öldrunarbreytingar Flashcards
hvað eru öldrunabreytingar?
- breytingar sem tengjast hækkuðum aldri og er mest áberandi hjá 85 ára og eldri
- fyrstu öldrunarbeytingar hefjast um 30 ára
- breytingarnar geta breytt svörun aldraðra við sveikindum
- Þær fela oft í sér minnkaða umframgetu líffærakerfa (minni varasjóður) og minni svörun við streituvöldum eða sjúkdómum
Líffræðilegar breytingar
Liffræðleg öldrun lýsir sér sem sífellt flóknari og samverkandi breytingar, sem leiða til minnkaðrar líffræðilegara umframgetu (varasjóður), aukinnar hrörnuna hjá frumum og auknu varnarleysi fyrir sjúkdómum.
eru öldrunarbreytingar sjúkdómur?
nei eru bara aldurstengdar breytingar,
- áhættan að fá ýmsa sjúkdóma getur aukist með hækkandi aldri en eru samt ekki öldrunarbreytingar
dæmi um aldurstengdar breytingar (öldrunarbreytingar)
- minni vöðva - og beinstyrkur
- slitbreytingar í vefjum
- bandvefur tapar teygjanleika
- hægari viðbrögð taugakerfis
aldurstengdir sjúkdómar
sjúkdómar sem eru meiri líkur á að þú fáir eftir því sem maður eldist
- alzheimer
- æðasjúkdómur í heila
hvað er heilkenni (syndrome)?
- T.d. heilabilun er heilkenni eða ástand þ.e.a.s samsafn mismunandi einkenna sem koma vegna heilabilunarsjúkdóms
- Heilabilun er ekki öldrunarbreyting en getur orsakast af sjúkdómum eða efnaskorti
hvað er einkenni (symptom) ?
o Hegðunartruflanir eru einkenni vegna heilabilunarsjúkdóms og er hluti af birtingarmynd heilabilunar sem er heilkenni sem orsakast af heilabilunarsjúkdómum
öldrunarbreytingar geta…
o Haft áhrif á heilsu og færni einstaklinga
o Breytt einkennum sjúkdóma, getur verið erfiðara að greina sjúkdóma vegna öldrunabreytinga
o Breytt því hvernig líkaminn bregst við meðferð
o Haft áhrif á árangur af meðferð
öldrunarbreytingar í húð
- verða vegna erfðafræðilegra eða umhverfis þátta einstaklingsins
öldrunabreytingar í yfirhúð
- yfirhúðin þynnist með aldrinum þannig æðar og marblettir verða sýnilegri
- færri litfrumur í húð leiða til ljósara útlits húðar
- aldursblettir eða lifrarblettir (lentigines) birtast á handarbökum, úlnliðum og á andliti
- seborrheic keratoses eru góðkynja belttir á líkama, andliti, hálsi og höfuðleðri og koma yfirleitt fram hjá einstkalingum sem eru 65 ára og eldri. stundum getur krabbamein líkst þessum góðkynja blettum
öldrunarbreytingar á leðurhúð
- leðurhúðin missir u.þ.b. 20% afþykkt sinni
- æðum í leðurhúð fækkar og veldur því meiri fölva og kaldari húð
- nýmyndun kollagens minnkar
- elastín trefjar þykkna og verða brotkenndar, sem leiðir til minni teygjanleika, skertrar seiglu og “lafandi” útlits húðar
öldrunarbreytingar á undirhúð
- undirhúð rýrnar og veldur auknu næmi fyrir kulda og fitukirtlar rýrna. húðin á höndum verður þurrari
öldrunarbreytingar á hári
- hár þynnist á höfði
- aukinn hárvöxtur í eyrum, nefi og augnabrúnum: getur orðið heyrnaskerðing vegna mikils hárvaxtar í eyrum
- hárið missir lit og gránar
- konur fá hár á vanga og hár á fótleggjum, hár undir höndum og á kynfærum minnkar
öldrunarbreytingar á nöglum
- neglur verða harðari, mattari og brothættari
- koma fram upphleyptar rendur á neglum
- hægist á vexti nagla
öldrunarbreytingar í vöðvum og stoðkerfi
breytingar sem hafa áhrif á færni og lífsgæði einstaklinga. margir þættir hafa áhrif á þessar breytingar svosem aldur, kyn, kynþáttur og umhverfi/umhverfisþættir
- liðbönd, sinar og liðir verða stífari og sveigjanleiki minnkar
- vöðvamassi minnkar sem veldur því að styrkur minnkar
- liðþófar í hrygg rýrna og valda styttingu á bol
- minni beinþéttni, minna af steinefnum í beinum og því meiri áhætta á beinbrotum bæði með eða án áverka með hækkandi aldri
- minni vatnsforði í vefjum veldur meiri áhættu á ofþornun
- aukið hlutfall fitu í líkamanum og staðsetning fitunnar breytist, þegar vöðvar rýrna eykst hlutfall fituvefs
- breyting á líkamsstöðu þar sem einstaklingurinn verður hokinn