Líffræði (kaflar 5.1-5.3 og 7) Flashcards
Hver setti fram þróunarkenninguna?
Charles Darwin
Steingervingar
Varðveitast þar sem súrefni kemst ekki að þeim. Þegar steingerðum leifum sem hafa fundist er raðað í tímaröð kemur stundum í ljós samfelld breyting sem erfitt er að skýra öðurvísi en með þróun. Steingervingar brotna ef það kemst súrefni að.
Samanburður á líkamsbyggingu
Leiðir oft líkur að sameiginlegum uppruna þar sem grundvallarbygging útlima er oft sú sama hjá skyldum lífverum
Úrelt líffæri
Í líkama sumra lífvera er að finna líffæri sem gegna engu hlutverki en hafa að öllum líkindum verið mikilvæg forveru (t.d botnlanginn)
Áamót
Börn fæðast með rófu eða loðinn líkama, jafnvel þriðju geirvörtuna bendir skyldleika við lífverur sem hafa þessi einkenni.
Kynbætur á húsdýrum og nytjaplöntum
Þar velur maðurinn eiginleika sem hann vill að komandi kynslóðir fái –> stýrð þróun
Flokkunarfræði
Snýst um að flokka lífverur eftir skyldleika - myndar í raun eins konar ættartré sem sýnir glögglega ákveðna þróun
Samanburður á fóstrum
Fyrstu stig fósturs eru oft mjög lík sem bendir til sameiginlegs uppruna lífvera
Landfræðileg útbreiðsla
Við getum verið með sömu tegundir lífvera á ólíkum landsvæðum. Þessar tegundir þróast með umhverfi sínu. Dæmi: finkur Darwins á Galapagos-eyjum þar sem goggarnir þeirra voru ólíkir eftir því hvar þær bjuggu- mismunandi hentugleiki gogga út frá fæðuframboði
Alþjóðlegt táknmál erfðanna
Það eru alltaf sömu niturbasarnir sem eru til staðar í öllum lífverum - A,T, G og C og þeir mynda genin
Hver eru meginatriði Þróunarkenningar Darwins
• Stofnar vaxa með veldisvexti ef aðstæður takmarka ekki vöxtin, en fjöldi einstaklinga innan tegunda er nokkuð jafn,
–> Dánartíðni einstaklinga innan stofna hlýtur að vera há „barátta fyrir tilverunni“
• Einstaklingar sömu tegundar eru ekki eins heldur hafa mismunandi einkenni
–> t.d mismunandi skjaldarmynstur einstakra bjalla
–> Vegna breytileika í gerð einstaklinga hljóta sumir að vera með einhverjum hætti hæfari til að lifa í viðkomandi umhverfi en aðrir og eignast fleiri afkvæmi: Náttúruval
• Afkvæmin erfa einkenni foreldra
• Hagstæðir eiginleikar til aðlögunar að umhverfinu verða æ algengari í rás kynslóðanna og nýjar tegundir myndast smám saman 8
Vefur
Vefur er safn frumna af einni eða fáum gerðum sem starfa saman í líffæri
Líffæri
Líffæri er afmarkaður líkamshluti með tiltekna lögun eða útlit, er úr tveimur eða fleiri vefjum og hefur ákveðið hlutverk
Líffærakerfi
Nokkur líffæri sem starfa að tilteknu heildarstarfi
Meltingarfærin
Líffærakerfi í vefdýrum sem brýtur fæðuna í einingar sem líkaminn getur nýtt