Prófspurningar 2 Flashcards
Kynhormón hafa áhrif á vöxt með því að?
Örva losun vaxtarhormóns og IGF-I.
Mikilvægustu stjórnstöðvar fyrir hitastjórnun eru staðsettar í?
Undirstúku (hypothalamus)
Hjá nöktum 60 ára gömlum manni við 18°C umhverfishita fara í gang hitamyndunarviðbrögð. Hvar á mesta hitamyndunin sér stað?
Í beinagrindavöðvum.
Hvaða hormón er talið vera mikilvægast fyrir kynhvöt (sexual drive) kvenna?
Estrógen.
Á hvaða stað eru hvít blóðkorn venjulega ekki til staðar?
Lifur.
Svokallaður juxtaglomerular frumur losa?
Renín.
Hver af eftirtöldum hormónum veldur lækkun í styrk blóðsykurs?
Glúkagón, Insúlín, kortisól, adrenalín, vaxtahormón.
Insúlín.
Aðaláhrif hormónsins Aldósteróns eru að?
Örva endurupptöku natríum í safnrásum (collecting duct) og vatn fylgir með.
4 staðreyndir um pepptíð hormónið ANF (atrial natriuretic factor)
- Það er losað úr frumum í hjartanu.
- Það verkar á nýrnapíplurnar.
- Styrkur eykst ef rúmmál blóðsins eykst.
- Styrkur þess er háður styrk natríum.
Tvö áreiti geta haft áhrif á losun vasopressins (Anti-diuretic hormone):
Blóðþrýstingur og osmótískur þrýstingur.
4 staðreyndir um Kalíum (K)
- Er mikilvægt fyrir ertanleika taugafrumna.
- Er venjulega allt tekið upp í nýrnapíplum.
- Er stundum seytt úr safnrásum.
- Er háð styrk aldósteróns í blóði.
ADH hormónið er oft kallað?
Ekki pissa hormónið.
4 staðreyndir um hormónið glúkagon?
- Það er myndað í brisi
- Það eykur nýmyndun glókósa.
- Blóðsykursfall hvetur til aukningar losunar þes.
- Sympatísk virkni örvar losun þess.
ATH. það hvetur ekki til losun insúlíns það er glúkósi sem gerir það.
3 efni sem eru losuð úr brisi.
Bíkarbonat, elastasi og insúlín.
Secretin er losað úr?
Smáþörmunum, það stjórnar ph gildi í duodenum.
Þrennt sem að örvar seytun gastrín í maga:
- Parasympatískar taugar.
- Amínósýrur í maga.
- Peptíð í maga.
Hvað er hamlandi fyrir losun Gastrín í maga? (1)
Somatostatin.
Mikill niðurgangur getur orðið til þess að líkaminn? (4)
- Verður súr.
- Heldur í vetnisjónir.
- Reynir að halda í bíkarbonat í þvagi.
- Ph gildi Lækkar.
Seyti sekretíns úr innkirtilsfrumum í vegg skeifugarnar (duodenum) gerist vegna?
Sýru í þarmainnihaldi í smágirni (small intestine)
4 einkenni sykursýki:
- Tíð þvaglát (polyuria) vegna osmótískrar virkni glúkósa í þvagi
- Ketocidosis (súrnun sem fylgir óeðlilegum fituefnaskiptum) *Vökvatap (pissar mikið)
- Hækkaður blóðsykur (hyperglycemia) vegna minnkaðrar glúkósaupptöku í frumur og aukinnar glúkósalosunar frá lifur.
Hvað gerir lifrin í upptökufasa (absorptive state) ?
Hún breytir glúkósa í glýkógen.
Hvenær í hjartahring fæst díastóluþrýstingur í aortu?
Um leið og hröð tæming vinstra slegils á sér stað (the phase of rapid ejection)
Við aukin efnaskipti í vöðvavef eykst fjöldi opinna háræða. Afleiðngar þess gætu m.a verið? (2)
- Minni diffusions-fjarlægðir fyrir súrefni.
* Aukinn diffusions-flötur
Hvert eftirtalinna líffæra er líklegast til að hafa háræðar sem eru gegndræpar fyrir prótein?
Heili - nýru - hjarta - lifur - smáþarmar.
Lifur.