Íslenska Eitt Flashcards
Ljóðmælandi
Innbyggð persóna sem segir ljóðið
Alvitur sögumaður
Sögumaður sem stendur fyrir utan og ofan frásögn og sýnir í hug allra persóna
Sögumaður með takmarkaða vitneskju
Höfundur sem takmarkar aðgang lesanda að hugsunum persónu og sýna aðeins í hug einnar eða fárra persóna
Hlutlægt sjónarhorn
Sögumaður stendur fyrir utan og ofan frásögn og sýnir ekki í huga neinnar persónu heldur segir bara frá því sem hægt er að sjá, heyra og rannsaka
Fyrstu persónu frásögn
Þegar einhver “ég” er í frásögninni. Þá sést bara í hug einnar manneskju, getur bæði verið aðalpersóna og aukapersóna
Ytri tími
Tíminn sem frásögnin gerist á t.d. 20. Öldin
Innri tími
Tíminn sem líður í textanum t.d. 3 dagar
Epík
Frásagnarbókmenntir eins og skáldsögur, smásögur og frásagnarkvæði
Lýrík
Tjáir tilfinningar eða hughrif, án þess að um frásögn sé að ræða, eins og ljóð
Dramatík
Kemur á framfæri það sem höfundi liggur á hjarta með samtölum eins og leikrit
Myndmál
Beinar myndir, líkingar, myndhverfingar, persónugervingar og hluti í stað heildar
Beinar myndir
Segir okkur hvernig eitthvað er eða gerist án líkingamáls
T.d Álftirnar komu fljúgandi yfir fjöllin
Líkingar
Þegar fyrirbæri er sagt vera eins og eitthvað annað eða líkt við eitthvað annað. Tveir liðir eru tengdir með samanburðu t.d. Eins og, líkt og eða sem.
Morguninn birtist eins og gjöf
Myndhverfing
Eins og líking nema án samanburðar. Einu fyrirbæri er lýst með því að sýna mynd af öðru fyrir bæri.
T.d. Hár þitt sólskinið á öræfum vetrarins
Persónugerving
Þegar fyrirbærum eða hlutum eru gefnir mannlegir eiginleikar.
T.d. Og geislar komu hlaupandi
Hluti í stað heildar
Þegar ákveðinn hluti fyrirbæris er nefndur í stað fyrirbærisins alls.
T.d. Sagt segl í stað skips eða odd í stað spjóts
Bundið mál
Texti sem settur er saman eftir ákveðnum bragreglum, t.d. Reglum um atkvæðafjölda í ljóðlínum, hrynjanda, stuðlasetningu og rím
Íslenskir bragarhættir
Ferskeytla, hringhenda, stafhenda, samhenda, braghenda og afhending