öldrunarbreytingar Flashcards
hvað eru öldrunabreytingar?
- breytingar sem tengjast hækkuðum aldri og er mest áberandi hjá 85 ára og eldri
- fyrstu öldrunarbeytingar hefjast um 30 ára
- breytingarnar geta breytt svörun aldraðra við sveikindum
- Þær fela oft í sér minnkaða umframgetu líffærakerfa (minni varasjóður) og minni svörun við streituvöldum eða sjúkdómum
Líffræðilegar breytingar
Liffræðleg öldrun lýsir sér sem sífellt flóknari og samverkandi breytingar, sem leiða til minnkaðrar líffræðilegara umframgetu (varasjóður), aukinnar hrörnuna hjá frumum og auknu varnarleysi fyrir sjúkdómum.
eru öldrunarbreytingar sjúkdómur?
nei eru bara aldurstengdar breytingar,
- áhættan að fá ýmsa sjúkdóma getur aukist með hækkandi aldri en eru samt ekki öldrunarbreytingar
dæmi um aldurstengdar breytingar (öldrunarbreytingar)
- minni vöðva - og beinstyrkur
- slitbreytingar í vefjum
- bandvefur tapar teygjanleika
- hægari viðbrögð taugakerfis
aldurstengdir sjúkdómar
sjúkdómar sem eru meiri líkur á að þú fáir eftir því sem maður eldist
- alzheimer
- æðasjúkdómur í heila
hvað er heilkenni (syndrome)?
- T.d. heilabilun er heilkenni eða ástand þ.e.a.s samsafn mismunandi einkenna sem koma vegna heilabilunarsjúkdóms
- Heilabilun er ekki öldrunarbreyting en getur orsakast af sjúkdómum eða efnaskorti
hvað er einkenni (symptom) ?
o Hegðunartruflanir eru einkenni vegna heilabilunarsjúkdóms og er hluti af birtingarmynd heilabilunar sem er heilkenni sem orsakast af heilabilunarsjúkdómum
öldrunarbreytingar geta…
o Haft áhrif á heilsu og færni einstaklinga
o Breytt einkennum sjúkdóma, getur verið erfiðara að greina sjúkdóma vegna öldrunabreytinga
o Breytt því hvernig líkaminn bregst við meðferð
o Haft áhrif á árangur af meðferð
öldrunarbreytingar í húð
- verða vegna erfðafræðilegra eða umhverfis þátta einstaklingsins
öldrunabreytingar í yfirhúð
- yfirhúðin þynnist með aldrinum þannig æðar og marblettir verða sýnilegri
- færri litfrumur í húð leiða til ljósara útlits húðar
- aldursblettir eða lifrarblettir (lentigines) birtast á handarbökum, úlnliðum og á andliti
- seborrheic keratoses eru góðkynja belttir á líkama, andliti, hálsi og höfuðleðri og koma yfirleitt fram hjá einstkalingum sem eru 65 ára og eldri. stundum getur krabbamein líkst þessum góðkynja blettum
öldrunarbreytingar á leðurhúð
- leðurhúðin missir u.þ.b. 20% afþykkt sinni
- æðum í leðurhúð fækkar og veldur því meiri fölva og kaldari húð
- nýmyndun kollagens minnkar
- elastín trefjar þykkna og verða brotkenndar, sem leiðir til minni teygjanleika, skertrar seiglu og “lafandi” útlits húðar
öldrunarbreytingar á undirhúð
- undirhúð rýrnar og veldur auknu næmi fyrir kulda og fitukirtlar rýrna. húðin á höndum verður þurrari
öldrunarbreytingar á hári
- hár þynnist á höfði
- aukinn hárvöxtur í eyrum, nefi og augnabrúnum: getur orðið heyrnaskerðing vegna mikils hárvaxtar í eyrum
- hárið missir lit og gránar
- konur fá hár á vanga og hár á fótleggjum, hár undir höndum og á kynfærum minnkar
öldrunarbreytingar á nöglum
- neglur verða harðari, mattari og brothættari
- koma fram upphleyptar rendur á neglum
- hægist á vexti nagla
öldrunarbreytingar í vöðvum og stoðkerfi
breytingar sem hafa áhrif á færni og lífsgæði einstaklinga. margir þættir hafa áhrif á þessar breytingar svosem aldur, kyn, kynþáttur og umhverfi/umhverfisþættir
- liðbönd, sinar og liðir verða stífari og sveigjanleiki minnkar
- vöðvamassi minnkar sem veldur því að styrkur minnkar
- liðþófar í hrygg rýrna og valda styttingu á bol
- minni beinþéttni, minna af steinefnum í beinum og því meiri áhætta á beinbrotum bæði með eða án áverka með hækkandi aldri
- minni vatnsforði í vefjum veldur meiri áhættu á ofþornun
- aukið hlutfall fitu í líkamanum og staðsetning fitunnar breytist, þegar vöðvar rýrna eykst hlutfall fituvefs
- breyting á líkamsstöðu þar sem einstaklingurinn verður hokinn
sarcopenia
- sarcopenia er skilgreind sem vöðvasjúkdómur (EKKI öldrunarbreyting)
- birtingamynd sjúkdómsins sarcopenia skarast á við skerðingu á vöðvamassa sem ER öldrunarbreyting eða skerðing á vöðvamassa vegna hrumleika (hrumleiki = öldrunar heilkenni)
- sarcopenia er versnandi og almennur sjúkdómur í vöðvum stoðkerfisins, sem einkennist af minnkuðum vöðvakrafti, ásamt minnkuðum vöðvamassa og vöðvagæðum
- sjúkdómurinn tengist alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinginn svo sem föll, beinbrot, færniskerðing og andlát í versta falli
öldrunarbreytingar í hjarta
- veggur vinstri slegils þykknar og stærð vinstri gáttar eykst lítillega
- þykknun á atrial og mitral hjartalokum
- vefir hajrtans stífna og þykkna sem veldur því að hjartað á erfiðara með að bregðast við þörf líkamans fyrir auknu blóðflæði
- hámarksblóðflæði kransæða, slag magn og útfall hjarta minnkar
- við álag og áreynslu er hámarks hjartsláttartíðni lækkuð og útfall hjarta því minnkað sem veldur þreytu, mæði og hjartað er lengi að hægja aftur á sér
- aukin hætta á hjartsláttatruflunum, stöðu lágþrýstingi o.fl.
öldrunarbreytingar í æðakerfi
- teygjanleiki æða minnkar og því er meiri hætta á háþrýstingi og skertri blóðrás til ákveðinna líffæra svosem nýrna
- eiginleiki æða til að dragast saman er einnig skertur
- bláæðar verða teygðari og æðalokur starfa ekki eins vel og áður
öldrunarbreytingar í öndunarfærum
vandamál í öndunarfærum eru oftsat afleiðing umhverfisáhrifa eins og eiturefna frekar en aldurs
- brjóstveggurinn verður stífari og styrkur öndunarvöðva minni og því verður útöndun ekki eins áhrifamikil
- öndunartíðni er 12-24 hjá þessum einstaklingum
- hæfni öndunarvegar til að dragast saman minnkar
- loftskipti eru ekki eins áhrifarík
- minnkuð viðbrögð við súrefnisskorti í blóði eða uppsöfnun á koldíoxíð í blóði
breytingar í öndunarvegi sem gera einstaklinga viðkvæmari fyrir sýkingum
- aukið viðnám við loftflæði
- hóstaviðbragð minnkar, getur orðið slímsöfnun í öndunarvegum
- virkni bifhára í öndunarvegi og macrophaga verður minni
- hæfni til að hreinsa slím og aðskotahluti úr öndunarvegi minnkar
- þetta leiðir til minni afkastagetu öndunarfæra þannig að minna þol verður fyrir áreynslu og fólk mæðist frekar
- aukin hætta á sýkingum og vöðvasamdrættir í öndunarvegum gerir útöndun erfiðari
öldrunarbreytingar í nýrum
- blóðflæði til nýrna minnkar
- stærð og starfsemi nýrna minnkar
- útskilnaður kreatíns í þvagi minnkar
- gaukulssíunarhraði lækkar um 10% fyrir hver 10 ár eftir 30 ára aldurinn
- minnkuð hæfni nýrna til að útskilja lyf og því aukin hætta á nýrnaskaða vegna eitrunar eða lyfja
- minnkuð umframgeta og því meiri hætta á nýrnatengdum vandamálum í veikindum: meiri hætta á vökvasöfnun t.d. ef um hjartabilun er að ræða
- hætta á ofþornun, natríumskorti (tengt þvagræsilyfjum eða hita) eða kalíumskorti (vegna þvagræsilyfja)
- minni útskilnaður nýrna til að vinna gegn súrnun líkamans
öldrunarbreytingar í þvagfærum
- minnkaður teygjanleiki þvagblöðru, minni vöðvatónus og rýmd
- verri tæming á þvagblöðru (aukið res þvag)
- meiri framleiðsla á þvagi á næturna: tíðari næturvaglát
- stækkun á BHK hjá KK
- aukin hætta á bráðri þvaglátaþörf, þvagleka og þvagfærasýkingum
- aukin næturþvaglát og þar með aukin hætta á byltum
öldrunarbreytingar á starfsemi innkirtla
- flestir kirtlar minnka og rýrna
- seytingarhraði minnkar (framleiðsla á efnum minnkar)
- insúlínviðnám eykst
- tíðni sykursýki II og vanstarfsemi skjaldkirtils er aukin
öldrunarbreytingar á kynfærum KVK
- efti rbreytignaskeiðið er egglos hætt
- brjóstin viðrast minni og verð ateygðari
- eggjastokkar, leg og legháls rýrna
- estrógenmagn minnkar
- slímhúð í leggöngum og þvagrás rýrnar og verður þurrari (líklegri að fá sýkingar)