Líf 103 Flashcards
Efni líkamans skiptast í lífræn og ólífræn. Ólífrænu efnin eru :
Vatn, leyst steinefni, föst (kristölluð) steinefni, og lofttegundir
Hversu mörg prósent af líkamanum er vatn ?
60%
Almennt um leyst steinefni ?
Leyst steinefni eru efni sem leysast upp í vökvum líkamans, bæði innan og utan frumunnar. Eru sölt, eru á jónaformi.
Í vökvum líkamans er mest af Na og Kl jónum.
Einnig Kalsíum (Ca), Kalíum (K) og Vetniskarbónat. (HPO4)
Almennt um föst steinefni ?
Eru hluti af stoðkerfi líkamans, í beinum manna er flókið kerfi af kristölluðum söltum.. Má þar helst nefna jónir Calsiums (Ca 2+) og Phosfats ((PO4 3-)
Lífræn efni líkamans eru ?
Sykrur, fita, prótín, amínósýrur, kjarnsýrur
Hvað er flæði eða sveim ?
Flutningur uppleystra EFNA frá svæði með HÁAN styrk efnanna til svæðis sem eru með LÁGAN styrk.
Stefnir ævinlega að jafnri dreifingu.
Hvað er osmósa ?
Flutningur VATNS yfir valgegndræpa himnu frá svæði þar sem styrkur þess er hár til svæðis þar sem styrkur þess er minni, þar til jafnvægi er náð
Nánari lýsing á frumuhimnu :
Tvöfalt fosfólípíðlag. Glýserólið snýr út (vatnssækni hlutinn). Fitusýrukeðjurnar snúa inn (vatnsfælni hlutinn). Stjórna för efna inn og út. Umlykja frumur og einstök frumulíffæri.
Hver er forðanæringin í plöntufrumu ?
Mjölvi
Hver er forðanæringin í dýrafrumu ?
Glýkógen
Hvað er sérstakt við dreifkjörnung / bakteríufrumu ?
Kjarninn er ekki afmarkaður, allt erfðaefnið er i einum litningi, ekkert frymisnet, netkornin eru ÖLL laus í umfryminu.
Hverjar eru megingerðir vefja í plöntum ?
Þekjuvefur, grunnvefur og strengvefur.
Hverjar eru megingerðir vefja i dýrum ?
Þekjuvefur, stoðvefur, taugavefur, vöðvavefur.
Hvað einkennir frumbjarga líffverur ?
Þær geta myndað lífræn næringarefni úr ólífrænum efnum.
Plöntur nota vatn, kolvíoxíð og sölt.
Vatnsleysanlegu vítamínin eru ?
B og C vítamín
Hversu miklu vatni getur meðalmanneskja tapað án þess að deyja?
12-15%
Hver er almenn formúla sykra ?
Cn(H2O)m
Hvaða sykru getur maðurinn ekki melt?
Beðmi
Hvað hefur áhrif á það hvort Na+ jón komist yfir frumuhimnu?
Na+ styrkhalli yfir himnuna
Nýrnahettubörkur seytir:
Aldósteróni
Kortisól er:
Steri
ANP kemur frá:
Hjarta
Parasympatíska kerfið hefur hvaða áhrif á gallblöðru?
Eykur samdrátt
Hvíldarspenna í taugung er:
-70mV
Frumurnar sem mynda slíður utan um taugafrumur í ÚTK heita?
Schwann frumur
Í blóðrásinni er þrýstingurinn lægstur hvar?
Í háræðunum
Þegar blóð fer frá hægri gátt til hægri slegils fer það um:
Þríblöðkuloku
Algengasta prótín í blóðvökva er:
Albúmín
Lifrin:
Er stærsti kirtill líkamans, gegnir veigamiklu hlutverki í meltingu fitu, framleiðir flest prótín í blóðvökva. Inn í hana gengur tvöföld blóðrás.
Nýrun:
Losa frá sér vökva sem fer óbreyttur út sem þvag.
Í nýrungi er mest af vökva og næringarefnum tekið upp í :
Nærpíplu
Melting prótína hefst hvar?
Í maganum
Helsta hlutverk gulbús er að hvað?
Undirbúa legslímu fyrir þungun