöðu sína óásættanlega, skipuleggur sig í
hagsmunasamtökum til að knýja fram breytingar á stöðunni.
Kynhyggja (sexism)
Er hugmyndafræði (ideology) samfélagsins um sérkenni og ólíka stöðu kynjanna.
Ættarfjölskylda
Stórfjölskylda, hjón, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn.
Kjarnafjölskylda
Hjón (sambýlisfólk), ung börn(barn) þeirra. Fjölskyldan getur verið tengd eða ótengd.
Kommúna
Hópsamband með börnum.
Samvirknikenningar
1) Æxlun (endurnýjun mannfjöldanns)
2) Vettvangur kynlífs
3) Félagsmótun
4) Ástúð/umönnun
5) Efnahagslegt samstarf
6) Stöðuveiting
David Popenoe: Hreiðrinu raskað (Disturbing the nest)
1) Verkefni dregist saman (æxlun, kynlíf, félagsmótun, umönnun)
2) Samstaða og samheldni innan fjölskyldunnar hefur minnkað.
3) Fjölskyldan hefur misst vald til annarra stofnana og hópa
4) Fjölskyldan hefur minnkað, er óstöðugri og varir skemur.
5) Dregið hefur úr gagnkvæmum skyldum ættmenna.
Hefðarhjúskapur
Hjónaband sem hefbundin samfélagsstofnun, tengd ætt og sveitarfélagi. Áhersa lögð á hefðir og félagslegar skyldur.
Samstarfshjúskapur
Hjónaband sem náinn félagsskapur og samstarf tveggja einstaklinga er vinna að sameiginlegum verkefnum fjölskyldunnar.
Sjálfstæðishjúskapur
Hjónaband sem leið einstaklings til að ná markmiðum sínum (uppfylla þarfir sínar og óskir. Áhersla lögð á sveigjanlegum hlutverk og opin skoðanaskipti á milli einstaklinga.
Ástæður verkefnarýrnunar fjölskyldunnar
1) Breyttir framleiðsluhættir
(sjálfsþurftarbúskapur –––––> markaðsbúskapur)
2) Smækkun fjölskyldunnar
(ættarfjölskylda –––––> kjarnafjölskylda)
3) Atvinnuþátttaka kvenna
(uppbygging dagvistarstofnanna)
4) Skólaskylda – uppbygging skólakerfisins
5) Uppbygging heilbrigðiskerfisins
6) Hjónaskilnaðir(hjúskaparslit – einstæðir foreldrar
Fjölskyldur á Íslandi hafa nokkra sérstöðu í samanburði við nágrannalönd:
1) Fjölskyldurnar eru að jafnaði stærri (barnmeiri) á íslandi.
2) Sambúð er algengara sambýlisform á Íslandi og hjúskapur ekki eins algengur.
3) Fleiri börn fæðast utan hjónabands á Íslandi
4) íslensk röð á kyn og samlífi einstaklinga er Kynlíf->Þungun->Sambúð->Fæðing barns->Gifting. (minnkar með ári hverju)
5) Stuðningur hins opinbera við barnafjölskyldur er mun minni á íslandi en öðrum norðurlöndum.
Petra Kolip (2005): Dánartíðni eftir kynferði og hjúskaparstöðu
1) Karlar hafa næstum tvöfalt hærri dánartíðni (mortality rate) en konur. (hlutfallið milli dánartíðni karla og kvenna var 1.97). Mestur var munur á dauðsföllum kynjanna vegna slysa og sjálfsvíga, og hjarta- og æðasjúkdóma
2) Ógiftir karlar höfðu meira en helmingi hærri dánartíðni en giftir karlar. Munur á ógiftum og giftum körlum var mestur vegna meltingasjúkdóma ss skorpulifrar og slysa og sjálfsvíga.
3) Ógiftar konur höfðu einnig hærri dánartíðni en giftar, en munurinn var minni en hjá körlunum.
L. I. Pearlin og J. S. Johnson: Hjúskaparstaða, langvinnir
erfiðleikar og þunglyndi.
Þunglyndi minnst meðal giftra, mest meðal fráskildra/ekkja/ekkla, einhleypt fólk var mitt á milli.
1) Ógift fólk átti frekar við efnahagslega erfiðleika og félagslega einangrun að stíða, en hvort tveggja jók hættu á þunglyndi.
2) Efnahagslegir erfiðleikar, félagsleg einangrun og foreldraábyrð (fjöldi barna) olli frekar þunglyndi meðal ógiftra en giftra.
Emil Durkheim
Rannsakanði sj
Siðrofsvíg (anamic suicide)
Þegar samfélagið tekur breytingum. Óvissa og þá skapast jarðvegur fyrir sjálfsvíg.
Sjálfhverfuvíg (egoistic suicide)
Einstaklingar geta einangrast félagslega, hafa ekki næginlegan stuðning frá öðrum. Þegar erfiðleikar koma upp hjá þessu fólki hafa þeir hvorki aðhald né stuðning til að halda sér á beinu brautinni. Menn gefast upp.
Hollustuvíg (altruistic suicide)
Einstaklingur orðinn of tengdur samfélaginu. Maður myndi deyja fyrir hópinn. Eins og suicide bombers sem sprengja sig upp til að sýna hópnum sínum stuðning.
Forlagavíg (fatalistic suicide)
Þegar fólk sér enga aðra leið út úr aðstæðunum. Fólk finnst það vera kúgað.
Dæmi: Fangar í fangelsum og konur í ofbeldissamböndum.
Framköllunartilgátan
Álag (stress) vegna röskunar á ytri aðstæðum einstaklinga stuðlar að geðrænum vandamálum sem geta leitt til innlagnar á spítala.
Afhjúpunartilgátan
Þeir sem eru geðsjúkir fyrir eiga erfitt með að bjarga sér úti í samfélaginu (missa bjargir sínar) þegar samdráttur verður í efnahagslífi og þurfa innlögn til að komast af.