réttarsöguþættir Flashcards
Við framsetningu á sögu réttarins tíðkast einkum 2 aðferðir
- Kerfisbundna aðferðin
o Fólgin í að leggja í höfuðatriðum til grundvallar fræðikerfi lögfræðinnar og lýsa sögu þeirra réttarreglna út af fyrir sig, sem eiga undir hverja fræðigrein þannig að sérstaklega sé rakin saga sifjaréttar, erfðaréttar, refsiréttar o.s.frv., eða rekja sögu tiltekinnar réttarstofnunnar, s.s. hjúskapar, bréferfða, óðalsréttar, lausamennsku, þinglýsingu o.s.frv. - Sögulega aðferðin
o Fólgin í að skoða ólík réttarfyrirbæri í samhengi og gefa gaum öðrum þáttum menningarsögunnar, sem hafa haft áhrif á þróun réttarins. Ligguráherslan þá að skoða ákveðin tímabil í heild en einstaka þætti réttarins.
Staða réttarsögu innan lögfræðinnar
- Ein greina lögfræðinnar, en hefur þó ýmsa sérstöðu miðað við þær
- Hún er fólgin í því að réttarsagan hefur ekki jafn afmarkað svið.
- Allar sérgreinar lögfræðinnar eru viðfangsefni hennar og hún leitar stuðnings annarra greina umfram það sem alla jafna er gert innan lögfræðinnar.
Samanburðarréttarsagan
- Hún er til þess fallin að varpa ljósi á réttarskipan einstakra þjóða á síðari tímum, þegar heimilda nýtur við.
- Alkunna er að þær eru einatt gloppóttar og að öðru leyti ófullkomnar.
- Þegar svo stendur á má fylla í eyður og skýra það sem ójóst er með samanburði við rétt nálægra og náskyldra þjóða sem hvílir á sama grundvelli.
- Einnig má oft með slíkum samanburði ákvarða aldur einstakra ákvæða.
Germanir
- Ein grein indóevrópskra þjóða
- Fyrstir fyrir í sögunni við lok yngri steinaldar og við upphaf bronzaldar í N-Evrópu, u.þ.b. 200-1600 f.kr.
- Fyrstu heimkynni þeirra voru á Norðurlöndum, í Noregi, Svíþjóð og svo í N-Þýskalandi milli Oder og Saxelfar
- Keltar
o Fyrir sunnar og vestan Germani bjuggu
o Höfðu margvísleg áhrif á Germani
Elstu heimildir um germanskar þjóðir
- Eru Gallastríð Júlísar Ceasars (Bellum Gallicum) og Germanaia eftir sagnritarann Cornelius Tacticus sem hann ritaði 98
Samskipti milli Rómverja og Germana
- Flestar germanskar þjóðir bjuggu á svæðinu fyrir austan Rín og norðar Dónár, en þessar ár voru á norðurmörkum ríkisins.
- Samskipti Rómverja og germanskra þjóða voru allajafna friðsamleg og viðskipti lífleg milli þeirra.
Vestrómverska ríkið fellur
- Við andlát Þeódósíusar keisara I árið 395 var rómverska ríkinu skipt.
- Það var ekki ætlunin að stofna tvö romversk ríki, enda var þetta einungis talin stjórnfarsleg hagræðing.
- Eftir sem áður var ríkið talið eitt og því stjórnað í því lagalega formi sem kallað var consortium, en þó seig stöðugt á ógæfuhlið í Vestrómverska ríkinu.
- Þrátt fyrir þetta tóks Rómverjum að stöðva Húna með sigri á Katalánsvöllum 451.
- Nú voru Rómverjar orðnir háðir germönskum málaliðum sem vildu nú hverfa frá herbúðalfíi málaliðans, vildu eignast jarðir og gerast bændur. Þegar því var synjað gerðu þeir uppreisn og kusu sér konung, herúlann Ódóvakar.
- Hann setti keisarann Rómúlus Ágústúlus af árið 476, enda taldi hann ekki nauðsynlegt að hafa 2 keisara, þannig að hann var síðastur keisara Vestrómverska ríkisins
- Ódóvakar stjórnaði hins vegar í umboði keisarans í Miklagarði þótt keisari liti á Ódóvakar sem valdræningja.
- Ódóvakar hreyfði hins vegar ekki við stjórnarstofnunum ríkisins og skipti sér lítt af stjórnsýslu.
- Þessir atburðir eru taldir marka endalok Vestrómverska ríkisins, en Rómverska ríkið lifði þó áfram að lögum og í hugmyndaheimi manna.
Tengsl Rómverja og germanskra þjóða
- Innan germönsku ríkjanna sem urðu til innan Vestrómverska ríkisins gætti hvors tveggja, germanskra og rómverskra áhrifa, og settu þau m.a. sitt mark á löggjöf þeirra.
- Jafnvel þótt þessar þjóðir hefðu tileinkað sér ýmislegt úr menningu Rómverja á sviði hernaðar og stjórnsýslu var menning Rómverja þeim að öðru leyti framandi og átti það einkum við almenn viðhorf til mennta, stjórnspekihugmynda, náttúruvísinda og tækni.
ewa
o Í ættbálkasamfélaginu germanska var sú aðferð óhugsandi að setja landsfólkinu bindandi reglur með löggjöf.
o Lög voru til í munnlegri geymd og höfðu varðveist þannig frá ómunatíð.
o Lögin voru kyrrstæð enda alltaf verið til og um þau var notað orðið ewa
Rómverski alþýðurétturinn
o Lögin voru ekki mannanna verk, heldur geymdust sem menningararfleifð í orðum lögvitringanna.
o Það auðveldaði germönskum þjóðum að meðtaka rómverska réttinn að í þeim lödnum sem hinn sígildi rómverski réttur hafði verið ráðandi breyttist hann smám saman í einfalda og aðgengilega réttarskipan sem venjulega er kallaður rómverski alþýðurétturinn.
o Lögfræði hins sígilda rómverska réttar og sá árangur sem náðs hafði með henni við að koma skynsamlegri skipan á mannfélagið hvíldi á lengri lærdómshefð en germanskar þjóðir gátu tileinkað sér á skömmum tíma.
o Öll hugtakaskipan var frumstæðari í rómverska alþýðuréttindum, menn höfðu misst tök á þeirri tækni sem fylgt hafði verið í réttarfarinu og meginreglur einkaréttarins féllu í gleymsku.
o Í rómverska alþýðuréttinum var t.d. slengt saman ólíkum tegundum samninga og einkaréttarhugtakið varð óljósara með því t.d. að ekki var greint á milli þess að vera eigandi eða hafa með höndum vörslu hluta eða sérstakra réttinda tengdum eignarréttindum. Þannig stóð alþýðurétturinn tæknilega svo nærri rétti germanskra þjóða að eðlilegt var að réttur þeirra mótaðist af rómverskum rétti með því að staðbundnar venjur fengu að þróast.
Rómversk lög
- Við það að Vestrómverska ríkið líður undir lok og áhrif germanskra þjóða vaxa hafði það gagnger áhrif á þróun rómversks réttar.
- Hin forna réttarskipan leið ekki algerlega undir lok, en jafnhliða því að stofnunum rómverska ríkisins hnignaði hafði hún ekki þá stöðu sem fyrr.
- Breytingin var sú að allir þegnar ríkisins höfðu lotið rómverskum lögum meðan ríkið var við lýði; eftir fall þess einungis afkomendur innfæddra Rómverja.
- Germönsk ættbálkasamfélög héldu eigin lögum jafnframt því sem rómverskri réttarmenningu hnignaði, en það birtist í því að hefð klassískrar lagamenntunar rofnaði, og slaknaði mjög á tengslum við keisaralöggjöfina og þann fordæmisrétt sem myndast hafði.
- Við þetta bættist við að menningatengslin við Vestrómverska ríkið slitnuðu svo og almenn hnignun andlegs lífs.
- Hin rómversku alþýðulög samlögðust frumstæðum venjurétti, einkum á Ítalíu og í S-Frakklandi
- Alþýðurétturinn sem hafði verið lagaður að þörfum fólksins var gamalt fyrirbæri.
- Alþýðurétturinn birtist á tímum keisarastjórnarinnar.
- Ef til vill hefur alþýðurétturinn verið nokkuð samkynja í Austrómverska ríkinu þar sem ríkisvald var öflugt.
Lög germanskra þjóða
- Áður en germanskar þjóðir hófu innráð í rómverska ríkið lutu þær frumstæðum lögum ættbálka sinna sem birtust í venjum sem menn töldu sig að fylgt hefði verið frá ómunatíð og miðlað munnlega frá einni kynslóð til annarrar.
- Ýmsar ástæður eru fyrir því að lög allra helstu germönsku konungsríkjanna innan Vestrómverska ríkisins voru skrásett
o Fyst má nefna það umrót sem varð í kjölfar þjóðflutninganna
Samfélagsskipan raskaðist, atvinnuvegir breyttust og við þetta bættist að þjóðrinar tóku ktisti.
Forn venjuréttur missti þá festu sem honum hafði fylgt og óvæntar aðstæður kölluðu á nýmæli.
o Lög Rómverja voru skráð og það hafði einnig áhrif, enda mótaði rómversk menning að nokkru leyti þær þjóðir sem settur að innan vébanda Rómverska ríkisins.
Þess vegna voru lögin skráð á latínu, slæma latínu
Lögin eru kennd við barbara og kölluð lög barbaranna.
Löggjöf einstakra þjóða
- Gotar
o Upprunalega koma þeir frá Svíþjóð, skv. því sem sagnritarinn Jordanis segir í sögu Gota.
o Frá miðri þriðju öld greindust þeir í 2 þjóðir
Austgotar - Höfðu stofnað ríki 471 undir forystu Jörmunreks konungs
- Það leið undir lok og hörfuðust Austgotar undan Húnum vestur á bóginn
- Þeir lögðu undir sig Ítalíu 488 undir forystu Þjóðreks (Þeódoriks) konungs, þeir stofnuðu eigin ríki og lutu eigin lögum, en Rómverjar rómverskum lögum, en Þjóðrekur leit á sig sem landstjóra Miklagarðskeisara
- Jústiníanus Miklagarðskeisari sendi her inn á Ítalíu og biðu Austgotar ósigur 552 og ríki þeirra leið undr lok
- Í framhaldi af því var lögbók hans Corpus Juris civilis lögleidd á Ítalíu.
Vestgotar - Gerðu innrás í Ítalíu 410 og rændu Rómaborg
- Héldu til S-Frakklands (Gallíu) 412 og stofnuðu þar ríki sem náði einnig til Spánar
- Árið 507 voru þeir hraktir úr Frakklandi og var ríki þeirra síðan bundið við Spán og Portúgal
o Eurik (Eiríkur) konungur þeirra gaf út lögbók árið 470 og urðu þeir með því fyrstir allra germanskra þjóða til að skrá lög sín.
Hún ber heitið Codex Eurici og er skráð á latínu eins og aðrar áþekktar lögbækur
Hún er elst allra germanskra lögbóka og að ýmsu leyti fyrirmynd annarra slíka - Borgundar
o Gundobud konungur Borgunda setti þeim lögbók um 500, Borgundalög og að auki lögbók reista á rómverskum rétti sem gilda skyldi fyrir Rómverja sem bjuggu innan ríkisisns
o Frankar lögðu undir sig ríki Borguna 532-534 en lög Borgunda giltu þó áfram næstu 400 ár. - Langbarðar
o Elstu heimkynni Langbarða sem kunn eru voru við neðanverða Saxefli, en ef til vill munu þeir hafa átt upphafleg heimkynni á Skánni í Svíþjóð.
o Á árunum 568-572 tóku þeir sér bólfestu á Ítalíu, á Pósléttunni – Langbarðalandi (Lombardi) á N-Ítalíu. Höfuðstaður þeirra var borgin Pavia
o Þeir töldust fremur frumstæðir og voru lítt snortnir af rómverskri menningu.
o Stjórnarhættir þeirra voru í öllu frábrugðnir rómverskum háttum
Ákvarðanir sem vörðuðu stjórnarmálefni voru teknar á þingum, samkundum vopnfærra manna, og þar voru konungar kosnir.
o Flestir Langbarðar voru kristnir.
Aðhylltust Aríusartrú og andsnúnir páfa, enda lögðu þeir undir sig lendur bæði kirkju og aðals.
Ennig rufu þeir öll tengsl við Miklagarðskeisara.
o Þeir blönduðust Rómverjum lítið og tunga þeirra hélst fram yfir árið 1000
o Edictus Rotari
643 var þeim sett lögbók
Er kennd við Rotar, konung þeirra
Nafnið bendir til þess að þeir hafi ekki talið Miklagarðskeisara löggjafa sinn.
Þessi lögbók er sú ítarlegasta af lögbókum hinna germönsku barbaraþjóða og þykir bera af öðrum fyrir skipulega framsetningu, knöpp og skýr ákvæði.
Þar voru þau lög skráð sem höfðu áður geymst í minnum manna og birst í venjum þeirra og háttum.
Í bókinni þykjast menn sjá tengsl við norrænan rétt.
o Urðu mestir lögspekingar meðal hinna germönsku þjoða
o Þeir héldu eigin rétti og þróuðu hann með eigin löggjöf og til þeirra er oft rakið í upphafi lögfræði Vesturlanda eftir að hin rómverska lögfræði féll að nokkru í gleymsku.
o Hann gilti fram undir 1500 og af honum spratt sjálfstæð þjóðleg lögfræði, sem einkum var tengd lagaskólanum í Pavía og hirðréttinum þar
o Lénsréttur Langbarða var síðar lögleiddur í lög í Þýskalandi - Frankar
o Heimkynni þeirra voru við Rím
o Þeir færðu veldið sitt út til N-Frakklands og undir forystu Klóðvígs konungs af ætt Mervíkinga lögðu þeir grundvöll að stórríki Franka.
o Þeir greindust í 3 meginættflokka
Hina salísku Franka - Merkvíkingar
- Lög þeirra voru skráð snemma á 5.öld á dögum Klóðvígs og kallast Lex Salica
- Lögin eru stutt og mæla einkum fyrir um vígs- og áverkabætur og þar eru einnig réttarfarsreglur.
Ripar-Franka
Hess-Franka. - Alamenn og Bajarar
o Bjuggu í S-Þýskalandi og gengu inn í ríki Franka snemma á 5.öld.
o Lög þeirra voru skráð á bækur á 6.öld, en þeir textar sem varðveist hafa eru frá árunum 715 og 740.
o Lögin eru áþekk - Engilsaxar
o Eftir 440 settust Jótar, Saxar og Englar að á Bretlandseyjum og stofnuðu þar ríki.
o Jótar komu frá Jótlandi en Englar frá Slésvík og Holtsetalandi
o Jótar bjuggu í konungsríkinu Kent, Saxar í Sussex, Essex og Wessex og Englar í A-Anglíu, Merciu og Norðymbralandi
Þetta voru smáríki, en konungur Wessex náði að lokum yfirhöndinni.
o Innrásir víkinga höfðu mikil áhrif og svo fór að lokum að þeir náðu undir sig svæði í Englandi sem kallað var Danalög þar sem sérstök lög giltu.
o Engilsaxar kölluðu alla Norðurlandamenn Dani og tungu þeirra danska tungu. Það orð er t.d. notað í Grágás.
o Elstu lögin eru frá konungsríkinu Kent, en frá því um 603 eru fyrstu rituðu lögin.
o Knútur ríki
Sem var auk þess að vera konungur Dana, konungur í Englandi 1017-1035
Setti fyrstu lögbók sem náði til alls landsins - Er hún stærst allra engilsaxneskra lögbóka
- En réttareining varð þó ekki, því að staðbundin löggjöf hélt víða gildi.
- Það varð fyrst eftir innrás Vilhjálms bastarðar 1066 að rétteining komst á að mestu.
- Það aflar engilsaxneskum lögum sérstöðu að þau eru á engilsaxnesku en ekki á latínu.
Miðaldir
- Tímabilið frá 400/500 - 1500 eða þar um bil
- Skipta þeim síðan í
o Ármiðaldir
Upplausn á ármiðöldum - Vestrómverska ríkið liðaðist í sundur í þjóðflutningunum miklu og upp úr þeim á 4. og 5.öld, og fylgdi upplausn þess los á stjórnarháttum
- Skipulag ríkisvalds stóð ekki styrkum fótum á þessum öldum og af því leiddi m.a. að þeir, sem lítið áttu undir sér, urðu að leita verndar gósseigenda fyrir árangri ofríkismanna
o hámildar
1000/1050 - 1300
o síðmiðaldir - Mörk þeirrar skiptingar eru þó á reiki
Lénsskipulag
- Kjarni þess
o Var trúnaðarsamband tveggja frjálsra manna, þar sem annar – lénsmaðurinn (vassal) – lét hinum – lénsdrottni (senior) – í té þjónustu, en þá í mót vernd hans - Sem undirstaða stjórnskipunar mótaðist það einkum í Frankaríkinu, eða nánar tiltekið á svæðinu milli fljótanna Leiru og Rínar og breiddist þaðan út til annarra landa Evrópu með ýmsum tilbrigðum þó.
- Á síðari hluta 6. aldar var innanlandsófríður í ríki Franka, sem olli því, að stjórhöfðingjar efldust á kostnað konungsvalds m.a. við það, að konungur og konungsefni af ætt Merkvíkinga, sem áttu í illvígum innbyrðis átökum, gáfu þeim lönd sín sér til fylgdar.
- Á 7. og 8.öld tók hertækni að breytast
o Þannig að þungvopnuð riddaralið varð kjarni hersins og þjónustu lénsmannsins þá um leið aðallaega bundin við hernaðarfulltingi.
o M.a. sakir kostnaðar við dýran herbúnað og skorts á lausafé, héldu lénsdrottnar áfram að launa lénsmönnum sínum með jarðagóssi, en bundu þó skilyrðum sem fyrr. - Með þessu voru að lögin stofnuð tengsl milli lénsþjónustunnar og lénsins – jarðeignarinnar eða verðmætanna, sem afhent voru að léni, þannig aðnú var það ekki lengur trúnaðarsamband sitt, sem var undirstaða lénsskipulagsins, heldur einnig lénið.
- Þegar lénsmönnum voru loks látnar í té eignir konungs, greifa eða annarra fursta með skilyrðum eins og áður greinir, eða réttindi ríkisins eins og skattheimtuvald, gat svo farið, að þetta upphaflega einkatrúnaðarsamband lénsmanns og lénsdrottins, sem síðar hafði verið bundið léninu, yrði þáttur í stjórnskipan ríkisins.
- Undirstða lénsskipulagsins
o Var eiðsvarinn einkasamningur.
o Slík trúnaðarsambönd voru raunar einn meginþáttur í allri stjórnskipan á miðöldum, einnig þar sem lénsskipulags gætti lítt eða ekki, enda eldri en það og sennilega af germönskum rótum runnin.
o Þau lágu – svo að dæmi séu nefnd – til grundvallar íslenska goðaveldinu – í sambandi goða og þingmanna – og á þeim var löngum reist samband konungs og þegna hvarvetna í Evrópu.
o Og skyldur lénsmanns við lénsdrottni urðu æ fjölbreytilegri, er á leið
o Auk almennrar hollustu, hernaðarfulltingis og fjárframlaga, tóku lénsmenn að gangast undir margvíslegar skyldur á sviði stjórnsýslu og dómsýslu auk þess að vera lénsdrottni til ráðuneytis í stjórnmálum. - Lénsskipan náði aldrei að setja mark sitt á stjórnskipan Norðurlanda
o Svo að verulega næmi, en áhrif hennar gætti þó á ýmsan veg.
o Hér á landi voru sýsluembætti veitt að léni, þegar þau komust á og sama er að segja um embætti hirðstjóra - Lénssambönd voru ekki takmörkuð við einstök ríki
o Heldur gátu þau stofnast milli þjóðhöfðingja, þannig að einn gerðist lénsmaður annars eða þjóðhöfðingi gerðist lénsskyldur keisara eða páfa. - Orðið lénsskipulag er notað í rýmri merkingu
o Og þá látið ná almennt til landbúnaðarþjóðfélags, þar sem bændur eru undir stórbændur og aðra gósseigendur gefnir, en slík hugtakanotkun er óheppileg og til þess fallin að valda misskilningi
Hið heilaga rómverska ríki
- Á upplausnarskeiði því, sem lýst hefur verið, varðveitti kirkjan menningararf fornaldar að því leyti sem hann geymdist í Evrópu
- Vestrómverska ríkið leið undir lok, um það mótaðist smám saman innan kirkjunnar sú hugmynd, að allir kristnir menn ættu að vera sameinaðir í eitt heimsríki undir forystu keisara
- Karl mikli varð fyrstur konunga á ármiðöldum til þess að koma á fót öflugu stórríki, Karl var krýndur keisari Rómverja á jóladag árið 800
- Í stjórnspeki miðalda taldist hið kristna allsherarríkis í eðli sínu þríþætt:
o Í fyrsta lagi var hið forna ríki Rómverja (imperium Rómanum)
o Í annan stað allsherjarríki kristinna manna (imperium christianum)
o Loks heimsríki (imperium mundi)
Heilög almenn kirkja
- Í ríki Karlunga var andlegt og veraldlegt vald sameinað í embætti keisara.
o Leit Karl mikli á sig sem hvort tveggja konung og kennimann, enda bæri honum að vernda kirkjuna fyrir öllum féndum - Frá 8. og fram á 12.öld var kirkja nátengd ríkinu og háð því í öllum greinum
- Á 10.öld hófst umbótastefnu innan klaustranna, sem smám saman náði tökum á forystuliði kirkjunnar
- Fyrstur áhangandi hinnar nýju stefnu, sem sat á páfastóli, var Leó 9. (1049-54), en aðsópsmestur þeirra allra var Gregoríus 7. (1073-85).
o Kjarni stefnu hans var sá, að kirkjan skyldi leyst undan öllu leikmannavaldi
Í því fólst að hún skyldi setja sér lög og fá dómsvald í öllum málum, sem til kirkju heyrðu, að kirkjan skyldi fá forræði allra eigna sinna og klerkar undanþegnir öllum kvöðum verldarvaldhafa, s.s. herþjónustu og skattgreiðslu, að ölllum andlegrar stéttar mönnum var fyrirboðið að þiggja embætti sín úr leikmanna hendi og þá jafnframt, að öll sala embætta kirkjunnar var bönnið og loks að allir klerkar skyldu lifa einlífi.
Allt miðaði þetta að því, að gera kirkjuna frjálsa og óháða leikmannavaldinu, þannig að húngæti rækt köllun sína óáreitt.
Var þessari stefnu framfylgt undir kjörorðinu Libertas ecclesiae – frelsi heilagrar kirkju
Efling þjóðríkja
- Á 12.öld og 13.öld efldust þjóðríki V-Evrópu að miklum mun.
- Konungsvald styrktist og stjórnsýsla komst öll í fastari skorður en verið hafði; ríkin urðu öflugri heildir.
o Margt stuðlaði að þessum umskiptum og þau áttu sér nokkrun aðdraganda - Fyrst má nefna eflingu verslunar og viðskipta
o Þegar á 9.öld tók að lifna yfir verslun í borgum á N-Ítalíu, einkum Amalfi og Feneyjum - Kirkjan átti þátt í að efla konungsvald.
o Skv. kenningu Ágústínusar kirkjuföður átti veraldlegt vald upphaf hjá guði og þjóðhöfðinginn var hermaður hans.
o Vald konungs var reist á guðs náð
o Með þessu voru konungi fengnar röksemdir til að réttlæta völd sín sjálfstætt, og urðu þeir fyrir þær sakir óháðari valdi forna höfðingjastétta en ella – Með krýningu konungs var þetta sérstaklega áréttað.
o Kirkjan þarfnast friðar til að rækja köllun sína og studdi löngum fram af valdatilkalli konunga, sem henni voru þóknanleg, enda mátti ætla, að efling konungsvald væri vænlegust leið af því marki.
o Til marks um það hversu mikilvægur þáttur friðargæslan er í skyldum konungs er Gamli sáttmálinn (1262-1264), þar sem þrívegis er vikið að gæslu friðarins. - Þá var það í þriðja lagi mjög til fulltingis konungsvaldinu er tekið var á 11.öld að leggja stund á hinn forna rómverska rétt, suður á Ítalíu, en þar tók Bologna brátt forystu.
o Það ýtti undir, að reglur rómverska réttarins hæfðu betur þörfum vaxandi verslunar en gamall germanskur venjuréttur.
Lögstéttir
- Meginskiptingin var milli
o Þræla
o Og frjálsra manna
Þjóðfélagsstaða þeirra var misjöfn, m.a. réðist hún af jarðeign og atvinnu.
Meðal frjálsra manna voru ýmisr forréttindahópar og þar einkum aðallinn, þá klerka, er kristni breiddist út, og síðan borgara, þegar borgir urðu vaxandi verslun. Loks er að nefna bændur, en staða þeirra var mjög ólík innbyrðis
Aðallinn - Var valdamesta stéttinn
- Til hans teldist sú hástétt tignar- og auðmanna, sem gengið hafði í þjónustu konungs (eða annarra stórhöfðingja) og þegið af honum forréttindi, sem oftast voru arfgeng
o Háaðall
Skipaður mönnum af forni höfðingjastétt, sem þjóna hafði konungi lengi, eða mönnum af lægri stigum, sem gerst höfðu konungi handgengnir og þegið af honum sérréttindi. Nefnist þessi hluti þjónustuaðallinn
Háaðallinn gengdi embættum við hirð konungs
o Lágaðall
Töldust gósseigendur, sem einkum höfðust til vegs sakir auðs síns, og önnuðust stjórnarstörf í byggðum landsins.
Klerkastéttin - Hafði í upphafi miðalda ein á valdi sínu menntir fornaldarinnar, þótt fáir sköruðu þar fram úr.
- Þegar kirkjan tók að eflast, jukust áhrif hennar í stjórnmálum, og átti hún drjúgan þátt í þeim umbreytingum, sem urðu í tjórnarháttum á miðöldum
- Eftir því sem kirkjan náði markmiði sínu að öðlast frelsi undan áhrifum leikmannavaldsins, fengu klerkarnir sérstöðu í þjóðfélaginu; þeir lutu valdi kirkjunnar í hvívetna og öðluðust skattfrelsi.
- Og einlífið styrkti mjög sérstöðu þeirra þegar það komst á.
Borgarar - Eftir því sem borgir efldust á hámiðöldum létu þeir æ meira á sér kveða
- Til þeirra töldust kaupmenn, iðnaðar- og handverksmenn í borgum.
- Áttu þeir lengi í erjum við aðalsmenn en nutu oft stuðnings konungsvaldsins og þágu af þeim sérréttindi af ýmsu tagi
- Stjórnskipunin hjá borgurunum var með meira lýðræðissniði en annars staðar
Bændur - Urðu framan af miðöldum flestir að sæta því, að frelsi þeirra væri takmarkarð og voru hættir að gegna hérþjónustu
- Háðir gósseigendum í hvívetna og á þeim hvíldi skattskylda og kvaðir af ýmsu tagi – ekki síst vinnukvaðir og önnur þjónusta við aðalsmenn og gósseigendur.
- Sjálfseignarbændur voru þó á ýmsum stöðum í Evrópu og á fáeinum svæðum í meirihluta.
Megineinkenni stjórnskipunar germanskra þjóða
- Þegar sögur hefjast voru helstu stjórnarstofnanir germanskra þjóða
o Þing allra frjálsra vopnfærra manna
o og þjóðhöfðingi, oftast nefndur konungur - þingin voru vettvangur til lausnar sameiginlegum málum þjóðfélagsins, einkum þeim sem ágreining ollu – þar voru lög sett og dómar dæmdir.
- Mikilvægasta hlutverk þjóðhöfðingjans var forysta í ófriði
Víkingaöld
- Viðburðarríkt tímabil í sögu norðurlandaþjóða
- Talin hefjast um 800 og lýkur um 1050
- Víkingar settust víða að og stofnuðu nýlendur.
- Af heimildum má ráða að þar hafi stjórnarhættir verið áþekkir og haft varanleg áhrif á stjórnskipunarþróun í Evrópu, einkum í Englandi
Landnám Íslands
- Einn þáttur í hinum miklu þjóðflutningum víkindaaldar
- Landnámið talið hefjast um 870 og því lýkur um 930 með stofnun allsherjarríkis
Landnám Íslands og annarra eylanda í útnorðri, Grænlands og Færeyja marka í sjálfu sér engin þáttaskil í veraldarsögunni, en er þó athyglisvert í þrenns konar skilningi
- Í fyrsta lagi sigldu sæfarar um N-Atlantshafið, þannig að stefnt skyldi að ákveðnu marki
- Þá stefndu þessir þjóðflutningar í norðurátt sem telst fremur óvenjulegt, enda langtíðast að þjóðir á norðurslóðum af sama kynstofni og Íslendingar leiti suður á bóginn úr hrjóstrugri löndum og harðbýli til gróðursælli, en hafa verður í huga að á landnámsöld var loftslag miðaldra en síðar varð
- Í þriðja lagi má líta á landnám Íslands og annarra útnorðureyja sem fyrsta skref Evrópumanna til hins nýja heims
Upphaf allsherjarríkis
- Flestir landnámsmenn Íslands komu úr Noregi, en nokkur hluti frá Írlandi og eyjunum Norður af Skotlandi; fáeinir komu lengra að
- Landnámsmenn fluttu með sér réttarvenjur og réttarhugmyndir sem þeir höfðu tileinkað sér í heimahögum sínum og þaðan þekktu þeir þingskipan.
- Elsta sagnrit Íslendinga, Íslendingabók eftir Ara fríða
o Sem skráð var á árunum 1120-1130
o Er mikilvægasta heimildin um landnám og upphaf allsherjarríkis á Íslandi
o Bókin einungis stutt ágrip. - Þórðarbók
o Í einni gerð Landnámsbókar, sem kölluð hefur verið Þórðarbók, er grein sem kann að vera úr frumgerð Landnámabókar.
o Þar eru nefndir tveir höfðingjar sem stóðu að stofnun Kjalarnesþings
Þeir voru sonarsynir Bjarnar bunu Grímssonar hersis úr Sogni í Noregi
Og var Ingólfur nátengdur þeim ættbálki ef treysta má ættfræðslu Þórðarbókar Landnámabókar