réttarsöguþættir Flashcards
Við framsetningu á sögu réttarins tíðkast einkum 2 aðferðir
- Kerfisbundna aðferðin
o Fólgin í að leggja í höfuðatriðum til grundvallar fræðikerfi lögfræðinnar og lýsa sögu þeirra réttarreglna út af fyrir sig, sem eiga undir hverja fræðigrein þannig að sérstaklega sé rakin saga sifjaréttar, erfðaréttar, refsiréttar o.s.frv., eða rekja sögu tiltekinnar réttarstofnunnar, s.s. hjúskapar, bréferfða, óðalsréttar, lausamennsku, þinglýsingu o.s.frv. - Sögulega aðferðin
o Fólgin í að skoða ólík réttarfyrirbæri í samhengi og gefa gaum öðrum þáttum menningarsögunnar, sem hafa haft áhrif á þróun réttarins. Ligguráherslan þá að skoða ákveðin tímabil í heild en einstaka þætti réttarins.
Staða réttarsögu innan lögfræðinnar
- Ein greina lögfræðinnar, en hefur þó ýmsa sérstöðu miðað við þær
- Hún er fólgin í því að réttarsagan hefur ekki jafn afmarkað svið.
- Allar sérgreinar lögfræðinnar eru viðfangsefni hennar og hún leitar stuðnings annarra greina umfram það sem alla jafna er gert innan lögfræðinnar.
Samanburðarréttarsagan
- Hún er til þess fallin að varpa ljósi á réttarskipan einstakra þjóða á síðari tímum, þegar heimilda nýtur við.
- Alkunna er að þær eru einatt gloppóttar og að öðru leyti ófullkomnar.
- Þegar svo stendur á má fylla í eyður og skýra það sem ójóst er með samanburði við rétt nálægra og náskyldra þjóða sem hvílir á sama grundvelli.
- Einnig má oft með slíkum samanburði ákvarða aldur einstakra ákvæða.
Germanir
- Ein grein indóevrópskra þjóða
- Fyrstir fyrir í sögunni við lok yngri steinaldar og við upphaf bronzaldar í N-Evrópu, u.þ.b. 200-1600 f.kr.
- Fyrstu heimkynni þeirra voru á Norðurlöndum, í Noregi, Svíþjóð og svo í N-Þýskalandi milli Oder og Saxelfar
- Keltar
o Fyrir sunnar og vestan Germani bjuggu
o Höfðu margvísleg áhrif á Germani
Elstu heimildir um germanskar þjóðir
- Eru Gallastríð Júlísar Ceasars (Bellum Gallicum) og Germanaia eftir sagnritarann Cornelius Tacticus sem hann ritaði 98
Samskipti milli Rómverja og Germana
- Flestar germanskar þjóðir bjuggu á svæðinu fyrir austan Rín og norðar Dónár, en þessar ár voru á norðurmörkum ríkisins.
- Samskipti Rómverja og germanskra þjóða voru allajafna friðsamleg og viðskipti lífleg milli þeirra.
Vestrómverska ríkið fellur
- Við andlát Þeódósíusar keisara I árið 395 var rómverska ríkinu skipt.
- Það var ekki ætlunin að stofna tvö romversk ríki, enda var þetta einungis talin stjórnfarsleg hagræðing.
- Eftir sem áður var ríkið talið eitt og því stjórnað í því lagalega formi sem kallað var consortium, en þó seig stöðugt á ógæfuhlið í Vestrómverska ríkinu.
- Þrátt fyrir þetta tóks Rómverjum að stöðva Húna með sigri á Katalánsvöllum 451.
- Nú voru Rómverjar orðnir háðir germönskum málaliðum sem vildu nú hverfa frá herbúðalfíi málaliðans, vildu eignast jarðir og gerast bændur. Þegar því var synjað gerðu þeir uppreisn og kusu sér konung, herúlann Ódóvakar.
- Hann setti keisarann Rómúlus Ágústúlus af árið 476, enda taldi hann ekki nauðsynlegt að hafa 2 keisara, þannig að hann var síðastur keisara Vestrómverska ríkisins
- Ódóvakar stjórnaði hins vegar í umboði keisarans í Miklagarði þótt keisari liti á Ódóvakar sem valdræningja.
- Ódóvakar hreyfði hins vegar ekki við stjórnarstofnunum ríkisins og skipti sér lítt af stjórnsýslu.
- Þessir atburðir eru taldir marka endalok Vestrómverska ríkisins, en Rómverska ríkið lifði þó áfram að lögum og í hugmyndaheimi manna.
Tengsl Rómverja og germanskra þjóða
- Innan germönsku ríkjanna sem urðu til innan Vestrómverska ríkisins gætti hvors tveggja, germanskra og rómverskra áhrifa, og settu þau m.a. sitt mark á löggjöf þeirra.
- Jafnvel þótt þessar þjóðir hefðu tileinkað sér ýmislegt úr menningu Rómverja á sviði hernaðar og stjórnsýslu var menning Rómverja þeim að öðru leyti framandi og átti það einkum við almenn viðhorf til mennta, stjórnspekihugmynda, náttúruvísinda og tækni.
ewa
o Í ættbálkasamfélaginu germanska var sú aðferð óhugsandi að setja landsfólkinu bindandi reglur með löggjöf.
o Lög voru til í munnlegri geymd og höfðu varðveist þannig frá ómunatíð.
o Lögin voru kyrrstæð enda alltaf verið til og um þau var notað orðið ewa
Rómverski alþýðurétturinn
o Lögin voru ekki mannanna verk, heldur geymdust sem menningararfleifð í orðum lögvitringanna.
o Það auðveldaði germönskum þjóðum að meðtaka rómverska réttinn að í þeim lödnum sem hinn sígildi rómverski réttur hafði verið ráðandi breyttist hann smám saman í einfalda og aðgengilega réttarskipan sem venjulega er kallaður rómverski alþýðurétturinn.
o Lögfræði hins sígilda rómverska réttar og sá árangur sem náðs hafði með henni við að koma skynsamlegri skipan á mannfélagið hvíldi á lengri lærdómshefð en germanskar þjóðir gátu tileinkað sér á skömmum tíma.
o Öll hugtakaskipan var frumstæðari í rómverska alþýðuréttindum, menn höfðu misst tök á þeirri tækni sem fylgt hafði verið í réttarfarinu og meginreglur einkaréttarins féllu í gleymsku.
o Í rómverska alþýðuréttinum var t.d. slengt saman ólíkum tegundum samninga og einkaréttarhugtakið varð óljósara með því t.d. að ekki var greint á milli þess að vera eigandi eða hafa með höndum vörslu hluta eða sérstakra réttinda tengdum eignarréttindum. Þannig stóð alþýðurétturinn tæknilega svo nærri rétti germanskra þjóða að eðlilegt var að réttur þeirra mótaðist af rómverskum rétti með því að staðbundnar venjur fengu að þróast.
Rómversk lög
- Við það að Vestrómverska ríkið líður undir lok og áhrif germanskra þjóða vaxa hafði það gagnger áhrif á þróun rómversks réttar.
- Hin forna réttarskipan leið ekki algerlega undir lok, en jafnhliða því að stofnunum rómverska ríkisins hnignaði hafði hún ekki þá stöðu sem fyrr.
- Breytingin var sú að allir þegnar ríkisins höfðu lotið rómverskum lögum meðan ríkið var við lýði; eftir fall þess einungis afkomendur innfæddra Rómverja.
- Germönsk ættbálkasamfélög héldu eigin lögum jafnframt því sem rómverskri réttarmenningu hnignaði, en það birtist í því að hefð klassískrar lagamenntunar rofnaði, og slaknaði mjög á tengslum við keisaralöggjöfina og þann fordæmisrétt sem myndast hafði.
- Við þetta bættist við að menningatengslin við Vestrómverska ríkið slitnuðu svo og almenn hnignun andlegs lífs.
- Hin rómversku alþýðulög samlögðust frumstæðum venjurétti, einkum á Ítalíu og í S-Frakklandi
- Alþýðurétturinn sem hafði verið lagaður að þörfum fólksins var gamalt fyrirbæri.
- Alþýðurétturinn birtist á tímum keisarastjórnarinnar.
- Ef til vill hefur alþýðurétturinn verið nokkuð samkynja í Austrómverska ríkinu þar sem ríkisvald var öflugt.
Lög germanskra þjóða
- Áður en germanskar þjóðir hófu innráð í rómverska ríkið lutu þær frumstæðum lögum ættbálka sinna sem birtust í venjum sem menn töldu sig að fylgt hefði verið frá ómunatíð og miðlað munnlega frá einni kynslóð til annarrar.
- Ýmsar ástæður eru fyrir því að lög allra helstu germönsku konungsríkjanna innan Vestrómverska ríkisins voru skrásett
o Fyst má nefna það umrót sem varð í kjölfar þjóðflutninganna
Samfélagsskipan raskaðist, atvinnuvegir breyttust og við þetta bættist að þjóðrinar tóku ktisti.
Forn venjuréttur missti þá festu sem honum hafði fylgt og óvæntar aðstæður kölluðu á nýmæli.
o Lög Rómverja voru skráð og það hafði einnig áhrif, enda mótaði rómversk menning að nokkru leyti þær þjóðir sem settur að innan vébanda Rómverska ríkisins.
Þess vegna voru lögin skráð á latínu, slæma latínu
Lögin eru kennd við barbara og kölluð lög barbaranna.
Löggjöf einstakra þjóða
- Gotar
o Upprunalega koma þeir frá Svíþjóð, skv. því sem sagnritarinn Jordanis segir í sögu Gota.
o Frá miðri þriðju öld greindust þeir í 2 þjóðir
Austgotar - Höfðu stofnað ríki 471 undir forystu Jörmunreks konungs
- Það leið undir lok og hörfuðust Austgotar undan Húnum vestur á bóginn
- Þeir lögðu undir sig Ítalíu 488 undir forystu Þjóðreks (Þeódoriks) konungs, þeir stofnuðu eigin ríki og lutu eigin lögum, en Rómverjar rómverskum lögum, en Þjóðrekur leit á sig sem landstjóra Miklagarðskeisara
- Jústiníanus Miklagarðskeisari sendi her inn á Ítalíu og biðu Austgotar ósigur 552 og ríki þeirra leið undr lok
- Í framhaldi af því var lögbók hans Corpus Juris civilis lögleidd á Ítalíu.
Vestgotar - Gerðu innrás í Ítalíu 410 og rændu Rómaborg
- Héldu til S-Frakklands (Gallíu) 412 og stofnuðu þar ríki sem náði einnig til Spánar
- Árið 507 voru þeir hraktir úr Frakklandi og var ríki þeirra síðan bundið við Spán og Portúgal
o Eurik (Eiríkur) konungur þeirra gaf út lögbók árið 470 og urðu þeir með því fyrstir allra germanskra þjóða til að skrá lög sín.
Hún ber heitið Codex Eurici og er skráð á latínu eins og aðrar áþekktar lögbækur
Hún er elst allra germanskra lögbóka og að ýmsu leyti fyrirmynd annarra slíka - Borgundar
o Gundobud konungur Borgunda setti þeim lögbók um 500, Borgundalög og að auki lögbók reista á rómverskum rétti sem gilda skyldi fyrir Rómverja sem bjuggu innan ríkisisns
o Frankar lögðu undir sig ríki Borguna 532-534 en lög Borgunda giltu þó áfram næstu 400 ár. - Langbarðar
o Elstu heimkynni Langbarða sem kunn eru voru við neðanverða Saxefli, en ef til vill munu þeir hafa átt upphafleg heimkynni á Skánni í Svíþjóð.
o Á árunum 568-572 tóku þeir sér bólfestu á Ítalíu, á Pósléttunni – Langbarðalandi (Lombardi) á N-Ítalíu. Höfuðstaður þeirra var borgin Pavia
o Þeir töldust fremur frumstæðir og voru lítt snortnir af rómverskri menningu.
o Stjórnarhættir þeirra voru í öllu frábrugðnir rómverskum háttum
Ákvarðanir sem vörðuðu stjórnarmálefni voru teknar á þingum, samkundum vopnfærra manna, og þar voru konungar kosnir.
o Flestir Langbarðar voru kristnir.
Aðhylltust Aríusartrú og andsnúnir páfa, enda lögðu þeir undir sig lendur bæði kirkju og aðals.
Ennig rufu þeir öll tengsl við Miklagarðskeisara.
o Þeir blönduðust Rómverjum lítið og tunga þeirra hélst fram yfir árið 1000
o Edictus Rotari
643 var þeim sett lögbók
Er kennd við Rotar, konung þeirra
Nafnið bendir til þess að þeir hafi ekki talið Miklagarðskeisara löggjafa sinn.
Þessi lögbók er sú ítarlegasta af lögbókum hinna germönsku barbaraþjóða og þykir bera af öðrum fyrir skipulega framsetningu, knöpp og skýr ákvæði.
Þar voru þau lög skráð sem höfðu áður geymst í minnum manna og birst í venjum þeirra og háttum.
Í bókinni þykjast menn sjá tengsl við norrænan rétt.
o Urðu mestir lögspekingar meðal hinna germönsku þjoða
o Þeir héldu eigin rétti og þróuðu hann með eigin löggjöf og til þeirra er oft rakið í upphafi lögfræði Vesturlanda eftir að hin rómverska lögfræði féll að nokkru í gleymsku.
o Hann gilti fram undir 1500 og af honum spratt sjálfstæð þjóðleg lögfræði, sem einkum var tengd lagaskólanum í Pavía og hirðréttinum þar
o Lénsréttur Langbarða var síðar lögleiddur í lög í Þýskalandi - Frankar
o Heimkynni þeirra voru við Rím
o Þeir færðu veldið sitt út til N-Frakklands og undir forystu Klóðvígs konungs af ætt Mervíkinga lögðu þeir grundvöll að stórríki Franka.
o Þeir greindust í 3 meginættflokka
Hina salísku Franka - Merkvíkingar
- Lög þeirra voru skráð snemma á 5.öld á dögum Klóðvígs og kallast Lex Salica
- Lögin eru stutt og mæla einkum fyrir um vígs- og áverkabætur og þar eru einnig réttarfarsreglur.
Ripar-Franka
Hess-Franka. - Alamenn og Bajarar
o Bjuggu í S-Þýskalandi og gengu inn í ríki Franka snemma á 5.öld.
o Lög þeirra voru skráð á bækur á 6.öld, en þeir textar sem varðveist hafa eru frá árunum 715 og 740.
o Lögin eru áþekk - Engilsaxar
o Eftir 440 settust Jótar, Saxar og Englar að á Bretlandseyjum og stofnuðu þar ríki.
o Jótar komu frá Jótlandi en Englar frá Slésvík og Holtsetalandi
o Jótar bjuggu í konungsríkinu Kent, Saxar í Sussex, Essex og Wessex og Englar í A-Anglíu, Merciu og Norðymbralandi
Þetta voru smáríki, en konungur Wessex náði að lokum yfirhöndinni.
o Innrásir víkinga höfðu mikil áhrif og svo fór að lokum að þeir náðu undir sig svæði í Englandi sem kallað var Danalög þar sem sérstök lög giltu.
o Engilsaxar kölluðu alla Norðurlandamenn Dani og tungu þeirra danska tungu. Það orð er t.d. notað í Grágás.
o Elstu lögin eru frá konungsríkinu Kent, en frá því um 603 eru fyrstu rituðu lögin.
o Knútur ríki
Sem var auk þess að vera konungur Dana, konungur í Englandi 1017-1035
Setti fyrstu lögbók sem náði til alls landsins - Er hún stærst allra engilsaxneskra lögbóka
- En réttareining varð þó ekki, því að staðbundin löggjöf hélt víða gildi.
- Það varð fyrst eftir innrás Vilhjálms bastarðar 1066 að rétteining komst á að mestu.
- Það aflar engilsaxneskum lögum sérstöðu að þau eru á engilsaxnesku en ekki á latínu.
Miðaldir
- Tímabilið frá 400/500 - 1500 eða þar um bil
- Skipta þeim síðan í
o Ármiðaldir
Upplausn á ármiðöldum - Vestrómverska ríkið liðaðist í sundur í þjóðflutningunum miklu og upp úr þeim á 4. og 5.öld, og fylgdi upplausn þess los á stjórnarháttum
- Skipulag ríkisvalds stóð ekki styrkum fótum á þessum öldum og af því leiddi m.a. að þeir, sem lítið áttu undir sér, urðu að leita verndar gósseigenda fyrir árangri ofríkismanna
o hámildar
1000/1050 - 1300
o síðmiðaldir - Mörk þeirrar skiptingar eru þó á reiki
Lénsskipulag
- Kjarni þess
o Var trúnaðarsamband tveggja frjálsra manna, þar sem annar – lénsmaðurinn (vassal) – lét hinum – lénsdrottni (senior) – í té þjónustu, en þá í mót vernd hans - Sem undirstaða stjórnskipunar mótaðist það einkum í Frankaríkinu, eða nánar tiltekið á svæðinu milli fljótanna Leiru og Rínar og breiddist þaðan út til annarra landa Evrópu með ýmsum tilbrigðum þó.
- Á síðari hluta 6. aldar var innanlandsófríður í ríki Franka, sem olli því, að stjórhöfðingjar efldust á kostnað konungsvalds m.a. við það, að konungur og konungsefni af ætt Merkvíkinga, sem áttu í illvígum innbyrðis átökum, gáfu þeim lönd sín sér til fylgdar.
- Á 7. og 8.öld tók hertækni að breytast
o Þannig að þungvopnuð riddaralið varð kjarni hersins og þjónustu lénsmannsins þá um leið aðallaega bundin við hernaðarfulltingi.
o M.a. sakir kostnaðar við dýran herbúnað og skorts á lausafé, héldu lénsdrottnar áfram að launa lénsmönnum sínum með jarðagóssi, en bundu þó skilyrðum sem fyrr. - Með þessu voru að lögin stofnuð tengsl milli lénsþjónustunnar og lénsins – jarðeignarinnar eða verðmætanna, sem afhent voru að léni, þannig aðnú var það ekki lengur trúnaðarsamband sitt, sem var undirstaða lénsskipulagsins, heldur einnig lénið.
- Þegar lénsmönnum voru loks látnar í té eignir konungs, greifa eða annarra fursta með skilyrðum eins og áður greinir, eða réttindi ríkisins eins og skattheimtuvald, gat svo farið, að þetta upphaflega einkatrúnaðarsamband lénsmanns og lénsdrottins, sem síðar hafði verið bundið léninu, yrði þáttur í stjórnskipan ríkisins.
- Undirstða lénsskipulagsins
o Var eiðsvarinn einkasamningur.
o Slík trúnaðarsambönd voru raunar einn meginþáttur í allri stjórnskipan á miðöldum, einnig þar sem lénsskipulags gætti lítt eða ekki, enda eldri en það og sennilega af germönskum rótum runnin.
o Þau lágu – svo að dæmi séu nefnd – til grundvallar íslenska goðaveldinu – í sambandi goða og þingmanna – og á þeim var löngum reist samband konungs og þegna hvarvetna í Evrópu.
o Og skyldur lénsmanns við lénsdrottni urðu æ fjölbreytilegri, er á leið
o Auk almennrar hollustu, hernaðarfulltingis og fjárframlaga, tóku lénsmenn að gangast undir margvíslegar skyldur á sviði stjórnsýslu og dómsýslu auk þess að vera lénsdrottni til ráðuneytis í stjórnmálum. - Lénsskipan náði aldrei að setja mark sitt á stjórnskipan Norðurlanda
o Svo að verulega næmi, en áhrif hennar gætti þó á ýmsan veg.
o Hér á landi voru sýsluembætti veitt að léni, þegar þau komust á og sama er að segja um embætti hirðstjóra - Lénssambönd voru ekki takmörkuð við einstök ríki
o Heldur gátu þau stofnast milli þjóðhöfðingja, þannig að einn gerðist lénsmaður annars eða þjóðhöfðingi gerðist lénsskyldur keisara eða páfa. - Orðið lénsskipulag er notað í rýmri merkingu
o Og þá látið ná almennt til landbúnaðarþjóðfélags, þar sem bændur eru undir stórbændur og aðra gósseigendur gefnir, en slík hugtakanotkun er óheppileg og til þess fallin að valda misskilningi
Hið heilaga rómverska ríki
- Á upplausnarskeiði því, sem lýst hefur verið, varðveitti kirkjan menningararf fornaldar að því leyti sem hann geymdist í Evrópu
- Vestrómverska ríkið leið undir lok, um það mótaðist smám saman innan kirkjunnar sú hugmynd, að allir kristnir menn ættu að vera sameinaðir í eitt heimsríki undir forystu keisara
- Karl mikli varð fyrstur konunga á ármiðöldum til þess að koma á fót öflugu stórríki, Karl var krýndur keisari Rómverja á jóladag árið 800
- Í stjórnspeki miðalda taldist hið kristna allsherarríkis í eðli sínu þríþætt:
o Í fyrsta lagi var hið forna ríki Rómverja (imperium Rómanum)
o Í annan stað allsherjarríki kristinna manna (imperium christianum)
o Loks heimsríki (imperium mundi)
Heilög almenn kirkja
- Í ríki Karlunga var andlegt og veraldlegt vald sameinað í embætti keisara.
o Leit Karl mikli á sig sem hvort tveggja konung og kennimann, enda bæri honum að vernda kirkjuna fyrir öllum féndum - Frá 8. og fram á 12.öld var kirkja nátengd ríkinu og háð því í öllum greinum
- Á 10.öld hófst umbótastefnu innan klaustranna, sem smám saman náði tökum á forystuliði kirkjunnar
- Fyrstur áhangandi hinnar nýju stefnu, sem sat á páfastóli, var Leó 9. (1049-54), en aðsópsmestur þeirra allra var Gregoríus 7. (1073-85).
o Kjarni stefnu hans var sá, að kirkjan skyldi leyst undan öllu leikmannavaldi
Í því fólst að hún skyldi setja sér lög og fá dómsvald í öllum málum, sem til kirkju heyrðu, að kirkjan skyldi fá forræði allra eigna sinna og klerkar undanþegnir öllum kvöðum verldarvaldhafa, s.s. herþjónustu og skattgreiðslu, að ölllum andlegrar stéttar mönnum var fyrirboðið að þiggja embætti sín úr leikmanna hendi og þá jafnframt, að öll sala embætta kirkjunnar var bönnið og loks að allir klerkar skyldu lifa einlífi.
Allt miðaði þetta að því, að gera kirkjuna frjálsa og óháða leikmannavaldinu, þannig að húngæti rækt köllun sína óáreitt.
Var þessari stefnu framfylgt undir kjörorðinu Libertas ecclesiae – frelsi heilagrar kirkju
Efling þjóðríkja
- Á 12.öld og 13.öld efldust þjóðríki V-Evrópu að miklum mun.
- Konungsvald styrktist og stjórnsýsla komst öll í fastari skorður en verið hafði; ríkin urðu öflugri heildir.
o Margt stuðlaði að þessum umskiptum og þau áttu sér nokkrun aðdraganda - Fyrst má nefna eflingu verslunar og viðskipta
o Þegar á 9.öld tók að lifna yfir verslun í borgum á N-Ítalíu, einkum Amalfi og Feneyjum - Kirkjan átti þátt í að efla konungsvald.
o Skv. kenningu Ágústínusar kirkjuföður átti veraldlegt vald upphaf hjá guði og þjóðhöfðinginn var hermaður hans.
o Vald konungs var reist á guðs náð
o Með þessu voru konungi fengnar röksemdir til að réttlæta völd sín sjálfstætt, og urðu þeir fyrir þær sakir óháðari valdi forna höfðingjastétta en ella – Með krýningu konungs var þetta sérstaklega áréttað.
o Kirkjan þarfnast friðar til að rækja köllun sína og studdi löngum fram af valdatilkalli konunga, sem henni voru þóknanleg, enda mátti ætla, að efling konungsvald væri vænlegust leið af því marki.
o Til marks um það hversu mikilvægur þáttur friðargæslan er í skyldum konungs er Gamli sáttmálinn (1262-1264), þar sem þrívegis er vikið að gæslu friðarins. - Þá var það í þriðja lagi mjög til fulltingis konungsvaldinu er tekið var á 11.öld að leggja stund á hinn forna rómverska rétt, suður á Ítalíu, en þar tók Bologna brátt forystu.
o Það ýtti undir, að reglur rómverska réttarins hæfðu betur þörfum vaxandi verslunar en gamall germanskur venjuréttur.
Lögstéttir
- Meginskiptingin var milli
o Þræla
o Og frjálsra manna
Þjóðfélagsstaða þeirra var misjöfn, m.a. réðist hún af jarðeign og atvinnu.
Meðal frjálsra manna voru ýmisr forréttindahópar og þar einkum aðallinn, þá klerka, er kristni breiddist út, og síðan borgara, þegar borgir urðu vaxandi verslun. Loks er að nefna bændur, en staða þeirra var mjög ólík innbyrðis
Aðallinn - Var valdamesta stéttinn
- Til hans teldist sú hástétt tignar- og auðmanna, sem gengið hafði í þjónustu konungs (eða annarra stórhöfðingja) og þegið af honum forréttindi, sem oftast voru arfgeng
o Háaðall
Skipaður mönnum af forni höfðingjastétt, sem þjóna hafði konungi lengi, eða mönnum af lægri stigum, sem gerst höfðu konungi handgengnir og þegið af honum sérréttindi. Nefnist þessi hluti þjónustuaðallinn
Háaðallinn gengdi embættum við hirð konungs
o Lágaðall
Töldust gósseigendur, sem einkum höfðust til vegs sakir auðs síns, og önnuðust stjórnarstörf í byggðum landsins.
Klerkastéttin - Hafði í upphafi miðalda ein á valdi sínu menntir fornaldarinnar, þótt fáir sköruðu þar fram úr.
- Þegar kirkjan tók að eflast, jukust áhrif hennar í stjórnmálum, og átti hún drjúgan þátt í þeim umbreytingum, sem urðu í tjórnarháttum á miðöldum
- Eftir því sem kirkjan náði markmiði sínu að öðlast frelsi undan áhrifum leikmannavaldsins, fengu klerkarnir sérstöðu í þjóðfélaginu; þeir lutu valdi kirkjunnar í hvívetna og öðluðust skattfrelsi.
- Og einlífið styrkti mjög sérstöðu þeirra þegar það komst á.
Borgarar - Eftir því sem borgir efldust á hámiðöldum létu þeir æ meira á sér kveða
- Til þeirra töldust kaupmenn, iðnaðar- og handverksmenn í borgum.
- Áttu þeir lengi í erjum við aðalsmenn en nutu oft stuðnings konungsvaldsins og þágu af þeim sérréttindi af ýmsu tagi
- Stjórnskipunin hjá borgurunum var með meira lýðræðissniði en annars staðar
Bændur - Urðu framan af miðöldum flestir að sæta því, að frelsi þeirra væri takmarkarð og voru hættir að gegna hérþjónustu
- Háðir gósseigendum í hvívetna og á þeim hvíldi skattskylda og kvaðir af ýmsu tagi – ekki síst vinnukvaðir og önnur þjónusta við aðalsmenn og gósseigendur.
- Sjálfseignarbændur voru þó á ýmsum stöðum í Evrópu og á fáeinum svæðum í meirihluta.
Megineinkenni stjórnskipunar germanskra þjóða
- Þegar sögur hefjast voru helstu stjórnarstofnanir germanskra þjóða
o Þing allra frjálsra vopnfærra manna
o og þjóðhöfðingi, oftast nefndur konungur - þingin voru vettvangur til lausnar sameiginlegum málum þjóðfélagsins, einkum þeim sem ágreining ollu – þar voru lög sett og dómar dæmdir.
- Mikilvægasta hlutverk þjóðhöfðingjans var forysta í ófriði
Víkingaöld
- Viðburðarríkt tímabil í sögu norðurlandaþjóða
- Talin hefjast um 800 og lýkur um 1050
- Víkingar settust víða að og stofnuðu nýlendur.
- Af heimildum má ráða að þar hafi stjórnarhættir verið áþekkir og haft varanleg áhrif á stjórnskipunarþróun í Evrópu, einkum í Englandi
Landnám Íslands
- Einn þáttur í hinum miklu þjóðflutningum víkindaaldar
- Landnámið talið hefjast um 870 og því lýkur um 930 með stofnun allsherjarríkis
Landnám Íslands og annarra eylanda í útnorðri, Grænlands og Færeyja marka í sjálfu sér engin þáttaskil í veraldarsögunni, en er þó athyglisvert í þrenns konar skilningi
- Í fyrsta lagi sigldu sæfarar um N-Atlantshafið, þannig að stefnt skyldi að ákveðnu marki
- Þá stefndu þessir þjóðflutningar í norðurátt sem telst fremur óvenjulegt, enda langtíðast að þjóðir á norðurslóðum af sama kynstofni og Íslendingar leiti suður á bóginn úr hrjóstrugri löndum og harðbýli til gróðursælli, en hafa verður í huga að á landnámsöld var loftslag miðaldra en síðar varð
- Í þriðja lagi má líta á landnám Íslands og annarra útnorðureyja sem fyrsta skref Evrópumanna til hins nýja heims
Upphaf allsherjarríkis
- Flestir landnámsmenn Íslands komu úr Noregi, en nokkur hluti frá Írlandi og eyjunum Norður af Skotlandi; fáeinir komu lengra að
- Landnámsmenn fluttu með sér réttarvenjur og réttarhugmyndir sem þeir höfðu tileinkað sér í heimahögum sínum og þaðan þekktu þeir þingskipan.
- Elsta sagnrit Íslendinga, Íslendingabók eftir Ara fríða
o Sem skráð var á árunum 1120-1130
o Er mikilvægasta heimildin um landnám og upphaf allsherjarríkis á Íslandi
o Bókin einungis stutt ágrip. - Þórðarbók
o Í einni gerð Landnámsbókar, sem kölluð hefur verið Þórðarbók, er grein sem kann að vera úr frumgerð Landnámabókar.
o Þar eru nefndir tveir höfðingjar sem stóðu að stofnun Kjalarnesþings
Þeir voru sonarsynir Bjarnar bunu Grímssonar hersis úr Sogni í Noregi
Og var Ingólfur nátengdur þeim ættbálki ef treysta má ættfræðslu Þórðarbókar Landnámabókar
Þingstaður valinn
- Hann var í grennd við fjölbyggðustu sveitirnar
- Hann lá vel við samgöngum þeirra tíma, ekki síst helstu fjallvegum V- og Norðurlands, en Austfirðingar áttu um langan veg að sækja
- Þingstaðurinn var í útjarðri landnáms Ingólfs eða nærri valdamiðstöð þeirra sem virðast hafa átt mestan þátt í að koma Alþingi á fót
Goðar
- Nefndust valdamestu höfðingjar landsins
- Þeir fóru með lagasetningarvald og óbeint dómsvald með því að nefna menn í dóma bæði á vorþingum og Alþingi
Goðorð
- Veldi goðanna
- Var ekki landfræðilega afmarkað, heldur var nánast fylgdarmannasveit.
- Hverjum bónda og landeiganda, þótt búlaus væri, var skylt að segja sig í þing með einhverjum goða og nefndust þeir þingmenn hans.
- Heimilisfólk skyldi fylgja bónda, en búsetumenn landeiganda og var afleiðingin að þingmenn tveggja eða fleiri goða gátu búið hver innan um annan.
- Eftir að fjórðungsskipan komst á var þó svo mælt að þingmaður skyldi vera innan fjórðungs.
- Þrátt fyrir þetta má ætla að þingmenn hafi alla jafna búið í grennd við goða sinn, enda ljóst að goði gat illa haldið saman þingmönnum sínum ef þeir voru víðs fjarri.
- Tengsl goða og þingmanna voru reist á gagnkvæmum trúnaði.
- Goði skyldi vera í fyrirsvari fyrir þingmenn sína og veita þeim lið gegn þingmönnum annarra goða. Þingmaður skyldi á hinn bóginn vera goða sínum til fulltingis á þingum, bæði vorþingum og á Alþingi, styðja hann í deilumálum, jafnvel fylgja honum til vígaferla
- Þar sem samband goða og þingmanns var frjálst samningssamband gat þingmaður sagt sig úr þingi og goða og í þing með öðrum.
- Goðorðið var eign goða, en þó ekki metið til fjár, enda ekki tíundarskylt.
o Goðorð gátu skv. þessu gengið kaupum og sölum, þau mátti láta af hendi sem gjöf og menn tóku þau að erfðum. - Allir þingmenn goða voru skyldugir að koma til vorþings og gegna þar lögskilum eða senda þangað fulltrúa sína.
goðorðsmissi
- Heimilt var að svipta mann goðorði vegna tiltekinna yfirsjóna og þá í refsingaskyni. Ef goði varð sekur skógarmaður eða fjörbaugsmaður, ef hann vanrækti skyldur sínar eða framdi embættisafglöp, varðaði það goðorðsmissi
Þingfararkaupsbændur
- einir voru hins vegar skyldugir til þess að ríða til Alþingis og gat goði krafið níunda hvern bónda þingreiðar sem átti tiltekna lágmarkseign.
- Þingfararkaup
o Hét það gjald sem þeir greiddu sem heima sátu og einnig sú þóknun sem þeir fengu sem til þings riðu.
o Goðarnir tóku við þingfarakaupinu og guldu þeim sem fóru til þings, - Þingfararkaupbændur nutu nokkru meiri réttinda en hinir sem fátækari voru.
Goði hafði margvíslegar embættisskyldur eða starfsskyldur og má greina þær í tvennt
- Annars vegar á Alþingi sem voru að sitja á miðpalli Lögréttu, að nefna menn í dóma, að nefna tylftarkvið og halda leiðarþing
- Hins vegar í héraði þar sem sú skylda hvíldi á goða að halda uppi lögum og reglu, t.d. gera þjófaleit, og stilla til friðar með þingmönnums ónum.
- Annars fór héraðsstjórn mjög eftir atfylgi og skapferli goða.
Vorþing
- Sameiginleg þing þriggja goða, en endanleg skipan virðist ekki hafa komist á þau fyrr en eftir að landinu var skipt í fjórðunga
- Hverjum þingfararkaupsbónda var skylt að sækja vorþing eða senda þangað mann í sinn stað, en einn hinna þriggja samþingsgoða helgaði þingið. Það var háð í maí ár hvert
- Vorþing skiptist í
o sóknarþing
voru mál dæmd og nefndu goðarnir þrír 12 menn hver í 36 manna dóm
Dómendur urðu að vera sammála til að niðurstaða fengist, ella varð málið vefengingsmál og því skotið til fjórðungsdóms á Alþingi.
o Skuldaþing
Var háð loknu sóknarþingi
Þar inntu menn af hendi greiðslur og svo virðist sem þar hafi einnig verið eins konar kaupstefnu eins og eðlilegt má telja þar sem gjaldmiðill var að mestu bundinn við vörur
Á vorþingum voru gerðar samþykkit sem giltu fyrir þingsóknina, á skuldaþingi munu m.a. hafa verið settar verðlagsskrár.
Alþingi
- Alþingi nefndust í Noregi allsherjarþing frjálsra manna
- Lögþing nefndust þau semt tóku yfir stærra lagaumdæmi, s.s. Þrændalög, Gulaþing og Eiðsifaþing
- Íslendingar völdu þingi sínu heitið Alþingi þótt það væri ekki allsherjarþing í þeirri fornu merkingu að allir frjálsir menn tækju þátt í þingstörfum, enda varð því ekki komið við vegna vegalengda
Alþingistími – þinghelgun
- Til Alþingis skyldu menn koma fimmtudaginn, 9 vikur voru af sumri
- Alþingi hófst með þinghelgun fimmtudagskvöldið og annaðist hana goði sá er fór með goðorð Þorsteins Ingólfssonar
- Alþingi stóð í u.þ.b. 2 vikur og kölluðust þingslit þinglausir eða vopnatak sem geymir menjar um það er þingheimur sló vopnum á skjöldu til samþykkis
Alþingisstaðurinn
- Tilgangurinn með þessu var að afla þingheimi vatns, þannig að hér var fyrsta meiriháttar vatnsveituframkvæmd á Íslandi svo að vitað sé
- Þeir sem sóttu þingið dvöldust í búðum þar sem veggir voru hlaðnir af torfi og grjóti, en yfir var trégrind og á hana tjaldað vaðmálum.
- Störf þingsins voru aðallega bundin við 2 staði
o Lögberg
o Lögréttu
Um Lögréttu segir í Grágás að hún skuli sitja á þeims tað ávallt sem lengi hafi verið.
Lögsögumaður
- Lögrétta kaus lögsögumann til 3 ára; mátti endurkjósa hann, enda var það oft gert. Hann var oddviti þingsins og stjórnaði störfum þess
- Hvílir á honum sú skylda bæði utan þings og innan að svara fyrirspurnum um hvað væri rétt lög um tiltekið efni ef vafi þótti á leika
- Var forseti þingsins, hann stjórnaði öllum þingstörfum og var fundarstjóri Lögréttu, átti sérstakt sæti á Lögbergi, lögsögumannsrúm, og hann réð því hvar dómar skyldu sitja
- Á Alþingi hafði lögsögumaður mikil völd en þess á milli var hann formlega valdalaus, en hafði að sjálfsögðu áhrif
Lögrétta
- Mikilvægasta stofnun Alþingis
- Engar áreiðanlegar heimildir eru til um upphaflega skipan Lögréttu, en líklegt er að við stofnun Alþingis hafi setið þar 36 goðar og hver þeirra haft með sér 2 umráðamenn
Lögrétta – breytingar
- Meginbreytingin laut að varnarþingsreglum, en hins vegar er ekki tvímælalaust hvaða áhrif hún hafði á stjórnskipanina
- Landinu var skipt í fjórðunga
o Urðu 3 þing í hverjum nema í Norðlendingafjórðungi, þar voru þingin 4.
o 3 goðar voru í hverju þingi, þannig að smtls. Urðu nú goðar 39. - Jafnframt komst á föst skipan vorþinga og urðu þau 13, hvernig svo sem þeim hefur verið skipað áður.
- Þá voru tekin upp fjórðungsþing og mörk fjórðunganna ákveðin.
Lögrétta – jafnar dómnefnur
- Í hverjum fjórðungsdómi sátu 36 menn þannig að 9 gerðar úr hverjum fjórðungi hafa nefnt menn í dóminn, þar sem fornt goðorð höfði og fullt, er þing voru 3 í fjórðungi hverjum og goðar 3 í þingi hverju svo sem segir í Grágás þar sem lýst er skipan fjóðrungsdóma
- Þetta merkir að 3 goðar úr Norðlendingafjórðungi – nýir goðar eftir skipingu landsins í fjórðunga - hafa ekki haft rétt til dómnefnu í fjórðungsdóm Norðlendinga.
- Á miðpalli Lögréttu sátu allir goðarnir 12 úr þeim fjórðungi, en einungis 0 úr hverjum hinna
- Til þess að jafna þetta misvægi var sú skipan gerð í öðrum fjórðungum að þeir 3 goðar sem saman áttu vorþing, tóku einn mann til lögréttusetu sem hafði sömu réttindi og aðrir goðar sem þar sátu
- Vorþing voru 3 í hverjum fjórðungi svo að með þessari ráðstöfun komu 3 til viðbótar úr þremur þingum eða smtls. 9 menn.
- Náðist þannig jöfnuður milli dómnefnu og lögréttuskipunar úr Norðlendingafjórðungi og hinum fjórðungunum.
- Á miðpalli Lögréttu sátu þá 48 menn og hafði vher þeirra 2 umráðamenn þannig að eftir þessa breytingar var Lögrétta skipuð 144 mönnum.
- Ef lögsögumaður var ekki goði bættist hann við og urðu þeir þá sem þar áttu setu 145 og loks fengu 2 biskupar þar sæti eftir að kirkjan hafði fest sig í sessi og sátu þá í Lögréttu þegar allt var talið 146 eða 147 menn
Hlutverk Lögréttu var þríþætt
- Að rétta lög
- Að gera nýmæli, að gera ný lög
- Að veita leyfi og undanþágur
o Til þess að slíkar samþykktir voru gildar urðu allir að samþykkktir væru gildar, urðu allir að samþykkja og hver maður utan Lögréttu gat varið slíka samþykkt lýritti, eða lagt eins konar lögbann við því að samþykktin næði fram að ganga.
Lögin voru í upphafi óskráð
- En blunduðu í réttarvitund manna og birtust í venjubundinni háttsemi
- Þau voru ekki verk neins einstaklings heldur sameign manna, lifenda og látinna, arfleifð kynslóðanna sem mönnun bar að virða
Þegar menn deildu um lög – þrættu um lögmál
- Bar goðum sem á miðpalli sátu að skera úr
- Það fól í sér að þeir báru vætti um það hvaða lög teldust gildandi.
- Þetta kallaðist að rétta lög og það fól í sér að hin gömlu lög voru leidd í ljós.
- Eldri lög gengu skv. því framar yngri
- Þegar þannig var litið á og lög þótti þurfa umbóta við vegna þess að þau voru óskýr eða mótsagnakennd voru ekki sett ný lög heldur hugað að hinum eldri.
- Til grundvallar lá sú hugsun að lög hefur afbakast að það yrði að leiðrétta – eða m.ö.o. nauðsynlegt væri að rétta lögin.
- Augljóst er því að í reynd var iðulega verið að setja nýjar reglur, en með því að taka þannig á viðfangsefninu höfðu miðpallsmenn lögréttu engan veginn frjálsar hendur í úrskurði sínum.
Gerð nýmæla
- Ekki segir í Grágás hvernig þau skuli samþykkt, en varla fer milli mála að þau hafi orðið að samþykkja einróma
- Númæli voru þannig í huga manna ígildi sáttmála frjálsra einstaklinga
- Þegar ágreiningur kom upp um nýmæli sögðu menn sig úr lögum hver við annan og þjóðfélagið klofnaði.
Skráning laga
- Íslendingar byrjuðu að skrásetja lögin sín veturinn 1117-18
- Tilgangur lagaritunar var að tryggja varðveislu laganna og eyða óvissu.
- Ekki voru öll lög skráð þannig að margt geymdist áfram í minni manna.
- Hinum rituðu lagagreinum söfnuðu menn í skrár sem hver setti saman og jók eftir þörfum og áhugamálum. Og smám saman urðu til margar lagaskrár sem engan veginn bar saman
- Ekki lögbók
- Það var tileinkað sér nýjan skilning á lögum
o Þau væru ekki lengur sáttmáli, heldur boð valdhafa sem styddist við miðstjórnarvald - Ókostur fylgdi lagaritun
o Að lög urðu ekki jafn sveigjanleg og áður þegar gleymska manna slípaði þau til.
Konungsbók og Staðarhólsbók
- Tvær lagaskrár hafa varðveist og fáein brot úr öðrum
- Konungsbók 1250
- Staðarhólsbók 1270
Grágás
- Lagasöfn þjóðveldisins bera heitið Grágás, það kemur fyrst fyrir 1548, en enginn kann skýringu á því.
- Er fyrirferðamesta lagasafn allra germanskra þjóða á miðöldum og er ástæða sú að í hinu nýja ríki fór saman líflegt löggjafarstarf og ritmenning
- Hefur þá sérstöðu meðal fornlaga Norðurlanda að bera miklu bóklegri og lærðari svip.
- Hún er ekki eins alþýðuleg og frumstæð og þau, stuðlasetning gætir minna, en stíllinn er einfaldur, rökfastur og blátt áfram þótt torskilinn sé á nokkrum stöðum
- Eitt af stjórvirkjum þjóðveldisaldar
Hlutverk dómstóla
- Ef menn greindi einungis á um hvað væru lög var það ekki lagt fyrir dómstóla, heldur Lögréttu og hún skar úr.
- Þar þrufti að liggja fyrir réttarbrot eða rétttarneitun af einhverju tagi svo að mál yrðu borin undir dómstóla
- Ekki var greint á milli einkamála og opinberra mála sem svo er nú; einstaklingar voru aðilar máls en ekki almannavald
Dómara skilyrði
- Til þess að vera nefndur dómari varð maður að fullnægja eftirtöldum almennum skilyrðum
o Að vera karlmaður
o Tólf vtra gamall eða eldri
o Svo þroskaður að kunna að ráða fyrir orði og eiði
o Varð að vera frjáls maður og heimilisfastur og hafa numið í barnæsku mál á danska tungu, en þar er átt við sameiginlega tungu Norðurlandabúa, eða dvalist á Íslandi í 3 vetur eða lengur - Ítarleg ákvæði eru um sérstakt vanhæfi dómara til að dæma í einstöku máli sakir tengsla við aðila og voru þau þessi:
o Þremenningsfrændsemi dómara eða nánar við aðila
o Námágsemd, þannig að dómari væri tengdasonur, systurmaður eða stjúpfaðir aðila og öfugt
o Ef að aðili var í guðsifjum við dómara eða öfugt og óútkljáðar vígsakir voru milli dómara og aðila. Á hinn bóginn ollu fjárhagsleg tengsl milli manna ekki vanhæfi.
Fjórðungsdómar
- Óljóst er vernig dómstólaskipan var áður en landinu var skipt í fjórðunga, en talið hefur verið að fyrir 960 hafi verið dómstóll á Alþingi, skipaður 36 dómendum, þannig að hver goði hafði nefnt einn mann í dóm
- Goðar nefndu 4 fjórðungsdóma á alþingi, einn fyrir hvern fjórðung, og er líklegast að þessi skipan sé frá þeim tíma sem landinu var skipt í fjórðunga, eða um 960
- Fjórðungsdómar áttu ekki ákveðinn stað á Þingvöllum, heldur réð lögsögumaður hvar þeir skyldu sitja
- Dæmdu í málum sem ekki tókst að útkljá á vorþingum, eða vefengd voru eins og komist er að orði.
- Auk þess dæmdu þeir öll mál sem fyrsti dómstóll nema þau er einungis vörðuðu þriggja marka útlegð (fésekt)
- Til þess að niðurstaða fengist í fjórðungsdómi urðu allir dómendur að vera sammála.
Fimmtardómur
- 1004-1030 og síðar
- Stofnaður á lögsögumannsárum Skafta Þóroddsonar (1004-1030)
- Sátu 48 menn, en sóknar- og varnaraðili, hvor um sig, skyldu ryðja 6 mönnum úr dómi, þannig að einungis 36 menn dæmdu
- Sat í Lögréttu
Hlutverk fimmtardóms var tvíþætt
- Annars vegar gegndi hann áþekku hlutverki og áfrýjunardómstóll með því að legja úrslitadóm á vefangsmál sem til hans var skorið úr fjórðungsdómum.
o Fimmtardómur endurskoðaði ekki gerðir fjórðungsdóma; klofinn fjórðungsdómur kvað í reynd upp 2 dóma, þannig að úrslit fengust ekki; fimmtardómur felldi síðan algerlega sjálfstæðan dóm sem fól í sér ákvörðun um hvor dómur fjórðungsdóm ætti að standa - Hins vegar dæmdi hann sem fyrsti dómstóll og þá um leið úrslitadómstóll í tilteknum málum, s.s. málum út af ljúgvætti og mútum, björgum skógarmanna og björgum við tiltekna menn sem óheimilt var að veita fulltingi.
o Í fimmtardæmi lét afl atkvæða
o Ef atkvæði voru jöfn var dæmt áfall sakar í öðrum málum en vefengsmálum; um þau giltu sú meginregla að varpa skyldu hlutkesti; ef dómendur sem höfðu vefengt í fjórðungsdómi skipust í 2 jafna flokka giltu flóknar reglur um málsmeðferð í fimmtardómi.
Almenn einkenni á réttarfarinu
- Allur málarekstur var munnlegur og fór fram í heyranda hljóði
- Sakarforræðisreglan gilti óskoruð, þannig að aðilar höfðu fullt forræði á málinu án allrar íhlutunar dómenda
- Meginreglan var sú að ekki var greint milli einkamála og opinbers máls.
Málsaðilar og forræði sakar
- Sá sem bera mátti fram kröfu eða halda fram rétti fyrir dómi nefndist aðili, sá sem sótti mál nefndist sóknar- eða sakaraðili, sakarsækjandi, en sá sem sóttur var varnaraðili eða sakarverjandi
- Aðili varð að hafa náð 16 vetra aldri, ef yngri féll aðild til nánasta ættingja
- Heimila mátti þó 12-16 vetra mönnum aðild að vígsmálum ef þeir töldust hafa skynsemd til
- Ógif tkona, tvítug eða eldri, gat verið aðili máls svo og ekkja án tillits til aldurs
- Gift kona gat einnig verið aðili í vissum tilfellum, en annars var maður hennar aðili.
- Ávallt varð þó kona að selja karlmanni sök í hönd sem merki að karlmaður skyldi fara með mál hennar fyrir dómi
- Goði var aðili ýmissa mála, og þá einkum ef réttur aðili sótti ekki sök
- Í hreppumvoru og kjörnir sérstakir menn, herppssóknarmenn, til að sækja sakir vegna afbrigða í hreppsmálum
- Um varnarþing – þá dómþinghá þar sem sækja mátti mann til sakar og til að þola dóm – voru þær reglur að vorþingið var þinghá vorþingsdómstólanna, en fjórðungarnir þinghá fjórðungsdómanna
- Aðalreglan var sý að varnaraðila skyldi stenft að heiman í þeirri þinghá þar sem heimili hans var, en einnig voru ýmis sérákvæði um varnarþing, s.s. að þeim sem komtil landsins úr utanferð mátti stefna í þeirri þinghá þar sem verbúð hans var.
- Sóknaraðili gat valið hvort hann stefndi mann til vorþings – ef hann átti þangað þingsókn - eða til frjóðungsdóms ef hann bjó innan fjórðungs.
- Aðalreglan var sú að aðili fór sjálfur með mál hvort heldur var til sóknar eða varnar, en hann gat falið málið öðrum og nefndist það að selja sök í hönd manni
Sakarefni
- Gilti sú meginregla að höfða mátti sérstaka sök um hvern þátt máls, þannig að margar sakir gátu risið út af sömu viðskiptum eða réttarbroti
- Ef árás var gerð mátti höfða sérstök sök vegna frumhlaups og aðra vegna dreps eða áverka; við arfheimtu mátti höfða sérstaka sök um höfuðstól, en aðra um vexti; ef maður var veginn, sérstaka sök fyrir vígið og sérstaka sök fyrir árásina.
- Við dómsuppkvaðningu voru sakir hins vegar sameinaðar að vissu marki
Sönnunaraðferðir og sönnunargögn
- aðalsönnunargagnið var búakviður en í hann kvaddi sækjandi þingfararkaupsbændur er bjuggu næstir vettvangi
o 9 búar voru kvaddir í stærri málum en 5 í hinum smærri.
o Athygli vekur að kviður bar ekki um staðreyndir sem kviðmenn höfðu skynjað að eigin raun, heldur lýstu þeir því hvort þeir hygðu sakborning saman að sök eða ekki, hvort atvik hefði gerst eða ekki og réð úrslitum meiri hluta atkvæða. - í goðakviði réð atkvæði goða þó úrslitum ef atkvæði voru jöfn.
- kviður var skv. þessu líkindasönnunargagn sem eðlilegt mátti telja í þjóðfélagi þar sem ritlist var ekki iðkuð nema að mjög takmörkuðu leyti.
- annað helsta sönnunargagnið
o var vætti
o frábrugðið kvið að því leyti að vottar báru um staðreyndir sem þeir höfðu sjálfir skynjað ,,of heyrn eða sýn” eins og það er orðað í Grágás. - vitni
o það sem nú eru kölluð vitni nefndust í Grágás vottar ellegar þá kennendur eða sannaðarmenn.
o orðið vottur er einungis notað um þá sem sérstaklega voru til kvaddir. - kennendur
o voru kallaðir þeir sem sérstaklega var ætlað að bera vætti um eignarhald og sannaðarmenn sem báru um tilteknar staðreyndir eða fullyrðingu, t.d. um skyldleika þegar ryðja átti dóm eða skera þurfti úr hvort meinbugir væru á hjúskap. - skjöl voru ekki heldur formleg sönnunargögn í Grágás og játning aðila eða sökunauts skipti engu máli; stefnandi varð eigi að síður að sanna mál sitt.
Málsmeðferð fyrir dómstólum
- Mál hófst með stefnu
o þar sem stefnandi kvaddi gagnaðila til þings í votta viðurvist og til þess að þola þar dóm.
o Nefndi hann nafn stefnda, greindi sakarefni og lýsti kröfum. - Stefnufrestur til Alþingis
o var almennt 3-4 vikur en gat verið skemmri ef sérstaklega stóð á. - Föstudag
o voru dómar nefndir, þannig að goði hver nefndi einn mann í hvern dóm. - föstudag, laugardag eða mánudag skyldi sökum lýst til fjórðungsdóma; í einstökum málum jafnvel síðar.
- Sá sem sök lýsti á hendur öðrum nefndi nafn þess sem sækja skyldi, gerði grein fyrir sakarefni og kröfum sínum.
- Skyldi meirihluti manna (líklega þeirra sem í lögréttu sátu) vera hjá og lögsögumaður
- Laugardaginn
o skyldu menn fara til Lögbergs og færa þaðan út dóma til ruðningar á þann stað sem lögsögumaður hafði ákveðið að dómur skyldi sitja.
o Gekk hann fyrstur, en síðan goðar með dómendur sína.
o Nefndist gangan Lögbergsganga. - Lögsögumanni, goðum og aðilum var skylt að fylgja dómendum og mátti hvor málsaðila hafa með sér 10 menn hið flesta til dóms.
o Af sögum má þó ráða að oft hafa þeir verið fleiri. - þegar 6 dómendur hið fæsta voru komnir á dómstað var hlutað um - varpað eins konar hlutkesti eða dregið um - í hvaða röð má skyldu sótt þannig að fjögur mál voru tekin fyrir í senn.
- málflutnignur hóst með því að
o sóknaraðili sagði fram sökina með því að greina hverjum hann stefndi, um hvað hann stefndi, hverjar kröfur hann gerði og til hvaða þings hann stefndi. - varnaraðili hóf vörn sína með því að spyrja sóknaraðila hvort hann hefði fært fram sókn sína.
o Átti sóknaraðili að svara að það hefði hann gert nema nokkum það gerðist í vörn varnaraðila að hann þyrfti aftur að taka til sóknar. - Dómurinn dæmdi eftir gögnum þótt brigður væru á þau bornar, en dóminum varð hins vegar að stefna rofs og átti hann að rofna ef framangreindar sakir sönnuðust,.
- ítarleg ákvæði voru um í hvaða röð mál skyldu tekin fyrir.
- mál voru tekin fyrir 4 í senn og þeim lokið.
o Með þessu móti mátti koma því við að framsögu allra saka væri lokið áður en sól gengi undir hinn fyrsta dag. Síðan hefur málsreksturinn dreifst á næstu daga eftir því sem menn hafa verið tilbúnir án þess að áhersla hafi veirð lögð á í hvaða röð mál kæmu fyrir.
Reifing máls
- Þegar sókn og vörn var lokið og sannanir bornar fram var komið að reifingu
- Úr hópi dómenda var valinn reifandi hvors aðila
- Reifsing hefur farið fram í heyranda hljóði, þannig að aðili hefur átt kost á að leiðrétta ef rangt var hermt
Útivist aðila
- Sækjendur og verjendur sakar skyldu koma til þings drottinsdag – sunnudag – hinn fyrra í þingi, ella væru ónýtar sóknir þeirra og varnir
- Ef stefnandi kom ekki til hlutfalla þegar hlutað var um röð málanna skyldi hann gjalda fésekt og síðastur segja fram sök
- Ef varnaraðili sótti ekki þing var sóknaraðila eigi að síður skylt að segja fram sök sína og sanna mál sitt, enda skyldi hann ávallt gera það áður en stefndi tæki til varna
Helstu þjóðfélagshugmyndir sem birtast í íslenska þjóðveldinu
- Alþingi var mikilvægasta stofnun þjóðfélagsins. Hver var sérstaða þess?
o Í fyrsta lagi
Hversu langan aldur það átti fyrir höndum
o Í öðru lagi
Var þróun á ýmsan hátt sérstæð þótt það væri reist á sama grundvelli og önnur þing; var ástæðan sú að það var miðstöð þjóðfélags sem reista þurfti frá grunni og reyndi þar sérstaklega á þá þætti sem lutu að lagavarðveislu, lagasetningu og dómsýslu
Í stofnunum Alþingis birtist því hugmyndir germanskra þjóða um þjóðfélagsskipan skýrar en víðast annars staðar
o Í þriðja lagi
Meira vitað um Alþingi en flest önnur þing á miðöldum og er ástæðan sú að ritlistin fylgdi mótun hins nýja þjóðfélags.
Saga íslenska þjóðveldisins, og þá sérstaklega Alþingis, er því líklega til að varpa nokkru ljósi á stjórnskipunar- og réttarhugmyndir manna á miðöldum. - Grunnhugmyndin að baki þjóðveldinu var sáttmáli frjálsra manna – þjóðfélegssáttmáli í bókstaflegum skilningi.
Gamli sáttmálinn
- Á 13.öld raskaðist stjórnskipan landsins mjög og stórfelld innanlandsátök lömuðu þjóðféalgið uns Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með sérstökum sáttmála – Gamla sáttmála – sem gerður var á árunum 1262-64.
- Var þetta í samræmi við almenna þróun í Evrópu á þessum tíma þar sem konungsvald efldist jafnframt því sem dró úr skærum og betri regla komst á en verið hafði.
- Meginefni sáttmálans var það að Íslendingar viðurkenndu yfirráð konungs og hétu honum greiðslu tiltekins skatts. Gegn þessu skyldi konungur tryggja frið í landinu og líklega viðurkenna löggjafarvald Alþingis.
- Í lok sáttmálans skírskotuðu Íslendingar til mótstöðu réttarins þannig að þeir töldu sig lausa ef sáttmálinn ryfist að bestu manna yfirsýn.
Magnús lagabætur Noregskonungur
- 1263-80
- Var einn mesti löggjafi Evrópu á sínum tíma.
- Hann lét setja Norðmönnum nýja löggjöf á árunum 1271-77.
- Einn þáttur í löggjafarstarfi konungs var að senda Íslendingum lögbækur.
o Sú fyrra nefndist Járnsíða og var lögtekin á árunum 1271-73
o Jónsbók 1281
Jónsbók
- 1281
- Í stað þess að endurskoða Járnsíðu var samin ný lögbók og send til Íslands haustið 1280
- Á Alþingi 1281 var tekist á um fornar og nýjar hugmyndir um þjóðfélaggskipan
o Tengsl ríkis og kirkju og þá einkum frelsi kirkjunnar, upptök og eðli laga, fornan venjurétt og virkt lagasetningarvald konungs og stöðu einstaklingsins í þjóðfélaginu, frelsi hans til að skipa málum sínum gegn þvinguðum félagslegum kvöðum. - Þótt Jónsbók var þáttur í löggjöf Magnúsar lagabætis stofnaðist engan veginn réttareining milli Noregs og Íslands.
- í Jónsbók gætti miklu meira áhrif laga þjóðveldisins en í Járnsíðu.
- Hún er meginundirstaða íslensks réttar næstu fjórar aldir - raunar allt fram á 17.öld.
o Þótt henni væri illa tekið í upphafi náði hún fljótlega miklum vinsældum.
o Engin bók hefur átt jafn ríkan þátt í að móta réttarvitund þjóðarinnar og varðveita íslenska tungu og Jónsbók.
o Þannig má segja að hún hafi orðið ein áhrifamesta bók í réttar- og menningarsögu Íslendinga.
Átök um stjórnskipun 1280-1319
- Eftir Dauða Magnúsar lagabætis 1280 hófust mikil átök milli ríkis og kirkju og um valdsvið konungs.
- Ríkisráðsmennirnir sem stýrðu nú ríkinu vegna æsku Eiríks konungs Magnússonar stefndu því að því að styrkja miðstjórn ríkisins og efla þannig vald konungs.
- Konungur lést 1299 og við tók Hákon V. Magnússon, bróðir hans sem fylgdi þessari stefnu fastar fram en áður.
- Á Íslandi spruttu af þessari stefnu mikil átök milli ríkis og kirkju milli íslenskra valdamanna og þeirra sem fóru með konungsvald.
- Reynt var að koma konughollum norskum mönnum í sýslumannsembætti og skerða að öðru leyti völd innlendra höfðingja.
- Íslendingar hylltu því ekki konung fyrr en 1302 og þá með nýjum skilyrðum sem tryggðu íslenskum höfðingjum helstu embætti í landinu og vernduðu þá gegn utanstefnum konungs með eins konar habeas corpus ákvæði.
- Við lát Hákonar 1319 komst konungssamband milli Noregs og Svíþjóðar og við hyllingu Magnúsar Eiríkssonar var enn gerður sáttmáli með nýjum skilyrðum og með honum má segja að val
Konungsvald á 13.öld
- Nálega allir íslenskir höfðingjar á 13.öld voru hirðmenn Noregskonungs.
- Þeir hirðmenn sem næstir stóðu konungi sem ráðgjafar mynduðu smám saman ríkisráðið sem var orðin fastmótuð og áhrifamikil stofnun í upphafi 14.aldar.
- Miðstöð daglegrar stjórnsýslu var kansellíið undir forystu kanslara sem jafnframt var háttsettur embættismaður innan kirkjunnar.
- Í hérðunum fóru lögmenn með dómsvald í umboði konungs, en höfðu áður verið oddvitar bænda.
- Sýslumenn önnuðust réttarvörslu, herstjórn og skattheimtu í umboði konungs.
- Undir þetta stjórnkerfi gengu Íslendingar að nokkru leyti við það að gerast þegnar Noregskonungs og með því varð veruleg breyting á stjórnskipaninni.
- Í stað hinna fornu goða skipaði konungur sýslumenn og frá upphafi 14.aldar sérstakan umboðsmann sem nefndist hirðstjóri.
- Hlutverk sýslumanna var aðallega innheimtu konungstekna og lögreglustjórn. Auk þess nefndu þeir menn í dóma í héraði.
- Hlutverk hirðstjóra var að gæta hagsmuna konungs, líta eftir innheimtu konungstekna og stjórnarfari í landinu. Ríkisráð Noregs hafði ýmis afskipti af málum Íslendinga, einkum verslunar- og dómsmálum
Alþingi varð einnig talsverð breyting, enda var nú þingið sniðið eftir norsku lögþingunum.
- Skv. Jónsbók skyldu sýslumenn nefna 84 menn til þingreiðar, en af þeim voru 36 skipaðir í lögréttu.
- Hún hafði nú með höndum lagasetningarvald ásamt konungi og dómsvalds.
- Hinir sérstöku dómstólar þjóðveldisins voru lagðir niður.
- Oddvitar Alþingis urðu 2 lögmenn sem komu í stað lögsögumanns og stýrðu þeir störfum þingsins.
- Upphaflega skipaði konungur lögmenn, en undir lok 14.aldar tók Alþingi að kjósa þá og hélst svo til einveldisaldar.
- Ásamt hirðstjóra nefndu lögmenn 36 menn til lögréttusetu og 6, 12 eða 24 lögréttumenn í dóma eftir mikilvægi mála. Stundum dæmdi þó lögrétta öll.
Löggjafarstarf Alþingis
- Fór einkum fram með þeim hætti að Alþingi ásamt konungi setti lög og nefndust þau réttarbætur.
- Einnig gerðist það að konungur setti lög á eigin spýtur einkum á sviði verslunar og iðju; nefndust þau skipanir.
- Alþingi setti lög án atbeina konungs: alþingisdóma, en með þeim svaraði lögrétta fyrirspurn um hver væru gildandi lög, og alþingissamþykktir, en þá setti þingið relgur þar sem þær skorti.
Árið 1275 samþykkti Alþingi nýjan kristinrétt fyrir Skálholtsbiskupsdæmi.
- Ákvæði hans fjölluðu nær eingöngu um samskipti kirkju og landslýðs, einkum skyldur fólksins við kirkjuna, en ekkert um innri málefni hennar; þau voru veraldlegu valdi óviðkomandi.
- Gildi kristinréttar var þó hvað eftir annað vefengt og á ýmsu valt um gildi hans þar til í byrjun 14.aldar.
- Í Hólabiskupsdæmi var hann ekki lögfestur fyrr en árið 1354.
- Nú hafði kirkjan náð dómsvaldi bæði í klerkamálum, þ.e. málum þar sem klerkar voru aðilar, og kristinréttarmálum, málum sem féllu undir ákvæði kristinréttar, þ.á.m. þeim sem lutu að sifjum, erfðum, trú, helgihaldi og kirkjum.
Í Járnsíðu /1271-73) og síðar Jónsbók (1281) er enginn kristinréttur
- enda var hann samþykktur sérstaklega, einungis mælt fyrir um hina viðurkenndu trú og völd konungs og biskups.
- Ekki er gert ráð fyrir að biskupar sitji á Alþingi né heldur klerkar. Þess vegna voru þeir ekki nefndir til alþingisreiðar, enda höfðu þeirengu hlutverki að gegna þar lengur.
- Í framhaldi af þessu kom kirkjan á fót sjálfstæðu stjórnkerfi innanlands.
Breytingar á löggjöf
- Veigamestu breytingar urðu á stjórnskipan ríkis og kirkju
- Refsirétturinn
o Breyttist einkum þannig að upp voru teknar líkamsrefsingar, svo sem hýðing og brennimerking, og dauðarefsing var leidd í lög.
o Í þjóðveldislögum var ekki gert ráð fyrir að frjálsir menn sættu slíkum refsingum, eins og áður segir.
o Almennt voru viðurlagaákvæði Jónsbókar vægari en ákvæði landslaga Magnúsar lagabætis. - Réttarfarsreglur
o Réttarfarsreglur Jónsbókar voru talsvert frábrugðnar því sem var í lögum þjóðveldisins.
o Það var mikil formfesta, en á henni var verulega slakað í Jónsbók.
o Í Jónsbók voru ekki hliðstæð ákvæði, enda miða sönnunarreglurnar þar miklu meira að því að leiða hinn efnislega sannleika í ljós. - Einkarétturinn
o Innan einkaréttarins gætti áhrifa þjóðveldislaga meira en á framangreindum sviðum réttarins.
o Á sviði erfðaréttarins tók að gæta áhrifa norsks óðalsréttar með því að svo var mælt að synir skyldu erfa höfuðból, en dltur útjarðir og lausafé. - Þessi réttarskipan stóð til miðrar 16.aldar þótt staða Íslands gagnvart öðrum ríkjum breyttist.
Við dauða Hakonar V. 1319 stofnaðist konungssamband milli Noregs og Svíþjóðar
- Vegna æsku konungs fóru ríkisráðsmenn með konungsvald til 1332.
- Ísland var talið skattland Noregskonungs.
- Við lát Magnúsar raknaði við samband Íslands og Noregs.
- Árið 1380 gengu Noregur og Danmörk undir eina krúnu og fylgdi Ísland Noregi.
- Þannig hófst konungssamband Íslands og Danmerkur sem stóð til 1944.
- Við stofnun Kalmarsambandsins árið 1397 fylgdi Ísland sjálfkrafa Noregi undir sameiginlega krúnu Norðurlands.
Á 14. og fyrri hluta 15.aldar gætti konungsvalds lítt á Íslandi
- enda áttu konungur Norðurlanda í stöðugum ófriði, ýmist innbyrðis eða við óvini utanlands, einkum hansamenn, og Karmarsambandið liðaðist sundur í upphafi 15.aldar.
- Þá tóku Englendingar að seilast til áhrifa á Íslandi og um skeið horfði svo að Ísland gengi unan krúnu Norðurlanda og Englendingar næðu hér yfirráðum.
- Við valdatöku Kristján I. árið 1450 tók konungsavald að eflast í Dansk-Norska ríkinu og tengslin við Íslandi voru treyst.
Siðbreytingartímar 1541-1551
- Um miðja 16.öld varð siðbreytingar á Íslandi með fulltingi konungsvaldsins þrátt fyrir eindregna mótspyrnu Íslendinga.
- Lúthersk kirkja leysti rómversk-kaþólska kirkju af hólmi og eftir fylgdu ýmsar breytingar á stjórnskipan og löggjöf.
- Veigamestu breytingarnar á sviði stjórnskipunarinnar voru þær að konungur tók í sínar hendur yfirstjórn kirkjunnar úr höndum páfa, almennra kirkjuþinga, erkibiskups og annarra stofnana utan lands.
- Biskupar innanlands urðu undirmenn konungs og kirkjan glataði að mestu sjálfstjórn sinni. Æðsta löggjafarvald, dómsvald og forræði eigna gekk til konungs.
- Ítök konungs í hinu veraldlega dómsvaldi voru aukin og vald lögréttu skert að sama skapi með stofnun yfirréttar 1563.
- Hirðstjóri sem nú nefndist höfuðsmaður skipaði dómendur í umboði konungs, en þangað mátti skjóta dómum lögréttu.
- Af einstökum sviðum réttarins urðu mestar breytingar á sviði refsiréttar og sifjaréttar.
o Refsingar voru mjög hertar fyrir hvers konar sifja- og siðferðisbrot með lögfestingu Stóra dóms árið 1565, en ákvæði hans voru ekki endanlega afnumi fyrr en 1838.
o Skýrari reglur um hjúskaparmálefni voru settar með kirkjuordínanzíu Kirstjáns III. og þí einkum með hjúskapargreinunum 1587 sem voru ekki endanlega felldar úr gildi fyrr en 1921.
Einveldi
- Einveldi komst á í flestum ríkjum meginlandsins á 17.öld - í Danmörku og Noregi 1660.
- Jafnframt varð Dansk-Norska ríkið erfðaríki, en hafði áður verið kjörríki.
- Íslendingar játuðust undir einveldi og erfðakonungdæmi 2 árum síðar - 1662.
- Skv. konungalögunum sem sett voru 1665 fékk konungur ótakmarkað vald til lagasetningar á Íslandi og að svo miklu leyti sem Alþingi hafði enn vald til að setja lög hvarf það nú til konungs.
- Þingið setti þó lög allt til ársins 1700 þótt ekki kvæði mikið að því.
- Annar þáttur einveldisskipunarinnar var stofnun Hæstaréttar Dana 1661 sem þá varð jafnframt æðsti dómstóll Íslendinga.
- Loks urðu breytingar á æðstu umboðsstjórn landsins.
o Í stað höfuðsmanns sem æðsta fulltrúa konungsvaldsins kom nú maður með embættisheitinu stiftamtmaður sem sat í Kaupmannahöfn, en síðan var æðstu umboðstjórn í landinu skipt milli landfógeta 1684 sem einkum hafði með höndum fjármál og atvinnumál og amtmanns 1688 sem einkum sinnti dóms- og kirkjumálum.
Norsku- og dönsku lög á Íslandi
- Kristján konungur V. lét nú sem æðsti handhafi lagasetningarvalds hefjast handa um heildarendaskoðun allrar löggjafar konungaríkisins í anda hinnar nýju stjórnskipunar.
- Því verki lauk með setningu Dönsku laga 1683 sem giltu í Danmörku og Norsku laga 1687 sem tóku til Noregs.
- Þessar lögbækur komu í stað miðaldalöggjafarinnar og laga sem síðar hafði veirð aukið við.
- Árið 1688 bauð konungur báðum lögmönnum Íslendinga að semja lögbók fyrir Ísland ásamt lögfróðum mönnum sem þeir kveddu til.
- Skyldi bókin sniðin eins og kostur væri eftir Norsku lögum. Árið 1719 var enn farið af stað en ekki hlaut staðfestingu frumvarp sem samið var.
- Á árunum 1719-32 voru réttarfarsreglur Norsku laga lögfestar á Íslandi til bráðabirgða þar sem búist var við nýrri lögbók þá og þegar. En þessi ráðstöfun varð varanleg þannig að réttarfarsákvæði Norsku laga urðu meginundirstaða réttarfars á Íslandi næstu 2 aldir.
- Árið 1734 voru Norsku lög lögleidd sem vara-réttarheimild þar sem ákvæði skorti í íslensk lög, en þó skyldu Norsku lög lögð til grundvallar í manndráps- og þjófnaðarmálum.
- Síðan voru nokkrir einstakir þættir Norsku- og Dönsku laga lögleiddir hér á landi næstu áratugi og fram til upphafs 19. aldar.
o Nefna má að árið 1769 voru lögleidd erfðalög Norsku laga, 1831 ákvæði Dönsku laga um lögræði og fjárhald, reglur sömu laga um lögræði og fjárhald ólögráða manna og loks 1838 öll refsilög Dana.
Breytingar á refsirétti
- Með lögfestingu réttarfarsákvæða Norsku laga varð veruleg breyting á dómsstólaskipan og réttarfari.
- Sýslumenn sem voru umboðsmenn konungs, urðu dómarar og lögmaður hvor um sig dæmdi nú einn; lögréttumenn urðu einungis þingvottar og var fækkað í 16 og hélt sú þróun áfram þegar á leið öldina, uns einungis sátu 4 í lögréttu 1796.
- Yfirrétturinn starfaði hins vegar áfram, en dómendum fækkaði þegar á leið öldina. Þessi skipan mála var í anda einveldis þar sem allt vald stafaði frá konungi, jafnt dómsvald sem annað vald, og var þetta því til einföldunar og hagræðingar.
- Með norsku lögum og lagasetningu sem fylgdi á eftir má segja að málsmeðferð hafi komist í nokkru fastari skorður en verið hafði.
- Helstar breytingar voru þær að dómarar skyldu rannsaka mál í embættisnafni bæði einkamál og refsimál, en þetta breyttist þó smám saman þanngi að aðilar fengu að mestu leyti rekstur einkamála, en ríkisvaldið tók í sínar hendur meðferð sakamála.
- Málsmeðferð var að mestu leyti skrifleg og sönnunarreglur þróuðust í þá átt að sá sem annan sakaði skyldi sanna mál sitt; eiður var einungis leyfður sem þrautaúrræði.
- Ljóst er að skipan Alþingis var ekki í neinu samræmi við hina nýju skipan réttarfarsmálefna.
- Alþingi var árið 1799 flutt til hins uppvaxandi höfuðstaðar, RKV, og kom þar saman til ársins 1800, en var þá lagt niður.
o Í stað þess var stofnaður nýr dómstóll í RKV - Landsyfirréttur.
Hann var skipaður 3 velmenntuðum lögfræðingum og þingaði á hálfsmánaðar fresti, þannig að öll málsmeðferð varð nú greiðari og öruggari.
Breytingar á refsirétti
- Refsiákvæði Jónsbókar um manndráð og þjófnað voru úr lögum numin árið 1734 og í stað þeirra komu ákvæði Norsku laga eins og fyrr segir.
- Líflátshegning fyrir þjófnað var úr lögum numin, en hámarksrefsins varð ævilöng hegingarvinna.
- Nýmæli var að fangavist væri beitt, en sá hængur var á að ekkert fangelsi var itl í landinu svo að senda varð fanga utan til að afplána refsingu.
- Á öðrum sviðum réttarins urðu engar meiri háttar breytingar á þessu tímabili. Þar var Jónsbók enn undirstaða, enda engar meiri háttar breytingar í hinu tiltölulega kyrrstæða þjóðfélagi.
Dönsk löggjöf ryður sér til rúms á Íslandi
- Alla einveldisöld höfðu stjórnardeildir konungs í Kaupmannahöfn ásamt konungi sjálfum æðstu stjórn íslenskra mála í Kaupmannahöfn og frá þeim kom fjöldi danskra og norskra lagaboða til Íslands á framangreindu tímabili og leystu af hólmi einstök ákvæði Jónsbókar.
- Ýmis þessara lagaboða voru gefin út sérstaklega handa Íslendingum, önnur einungis ætluð Dönum, en þó send til Íslands án þess að eiga þar við.
- Þá bar einnig svo við að bæði yfirvöld og dómstólar beittu lagaboðum sem hvorki höfðu verið sett fyrir Ísland né verið birt þar, en venja hafði verið allt frá 16.öld að lagaboð þau sem konungur sendi til Íslands væru birt á Alþingi.
- Við þetta bættist að mestur hluti þessarar löggjafar var ritaður á danska tungu sem fæstir Íslendingar skildu og fylgdi íslensk þýðing einungis í fáeinum tilfellum.
- Tvennt ýtti sérstaklega undir þessa þróun.
o Hið fyrra var dómsvald Hæstaréttar Dana í íslenskum málum, en dómstóllinn var stofnaður í framhaldi einveldisskipunar 1661. Dómendur kunnu ekki íslensku og þekktu almennt lítið sem ekkert til íslenskra laga né landshátta. Af þessum ástæðum lögðu þeir iðulega til grundvallar dönsk lagaboð þegar þeir dæmdu í íslenskum málum og þau gengu þannig smám saman inn í íslenska réttarskipan.
o Hið síðara var stofnun lagadeildar Háskólans í Kaupmannahöfn árið 1736.
Fyrsti forseti landsyfirréttarins
- Magnús Stephensen
o Einn helsti frumkvöðull réttarfarsbreytinga í landinu
o Hófst handa um að hreinsa til í íslenskri löggjöf og eyða óvissu
o Starf hans sem fræðimanss og dómstjóra varð til þess að dómarar og aðrir embættismenn tóku að beita meiri gagnrýni en áður á gildi laga, en óvissa hélst eigi að síður langt fram eftir 19.öld þótt smám saman drægi úr henni.
Réttarstaða Íslands í upphafi 19.aldar
- Í Napóleonsstyrjöldum 1803-1815 skipuðu Danir sér við hlið Frakka gegn öðrum þjóðum Evrópu, þ.á.m. Englendingum.
- Ísland komst nú í annað sinn á áhrifasvæði Englendinga sem réðu yfir Norður-Atlantshafinu.
- Að lögum var Íslandi sem hluti Danmerkur í ófriði við Englendinga, en Englendingar viðurkenndu sérstöðu Íslands og leyfðu siglingar og verslun milli landanna.
- Danir gerðu friðarsamninga við Svía í Kíl 1814 og létu Noreg af hendi við Svía.
- Stóð samband Noregs og Svíþjóðar til 1905.
- Ísland fylgdi hins vegar Danmörku ásamt Grænlandi og Færeyjum.
Breytingar á stjórnskipan
- Júlíbyltingin
o hafði þau áhrif að stéttaþing voru saman kölluð í Danmörku og vakti það kröfur Íslendinga um að Alþingi yrði endurreist.
o Var það gert 1843 og kom fyrst saman sem ráðgefandi þing 1845. - febrúarbyltingin
o Fyrir áhrif febrúarbyltingarinnar í Frakklandi 1848 var einveldi afnumið í Danmörku 1849 og ný stjórnarskrá samin.
o Þingið fékk löggjafarvald og í stað hinna fornu stjórnarstofnana, kollegía, komu ráðuneyti undir stjórn eins ráðherra. - Þá kröfðust Íslendingar aukins sjálfsforræðis og var boðað til þjóðfundar 1851 til að koma skipan á samband Íslands og Danmerkur.
o Það tókst ekki og hófst nú langvinnur ágreiningur milli Dana og Íslendinga um samband landanna sem danska stjórnin batt loks enda á með einhliða setningu laga 1871 gegn mótmælum Íslendinga sem kölluð voru stöðulög. Var þar mælt fyrir um samband landanna.
o Í framhaldi af setningu þeirra var árið 1872 gerð breyting á umboðsstjórn landsins með því að vald æðsta umboðsmanns konungs var aukið og honum fengið heitið landshöfðingi.
Kom hann í stað stiftamtmanns.
o Sveitarfélögin fengu sjálfstæði á nýjan leik og embættiststörf amtmanna færðust meira á svið sveitarstjórnarmálefna. - Loks var Ísland árið 1874 sett stjórnarskrá á grundvelli þessarar nýskipunar.
o Alþingi fékk löggjafarvald í þeim málum sem töldust sérmál skv. stöðulögunum og fjárveitingarvald.
o Í Kaupmannahöfn var stofnað sérstakt ráðuneyti fyrir Íslandi og dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Dana varð jafnframt ráðherra Íslands. - Skv. alþingistilskipuninni 1843 skyldi leggja fyrir þingið lagafrumvörp sem breyttu mannréttindum, fjárréttindum eða sköttum og öðrum álögum í almenningsþarfir og að málið varðaði einvörðungu Ísland.
- Framkvæmdin varð sú að undir Alþingi voru borin felstöll mál sem Ísland vörðuðu hvort sem framangreind ákvæði alþingistilskipunarinnar tóku til þeirra eða ekki.
Heimastjórn 1904
- Íslendingar töldu þá skipan mála sem gerð var á sambandi Íslands og Danmerkur 1871-1874 með öllu ófullnægjandi og fekkst fyrst lausn á því máli með heimastjórn 1904.
- Hún fólst í því að skipaður var sérstakur ráðherra fyrir Ísland, íslenskur maður með aðsetri í RKV og þingræðisskipan komið á.
- Ráðuneyti Íslands sem stofnað hafði verið 1874 var flutt til RKV.
- Jafnframt urðu geysimiklar breytingar í atvinnulífi og öllum þjóðfélagsháttum. Sjávarútvegurinn var vélvæddur með tilkomu togara og stórútgerð hóst, fjárskiptum við útlönd var komið á með lagningu sæsíma til Íslands og átti það drjúgan þátt í að efla innlenda verslun, banki með erlendu fjármagni tók til starfa og veitti fé til þessara framkvæmda.
- Í kjölfar þessara breytinga steymdi fólk úr sveitum til þéttbýlis og þjóðinni fjölgaði ört.
Fullveldi 1918
- Íslendingar óskuðu frekar sjálfstjórnar og á árunum 1907 til 1914 var leitað lausnar án þess að samkomulag tækist.
- Árið 1914 skall fyrri heimsstyrjöldin á og tengsl við Danmörku rofnuðu, enda Íslendingar sem fyrr háðir Englendingum sem mesta flotaveldi Atlantshafsins.
- Þeir urðu að standa á eigin fótum eins og raunin varð í Napóleonsstyrjöldunum í upphafi 19.aldar. Þetta ýtti undir sjálfstæðiskröfur.
- Að WWI lokinni 1918 voru aðstæður gerbreyttar, reglan um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna m.a. viðurkennd.
- Sambandi Danmerkur og Íslands var nú skipað með sérstökum lögum - Dansk- Íslenskum sambandslögum sem tóku gildi 1.des 1918.
- Ísland var viðurkennt fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku auk þess sem tiltekin málefni skyldu vera sameiginleg með ríkjunum, s.s. Hæstiréttur, landhelgisgæsla og utanríkismál.
- Þegar árið 1919 var ákveðið með lögum að æðsta dómsvaldið skyldi flutt inn í landið með stofnun Hæstaréttar og tók hann til starfa 1920.
o Hann var skipaður 5 dómendum og málflutningur var þar munnlegur.
o Var það nýmæli.
Fordæmisréttur
- Frá aldamótum hefur íslenskt þjóðfélag breyst svo ört að jafna má til byltingar.
- Mikið löggjafarstarf hefur því þurft að vinna til þess að laga íslensk þjóðfélag að nýjum aðstæðum.
- Meðferð einkamála réðst talsvert af fordæmum áður en heildarlög voru sett árið 1936.
- Meginreglur stjórnsýsluréttarins voru flestar sóttar í fordæmi, uns stjórnsýslulög voru sett árið 1993.
Einkenni réttarþróunar
- Starfsemi Lagaskóla frá 1908 og Hæstaréttar frá 1920 hefur öðru fremur stuðlað að sjálfstæðri réttarþróun á Íslandi, enda var þetta mikill breyting frá því að Íslendingar sóttu lagamenntun sína til eins erlends háskóla og erlendur dómstóll var æðsti dómstóll landsins.