Líffræði (kaflar 1 og 2) Flashcards
Raunvísindi (dæmi)
Fjalla um lifandi og lífvana fyrirbæri náttúrunnar
eðlisfræði, efnafræði, líffræði
Hugvísindi (dæmi)
Fjalla um menningu og mannlegt samfélag
stærðfræði, málvísindi
Helstu einkenni lífvera (7)
Þær:
- Æxlast
- Afla fæðu
- Skynja og svara áreiti
- Nota orku
- Eru úr kolefnissamböndum og vatni
- Jafnvægistemprun
- Losa úrgang og þveiti
Hvað greinir líffræðina frá öðrum raunvísindum?
Viðfangsefni líffræðinnar hafa bara fundist á jörðinni
Hvað er vísindaleg kenning?
Skýring á því sem er athugað, studd endurtektum athugunum
Dæmi um kenningu í líffræði
Frumukenningin
Skrefin í aðferð tilraunavísinda
Athugun > tilgáta > tilraun/rannsókn > kenning
Sjálfsviðhald lífvera
Allt það ferli sem þarf til að halda lífveru á lífi eins og efnaskipti, fæðuöflun, úrgangslosun, þveiti, skynjun og varmalosun
Æxlun lífvera
Fjölgun á lífverunni
Aðlögun lífvera
Þróun lífvera
Hvað er að finna í dýrafrumu (10)
Frumuhimna Umfrymi Kjarni Netkorn Deilikorn Hvatberar Frymisnet Golgiflétta Safabóla Leysibóla
Hvað er að finna í plöntufrumu (11)
Frumuhimna Frumuveggur Umfrymi Kjarni Netkorn Plastíð (grænukorn og mjölvakorn) Hvatberar Frymisnet Golgiflétta Safabóla (stærri) Leysibóla
Hvað er að finna í bakteríufrumu (5)
Frumuhimna Frumuveggur Umfrymi Netkorn Plasmíð
Frumuhimna
Stjórnar flutningi efna inn og út úr frumu
Frumuveggur
Er innan við frumuhimnuna og gefur frumunni ákveðna lögun. Hann er úr beðmi
Umfrymi
Seigfljótandi vökvi sem er á milli frumuhimnu og kjarna, þar er frumulíffærin að finna
Kjarni
Stjórnstöð frumunnar
Netkorn
Prótínsmiðja frumunnar, staðsett í frymisneti
Deilikorn
Gegna hlutverki í skiptingu dýrafrumna
Plastíð
Eru annarsvegar grænukorn sem sjá um ljóstillífun og hinsvegar mjölvakorn (hvítkorn) sem geyma forðanæringu
Plasmíð
Hringlaga litningur sem er erfðaefni bakteríufrumu. Er notað til þess að flytja gen í aðra lífveru þegar verið er að erfðabreyta lífverum