Próf 2018 Flashcards
Guðrún er 65 ára og nýlögst inná bráðadeild. Þú er nýbúin að taka á móti henni. Hún er búin að vera með hita undanfarið og reynist vera með lungnabólgu. Hún er frekar hraust en hefur fundið fyrir hjartsláttartruflunum. Við komu á deildina er súrefnismettunin 85% án súrefnis, BÞ 120/75 púls 95, ÖT 16, hiti 38°C. Fyrirmæli liggja fyrir um súrefnisgjöf og að súrefnismettun eigi að vera <93%. Einnig eru fyrirmæli um það að Guðrún eigi að skila hrákasýni. Hún hóstar mikið en nær engu slími upp.
1.Hvernig er best að hjálpa henni með að ná hrákasýni og afhverju er svona mikilvægt að ná þessu sýni sem fyrst? 3%
- Um nóttina versnar Guðrúnu skyndilega og hún á erfitt með öndun. Hún liggur flög í rúmi og andar um 30x á mínútu. Hún hóstar en nær engu upp. Súrefnismettunin lækkar í 80% þrátt fyrir súrefnisgjöf. Hvað gerir þú? 2%
- Læknir skráir fyrirmæli um að gefa Guðrúnu lyf í loftúða (Atrovent og Ventolin). Lýstu verkun lyfjanna og nefndu amk 2 hugsanlegar aukaverkanir þeirra. 3%
- Nefndu amk 4 einkenni súrefnisskorts hjá fullorðnum einstaklingi. 2%
- Best er að ná morgunsýni, meta þarf uppgang, lit, áferð, seigju. Notast við hanska og best að fá sýni sem allra fyrst. Sýnið þarf að koma úr neðri öndunarveg.
- Hækka höfðalag, setja kodda undir hendur, hafa annan kodda til stuðnings þegar hún hóstar. Snúa má reglulega til að auka slímlosun. Fylgjast með súrefnismettun og þá auka við súrefnið hjá henni eftir þörfum.
- Atrovent og Ventolin eru loftúðar sem eru fljótvirkandi berkjuvíkkandi lyf. Aukaverkanir geta verið hraður hjartsláttur, skjálfti í höndum eða munnþurrkur.
- Blámi, hraður hjartsláttur, lækkuð súrefnismettun, slappleiki, óróleiki eða svimatilfinning, nasavængjablakt, aukin öndunarvinna, andþyngsli
Hver er munurinn á sýkingu og sýklun?
Sýking er þegar nægilega margar örverur komast inn í líkamann
Sýklun er þegar sjúklingur getur borið bakteríu án þess að það hafi áhrif á hann
Sýking = nægilega margar örverur komast inn í líkamann, fjölga sér þar og valda vefjaskemmd
Sýklun = vistun og fjölgun örvera á/í líkama án þess að valda skaða
Hvað er spítalasýking?
Spítalasýking er sýking sem er adleiðing sjúkrahúsdvalarinnar og ekki til staðar eða á meðgöngutíma við innlögn á sjúkrahús. Oft er miðað við 48 klst. Eftir innlögn á sjúkrahús
Hver er megintilgangurinn með notkun aseptískra vinnubragða og hvenær eru slík vinnubrögð helst notuð? Nefndu dæmi um aðstæður þar sem þarf að nota aseptísk vinnubrögð?
Aseptísk vinnubrögð eru aðferðir sem eru notaðar til að lágmarka sjúkdómsvaldandi örverur á meðan klínískt verk er framkvæmt. Alltaf notuð ef hætta er á að sjúklingur sýklist eða sýkist við klínísk verk.
Dæmi um notkun á aseptískum vinnubrögðum eru blóðtaka, sárameðferð, uppsetning á æðalegg ofl.
Hvað eru lykilsvæði og lykilhlutir m.t.t. aseptískra vinnubragða?
Lykilstaðir eða Lykilhlutir eru þeir staðir sem auka hættu á sýkingum komist smitefni í snertingu við þá….. (sár, stungustaðir, nálar, sprautuendar, þvagleggir, samskeyti á æðaleggjum, dauðhreinsaðar vörur eða hlutir
Hvenær á að nota hreina hanska og hvenær á að nota dauðhreinsaða hanska? Nefnið tvenns konar aðstæður fyrir hreina hanska og fyrir dauðhreinsaða hanska
Hreinir hanskar eru notaðir við ýmis konar verk, eru til í nokkrum stærðum og eru ekki sniðnir á hendina. Dauðhreinsaðir hanskar eru notaðir við skurðaðgerðir og við vinnu með dauðhreinsuð áhöld, eru sérsniðnir og með númerum.
2 atriði fyrir hreina eru til dæmis í blóðtöku eða uppsetningu á æðalegg.
2 atriði fyrir dauðhreinsaða eru til dæmis í skurðaðgerð eða uppsetningu á þvaglegg
Meðfylgjandi dæmi sýnir hjúkrunaráætlun fyrir sjúkling. Hvað er athugavert við framsetningu þessarar hjúkrunaráætlunar?
Það er ekki alveg röklegt (lógískt) samhengi milli hjúkrunaráætlunar og greiningar.
Í hverju felst það og hvernig hefði verið hægt að leysa það með öðrum hætti?
Dæmisagan: Sjúklingur er mjaðmagrindarbrotinn eftir slys og innlagður þess vegna. Hann er jafnframt marinn víða á líkamanum sem gerir honum erfitt um vik við hreyfingu. Hann skoraði 11 á Braden kvarðanum og er því í hættu á myndun þrýstingssára. Í hjúkrunaráætlun kemur þetta fram:
Greining: Skert hreyfigeta
Einkenni:
* Getur ekki snúið sér sjálfur
* Verkir í grind
* Skert geta til sjálfsbjargar
Orsök: Beinbrot og mar
Meðferð: Aðstoð við sjálfsumönnun
* Aðstoða við að framkvæma daglegar athafnir
* Hvetja til að gera sjálfur það sem hann getur
* Koma á venjum við daglegar athafnir
* Meta sjálfsbjargargetu
* Snúa á 2-3ja tíma fresti
* Meta þörf fyrir hjálpartæki
Vantar nánari upplýsingar, sjúkrasögu og fleira. Vantar líka alla verkþætti
- Ein af eftirfarandi fullyrðingum um lyfjafræði er RÉTT:
a.Lyfjahvarfafræði (pharmacokinetics) fjallar um hvað lyfin gera í líkamanum
b.Í dag eru flest lyf svokölluð líftæknilyf
c.Lyf sem rekja má til náttúrunnar eru flest hættulaus
d.Lyf er efnasamband sem hefur bein og fyrirsjáanleg áhrif á líffræðileg ferli
e.Styrkur virka efnisins í lyfseðilsskyldum lyfjum er oftast óþekktur
Lyf er efnasamband sem hefur bein og fyrirsjáanleg áhrif á líffræðileg ferli.
Ein af eftirfarandi fullyrðingum um frásog (absorption) er RÉTT:
a.Frásog lýsir flutningi lyfja frá skömmtunarstað yfir í almenna blóðrás
b.Frásog fer helst fram með virkum flutningi (kostar orku)
c.Frásog lýsir útskilnaði lyfja
d.Hraði frásogs er óháður frásogsstað
e.Litlar jónir (hlaðnar sameindir) frásogast hraðast
Frásog lýsir flutningi lyfja frá skömmtunarstað yfir í almenna blóðrás.
Ein af eftirfarandi fullyrðingum um lyfjafræði er RÉTT:
a.Meltinarfæri eyðileggja flest lyf
b.Lyf dreifast lítið um líkamann
c.Umbrot lyfja (drug metabolism) fara aðallega fram í maga og smáþörmum
d.Tvö lyf sem gefin eru sjúklingi samtímis, geta haft áhrif á virkni hvors annars
e.Fituleysanleg lyf skiljast hraðast úr líkamanum
Tvö lyf sem gefin eru sjúklingi samtímis, geta haft áhrif á virkni hvors annars.
Ein af eftirfarandi fullyrðingum um brotthvarf lyfja er RÉTT:
a.Helmingunartími lyfja í öldruðum er yfirleitt styttri en í ungu fólki
b.Helmingunartími lyfja er yfirleitt óþekktur
c.Helmingunartími lyfs er sá tími sem það tekur lyf að helmingast í blóði
d.Helmingunartími lýsir geymsluþoli lyfs
e.Lyf skiljast aðallega út úr líkamanum með saur
Helmingunartími lyfs er sá tími sem það tekur lyf að helmingast í blóði.
Ein af eftirfarandi fullyrðingum um áhrif lyfja er RÉTT:
a.Góð lyf hafa ekki aukaáhrif
b.Ofnæmi gagnhvart lyfjum eru nánst óþekkt
c.Lyfhrifafræði (pharmacodynamics) fjallar um hvað líkaminn gerir við lyfin
d.Engin óþekkt virk efni geta verið til staðar í náttúrulyfi
e.Lyf þarf að ná ákveðnum styrk á verkunarstað til að hafa áhrif
Lyf þarf að ná ákveðnum styrk á verkunarstað til að hafa áhrif.
6.Það fer eftir því hvaða gjafaleið er valin hversu hratt lyfið fer að virka. Skjótasta virknin næst með því að:
a. Gefa lyf í æð
b. Gefa lyf í vöðva
c. Gefa lyf undir húð
d. Gefa lyf í húð
e. Gefa lyf í meltingarveg
Gefa lyf í æð
Ein af eftirtöldum fullyrðingum um lyfjagjafir er RÖNG:
a.Betra er að gefa lyf í vöðva en undir húð ef lyfið er mjög ertandi
b.Lyf frásogast hraðar ef það er gefið í húð heldur en í vöðva
c.Ekki þarf alltaf að sótthreinsa húð fyrir lygjagjöf undir húð
d.Gott er að nota Z-aðferðina ef lyf eru mjög ertandi
e.Val á nálastærð fer m.a. eftir holdarfari sjúklings
Lyf frásogast hraðar ef það er gefið í húð heldur en í vöðva
Ein af eftirtöldum fullyrðingum um gjöf á stungulyfi er RÉTT:
a.Undir húð má gefa allt að 1mL í einu
b.Í húð má gefa allt að 1,5mL í einu
c.Í deltoid vöðvann má gefa allt að 3mL í einu
d.Í vastus lateralis má gefa allt að 6mL í einu
e.Við gjöf á lyfi undir húð á halli nálar alltaf að vera 90
Undir húð má gefa allt að 1ml í einu