Lögfræði 2.kafli Flashcards
Ríkisvald (3)
Gegnir því hlutverki að vera í fyrirsvari fyrir ríkið og þau sem fara með vald þess eru kallaðir handhafar ríkisvalds sem eru embætti og stofnanir en ekki persónur.
Ríkisvaldið er þrískipt:
Löggjafavald - Vald til að setja lög (Alþingi og forseti)
Framkvæmdavald - Framkvæmdavaldshafar annast framkvæmd á fyrirmælum löggjafans. Halda uppi lögum og allsherjarreglu. (stjórnvöld og forseti)
Dómsvald - Vald til að skera sjálfstætt og endanlega úr um tiltekið sakarefni samkvæmt réttarreglum (dómendur)
Stjórnarskráin
Stjórnarskráin er aðalheimild um íslenska stjórnskipun og í henni eru grundvallarreglur sem tryggja eiga lýðræði á Íslandi.
Stjórnarskrár:
1.stjórnarskráin um hin sérstaklegu málefni Íslands 1874
2.stjórnarskrá konungsríkisins Íslands 1920
3.lýðveldisstjórnarskráin 17.júní 1944 (er nú í gildi)
Stjórnarskráin skiptist í 3;
1) Þrígreining ríkisvaldsins
2) Hlutverk og skipan hvers ríkisvalds fyrir sig
3) Mannréttindi
Forseti Íslands
Er þjóðkjörinn með 1500-3000 manns sem styðja framboðið, 35ára+ íslenskur ríkisborgari.
Ef forseti getur ekki gegnt embættinu taka handhafar forsetavalds við:
1)Forsætisráðherra
2)Forseti Alþingis
3)Forseti Hæstaréttar Íslands
Mannréttindaákvæði stjórnarskráinnar
-Mannréttindi eru ákveðin frelsisréttindi einstaklinga Trúfrelsi Jafnrétti Ríkisborgararéttur Persónufrelsi Friðhelgi einkalífs Eignarréttur Skoðana- og tjáningarfrelsi Félaga- og fundarfrelsi Atvinnufrelsi - Engin refsing án lagaheimildar Bann við afturvirkni refsilaga Bann við dauðarefsingu Bann við ómannúðlegri meðferð Réttlát málsmeðferð fyrir dómi
Trúfrelsi
Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og stunda trú sína. Stjórnarskráin leggur bann við því að einhver missi eitthvað af þjóðfélagsréttindum sínum vegna trúarbragða sinna.
Fólk er einnig frjálst að vera ekki í trúfélagi.
Ef maður er í trúfélagi, borgar maður skatt sem rennur til þess trúfélags
Jafnrétti
Allir eru jafnir fyrir lögum.
Með jafnræðisreglunni er bannað að tveir menn í sömu aðstöðu fái mismunandi úrlausn sinna mála.
Ríkisborgararéttur
Börn öðlast ríkisborgararétt við fæðingu ef:
a)Ef móðirin er íslenskur ríkisborgari
b)Ef faðirinn er íslenskur ríkisborgari og kvæntur
móður
c)Ef móðir er ógift erlendur ríkisborgari en faðirinn er
íslenskur ríkisborgari og barn fæðist hér
Persónufrelsi
Engan má svipta frelsi nema með heimild skv. lögum.
Dómari skal ákveða innan 24kslt hvort handtekinn maður skuli sæta gæsluvarðhaldi.
Hafi maður verið sviptur frelsi með ekki nógu góðum ástæðum á hann rétt til skaðabóta.
Friðhelgi enkalífs
Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu
Eignarréttur
Enginn er skyldugur til að láta af hendi eign sína nema með lögum.
Skoðana- og tjáningarfrelsi
Allir eru frjálsir skoðanna sinna og sannfæringar.
Félaga- og fundarfrelsi
Menn eiga rétt á að stofna félög í löglegum tilgangi, t.d. stjórnmálafélög og stéttarfélög án þess að sækja um leyfi.
Atvinnufrelsi
Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.
Engin refsing án lagaheimildar
Engum verði refsað nema háttsemi hafi verið refsiverð skv. lögum þegar hún átti sér stað.
Bann við afturvirkni refsilaga
Það má ekki refsa fyrir glæp nema hann hafi verið refsiverður á þeim tíma sem hann var framinn.
Bann við dauðarefsingu
Dauðarefsingar voru afnumdar á Íslandi árið 1928. Skv stjórnarskrá má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.
Bann við ómannúðlegri meðferð
Pyndingar og önnur ómannúðleg meðferð er óheimil.
Réttlát málsmeðferð fyrir dómi
Hver sá sem borinn er sökum um refsivirða háttsemi skal talinn saklaus þar til háttsemi hans hafi verið sönnuð.
Félagsleg réttindi
Réttur til framfærlsu og menntunar. Réttur til aðstoðar vegna sjúkæeika, örorku, elli, atvinnuleysis og sambærilegra atvika.
Framkvæmdavald
Einn þriggja þátta ríkisvaldsins, táknar vald til að halda uppi lögum og allsherjarregluog er í fyrirsvari fyrir ríkið.
Stjórnvöld - handhafar framkvæmdavalds,
Ráðuneyti - stjórnarráð Íslands
Sveitastjórnir - fara með skipulagsvald
Stjórnvaldsákvarðanir
Þegar handhafi framkvæmdavalds tekur ákvörðun um um réttindi eða skyldur einstaklings.
í stjórnsýslulögum;
Hæfi stjórnvalds
-að stjórnvald hafi menntun og þekkingu á
viðkomandi málefni og sé ekki í ættartengslum við
aðila málsins.
Leiðbeiningarskylda
-Að stjórnvald beiti leiðbeininga til borgaranna, á
netinu, skriflega og munnlega
Málshraði
-Ákvörðun sem stjórnvöld á að taka eins fljótt og
hægt er eftir góða rannsókn.
Rannsóknarregla
-Stjórnvöld þarf að hafa rannsakað málið, fengið öll
gögn og andmæli frá hinum aðilanum.
Ákvörðun er ógildanleg ef málið hefur ekki verið
rannsakað vel.
Jafnræðisregla
-Það á ekki að skipta máli á hvaða kyni, húðlit eða
þess háttar þegar tekið er ákvörðun.
Meðalhófsregla
-Stjórnvöld þurfa stundum að taka
íþyngjandi/erfiðar ákvarðanir, t.d. taka börn af
foreldrum. !!!Ákvörðun verður að ná markmiði,
velja vægasta úrræðið og beita úrræði af
hófsemd!!
Andmælaréttur
-Einstaklingur á rétt á því að vita hvar/hvernig er
verið að skoða málið, hvaða gögn er verið að
skoða og að koma að athugasemdum á framfæri.
Rökstuðningur
-Einstaklingur á rétt á að fá rökstuðning á
niðurstöðu, ef um er að ræða kærumál er
stjórnvald skylt að rökstyðja niðurstöðu sína.
Óska skal eftir rökstuðningi innan 14 daga frá því
að ákvörðun var tekin, og stjórnvöld skal svara
innan 14 daga.
Afturköllun
-Stjórnvald má breyta ákvörðun þangað til hún
hefur verið tilkynnt, eftir þann tíma má aðeins
breyta augljósum villum eins og ritvillum.
Ef ákvörðun stjórnvalds er byggð á röngum eða
ófullnægjandi upplýsingum, má endurupptaka og
afturkalla ákvörðun og taka nýja ákvörðun með
nýjum upplýsingum.
Stjórnsýslukæra
-Ef einstaklingur málsins sættir sig ekki við
ákvörðun stjórnvaldsins má kæra hana til æðra
stjórnvalds og fá hana fellda úr gildi.
Almennur frestur til kæru er 3 mánuðir.
Sýslumenn
Er lægra sett stjórnvald og fer með stjórnsýslu ríkisins. Helstu verkefni sýslumanna eru:
1) Útgáfa vegabréfa
- og skírteina, vottorða t.d. ökuskírteini, nafnskírteini, stæðikort fyrir hreyfihamlaða, sakavottorð
2) Útgáfa leyfa
- t.d. innflutning áfengis, skemmtanaleyfi, fasteignasala
3) Þinglýsingar
4) Sifjamál
5) Andlát og dánarbú
6) Nauðungarsölur og fullnustugerðir
7) Almenn innheimta opinberra gjalda
8) Lögráðamenn og nauðungarvistun
9) Ýmis önnur mál
Sýslumenn á Íslandi
(9)
- sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
- á Vesturlandi
- á Vestfjörðum
- á Norðurlandi vestra
- á Norðurlandi eystra
- á Suðurlandi
- á Suðurnesjum
- í Vestmannaeyjum
- á Austurlandi