Íslenska Tvö, Málsaga og Íslenskt Mál Flashcards
Um Indóevrópsku málaættina
Útbreiddasta og mest ransakaða málaætt jarðar. Er töluð um alla Evrópu og um suðurhluta Asíu.
Tegundir Indóevrópska mála (11)
Indó-írönsk mál, armenska, albanska, baltnesk mál, slavnesk mál, tokkaríska, anatólísk mál, gríska, rómönsk mál, keltnesk mál og germönsk mál
Germönsk mál
Skiptast í austur-, vestur- og norðurgermönsk mál.
Norðurlanda málin mínus finnska eru norðurgermönsku málin.
Vesturgermönsk mál eru til dæmis enska og þýska.
Rómönsk mál
Latína;
Franska, spænska, ítalska, portúgalska og rúmenska
Úrölsk mál
Samísk mál og finnska
Sameiginleg einkenni germanskra mála
Germanska hljóðfærslan (fráblásin rödduð lokhljóð, rödduð lokhljóð og órödduð lokhljóð)
Sagnorðin skiptast í sterkar og veikar sagnir
Aðeins hægt að mynda nútíð og þátíð, það þarf hjálparsagnir til að mynda aðrar tíðir sagna
Fuþark
Rúnaletur, algengast á víkingaöld
Heitir fuþark af því að f, u, þ, a, r og k eru fyrstu stafirnir í stafróinu
Frumnorræna
Árin 200-600 var frumnorrænan að verða til. Árin 600-800 koma hljóðbreytingar í ljós. Sérhljóðakerfið breyttist líka og kallast helstu breytingarnar hljóðvörp og klofing. Það urðu líka víðtæk brottföll sérhljóða sem kallast stóra brottfall.
Gallehushornin
Fannst við Gallehus á Suður-Jótlandi. Með áletrun á frumnorrænu sem segir “ég Hlégestur frá Holti horn gerði”
Hljóðvörp
Hljóðbreytingar á sérhljóðakerfinu (600-800) kallast hljóðvarp.
Sérhljóði, í áhersluþungu atkvæði, lagaði sig eftir öðrum sérhljóða, áherslulitlu eða lausu atkvæði.
i-hljóðvarp
A-E E-I Á-Æ Ó-Æ U-Y Ú-Ý AU-EY
U-hljóðvarp
A-Ö
Klofning
E-JA (a-klofning)
E-JÖ (u-klofning)
Nýyrði
Orð sem er búið til til að tákna ákveðna nýjung. Oft gegnsæ og lagar sig að beygingu málsins og framburði.
Tökuorð
Orð sem eru tekin úr öðrum málum og laga sig að íslenskri beygingu og framburði.