ritgerðarspurningar - dómar (aðaldómarnir) Flashcards
Aðskilnaðardómur 3, málsatvik
- Maður dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir fjársvik (1987) af fulltrúa sýslumannsins í Árnessýslu sem jafnframt var lögreglustjóri í sýslunni. Maðurinn var sakfelldir í sakadómi af fulltrúa sýslumanns sem áður hafði komið að í málinu á rannsóknarstigi, enda sýslumaðurinn bæði með rannsóknar- og dómsvald á þessum tíma.
- Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar en áður höfðu gengið 2 dómarar sem fjölluðu um sama efni
- Sá háttur að sami maður gegndi embætti dómara og lögreglustjóra hafði þá lengi tíðkast utan RKV
- Sýslumanninum og fulltrúa hans hafi borið að víkja sæti í sakamálinu
- Áfrýjaði dómurinn var felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til nýrrar dómsmeðferðar og dómsálagningar.
Aðskilnaðardómur 3, dómar sem lágu fyrir í málinu
- Hrd. 1985, bls. 1290 og 1987, bls. 356 (aðskilnaður 1 og 2)
- þar sem því var slegið föstu að hvorki 2.gr. stjskr. né ákvæði MSE stæðu þessari lögmæltu skipan í vegi.
Aðskilnaðardómur 3, niðurstaða hrd.
- Hrd. komst að þeirri niðurstöðu með 7 rökum að skýra bæði hæfisreglur laga um meðferð opinberra mála á þá leið að viðkomandi dómara hefði borið að víkja sæti vegna vanhæfis
- Sý nýja regla sem byggt var á í hrd. var sú að dómari gæti ekki talist hæfur til að fara með mál efn hann (eða yfirmaður hans) hafði farið með formlega stjórn lögreglurannsóknar
- ,,Í málinu er ekkert fram komið, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtum. Hins vegar verður að fallast á það með MNE, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn.”
Dómurinn var síðan felldur úr gildi
Aðskilnaðardómur 3, 7 rök hrd.
- Meginregla stjskr. um þrígreiningu ríkisvalds, 2.gr. og sérstakir dómarar fari með dómsvald
- Sögulegar og landfræðilegar aðstæður hafi minni þýðingu en áður, m.a. vegna greiðra samgangna
- en hvað hafði breyst frá 1985 og 1987? Hér hverfur hrd. frá fyrri fordæmum í ljósi þessara breyttu aðstæðna - Alþingi hafi sett lög um aðskilnað dóms- og umboðsvald í héraði sem taka áttu gildi 1.júlí 1992
- Ísland hafi að þjóðarétti skuldbindir sig til að virða MSE og vísar til ummæla þáverandi dómsmálaráðherra því til stuðnings að íslenskar réttarreglur væru í samræmi við sáttmálann.
- MNE hafði ályktað að málsmeðferð í máli Jóns Kristinssonar, sbr. hrd. 1985:1290 hafi ekki verið í samræmi við MSE. En MSE tók ekki gildi fyrr en 1994
- Ríkisstjórn Íslands hafði gert sátt í máli við Jón Kristinsson og annan mann, sbr. dóma 1 og 2
- Að skv. lögum um meðferð einkamála í héraði skuli dómari víkja úr dómasæti ef hætta er á því að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu. Þessu ákvæði ber einnig að beita við meðferð opinberra mála - þetta atriði vó þyngst.
Aðskilnaðardómur 3, helstu einkenni
- Dómurinn er til marks um það hvernig ákvæði laga eru skýrð með hliðsjón af reglum þjóðaréttar, þ.á.m. hvernig þróun hans hefur áhrif. Öllu nærtækara virðist þó vera að líta svo á að hrd. gangi skrefi lengra en í fyrrnefndum dómum og löfesti í reynd nýja reglu sem breytingu eða viðbót við 7. tl. 36.gr. í anda þeirrar þrúnar sem orðið hefur á vettvangi alþjóðlegra mannréttindareglna.
- Gagnrýna má dóminn með þeim rökum að aðstæður hafi lítið breyst frá því dómar 1 og 2 voru kveðnir upp. Breyttar aðstæður tæplega réttlæta frávik frá fordæmunum. Réttarvitund almennings hefur heldur ekki breyst.
- rétt sé að hverfa frá fordæmi. Ef rökstuðningur dómara leiðir til þess að „réttarvitund almennings“ hafi breyst umtalsvert eða að ,,réttarþróun’’ hafi verið með ákveðnum hætti má yfirleitt jafna því til þess að dómurinn telji fordæmi lagalega rangt eða óeðlilegt.
- Það eru engar réttarheimildir sem réttlæta þessa niðurstöðu.
- Sjö dómarar dæma dóminn en þrír aðskilnað I og II.
- SM segir að HR sé bundinn af fordæmum sínum, framkvæmd og rök. Þetta er ekki fortakslaus regla og síðan þegar fordæmum er breytt er rökstuðningi hlaðið upp auk þess þegar dómurum er fjölgað. Segir að þessi dómur sé ekki í samræmi við íslensk lög.
Desemberdómur, málsatvik
V sóttum um almennt leyfi til fiskveiða auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. SJR hafnaði beiðninni með vísan til 5.gr. laga um stjórn fiskveiða þar sem sagði að leyfi til veiða væru ,,bundin við fiskiskip og verða ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum”. Í 5.gr. laganna væru tilgreind skilyrði og þau óundanþæg. Forsenda fyrir veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í ativnnuskyni. V höfðaði mál til ógildingar ákvörðunar SJR. Hélt því fram að 5.gr. bryti í bága við stjskr. um jafnræði 65.gr. og atvinnufrelsi 75.gr.
Desemberdómur, Héraðsdómur
Sýknaði íslenska ríkið
Desemberdómur, Niðurstaða Hæstaréttar
- Heimilt að setja atvinnufrelsi til fiskveiða við stendur Íslands ákveðnar skorður en þær yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjskr.
- Skipan 5.gr. laganna horfi þannig við með tilliti til jafnræðis og atvinnufrelsis að réttur til veiða væri bundinn við eignarhald á skipum sem haldið hefði verið úti á öndverðum 9.árat. eða hefðu komið í stað slíkra skipa.
- Af þessu leiddi að aðrir ættu þess ekki kost að stunda veiðar í atvinnuskyni en þeir sem hefðu heimildir til þess í skjóli einkaeignarréttar, ýmist sjálfir eða fyrir kaup, erfðir eða önnur aðilaskipti. … Ekki fallist á að til frambúðar sé heimilt að gera þann greinarmun á mönnum (þeir sem eiga meira mega veiða, þ.e. miðað var við eignarhald á skipum) sé hér hefur verið lýst.
- Hið umdeilda ákvæði 5. gr. laganna er að þessu leyti í andstöðu við jafnræðisregluna og þau sjónarmið um jafnræði sem þarf að gæta við takmörkun á atvinnufrelsi skv. 1. mgr. 75. gr. stjskr.
- Synjun SJR var ógild.
- Eftir þennan dóm sett lög nr. 1/1999 og 5. gr. orðuð upp á nýtt.
Desemberdómur, einkenni dómsins
- Um endurskoðunarvald dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga.
- Þeir sem áttu skip áður en kvótakerfið var tekið upp, aðeins þeir áttu rétt á að fá almennt veiðileyfi í íslenskri lögsögu. Á þetta var látið reyna, hvort þetta kerfi stæðist.
- Mætti mismuna tímabundið.
- Þeir sem eiga meira mega veiða – ósanngjarnt.
- M.ö.o. ofveiði á ákveðnum fiskistofnum. Með 5. gr. var komið í veg fyrir að hver sem er gæti veitt nema sá sem uppfyllti tilt. skilyrði.
- Einn þeirra dóma sem leiddi til mikillar umræðu um endurskoðunarvald dómstóla.
- Algengt að HR beiti jafnræðisreglu 65. gr. og annarri reglu stjskr., yfirleitt ekki bara ein regla.
- Þessir dómar (öryrkjadómur I, Hrafnkatla, desemberdómur og Vatneyrardómur) segja okkur um endurskoðunarvald dómstóla og grundvallarregluna um lýðræði að dómstólar taki sér sí og æ aukið vald til endurskoðunar.
- Hafði þessi dómur fordæmisgildi um úrlausn á Vatneyrardómi? Það var litið svo á að með þessum desemberdómi væri HR búinn að kollvarpa kvótakerfinu (en í Vatneyrardómi var ekki verið að fjalla um kvótakerfið í heild sinni).
Desemberdómurinn og Vatneyrardómurinn – talið er að eitthvað aðgreini málin og það er útskýrt hvað það er, þ.e. aðgreinir álitaefnið.
- Það fyrsta sem við skoðum er kröfugerðin og málsatvik og málsástæður og niðurstaða. Valdimar sótti auk þess um sérstakt leyfi skv. 4. gr. laganna sem var í raun kvóti sem hann vildi. En í forsendum HR er ekkert talað um kvótakerfið eða 4. gr., aðeins 5. gr. laganna. Dómurinn er óneitanlega ekki alveg skýr. Á grundvelli þessa dóms héldu menn til veiða og létu reyna á þennan dóm.
- Þá kom Vatneyrardómurinn. HR fer af nákvæmni í forsendur Valdimarsdómsins í Vatneyrardómnum og segir orðrétt: „Með umræddum dómi Hæstaréttar var ekki tekin frekari afstaða til fiskveiðiheimilda en kröfugerð málsaðilans gaf tilefni til, enda var málið höfðað til ógildingar á ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins, en ekki til viðurkenningar á rétti hans til að fá tilteknar aflaheimildir í sinn hlut. Var því ekki skorið úr um hvort hann ætti rétt á aflaheimildum ef honum yrði veitt almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni og eftir atvikum leyfi til annarra veiða, sem hann hafði óskað eftir við ráðuneytið. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þann skilning ákærðu að þessi dómur Hæstaréttar hafi falið í sér úrlausn um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga nr. 38/1990.“ Þarna segir HR að þú hafir sótt um sérstakt leyfi, ekki aflaheimild. Sérstakt leyfi er ekki það sama og aflaheimild. SM bendir á að þrátt fyrir allt hafi verið uppi ákveðinn vafi eftir 1998 dóminn og leysir úr honum í Vatneyrardómi.
- Í Vatneyrarmálinu er m.a. fjallað um kvótakerfið og það er talið standast stjórnarskrá. 5. gr. snerist um úthlutun á veiðileyfi, ekki kvótakerfið.
Islandia-internet ehf., málsatvik
Ríkislögreglustjóri krafðist þess að fyrirsvarsmönnum I ehf. yrði með úrskurði lýst rétt og skylt á grundvelli laga um meðferð opinberra mála að láta embættinu í té allar þær upplýsingar um hvaða skráður notandi eða notendur á heimasíðu Garðaskóla og Garðalundur að kvöldi 1.nóv 1998.
Islandia-internet ehf., í dómi HR
- „Samkvæmt 1. mgr. 87. gr., sbr. b. lið 86. gr. laga nr. 19/1991 getur lögreglan krafist upplýsinga hjá yfirvöldum um símtöl við tiltekinn síma eða fjarskipti við tiltekið fjarskiptatæki að fengnum dómsúrskurði um skyldu þeirra til að veita slíkar upplýsingar, enda sé fullnægt skilyrðum 2. mgr. 87. gr. laganna. Líta verður svo á að upplýsingarnar, sem sóknaraðili leitar eftir, séu þess efnis að tilvitnuð ákvæði eigi eftir hljóðan sinni við um þær. Skylda til að veita upplýsingar hvílir að vísu eingöngu á yfirvöldum samkvæmt hljóðan b. liðar 86. gr. laga nr. 19/1991. … Um þetta verður hins vegar að hafa í huga að við setningu laganna mun ekki hafa verið á færi annarra en yfirvalda að veita upplýsingar af umræddum toga, en á því hafa orðið breytingar, svo sem meðal annars má ráða af sakarefni þessa máls. Verður því að telja unnt að beita síðastnefndu lagaákvæði með lögjöfnun, þannig að til álita geti komið að leggja á varnaraðila skyldu til að veita upplýsingarnar, sem krafa sóknaraðila tekur til.“
- HR einskorðar samanburðinn við upplýsingar sem slíkar en ekki í reynd hverjir eru með upplýsingarnar. Það er ekki borið saman í dóminum. Skerðingin á friðhelgi einkalífs, það þarf lagaheimild til þess eða dómsúrskurð en dómsúrskurð þarf til byggðan á lagaheimild.
- Dómurinn er fordæmi
- Ekki mega standa mikilvæg lagarök eða meginreglur í vegi fyrir lögjöfnun
- reyndi á það hvort heimilt væri að beita ákvæðum laga nr. 19/1991 með lögjöfnun við meðferð sakamála
Islandia-internet ehf., gagnrýni RRS
Öll 3 skilyrði lögjöfnunar hafi skort í þessum málum um beitingu HR á b-lið 86. gr. laganna með lögjöfnun um einkarekin fjarskiptafyrirtæki.
1. Ákvæðið hafði að geyma tæmandi lýsingu á þeim aðilum sem skyldan beindist að, þ.e. yfirvöldum og bar því fremur að gagnálykta um önnur tilvik
2. Ekki var sjálfgefið að í því samhengi hafi veirð eðlilegt að líta svo á að einkrekin fjarskiptafyrirtæki og aðstaða þeirra hafi verið eðlislík eða samkynja þeirri aðstöðu þegar fjarskiptaþjónusta var í höndum opinberra ðila, hvorki að lögum né í reynd.
3. Telja verður að af heildstæðu mati á ytra samhengi b-liðar laganna – einkum samspils ákvæðisins við 71.gr. stjskr um friðhelgi einkalífs – hafi það verið í andstöðu við mikilvæg lagarök og meginreglur íslensk réttar að HR hafi ákveðið á grundvelli lögjöfnunar að fella skyldu til að afhenda lögreglu umrædd gögn á einkarekin fjarskiptafyrirtæki.
Öryrkjadómur 1, málavextir
- Í málinu var deilt um hvort TR hefði verið heimilt á tveimur tímabilum að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap vegna tekna maka.
- Kröfur ÖBÍ voru tvær;
Annars vegar að viðurkennt yrði með dómi að TR hefði frá 1.jan 1994 verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulífyeirsþega í hjúskap skv. 17þgr laga um almannatryggingar nr. 117/1993 með því, skv. 4.gr. reglugerðar nr. 485/1995, að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyrisþegans í því tilviki er maki lífeyrisþegans ekki lífeyrisþegi.
Hins vegar að viðurkennt yrði með dómi að TR hefði frá 1.jan 1999 verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap slv. 5.grþ 17.gr laga nr. 117/1993, sbr. 1.gr. laga nr. 149/1998 um breytingu á þeim lögum.
Öryrkjadómur 1, Bæði Hæstiréttur og héraðsdómur voru sammála um niðurstöðuna varðandi fyrra tímabilið.
- Niðurstaðan var sú að TR hefði ekki verið heimilt að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjónabandi vegna tekna maka, sem ekki var lífeyrisþegi, á tímabilinu 1.jan 1994-31.des 1998.
- Niðurstaðan byggist á því að reglugerðarákvæðið skorti lagastoð. Það hafi verið farið út fyrir þær valdheimildir sem löggjafinn hjafði framselt til framkvæmdarvaldsins.
- Löggjafinn sjálfur verður að mæla fyrir um skerðinguna, annað hvort beint í lögum, eða að lög hafi að geyma skýr og ótvíræð ákvæði um skerðingu sem ákveða má með reglugerð.
- Hvorki hin almenna heimild 66.gr. laganna né heimild 18.gr. laganna voru taldar geta uppfyllt skilyrðin.
Öryrkjadómur 1, Niðurstaðan varðandi seinna tímabilið
Var að TR hefði að auki ekki verið heimilt að skerða tekjutryggingu umrædds hóps örorkulífeyrisþega frá 1.jan 1999 þegar lög nr. 149/1998, sem breyttu lögum nr. 117/1993 tóku gildi. 4.gr. reglugerðar nr. 485/1995 var sett inn í 17.gr atl með breytingarlögum nr. 149/1998.
Öryrkjadómur 1, munurinn á tímabilunum
Er sá að á fyrra tímabílinu reyndi á það hvort tiltekið reglugerðarákvæði ætti sér stoð í lögum en á síðara tímabilinu reyndi á hvort lagaákvæði stæðst stjórnarskrá.
Öryrkjadómur 1, meiri- og minnihluti
- Meiri- og minnihluti voru sammála um að skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar hefði almenni löggjafinn vald um það hvernig þessu skipulagi skuli háttað.
- Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir svigrúm almenna löggjafans til mats á því hvernig þessi lágmarksréttindi skyldu ákvörðuð gætu dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöði til þess hvort það mat samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.
- Minnihlutinn taldi það hins vegar verkefni löggjafans en ekki dómstóla að kveða á um inntak og umfang þeirrar opinberu aðstoðar, sem öryrkjum væri látin í té.
- Meirihlutinn taldi að lágmarksréttindi samkvæmt 76. gr. væri einstaklingsmiðuð og óháð félagslegir stöðu. 76. gr. segir að ,,yrði að telja það aðalreglu íslensks réttar að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum, skuli vera án tillits til tekna maka.
- Minnihlutinn taldi að orðalag greinarinnar og lögskýringargögn útiloki ekki að löggjafanum sé heimilt að líta til félagslegrar st0ðu öryrkja þegar lífeyrir þeirra er ákvarðaður úr almannatryggingum. Sjónarmið um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna byggist á pólitískri afstöðu til framkvæmda almannatrygginga og alþjóðaskuldbindingar mæla ekki gegn því að líta til þess.
- Meirihlutinn telur sér vera heimilt að skoða hvaða afleiðingar skerðing tekjutryggingar geti haft í för með sér fyrir einstakling, sem fær aðeins 17. 715 kr. á mánuði.
- Aftur á móti telur minnihlutinn að þar sem dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að það geti verið málefnalegt að gera þennan greinarmun og taka mið af félagslegri stöðu. Þá geti dómstólar ekki metið hvernig löggjafinn standi nánar að þessu. Löggjafinn verður að meta sjálfur fjárhæð bótanna.
Öryrkjadómur 1, Niðurstöður tímabilana
- Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir fyrra tímabilið var að TR var óheimilt frá 1.jan 1994 á grundvelli 2.mgr. 4.gr. reglugerðar nr. 485/1995 að skera tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyrisþegans í því tilviki er maki lífeyrisþegan er ekki lífeyrisþegi.
- Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir seinna tímabilið var að TR var sýknað af þerri kröfu stefna, ÖBÍ, um að frá 1.jan 1999 hafi honum verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjuskap, skv. 5.mgr. 17.gr laga nr. 11//1993, sbr. 1.gr. laga nr. 149/1998.
Öryrkjadómur 1, sératkvæði dómara
- Sératkvæði eins dómara af þremur í Héraðsdómi, var þannig að hann var sammála niðurstöðu um fyrra tímabilið
- en varðandi síðara tímabilið var með vísan til framanritaðs er fallist á þá dómkröfu stefnanda að viðurkennt verði með dómi að stefnda hafi verið óheimilt að skerað tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap, skv. 5.mgr. 17.gr laga nr. 117/1993, sbr. 1.gr.laga nr. 149/1998 um breytingu á þeim lögum.
Öryrkjadómur 2, málsatvik
- Í kjölfar öryrkjadóms 1 voru sett lög nr. 3/2001 um breytingu á atl. Skv. lögunum var örorkulífeyrisþegum, sem sætt höfðu skerðingu, greidd full tekjutrygging árin 1997 og 1998, en tekjutrygging vegna áranna 1999 og 2000 var skert með nýjum hætti. Ekkert var greitt vegna áranna 1994 til 1996 þar sem kröfur örorkulífeyrisþega vegna þeirra ára voru taldar fyrndar
- IG krafðist þess í málinu að fá greiddar óskertar örorkubætur fyrir árin 1994-1996 og 1999-2000.
- Fallist var á það með héraðsdómara að kröfur IG vegna fyrrnefnda tímabilsins væru fyrndar, enda nægði lögsókn í viðurkenningarmáli Ö, eins og það var úr garði gert, ekki til að rjúfa fyrningu einstaklega ákveðinnar kröfu, sem reist væri á niðurstöðu dóms í því máli.
- Varðandi síðara tímabilið var talið að eftir uppsögu dóms í fyrra málinu hefðu örorkulífeyrisþegar átt kröfu til þess að fá greidda óskerta tekjutryggingu, þar sem skerðingarreglu 5. mgr. 17. gr. almannatryggingalaga varð ekki beitt.
- Þessi kröfuréttindi þeirra nytu verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og yrðu ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf.
- Nýrri skerðingarreglu samkvæmt lögum nr. 3/2001 yrði því heldur ekki beitt um greiðslu tekjutryggingar örorkulífeyrisþega á árunum 1999 og 2000. Var þannig fallist á kröfu IG um greiðslu á óskertum örorkulífeyri vegna þessara ára.
Öryrkjadómur 2, eftir uppsögu Öryrkjadóms 1
„Eftir uppsögu [Öryrkjadóms I] áttu örorkulífeyrisþegar þannig kröfu til að fá tekjutryggingu greidda eftir meginreglunni, sem fram kom í 4. mgr. 17. gr., án skerðingar vegna tekna maka allt fram til þess, er lög nr. 3/2001 tóku gildi. Þessi kröfuréttindi örorkulífeyrisþega njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og verða ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Þótt ákvæði laga nr. 3/2001 um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka séu bótaþegum hagfelldari en eldri ákvæði fela þau engu að síður í sér lægri bætur en þeir áttu rétt á samkvæmt meginreglunni um óskertar bætur og geta í því ljósi ekki verið ívilnandi. …“
Í Ö I kemst HRD að því að bætur hafi verið skertar of mikið.
- Hvað gerist?
Stofnast til krafa um að fá restina af bótunum frá TR. Sett lög um að milda skerðinguna. Fáið pening en ekki allar bæturnar. Þá kemur Ö II. - HR komst að þeirri niðurstöðu í Ö I tekjutengin í lagi en tekin ákvörðun um að hafa hana ekki eins afdráttarlausa. En þið getið ekki farið og skert bætur í tímabilinu sem heyrði undir fyrri öryrkjadóminn.
Vatneyrardómurinn, stutt reifun
Fjallað var um ákvæði laga um heimild til handa ráðherra til að takmarka heildarfiskveiðiafla í fiskveiðilandhelgi og um aflaheimildir. Efnislegt innihald 65. gr. stjskr. var tekið til sérstakrar athugunar í sambandi við þetta, svo og úrskurðarvald dómstóla um hömlurnar sem ákvæðið setji meðferð löggjafarvaldsins.
Vatneyrardómurinn, málavextir
- B var m.a. ákærður fyrir brot gegn lögum um stjórn fiskveiða með því að hafa sem skipstjóri fiskiskipsins Vatneyri haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda.
- S var gefin að sök hlutdeild í broti B með því að hafa sem forráðamaður einkahlutafélagsins H, sem gerði V út, hvatt til og stuðlað að því að skipinu var haldið til veiðanna án aflaheimilda.
- B og S kröfðust sýknu á þeim grundvelli að með 1. mgr. 3. gr. laganna væri SJRH. falið óheft vald til að ákveða með reglugerð heildarafla úr þeim nytjastofnum þar sem nauðsynlegt væri talið að takmarka veiðar. Þetta færi í bága við 75. gr. stjskr. þar sem áskilið væri að atvinnufrelsi yrði einungis sett takmörk með lögum. Jafnframt að mismuninn sem fælist í 7. gr. laganna um heimildir til veiða á tegundum bundnum aflatakmörkunum bryti í bága við 1. mgr. 65. gr. stjskr.
Vatneyrardómurinn, niðurstaða
- Að öllu virtu þótti mat löggjafans reist á málefnalegum forsendum og voru ekki talin efni til þess að því yrði haggað af dómstólum. Var úthlutun aflaheimilda eftir 7. gr. laga nr. 38/1990 talin fullnægja jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og þeim sjónarmiðum um jafnræði, sem gæta þyrfti við takmörkun atvinnufrelsis og var því ekki fallist á varnir B og S vegna þess hluta ákærunnar sem laut að veiðum án aflaheimilda og þeir sakfelldir.
- Orðalag 1. mgr. 3. gr. laga nr. 38/1990 með hliðsjón af greinargerð og öðrum ákvæðum laganna takmarkaði heimildir ráðherra nægilega þannig að vald væri ekki framselt umfram heimildir.
- Ekki talið í verkahring dómstóla að hagga við mati löggjafans á því hvaða skipan á stjórn fiskveiða væri vænlegust til að ná þeim markmiðum sem lýst væri í lögunum.
- gr. stendur því ekki í vegi að löggjafinn setji lög þar sem mönnum er gert mishátt undir höfði. Mismunandi réttarstaða þeirra verði hins vegar að byggjast á málefnalegum forsendum.
- Sú skipan mála í 7. gr. að úthluta aflaheimildum eftir veiðireynslu á ákveðnu tímabili og deila þeim milli skipa sem þá stunduðu veiðar var talin samrýmast jafnræðisreglu stjskr. og því væri hún stjórnskipulega gild. Í dóminum var sérstaklega vísað til Desemberdómsins og breytingalaga á fiskveiðistjórnunarlögunum.
- Í þessum dómi skýrir Hæstiréttur nánar Desemberdóminn um stjórn fiskveiða af gefnu tilefni, en því hafði verið haldið fram að hann tæki ekki einvörðungu til 5. gr. laganna, heldur einnig 7. gr.
- Reyndar má leiða að því rök að ekki sé skorið úr um fordæmisgildi Valdimarsdómsins heldur bindandi réttaráhrifum hans (res judicata) (SM 136). Samkvæmt þessu er því þá hafnað að með dóminum hafi verið viðurkennt að 7. gr. laganna væri andstæð stjórnarskrá og að vettugi virðandi. Á hinn bóginn er ekki úr vegi að líta svo á að hér sé einnig verið að túlka dóminn með hliðsjón af því tilviki sem leysa þurfti úr, þ.e. hvort í honum felist regla um að áskilnaður um veiðiheimildir (kvóta) sé andstæður 65. gr. stjórnarskrárinnar.
- Í rökstuðningi þessa dóms er m.a. sagt að heimilt sé að innheimta frekara fégjald fyrir veiðiheimildir sem úthlutað er skv. lögum nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða. Því má halda fram að þessi rökstuðningur sé strangt til tekið ekki nauðsynlegur til þess að skera úr því sakarefni sem lagt var fyrir dóminn, enda þótt sú túlkun sé ekki óumdeilanleg. Rök hníga þannig að því að dómurinn hafi ekki fordæmisgildi um skattlagningu veiðiheimilda við síðari úrlausn. Er þetta merki um útúrdúr (obiter dictum) Hæstaréttar? Skipti þetta máli fyrir niðurstöðuna? Ef ekki, af hverju þá að hafa þennan útúrdúr með?
- Í þessum dómi er vísað til stefnumörkunar í 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða og ályktað að réttindi sem felist í úthlutuninni ráðist af lögunum eins og þau séu á hverjum tíma merkir þá að löggjafinn hafi víðtækan rétt til að setja réttindum þessum skorður. Þessa niðurstöðu verður að skilja með þeim fyrirvara að atvinnufrelsis- og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar takmarkar rétt löggjafans – meginreglur laga.
- Nú geta allir sótt um almennt leyfi til fiskveiða og keypt sér kvóta, áður var það ekki hægt nema maður ætti ákv. skip, bundið við skipin, ekki aflaheimildirnar. Nú hægt að kaupa kvóta og selja.
Vatneyrardómurinn, látið reyna á tvennt
– fela ráðherra valdið að ákveða heildarafla í sjónum. HR taldi ekki of langt gengið. – sjálf úthlutunin á einstökum tegundum.
Vatneyrardómurinn, Varðandi túlkun lagaákvæða og heimfærslu dómstóla segir í dóminum:
„Dómstólar eiga úrskurðarvald um það hvort löggjafinn hafi að þessu leyti gætt réttra sjónarmið við lagasetningu. … Þetta mat er á valdi löggjafans, þótt dómstólar leysi úr því hvort lögin sem reist eru á því mati samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.“ Hér afmarkar HR þá aðferð sem hann telur rétt að leggja til grundvallar við úrlausn málsins.
Vatneyrardómurinn, Meirihlutinn
- leggur til grundvallar að réttur manna til að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa sé meðal þeirra mannréttinda sem njóta verndar stjskr., sbr. 75. gr., en þessi ályktun byggir á túlkun greinarinnar samkvæmt orðanna hljóðan. Næst beitir HR samræmisskýringu milli 75. gr. og 65. gr. stjskr. sem leiðir til þeirrar ályktunar að við takmarkanir á frelsi manna til að stunda þessa vinnu verði löggjafinn sem endranær að gæta jafnræðis.
- Meiri hlutinn virðist veita löggjafanum svigrúm við að leggja mat á hvort heimfærsla atvika og aðstæðna hér féll að þeirri efnisreglu sem Hrd. hafði leitt af 65. og 75. gr. stjskr. með túlkun. – við takmörkun á atvinnufrelsi manna verður að gæta jafnræðis.
Vatneyrardómurinn, Hafði þessi desemberdómur fordæmisgildi um úrlausn á Vatneyrardómi?
Það var litið svo á að með desemberdómi væri HR búinn að kollvarpa kvótakerfinu (en í Vatneyrardómi var ekki verið að fjalla um kvótakerfið í heild sinni).
Vatneyrardómurinn, Desemberdómurinn og Vatneyrardómurinn – talið er að eitthvað aðgreini málin og það er útskýrt hvað það er, þ.e. aðgreinir álitaefnið.
- Það fyrsta sem við skoðum er kröfugerðin og málsatvik og málsástæður og niðurstaða. Valdimar sótti auk þess um sérstakt leyfi skv. 4. gr. laganna sem var í raun kvóti sem hann vildi. En í forsendum HR er ekkert talað um kvótakerfið eða 4. gr., aðeins 5. gr. laganna. Dómurinn er óneitanlega ekki alveg skýr. Á grundvelli Valdimarsdóms héldu menn til veiða og létu reyna á hann.
- Þá kom Vatneyrardómurinn. HR fer af nákvæmni í forsendur Valdimarsdómsins í Vatneyrardómnum og segir orðrétt: „Með umræddum dómi Hæstaréttar var ekki tekin frekari afstaða til fiskveiðiheimilda en kröfugerð málsaðilans gaf tilefni til, enda var málið höfðað til ógildingar á ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins, en ekki til viðurkenningar á rétti hans til að fá tilteknar aflaheimildir í sinn hlut. Var því ekki skorið úr um hvort hann ætti rétt á aflaheimildum ef honum yrði veitt almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni og eftir atvikum leyfi til annarra veiða, sem hann hafði óskað eftir við ráðuneytið. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þann skilning ákærðu að þessi dómur Hæstaréttar hafi falið í sér úrlausn um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga nr. 38/1990.“ Þarna segir HR að þú hafir sótt um sérstakt leyfi, ekki aflaheimild. Sérstakt leyfi er ekki það sama og aflaheimild. SM bendir á að þrátt fyrir allt hafi verið uppi ákveðinn vafi eftir 1998 dóminn og leysir úr honum í Vatneyrardómi.
- Í Vatneyrarmálinu er m.a. fjallað um kvótakerfið og það er talið standast stjórnarskrá. 5. gr. snerist um úthlutun á veiðileyfi, ekki kvótakerfið.