Magavöðvar Flashcards
Ef þú horfir á beinagrind er eins og einn hluta vanti. Hvaða hluta?
Hjá maganum hangir líkaminn á engu nema hryggjasúlunni.
Hver eru hlutverk beina?
Halda líkamanum uppi, stuðla að hreyfingu og vernda líffærin.
Hvað er lífbeinið?
Brynvörn fyrir legið.
Afhverju haldast líffærin hjá maganum (meltingarfærin) innan í líkamunum þrátt fyrir það að það séu engin bein þar?
Þau eru inn í hálfgerðum “vöðvapoka”.
Lýstu magavöðvapokanum.
Þindin (diaphram) er efst og stýrir m.a öndun.
Veggirnir, sem eru næfurþunnir eru með þvervöðva kviðar (transversus abdominis).
Að framan er hvít lína(linea alba), myndar stundum dökka rönd hjá óléttum konum.
Grindbotnsvöðvar(pelvic floor muscles) eru á botninum, þeir sjá um þvag og etc.
Bakið eru litlir, stuttir djúpbakvöðvar (multifidus).
Hvernig virkar six-pack?
Vöðvinn á bak við er stór og sterkur, (liggur frá lífbeini til brjóstkassans). Þegar það er örfað hann dregst brjóstkassinn í átt að mjöðmum, eða mjaðmir upp að brjóstkassa.
Hvað heitir six-pack vöðvinn?
Kviðbeinn(rectus abdominis).
Þarf maður að styrkja six-packið?
Nei, í flestu fólki er vöðvinn alveg nógu sterkur.
Hver er algengasta æfingin til að þjálfa kviðbein?
Kviðæfingar (magaæfingar) (Ekki góðar æfingar)
Hversu margar tegundir af vöðvafrumum höfum við, og hvað gera þær?
2, sú fyrsta getur unnið mjög hratt (spretthlauparar) og sú seinni getur ekki unnið hratt en hefur meira úthald. (Það er svo reyndar til blanda).
Lýstu tveimur tegundum af því að æfa vöðvafrumurnar.
Æfingar sem snúast um að lyfta hlutum, toga í hluti eða ýta reyna oftast bara á eina tegundina.
Æfingar sem snúast um að veita mótstöðu, halda spennu án þess að hreyfa sig reyna á hinu tegundina.
Hvað gera litlu púðarnir sem eru á milli alla hryggjaliðja?
Þeir innihalda vökva, og mýkja högg á líkamann.
Afhverju er maður hærri á morgnanna heldur en á kvöldin?
Því litlu púðarnir sem eru í milli hryggjaliðanna innihalda vökva, og yfir daginn fer sá vökvi þegar maður hreyfir sig, og á nóttunni safnast vatn í þessa púða svo þeir verða aftur þykkir.
Hvað er brjósklos?
Þegar þessir litlu púðar rifna, of maður fær verki í bakið, sem leiða oft niður í aðra löppina.
Hver er reglan með hversu oft maður þarf að læra æfingu?
Til að læra í fyrstu skipti, þarftu að gera æfinguna 100 sinnum og þá lærir líkaminn þinn að gera það án þess að hugsa. En ef þú lærir að gera æfingu rangt þarftu að gera æfinguna rétt 1000 sinnum til að þú getir gert það án þess að hugsa.