SÁLF2AA05: KALLAR Flashcards
Wilhelm Wundt
opnaði fyrstu tilraunastofuna í Leipzig í Þýskalandi árið 1879 og er má rekja upphaf sálfræðinnar til þess.
Hann reyndi að beita náttúruvísindalegri aðferð til rannsókna á sálarlífinu og er frumkvöðull í tilraunasálfræði. Hann hefur fengið viðurnefnið “faðir sálfræðinnar.”
William James
gaf út eina fyrstu kennslubókina í sálfræði, Principles of Psychology, árið 1890. Hann er oft nefndur faðir amerískrar sálfræði. Hann gerði einnig greinamun á svokölluðu frumminni (skammtímaminni) og afleiddu minni (langtímaminni).
Ágúst H. Bjarnason
gaf út fyrstu íslensku kennslubókina í sálfræði, Almenn sálfræði, árið 1916 og má rekja upphaf íslenskrar sálfræði til þess.
Guðmundur Finnbogason
skrifaði doktorsritgerð, Den sympatiske Forståelse eða “Samúðarskilningurinn” sem er fyrsta íslenska doktorsritgerðin í sálfræði.
Abraham Maslow
(1908-1970) var sálfræðingur sem kom fram með mannúðarsálfræðina og þarfapíramídann.
Carl Rogers
(1902-1987) var sálfræðingur sem kom fram með mannúðarsálfræðina.
Sigmund Freud
er einn frægasti sálfræðingur allra tíma. Hann fæddist árið 1856 í Austurríki. Hann útskýrði gleymsku út frá hugtakinu bæling og kom einnig fram með hugtakið bernskuminnisstol.
Aristóteles
var forn heimspekingur sem setti fram kenningu um eðli minnis. Hann taldi að minni ákvarðaðist af hugtengslum.
Descartes
var franskur heimspekingur sem útskýrði alla líkamsstarfsemi og hátterni manna út frá vélrænum lögmálum. Sálin starfaði þá sem sjálfstæð eining í líkamanum.
Charles Darwin
kom fram með þróunarkenninguna sem hafði áhrif á sálfræðina.
Gustav Flechner
var fyrstur til að gera sálfræðilegar tilraunir.
Hermann von Helmholtz
mældi hraða taugaboða.
Hermann Ebbinghaus
var fyrstur til að rannsaka minni vísindalega og kom fram með gleymskúrfuna sem útskýrði að við gleymum flestu beint eftir að við höfum lært það.
Francis Galton
var fyrstur til að nota próf til að mæla andlega eiginleika.
Alfred Binet
var fyrstur til að búa til greindarpróf.