Íslenska Tvö Goðafræði Flashcards

1
Q

Hvernig varð Sjáland til?

A

Gylfi gaf Gefjunni jafn stórt ræktarland hún gat plógað á einum degi. Gefjun tók þá naut af ásaætt og lét þau plóga landið. Nautin rifu upp landið og drógu það út á sjó og varð að eyjunni Selund eða Sjáland

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Undir hvaða dulnefni kynnir Gylfi sig í Ásgarði?

A

Gangleri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hverjir tóku á móti Gylfa og svöruðu spurningum hans?

A

Hár, Jafnhár og Þriðji

Óðinn

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hver er Ymir og hvernig varð hann til?

A

Ymir er fyrsti maðurinn.

Þegar ís og hiti elds mættust draup af þeim kvikudropar og úr þeim varð mannslíkan sem nefndur var Ymir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvaðan er ætt hrímþursa komin?

A

Frá Ymi.

Þeir mynduðust úr svita hans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hver er Búri, hvernig varð hann til og hverjir eru afkomendur hans?

A

Auðhumla sleikti hrímsteina og á þriðja degi varð til maður að nafni Búri.
Bor er sonur Búra, Bor á þrjá syni sem heita Óðinn, Vili og Vé.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hver var Bergemlir?

A

Síðasti af ætt hrímþursa eftir að Ymir dó, og er frá honum komnar hrímþursa ættir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvernig dó Ymir?

A

Synir Bors, Óðinn, Vili og Vé drápu hann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvernig varð jörðin til?

A

Synir Bors tóku lík Ymis og gerðu úr honum jörðina. Blóð hans varð sjór og vötn, holdið varð mold, beinin björg, tennurnar grjót og urðir og haus að himni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvernig er jörðin?

A

Kringlótt og flöt. Í kringum hana er mikill sjór. Yst er land jötna, næst varnargarður og svo innst er Miðgarður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvernig urðu manneskjur til?

A

Synir Bors gengu á ströndinni og fundu tvö tré. Úr þeim sköpuðu þeir menn. Fyrsti gaf þeim líf og önd, annar gaf þeim vit og hreyfingu og þriðji gaf þeim útlit, heyrn, mál og sjón. Fólkið var nefnt Askur og Embla og frá þeim kom ætt manna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Dagur og Nótt

A

Nörfi á dóttur að nafni Nótt, Nótt á son að nafni Dagur. Alföður gaf þeim hesta og setti þau upp á himin. Á hverjum sólarhringi áttu þau að fara umhverfis jörðina. Nótt fór fyrst á hestinum Hrímfaxa og svo fór Dagur á hestinum Skinfaxa og af faxi hans lýsir allt loft og jörðin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Sól og Máni

A

Þau eru börn Mundilfara. Hann gifti Sól til Glens en guðin reiddust því og settu þau upp á himin og létu Sól reka áfram hesta sem dróu kerru sólarinnar. Máni stýrir göngu tunglsins og ræður vaxandi og minnkandi tungli. Á eftir þeim eru tveir úlfar sem vilja gleypa þau.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Bifröst

A

Brú frá himins til jörðu sem við köllum regnboga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað og hvar er Askur Yggdrasils?

A

Heimstréð (hestur Óðins). Helgistaður goðanna. Hann er í miðju veraldar. Askur er allra trjáa mestur og bestur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Rætur Asks Yggdraslis

A

Þrjár rætur halda trénu uppi. Ein er með ásum, önnur með hrímþursum og þriðja stendur á himni yfir Niflheimi og Níðhöggur nagar neðan af rótinni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvar eru brunnarnir við Ask Yggdrasil og hvað heita þeir?

A

Mímisbrunnur er undir rótinni hjá hrímþursunum. Hægt að drekka visku.
Urðarbrunnur er undir rótinni á himnum. Þar eiga guðin dómstað sinn.
Hvergelmir er undir rótinni sem stendur yfir Niflheimi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvaða dýr eru í Aski Yggdraslis?

A

Örn sem er margs vitandi, á milli augna hans er haukur að nafni Veðurfölnir. Það er íkorni sem heitir Ratatoskur og ber orð á milli arnarins og Níðhöggs. Fjórir hirtir, Dáinn, Dvalinn, Duneyr og Duraþór.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hverjar eru örlaganornirnar og hvað gera þær?

A

Urður, Verðandi og Skuld.

Þær ákveða aldur og örlög manna og þær taka vatn úr Urðarbrunni og vökva Ask Yggdrasils svo hann fúni ekki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvernig er vindurinn?

A

Á norðanverðum himin senda situr jötunn í arnaham sem heitir Hræsvelgur. Þegar hann býr sig til flugs koma vindar undan vængjum hans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Óðinn

A

Æðstur og elstur ása. Hann ræður og allir ásar og guðir þjóna honum. Frigg er kona hans. Á mörg nöfn. Er eineygður. Hásæti hans er á Hliðskjálfa og þaðan sér hann allt. Hann á tvo erni sem hvísla að honum allt sem þeir heyra.

22
Q

Þór

A

Sterkastur allra guða og manna. Hann á ríki að nafni Þrúðvangur. Stundum kallaður Ásaþór eða Ökuþór. Hann á þrjá kosta gripi, hamarinn Mjölni, belti sem eykur kraft hans og járnhanska. Sonur Óðins og Jarðar.

23
Q

Baldur

A

Sonur Óðins og Frigg. Hann er vitrastur ásanna og mjög fallegur. Hann býr í Breiðablik.

24
Q

Njörður

A

Býr í Nóatúni. Hann er ekki af ása ættum. Fæddur í Vanaheimum. Giftur Skaða, dóttir Þjassa jötuns.

25
Q

Freyr og Freyja

A

Börn Njarðar í Nóatúni.

26
Q

Týr

A

Hann er djarfastur og hugaðastur. Hann missti höndina af því að guðirnir vildu ekki losa Fenrisúlf úr fjötrinum.

27
Q

Heimdallur

A

Stundum kallaður hvíti ás. Hann er sonur níu meyja sem allar eru systur. Hann býr í Himinbjörg við Bifröst. Hann er vörður goðanna og situr á brúnni og gætir henni fyrir bergrisum. Hann sér jafn vel á nóttunni og daginn og heyrir mjög vel. Hann á lúðurinn Gjallarhorn og heyrist blásturinn um alla heima.

28
Q

Loki

A

Hann er taldur með ásunum en kemur þeim til skammar og kemur ásunum oft í vandræði og leysir þau með svikum.

29
Q

Ásynjur

A

Frigg er æðst.
Eir er læknir.
Freyja á mörg nöfn.

30
Q

Afkvæmi Loka

A

Fenrisúlfur, Miðgarðsormur og Hel.

Það eru spádómar sem segja að þau muni valda illum örlögum(ragnarök).

31
Q

Fenrisúlfur

A

Hann var bundinn hjá ásunum.

32
Q

Gleipnir

A

Fjötur sem Fenrisúlfur var bundin í og gat ekki slitið.

Búin til úr dyn kattarins, skeggi konunar, rótum bjargsins, sinum bjarnarins, anda fisksins og fugls hráka.

33
Q

Miðgarðsormur

A

Alföður kastaði honum í djúpan sjó.

34
Q

Hel

A

Henni var kastað niður í Niflheim og gefið vald yfir níu heimum. Hún á ríki sem heitit Hel og fara menn niður til Heljar ef þeri deyja úr sótt eða elli.

35
Q

Heiti

A

Þegar einstakt orð er notað í skáldskap í staðinn fyrir algengasta orð sömu merkingar til dæmis þegar kona er kölluð brúður.

36
Q

Kenning

A

Umritun á venjulegum orðum. Oftast í tveim liðum, stofnlið og kennilið.
Þegar það sem ort er um er kennt við eitthvað sem einkennir það til dæmis þegar Þór er kallaður Jarðar bur (bur = sonur).

37
Q

Af hverju er gull kallað haddur Sifjar?

A

Af því að Loki klippti hárið af Sif og lét svo gera handa henni hár úr gulli.

38
Q

Hvaða gripi gerðu Ívaldssynir og hver fengu gripina?

A

Hadd fyrir Sif
Skíðblaðni fyrir Freyr
Spjótið Gugnir fyrir Óðinn

39
Q

Hvaða gripi gerðu Brokkur og Eitri og hverjir fengu þá?

A

Svín með gull kamb fyrir Freyr. (Getur hlupið yfir himin og haf)
Gullhringinn Draupnir fyrir Óðinn. (Á 9 hverri nóttu myndast 8 hringir)
Mjölnir fyrir Þór. (Hægt að kasta eins langt og þú villt, missir aldrei marks og þarf aldrei að ná í hann heldur kemur hann sjálfur til baka)

40
Q

Hvað er skáldskaparmjöðurinn og úr hverju er hann búinn til?

A

Hann er búinn til úr blóði Kvasis og hunangi.

Sá sem drekkur hann mun verða skáld eða fræðimaður.

41
Q

Hver er Kvasir?

A

Ægir og Bragi spýttu hráka í ker og úr varð Kvasir.
Kvasir er svo vitur að það er ekki hægt að spurja hann spurningu sem hann getur ekki svarað.
Dvergarnir Fjalar og Galar drápu hann og bjuggu til skáldskaparmjöðurinn.

42
Q

Af hverju er skáldskapur kallaður farakostur dverga?

A

Af því að skáldskaparmjöðurinn var lausnargjald þeirra af skerinu sem þeir voru fastir á en það var Stuttungur sem bjargaði þeim og fékk mjöðinn (stuttungamjöður)

43
Q

Hvaða þrautir lagði Útgarða-Loki fyrir Þór og hvaða sjónhverfingum beytti hann?

A

Þór keppti í kappdrykkju, að lyfta ketti og að glíma við gamla konu.
Hornið sem Þór drakk úr var tengt við sjóin, kötturinn var Miðgarðsormur og gamla konan var ellin, sem er ekki hægt að sigra.

44
Q

Hvað er fimbulvetur?

A

Mjög kaldur og langur vetur sem kemur á undan ragnarökkri. Þá er engin sól, frost mikið og hvassir vindar. Veturinn endist í 3 vetra smafleytt.

45
Q

Hvað verður um sólina og tunglið í ragnarökum?

A

Úlfur gleypir sólina og annar tunglið

46
Q

Hvað er Naglfar?

A

Skip gert úr nöglum dauðra manna. Hrymur, jötunn, stýrir skipinu.

47
Q

Hver berst við Óðinn í ragnarökum og hvernig fer það?

A

Fenrisúlfur berst við hann og gleypir Óðinn.

48
Q

Hver berst við þór í ragnarökum og hvernig fer það?

A

Miðgarðsormur berst við hann. Þór drepur orminn en deyr svo út af eitri sem ormurinn blés á hann er hann dó.

49
Q

Hver berst við Frey í ragnarökum og hvenig fer það?

A

Surtur berst við Freyr. Surtur drepur hann.

50
Q

Hver berst við Tý og hvernig fer það?

A

Hundurinn Garmur berst við hann, þeir drepa hvorn annan.

51
Q

Hver berst við Loka og hvernig fer það?

A

Heimdallur berst við hann, þeir deyja báðir.

52
Q

Hverjir lifa af ragnarök og hvað gera þau?

A

Víðar og Váli, þeir búa á Iðavöllum sem var Ásgarður.
Móði og Magni, synir Þórs.
Baldur og Höður, þeir sitja og ræða um liðna tíð.
Líf og Leifþrasir, frá þeim kemur ný kynslóð sem byggir nýjan heim.
Dóttir sólarinnar, hún vermir nýjan heim.