Íslenska Tvö Goðafræði Flashcards
Hvernig varð Sjáland til?
Gylfi gaf Gefjunni jafn stórt ræktarland hún gat plógað á einum degi. Gefjun tók þá naut af ásaætt og lét þau plóga landið. Nautin rifu upp landið og drógu það út á sjó og varð að eyjunni Selund eða Sjáland
Undir hvaða dulnefni kynnir Gylfi sig í Ásgarði?
Gangleri
Hverjir tóku á móti Gylfa og svöruðu spurningum hans?
Hár, Jafnhár og Þriðji
Óðinn
Hver er Ymir og hvernig varð hann til?
Ymir er fyrsti maðurinn.
Þegar ís og hiti elds mættust draup af þeim kvikudropar og úr þeim varð mannslíkan sem nefndur var Ymir.
Hvaðan er ætt hrímþursa komin?
Frá Ymi.
Þeir mynduðust úr svita hans.
Hver er Búri, hvernig varð hann til og hverjir eru afkomendur hans?
Auðhumla sleikti hrímsteina og á þriðja degi varð til maður að nafni Búri.
Bor er sonur Búra, Bor á þrjá syni sem heita Óðinn, Vili og Vé.
Hver var Bergemlir?
Síðasti af ætt hrímþursa eftir að Ymir dó, og er frá honum komnar hrímþursa ættir.
Hvernig dó Ymir?
Synir Bors, Óðinn, Vili og Vé drápu hann.
Hvernig varð jörðin til?
Synir Bors tóku lík Ymis og gerðu úr honum jörðina. Blóð hans varð sjór og vötn, holdið varð mold, beinin björg, tennurnar grjót og urðir og haus að himni.
Hvernig er jörðin?
Kringlótt og flöt. Í kringum hana er mikill sjór. Yst er land jötna, næst varnargarður og svo innst er Miðgarður.
Hvernig urðu manneskjur til?
Synir Bors gengu á ströndinni og fundu tvö tré. Úr þeim sköpuðu þeir menn. Fyrsti gaf þeim líf og önd, annar gaf þeim vit og hreyfingu og þriðji gaf þeim útlit, heyrn, mál og sjón. Fólkið var nefnt Askur og Embla og frá þeim kom ætt manna.
Dagur og Nótt
Nörfi á dóttur að nafni Nótt, Nótt á son að nafni Dagur. Alföður gaf þeim hesta og setti þau upp á himin. Á hverjum sólarhringi áttu þau að fara umhverfis jörðina. Nótt fór fyrst á hestinum Hrímfaxa og svo fór Dagur á hestinum Skinfaxa og af faxi hans lýsir allt loft og jörðin.
Sól og Máni
Þau eru börn Mundilfara. Hann gifti Sól til Glens en guðin reiddust því og settu þau upp á himin og létu Sól reka áfram hesta sem dróu kerru sólarinnar. Máni stýrir göngu tunglsins og ræður vaxandi og minnkandi tungli. Á eftir þeim eru tveir úlfar sem vilja gleypa þau.
Bifröst
Brú frá himins til jörðu sem við köllum regnboga.
Hvað og hvar er Askur Yggdrasils?
Heimstréð (hestur Óðins). Helgistaður goðanna. Hann er í miðju veraldar. Askur er allra trjáa mestur og bestur.
Rætur Asks Yggdraslis
Þrjár rætur halda trénu uppi. Ein er með ásum, önnur með hrímþursum og þriðja stendur á himni yfir Niflheimi og Níðhöggur nagar neðan af rótinni.
Hvar eru brunnarnir við Ask Yggdrasil og hvað heita þeir?
Mímisbrunnur er undir rótinni hjá hrímþursunum. Hægt að drekka visku.
Urðarbrunnur er undir rótinni á himnum. Þar eiga guðin dómstað sinn.
Hvergelmir er undir rótinni sem stendur yfir Niflheimi.
Hvaða dýr eru í Aski Yggdraslis?
Örn sem er margs vitandi, á milli augna hans er haukur að nafni Veðurfölnir. Það er íkorni sem heitir Ratatoskur og ber orð á milli arnarins og Níðhöggs. Fjórir hirtir, Dáinn, Dvalinn, Duneyr og Duraþór.
Hverjar eru örlaganornirnar og hvað gera þær?
Urður, Verðandi og Skuld.
Þær ákveða aldur og örlög manna og þær taka vatn úr Urðarbrunni og vökva Ask Yggdrasils svo hann fúni ekki.
Hvernig er vindurinn?
Á norðanverðum himin senda situr jötunn í arnaham sem heitir Hræsvelgur. Þegar hann býr sig til flugs koma vindar undan vængjum hans.