SÁLF2AA05: UNDIRGREINAR Flashcards
Afbrigðasálfræði
Fjallar um hegðun og andlegt ástand sem telst afbrigðilegt. Helsta viðfangsefni er geðrasakanir, sem og persónu- og tilfinningaraskanir.
Félagssálfræði
er sú undirgrein sálfræðinnar sem stendur félagsfræðinni næst og fjallar um hvernig félagsleg áhrif móta hegðun fólks og skoðanir. Viðfangsefni greinarinnar eru m.a. staðalímyndir, fordómar og hópþrýstingur.
Hugræn sálfræði
er ein gróskumesta undirgrein nútímasálfræði. Hún tekur til skoðunar minni, hugsun, skynjun, athygli og mál.
Klínísk sálfræði
dæmi um klíníska sálfræði er meðferð og greining geðraskana, atferlismeðferð, fjölskylduráðgjöf o.s.frv.
Líffræðileg sálfræði
undir þessa grein falla m.a. rannsóknir á taugafrumum, boðefnum og heilanum og áhrif geðlyfja og fíkniefna á heilann.
Persónuleikasálfræði
á rætur að rekja til kenninga Freuds um persónuleikann. Áherzla er lögð á einstaklingsmun og gengið út frá því að fólk sé ólíkt vegna meðfæddra persónuelikaþátta og hegðun einstaklinga í ólíkum aðstæðum.
Réttarsálfræði
er sérhæfð undirgrein sem tengist afbrotamálum og réttarhöldum, m.a. falskar játningar.
Skólasálfræði
tengist vandamálum í tengslum við skólann.
Tilraunasálfræði
er elsta undirgrein sálfræðinnar og undirstöðugrein annarra sálfræðigreina.
Vinnu- og skipulagssálfræði
er sálfræðigrein sem snýst um að taka til þætti í starfsumhverfi fyrirtækja.
Þroskasálfræði
fjallar um þroskaferilinn frá getnaði til grafar.