Hormón Flashcards
Heiladingull
Skiptist í aftari hluta, taugadingull, og fremri hluta, kirtildingull. Heildadingullinn er undir stjórn Undirstúkunnar.
Hormónin tengd við aftari hluta heiladinguls (taugadinguls) eru?
Þvagtemprandi hormón (vasópressín) og hríðarhormón (oxítósín). Þessi hormón myndast þó í undirstúku.
Leysi- og hömluhormón
Berast frá undirstúku til framhluta heiladinguls (kirtildinguls) með heiladingulsportæðum. Þær tempra seyti allra hormóna úr kirtildingli.
Sómatóstatín
Hömluhormón vaxtarhormóns, myndast í briskirtli og stillir meltingarstarfsemina.
Hormónaregla: Framhluti heiladinguls:
Viltu Berglind Píka SEGja. Vaxtarhormón, barkstýrihormón, prólaktín, st.hormón Skjaldkirtlis, Eggbússtýrihormón, Gulbússtýrihormón. Allt peptíð.
Hormón skjaldkirtils:
Þýroxín, þríjoðóþýrónín og kalsítónín.
Briskirtill
Mestum hluta meltingarkirtill. Inná milli briseyjar sem láta afurðir sínar í blóðið. Í A frumum myndast glúkagon, í B-frumum Insúlín og í D myndast sómatóstatín.
Insúlín:
Með hækkandi blóðsykri eykst insúlín losun úr brisi. Insúlín aðstoðar frumur að taka upp glúkósa og amínósýrur. Örvar myndun prótína. Hamlar bruna á fitusýrum. Insúlín stuðlar að varðveislu orkuríkra næringarefna.
Glúkagon:
Myndast þegar lítið af glúkósa í blóði. Glúkagon losar um næringu til brennslu. Losar glúkósa úr glýkógenbirgðum í lifur.
Amín
Flokkur hormóna. Umbreyttar sameindir af amínósýrum. T.d. dópamín, þýroxín og þríjoðóþýrónín, adrenalín og noradrenalín.
Peptíð
Flokkur hormóna. Amínósýrur tengjast saman og mynda peptíð. Mörg hormón peptíð (frá tvípeptíð til prótína). Öll hormón heiladinguls eru peptíð. Kalsítónín, kalkhormón, insúlín, glúkagon og fl.
Sterar
Flokkur hormóna. Fjölhringa sameindir. Kynhormón og öll hormón nýrnahettubarkar.