Hjúkrunarstjórnun hugtök Flashcards
Stjórnun
Að vinna með öðrum og í gegnum aðra til að ná markmiðum stofnunarinnar.
Felur í sér 5 meginþætti:
*Vinna með og í gegnum aðra
*Ná settum markmiðum stofnunarinnar
*Hafa jafnvægi milli árangurs og skilvirkni
*Hámarksnýtingu aðfanga
*Breytingar í umhverfi
Stjórnunarferlið
- Áætlanagerð og markmiðssetning
- Skipulagning: úthluta verkefnum, ábyrgð og valdi.
- Mönnun: ráða og þjálfa starfsfólk
- Stjórnun
- Mat: eftirlit, leiðrétting, endurbætur
Stjórnandi
*Sá aðili sem er ábyrgur fyrir stjórnunarferlinu
*Tekur ákvarðanir, skipuleggur, hefur forystu um og stýrir aðföngum
*Vinnur með/í gegnum aðra til að ná markmiðum starfsmanna, deilda og stofnunarinnar í heild sinni
Hlutverk stjórnandans
Samskiptahlutverk: stjórnandi er fyrirmynd, leiðtogi og tengiliður.
Upplýsingahlutverk: Stjórnandi er í eftirlitshlutverki, upplýsingamiðlari og talsmaður.
Ákvarðanahlutverk: Stjórnandi er frumkvöðull, sáttasemjari og samningsmaður.
Skipulagsheild
Félagsleg heild, varanlegur hópur fólks, sem hefur samkennd og keppir að sama markmiði til að ná æskilegri frammistöðu.
Getur verið stofnun, fyrirtæki og félagssamtöl.
Miðstýring
Er stjórnskipulag þar sem all flestar ákvarðanir eru teknar á einum stað innan stofnunar, t.d. af æðsta stjórnenda eða stjórnarnefnd.
Dreifistýring
Stjórnskipulag þar sem ákvarðanir eru teknar víðsvegar (dreift) um skipulagsheildina.
Vald (e. authority)
Umboð til framkvæmda. Rétturinn til að stjórna öðrum tengt stöðu, ákvarðast af skipuriti. Tengist stöðu en ekki einstaklingi.
Ábyrgð (e. responsibility)
Ákveðin skylda sem hjúkrunarfræðingi ber að svara fyrir hvort sem hann framkvæmir verkin sjálfur eða úthlutar þeim til annarra. Samkvæmt siðareglum Félags ísl. hjúkrunarfræðinga vera íslenskir hjúkrunarfræðingar faglega og lagalega ábyrgð á hjúkrunarstörfum.
Ábyrgðarskylda (e. accountability)
Ábyrgð að svara fyrir gerðir sýnar. Blóraböggull?
Skilvirkni (e. efficiency)
Hlutfall þeirra bjarga sem notaðir eru og þess árangurs sem raunverulega er náð. Hversu mikið er gert miðað við árangurinn af því.
Stjórnunarspönn
Segir til um hversu margir starfsmenn vinna undir stjórn eins stjórnanda og hversu marga starfsmenn æskilegt er að hver stjórnandi hafi undir sinni stjórn.
Inngilding
Við upplifum okkur bæði tilheyra og erum hvött til að efla og draga fram okkar sérstöðu.
Árangur ólíkra samskiptaleiða
Minnstur: almennir miðlar (fréttabréf, heimasíður…)
Mið: gagnvirkir miðlar (tölvupóstur, sími, zoom…)
Mestur: Persónuleg miðlun (samtal auglit til augnlits, viðtöl, fundir)
Boðskipti án orða
◦Umhverfi
◦Fjarlægð
◦Stelling
◦Látbragð andlitstjáning
◦Tónhæð
◦Líkja eftir til að mynda tengsl
Grapevine
Meginrás óformlegra boðskipta á vinnustað. Smýgur framhjá stjórnendum, orðrómar.
Hvað eru samskipti/boðskipti?
- Samskipti eru kraftmikið, víxlverkandi og flókið ferli sem á sér stöðugt stað milli einstaklinga til að ná fram sameiginlegum skilningi þeirra.
- Ferli þar sem einstaklingar beita tjáningu (óyrtri og yrtri) til að skilja merkingu sem lögð er í aðstæður hverju sinni.
- Grundvallast á sameiginlegum skilningi.
- Eru blóðið í æðum skipulagsheilda.
- Getum notað margþættar aðferðir til samskipta.
- Árangursrík samskipti byggja á trausti, virðingu og samkennd.
Hvað hefur áhrif á samskipti?
Innri og ytri aðstæður, líðan, hlutverk, staða og menning hafa áhrif á samskipti.
Hverjar eru meginsamskiptaleiðirnar?
Meginsamkskiptaleiðirnar eru augliti til auglitis, tölvupóstur, sími, messenger, einnig formlegar og óformlegar leiðir.
Hvað hindrar samskipti?
Ferlishindrun, óskýrleiki, skortur á skilningi, líðan, skortur á menningarlæsi, tungumálaörðugleikar, neikvæðar aðferðir, lesa hugsanir eru allt dæmi um hindranir í samskiptum.
Hvað greiðir fyrir góðum samskiptum?
Sjálfsábyrgð, virk hlustun, árangursrík skrif , jákvæðar aðferðir í samskiptum og samskiptaboðorðin geta greitt fyrir góðum samskiptum.
Skiptir máli í samskiptum á hvaða aldri við erum?
Já
Skiptir kyn máli í samskiptum?
já getur gert það
Hefur góð samskiptafærni áhrif á störf stjórnenda í hjúkrun?
Það er sérlega mikilvægt fyrir stjórnanda að skapa traust.