hlutapróf 2 - Gunnsteinn Flashcards
Hvar hafa staphylococcus búsetu?
Á húð og slímhúð og er stór hluti af normal flóru manna og dýra
eru einhverjar tegundir af staphylococcus sem eru sækinar í ákveðin svæði á hýsil, ef svo komdu með dæmi?
Já, sem dæmi þá finnst staph. Aureus helst þar sem er rakt, t.d. í nösum, handakrikum, nárum og á spöng meðan staphylococcus epidermitis þarf ekki á rakanum að halda til að vera á húð
hvað þýðir klasahnellur?
Þegar fruma er búin að skipta sér í tvennt, þá hangir hún saman
hvernig umhverfi þola staphylococcus?
Harðgerðir (eru hörkunaglar), þola vel þurrk og geta því lifað af lengi í umhverfi
hvað er katalasa?
Það er ensím sem hvatar niðurbort vetnisoeroxíð í súrefni og vatni, síðan nota átfrumur vetnisperoxið í baráttu við bakteríur
hvernig eru Gram jákvæðir kokkar á litinn?
fjólubláir
hvaða sérkenni hafa staphylococcus (7)?
-Klasahnettlur
-eru gram jákvæðir kokkar
-flestar eru valbundnar loftfælur
- mynda katalasa
-óhreyfanlegir
- geta myndað hjúp
-geta myndið örveruhulu
Hvað er kóagúlasi?
Ensím sem einkennir meinvirkustu tegundinar af staphylococcus
Hvað er frír kóagúlasi?
Það er ensím sem bakterían seytir út í umhverfi sitt og veldur storknun plasma
Í hvað skipist kóagúlasi?
Frír kóagúlasi og bundinn kóagúlasi
Hvaða tegundir eru kóagúlasa neikvæðar?
-Stapylococcus epidermitis
-Stapylococcus saprophyticus
-Stapylococcus lungdunensis
Hvernig er tegund skilgreind sem kóagulasi jákvæð?
Ef hún getur framleitt frían kóagúkasa
Hvað er bundinn kóagúlasi?
Það er hluti af frumuvegg baktería og valda bakteríu kekkjun í plasma
Hvaða tegundir eru kóagúlasa jákvæðar?
-Staphylococcus aureus
-Staphylococcus argenteus
hvað hlutverk hefur hjúpur/slímlag hjá staph aureus?
Flestir meinvirkir staph aureus hafa örðunnan hljúp. Hindrar átfrumur og auðveldar viðloðun við aðskotahluti í líkamanum
meinmyndun staph. Aureus?
Í sýkingum af völdum S. aureus tengist meinmyndun samspili nokkurra meinvirkniþátta
- Þættir sem tengjast bakteríufrumunni
- Eitur (toxín) sem er seytt út í umhverfið (exotoxin)
- Ensím sem seytt er út í umhverfið
- Geta myndað eitt eða fleiri toxin eða ensím
hvað hlutverk hefur Prótein A hjá staph aureus?
Prótein A er frumuveggjaprótein sem bindist halahluta IgG mótefna, hindrar át
hvaða staphylococcus hefur ekki prótein A á yfirborðinu sínu?
staphylococcus epidermitis
hvað hlutverk hefur fibrioenctin bindiprótein hjá staph aureus?
Það auðveldar bindingu við slímhúðarfrumur og vefi
hvað hlutverk hefur frumubundinn kóagúlasi hjá staph aureus?
Bakteríukekkjun í plasma, þá ná bakteríunar að hanga saman
hver eru Frumurofs eitrin?
Cytotoxin, Leucocidin og Panton-Valentine leucocidon (PVL)
hvað hlutverk hefur frumuveggjabrot hjá staph aureus?
Virkjar ónæmiskerfið
segðu frá Panton-Valentine leucocidon (PVL)
það er rof kleyfkjarna átfrumna og gerir stofnar sem bera þetta eru yfirleitt miklu agresívari heldur en aðrir stofnar og þá sérstaklega í mjúkvefssýkingum. Oft tengt MÓSA
segðu frá Cytotoxin
Rof blóðkorna og blóðflaga
segðu frá Leucocidin
það er rof hvítra blóðkorna
hvað er superantigen?
Ræsa T-frumu svar beint án þess að á undan fari hefðbundin virkjun ónæmissvars.
Þeir hafa sækni í T-frumu viðtaka (MHC complex) en þeir bindast ekki inn í virknisetið heldur er superantigenið að bindast á “vitlausan” stað á mótakanum og veldur ofboðslega mikilli T-frumu svörun. Getur leitt til eiturlosts
Hvað er Exotoxin?
Úteitur, efni sem eiturvirkni sem bakteríur gefa frá sér.
Sum exotoxin eru superantigen
Hvað er enterotoxin?
Það er myndað af um helmingi staph aureus stofna. Þeir berast í mat og nái þeir að vaxa þar og mynda toxin veldur það matareitrun. Þola hita upp í 100°í nokkrar mínútur, þannig þó svo við hitum matin eða látum hann sjóða þá þoðlir toxínið það
Hvað er Toxic shock syndrome toxin I (TSST I)?
það er fjölkerfa sjúkdómur sem veldur eiturlosti, dánartíðni er há
Hvað gerir Frír kóagúlasi-ensím?
fibrinogen fibrin, veldur kekkjun í plasma
Hvað er Exfolatin?
En exfolatin klífur desmoglein I sem eru frumuhlutar sem eru sérhæfðir til að sjá innbyrðis tengingar milli þekjufruma. Veldur brunaeinkennum á húðinni (flögnun).
Hvað gerir fibrinolysin?
Fibrin er brotið niður leysir upp kekkjina
Segðu frá Beta-laktamasa?
Flest allar staph aureus geta myndað beta-laktamasa sem brítur niður beta-laktam hring
Hvernig eru flestar sýkingar af völdum staph aureus?
Flestar eru endogen sýkingar, af völdum eigin normal flóru.
Ef sýkingar berast milli manna af völdum staph aureus hvernig uppruna hafa þær?
Exogen uppruna, þá af völdum normal flóru annara. þar er heilbrigðisstarfsfólk mikilvægur þáttur í því að bera staph aureus á milli.
Hvað eru spítalasýkingar?
Það eru sýkingar sem sjúklingur eða starfsmaður smitast af á heilbrigðisstofnunum. Eins og Sárasýkingar og blóðsýkingar í tengslum við æðaleggi
Hvaða baktería er ein af stærstu orksökum spítalasýkinga?
Staph aureus
Hvað eru staðbundnar sýkingar í húð – yfirborðssýkingar/sárasýkingar?
Það eru ýmis konar bólur, kýli og ígerðir á húð
Hvað er algengustu sýkingarnar sem staph aureus veldur?
Staðbundnar sýkingar í húð – yfirborðssýkingar/sárasýkingar
Hvað eru ífarandi sýkingar?
Það eru blóðsýkingar, hjartaþelsbóla og liðsýkingar
Hvað eru djúpar staðbundnar sýkingar?
Það eru oftast meinvörp frá yfirborðssýkingum eða afleiðingar slysa, innri ígerðir. Getur farið inn í bein og litið
Hvað orsakar eitranir?
Eitranir orsakast af toxinum sem bakterían myndar
Hvað gerir mecA gen?
það kóðar fyrir breyttu PBP2, til að staðfesta að við seum með mosa er oft leitaf af þessu mecA
Hver eru einkenni heilkenni eiturlosts (toxic shock syndrome)?
- Hár hiti
- Útbrot
- Uppköst/niðurgangur
- Lágþrýstingur
- Fjölkerfa bilun
Hvað er Scalded skin syndrome?
blöðrur á húð og húðflögnun
Hver er algegnasta ástæða matareitrana?
Stofnar sem mynda enterotoxin sem toxinmyndandi bakteríur valda
Hvenær er gerð næmispróf vegna hugsanlegra sýkingavalda staph aureus?
Alltaf, langt flestir stofnar hér á landi hafa stöðugt næmi
Hvernær er vankómýsin notað?
Að er venjulega notað við meðferð gegn stofnunum sem eru ónæmir fyrir beta-laktamasa þolnum pensilínum
Er staphylococcus epidermitis hluti af normalflóru?
Já mjög stór hluti á húð og slímhúð
Hvaða staphylococcus myndar hjúp og örverurhulu?
Staph epidermitis
Hvaða sýkingum er staphylococcus epidermitis helst að valda?
-Sýkingum vegna mengunar í gervihluti og inniliggjandi leggja td æðaleggi
-Hjartaþelsbólgu
-Þvagfærasýkingar hjá gömlum körnum
-Ýmsar sýkingar hja varnaskertum einstaklingum
nefnu Streptococcana
-Streptococcus pyogenes
-streptococcus alactiae
-strepptococcus pneumoniae
-viridans strepptókokkar
Segðu fra staph saprophyticus
-tiltölulega algegn orsök þvagfærasýkinga hjá ungum, kynvirkum konum
-húðflóra sem berst upp þvagrás við samfarir
-kröftug myndun ureasa breytir sýrustigi þvags og veldur sviða
Segðu frá staph lugdunesis
-var ekki þekktur sem sýkingavaldur en finnst sífellt oftar
-veldur líkum sýkingum og staph aureus
Hvaða streptakokka tegundir eiga langa sögu sem mikilvirkir sýkingavaldar?
- Streptococcus pyogenes
- Streptococcus pneumoniae
Streptococcus- faraldsfræði
Margar tegundirnar eru hluti af normal flóru.
Ákveðnar tegundir eiga langa sögu sem mikilvirkir sýkingavaldar
Hver eru sérkenni streptococcus?
-Keðjuhnettlur
-Gram jákvæðar, hnattlega og mynda keðjur
-Geta haft hjúp
-Flestar valbundnar loftfælur
-Skip í hópa eftir því hvort þeir mynda leysanlegt hemólýsin eða ekki
Hvað er hemolýsin?
Það er frumueitur sem skemmir rauð blóðkorn
Skiptist í:
-alfa-hemolýsa, ófullkomin (græn)
-Beta-hemolýsa, fullkomin (tær)
-Gamma-hemolýsa, engin hemólýsa
Hvernig er hægt að flokka steptókokka?
Eftir fjölsykrum í frumuvegnum, kallast Lancefield flokkun
-Skiptist í A, B, C, D
FLokkur A
Streptococcus pyogenes
Flokkur B
Streptococcus alactiae
Flokkur C
Ýmsar tegundir m.a. meinvirkari tegundir af anginosus hópi
Flokkur D
Streptococcus bovis og Enterococcus sp.
Hvernig streptókokkar eru Strepptococcus pyogenes?
Hann hindrar átfrumur og í hjúpnum er hyaluron efni sem er mjög svipað og er í okkar eigin bandvef.
Hver eru elstu meinvirkuþættir flokka A streptococca?
-M prótein
-F prótein
-Grúbbu A sértækar sykrur
Segðu frá F-próteini
það binst fibrinonectini á flöguþekjufrumum, verður aukin viðloðunarhæfni
Segðu frá M-próteini
það er helsti meivirkniþáttur streptókokka af flokki A (GAS). Það hindrar átfrumur og hjálpar GAS við að lifa af í sýktum vef
Segðu frá grúbbu A sértækar sykrur
það bera allir sykrur sem eru samsettar úr rhamnose og N-acetylglucosamine
Hverjir eru Meinvirkniþættir ensíma/toxína (7)?
-Pyrogenal exptoxin (SPE)
-Strepolysin O og S, frumueitur
-Streptókínasi
-C5a pepidasi
-Streptodornasar
-Hyaluronidasi
-Erythrogen toxin (SPE A og SPE C)
Hverju veldur streptókínasi?
Hann veldur því að fibrin er brotið niður og leysir kekkjun, streptókínasi er nitaður við meðferð á kransæðastíflu
Hverju valda pyrogenal exoptoxin (SPE)?
Þau valda toxic shock syndrome
Hverju veldur C5a pepidasi?
Veldur niðurbroti á C5a sameinda komplimentkerfis
Hverju valda streptolysin O og S?
rof rauðra og hvítra blóðkorna og blóðflaga
Hvað gerir Hyaluronidasi?
Hann brýtur niður hyalurinsýru í bandvef og auðveldar dreifingu
Hvað gerir streptodornasar?
Þetta er DNAasar sem brjóta niður DNA í skemmdum vef eða greftir og auðveldar dreifingu sýkilsins
hverju getur Erythrogen toxin valdið?
Skarlasótt
Hvernig eru smitleiðir GAS?
-Fólk getur borið bakteríuna í koki með eða án einkenna
-Dropasmit frá öndunarveginum (Beint og óbeint snertismit)
-Smit úr sárum/ígerðum (beint og óbeint snertismit)
Hvað er gert ef um umfangsmikið yfirborðssmit er að ræða (GAS)
Þá getur þurft að setja viðkomandi í einangrun
Hvaða sýkingar eru algegnasta sem að GAS mynda?
hálsbólga
Sýkingar sem GAS mynda?
-Hálsbólga
-Húðsýkingar (sára og exemsýkingar)
-Ífarandi mjúkvefjasýkingar (fellsbólga með drepi)
-Barnsfarasótt
-Blóðsýking
Hvaða fylgikvillar geta fylgt eftir sýkingar frá GAS?
Gigtsótt og gauklabólga
Hverju eru GAS alltaf næmir fyrir?
Pensilíni
Hvað er notað ef einstaklingur er með ónæmi fyrir pensilíni?
þá er erýþrómýsín kjörlyfið
Er streptococcus agalactiae (flokki B, GBS) hluti af normalflóru?
Já hluti af normalflóru í görn
Veldur streptococcus agalactiae sýkingum í slímhúð legganga?
Oftas ekki en geta valdið sýkingum í nýburum (kona með GBS fæðir ná bar í gegnum leggöng), þá blóðsýkingum og heilahimnubólgu
Hvaða streptococcus bera konur oft á slímhúð legganga?
streptococcus agalactiae sem er af flokki B, GBS
Flokkur C
Anginosus hópur- geta einnig verið alpha-hemólýtiskir
anginosus hópur inniheldur nokkrar tegundir af flokkum C og F
Þekktur fyrir að vera meinvirkari en hinar tegundirnar
tiltöluga algeng orsök innri ígerða
- hálsbolgur
hvernig er Sýklun- Sýkingar S. pneuminiae?
-Dropasmit frá öndunarvegum
-Sýklun ( náttútuleg heimkynni eru nefkok barna)
-Breitt sviðs alvarlegra sýkinga tengt öndunarfærum ( oftast í kjölfar ertingar slímhúðar af völdum veira eða annars)
hver er aðal meinvirkni strepptococcus pneuminiae?
Hjúpurinn, hafa um 100 hjúpgerðir
hvað einkennir strepptococcus pneuminiae?
Þeri eru oftast tveir og tveir saman
Hvaða streptókokkar eru alpha- hemólýtískir?
strepptococcus pneuminiae
Viridans streptococci- viridans streptókokkar (munnhols streptókokkar):
- Streptococcus anginosus hópur
- S. bovis hópur
- S. mitis hópur
- S. mutans hópur
- S. salivarius hópur
- S. urinalis hópur
Hvaða sýkingar í efri öndunarvegi eru algengastar?
-Eyrnabólga
-Kinnholubólga
-Slímhúðarbólga í augum
Hvaða sýkingar í neðri öndunarvegir eru angengastar?
-Þær eru alvarlegri en í efri öndunarvegi
-Berkjubólga
-Lungnabólga
-Lungnaþemba
Segðu frá hjúpgerð 6B
náði hámarki 1996, minnkað næmi gegn penicillíni var það 26%
Fjölónæmur alþjóðlegur klónn, CC90
Hvaða sýkingar eru Ífarandi sýkingar?
Ífarandi sýkingar eru lífshættulegar.
-Blóðsýking
-Heilahimnubólga
-Bjósthimnubóga
Hvað gerir hjúpurinn í S. pneuminiae?
-Hjúpurinn hindrar að þeir festist í öndunarfæraslími. Tjáningin á hjúpnum breytist þegar þeir festa sig á slímhúð og þá þynnist hjá þeim hjúpurinn.
-Hjúpurinn ver þær einnig gegn ónæmiskerfinu
-Hann hefur festiþræði, auðveldar viðloðun við þekjufrumur
-Autolysin, S. pneuminiae dæla þessu frá sér til að drepa aðra pneumókokka
Hvaða Áhættuhópar eru fyrir pneumókkasýkingar?
Lítil börn, aldraðir og þeir sem hafa skerar varnir vegna sjúkdóma eða merðferðar gegn sjúkdómum
Að hverju beinast bóluefni gegn pneumókokkum?
Beinsast gegn hjúpnum
Segðu frá hjúpferð 19F
Fjölónæmur alþjóðlegur klónn, CC320
- algengasta orsök sýkinga í öllum aldurshópum og flestum gerðum sýkinga nema ífarandi sýkingum
náði hámarki 201
Er enterococcus hluti af normal flóru?
Já í þörmum
Hvað er streptókokkar viridans?
Það er samheiti yfir ýmsar alfa-hemolytiskar tegundir strepókokka. Td S.mutans, S.salivaruis, S.mitis og S.sanguis
Hvað voru enterococcus áður skilgreindir sem?
Streptocpccus vegna þess að þeir hafa fjölsykrur af flokki D í frumuvegg
Er streptókokkar viridans hluti af normal flórunni?
Já í munni og efri loftvegi
Hvaða sýkingar eru algengar hjá enterococcus?
- Þvagfærasýkingar
- Ígerðir í kviðaholi
- Blóðsýking
Hver er meinvirkni streptókokkar viridans?
Hafa flestir litla meinvirkni, en geta valið sýkingum í varnarskerum einstaklingum
Hvernig er sýklalyfjanæmi enterókokka?
Þeir eru ónæmari fyrir sýklalyfjum heldur en streptókokkar. Þeir hafa tekið upp ýmis ónæmisgen frá Gran-neikv þarmabakteríum og borið sýklalyfjaónæmi yfir til Gram-jákvæðra baktería
Er ónæmismyndun í enterócoccum vandamál?
Já það er vaxandi vandamál um allan heim.
Vankómýsin ónæmir stofnar
VRE, hafa breiðst út víða, það þarf að leita sérstaklega að VRE
Segðu frá MÓSA
Methicillin (cefoxotin) ónæmir S.aureus hafa sífellt orðið algengari og í sumum löndum er algengi þeirra mjög hátt.
Ónæmið er vegna breytingar á PBP2 (pensilin bindiprótien 2) – ónæmi gegn öllum beta -laktam lyfjum
MÓSA eru mjög oft fjölónæmir
Næmir fyrir Cefoxitin (beta laktamasa þolið penisillín)
notað í næmisprófum til að skima fyrir MÓSA. Stodnar sem eru næmir eru líka næmir fyrir öllum meta laktam lyfjum nema fyrstu kynslóðir pensilínum og chefaslóporinum.
Eru næmir fyrir clidamycin,genatamicin, erythromicin og vankómýsin
Hvernig eru neisseria (gram neikvæðir kokkar) í laginu
kaffibaunalagi
Segðu frá neisseria (gram neikvæðum kokkum)
mynda ekki spora, óhreyfanlegar, sumar tegundir mynda hjúp. Meinvirkar tegundir eru kröfuharðar um æti og ytra umhverfis skilyrði.
Hvernig tegundir af neisseria (gram neikvæðum kokkum) geta lifað af át kleyfkjarna átfruma og fjölgað sér inni í þeim
meinvirkar tegundir gram neikvæðra kokka
Við hvaða hitastig vaxa neisseria (gram neikvæðum kokkum) illa eða ekki í
undir 30°C
Hver er kjörhitastig neisseria (gram neikvæðum kokkum)
35 til 37°
Allar nema ein tegund af neisseria (gram neikvæðum kokkum) mynda katalasa, hver er sú tegund
N. elongata
Hvort eru neisseria (gram neikvæðum kokkum) oxidasa jákvæðar eða neikvæðar
jákvæðar
Hvar lifir neisseria (gram neikvæðum kokkum)
á slímhúðum spendýra
Hvaða tvær tegundir af neisseriu (gram neikvæðum kokkum) eru meinvirkar og valda sýkingum í heilbrigðum einstaklingi
N. meningitidis og N. gonorrhoeae
Nokkur hluti smitaðra einstaklinga af meinvirkri neisseriu (gram neikvæðum kokkum) verpa heilbrigðir smitberara, hverjir eru það
þeir sem hafa N. meningitidis
Nokkur hluti smitaðra einstaklinga af meinvirkri neisseriu (gram neikvæðum kokkum) verða sýktir en einkennalausir, hverjir eru það
þeir sem hafa N. gonorrhoeae
Það er bólusett ungabörn gegn Neisseria meningitidis (gram neikvæðum kokkum) en hvaða hópum?
A, C, W og Y
Hvaða neisseria (gram neikvæðum kokkum) tegundir tilheyra normalflóru í ödunarfærum
N. lactamica, sicca, flava
Hver er ein megin orsök heilahimnubólgu
neisseria meningtidis
Hvernig smitast neisseria meningitidis (gram neikvæðum kokkum)
oftasat dropasmit frá einkennalausum bera
Hvar finnst neisseria meningitidis (gram neikvæðum kokkum)
í koki
Hver eru einkenni þess að vera með Neisseria meningitidis (gram neikvæðum kokkum)
*Tegundin er Óhreyfanleg
*Mynda IgA próteasa
*Hefur festiþræði sem auðveldar viðloðun
*Hefur hjúp (meinvirkni þátturinn)
Hvaða útbreiddar sýkingar geta komið í kjölfari lekanda
*Liðbólgur
*Húðsýkingar
*Hjartaþelsbólga
Hvaða sjúkdómum getur Neisseria meningtidis (gram neikvæðum kokkum) valdið
*Heilahimnubólgu
*Blóðsýking
*Liðbólgur
*Slímhúðarbólgu í augum
*Kinnholubólgu
*Hjartaþelsbólgu
*Lungnabólgu
Segðu frá Neisseria Gonorrhoeae (gram neikvæðum kokkum)
hafa ekki hjúp, hafa festiþræði, mynda IgA próteasa og eru viðkvæmir fyrir breytingu á umhverfi
Hvernig smitast neisseria gonorrhoeae (gram neikvæðum kokkum)
beint smit af slímhúð ein einstaklings til slímhúð annars með kynmökum, getur einnig verið sýklun nýbura í fæðingu ef móðir er sýkt
Hvaða neisseria (gram neikvæðum kokkum) er kröfuhörð um næringu
gonorrhoea
Hvaða sjúkdómum getur neisseria Gonorrhoeae (gram neikvæðum kokkum) valdið
*Lekandi
*Útbreiddar sýkingar í kjölfarið lekanda
*Augnsýking hjá nýburum
Hverju getur moraxella catarrhalis (gram neikvæðum kokkum) valdið
*Öndunarfærasýkingum
*Eyrnabólgum
*Kinnholubólgum
Hvað er mjög algengt að myndist hjá moraxella catarrhalis
beta lactamasi
Hvaða tegundir af gram neikvæðum stöfum valda öndunarfærasýkingum
*Haemophilus
*Bordetella
*Legionella
Hvaða gram neikvæði stafur er hluti af normalflóru í öndunarfærum manna og margra dýrategunda
haemophilus
Er Haemophilus (gram neikvæðir stafir) loftfælur, loftháður epa valbundin loftfæla
valbundin loftfæla
Hverju getur H. parainfluenzae (gram neikvæðir stafir) valdið
hjartaþelsbólgu og ígerðarmyndun
Hver er þekktasti sjúkdómsvaldur haemophilus ættkvíslarinnar (gram neikvæðir stafir)
heamophilus influenzae
Hvaða sérstaka vaxtarfaktora er haemophilus (gram neikvæðir stafir) kröfuharður um
X faktor = hemin og V-faktor = NAD
Hvernig er greint haemophilus tegundir (gram neikvæðir stafir)
greining byggir á mismunandi þörf fyrir vaxtar foktora og hæfni til að mynda beta hemolysu.
Hverjar eru tegundir Haemophilus (gram neikvæðir stafir)
*Haemophilus influenzae
*H. Parainfluenzae
*H. ducrey (linsæri)
*H. aegyptius
Hvaða H. influenzae (gram neikvæðir stafir) stofn veldur alvarlegustu sjúkdómunum
stofnar með hjúp af gerð B
Á hvaða aldursflokka herjar H. influenzae (gram neikvæðir stafir) mest á
lítil börn, frá tveggja mánaða og þar til ónæmiskerfið hefur þroskast.
Hverju getur H. aegyptius (gram neikvæðir stafir) valdið
slímahúðarbólgu í augum
Hvaða sjúkdómi getur H. ducrey (gram neikvæðir stafir) valdið
kynsjúkdómum
Fyrir hvaða gerð af H. influenzae (gram neikvæðir stafir) eru börn bólusett fyrir
týpu B (Hib)
Hvaða staðbundnu sýkingum geta H. influenza (gram neikvæðir stafir) valdið
*Eyrnabólga
*Skútabólgur
*Langstæð berkjubólga
*Lungnabólga
Hvaða ífarandi sýkingum getur H. influenza (gram neikvæðir stafir) valdið
*Heilahimnubólgu
*Blóðsýking
*Barkaloksbólga
*Liðsýking
Fyrir hvaða sýklalyfjum er H. influenzae (gram neikvæðir stafir) ónæm fyrir
- Penisillíni
- Ampisillíni
- Amoxicillíni
- Sefalótin
Hvað eru bordatella
mjög litlir gram neikvæðir stafir
Hvar finnast bordatella (gram neikvæðir stafir)
allar ættkvíslar eru sýklar í öndunarfærum á dýrum með heitt blóð
Hverju veldur bordatella pertussis (gram neikvæðir stafir)
kíghósta
Hvernig veldur bordatella perussis (gram neikvæðir stafir) kíghósta
sækjast í bifhárklæddar þekjufrumur öndunarfæra og eyðileggur þekjuna, myndar ýmis toxin og hefur meinvirkniþætti sem valda einkennum kíghóstans.
Hvaða litun er notuð til að lita legionella (gram neikvæðir stafir)
immunofluorescence litun
Hvenær eru börn bólusett gegn B. perussis
3,5 og 12 mánaða og 4 og 14 ára
Hversu lengi gengur kíghósti yfir
gengur yfir á 1 til 2 vikur en getur verið hósti í allt að 100 daga
Hvers vegna er frumuveggur legionella (gram neikvæðir stafir) sérstakur
-hann taka ekki upp lit og litast því illa með gramslitum og örðum venjulegum vefjalitunaraðferðum
Hvað er immunofluorescence litun
efni sem endurkasta UV ljósi eru tengd við mótefni sem tengjast á mótefnavaka utan á bakteríunum
Hvaðan skilast mótefnavakar legionellu (gram neikvæðir stafir) út
skilast út í þvagi, eru greinanlegir í þvagsýni
Hver eru heimkynni legionellu (gram neikvæðir stafir)
rakt umhverfi / vatn, (ár og vötn , loftræstikerfi, rakatæki, vatnsleiðslur og blöndunartæki)
Hver er er lang mikilvirkaststi sýkingarvaldur legionellu (gram neikvæðir stafir)
L. pneumophila
Hvaða alvarlega sjúkdómi getur legionella pneumophila valdið
hermannaveiki
Hvaða tegundir eru til af legionellu
- L. pneumophila
- L. longbeachae
Hvaða MacConkey agarinn hindrar hvaða bakteríur
gram jákvæðar bakteríur
Hvað þýðir það ef að baktería er oxidasa neikvæð
þá getut hún annað hvort ekki notað O2 sem loka elektrónuþega eða notað annað cytochrome
Hvað þýðir það ef að baktería er oxidasa jákvæð
þá getur hún notað O2 sem loka elektrónuþega
Hvaða gram neikvæðir stafir vaxa á MacConkey og eru oxidasa jákvæðir
- Pseudomonas
- Vibrio
Hvaða gram neikvæðir stafir vaxa á MacConkey og eru oxidasa neikvæðir
- E. coli
- Klebsiella
Hvaða gram neikvæðir stafir vaxa á MacConkey, eru oxidasa neikvæðir en tilheyra ekki enterobactriales
- Stenotrophomonas
- Acinetobacter
Hvaða gram neikvæðu stafir gera sérstaka kröfu um næringu
- Haemophilus
- Campylobacter
Hvaða skilyrði þurfa að vera til að gram neikvæðir stafir flokkast sem enterobacteriales
þeir þurfa að vaxa á macConkey agar og vera oxidasa neikvæðir
Hvernig eru tegundir enterobacteriales flokkaðar
eftir gerð mótefnavaka á ytri himnu, svipum og hjúp.
Eru enterobacteriales loftháðar, loftfælnar eða valbundar loftfælnar
valbundnar loftfælnar (facualtive anaerobes)
Hver er búseta enterobacteriales
þær tilheyra flestar normal þarmaflóru spendýra
E. coli er mjög fjölhæf baktería, nefndu dæmi hvernig hún er svona fjölhæf.
- Hún finnst í umhverfinu (brýtur niður lífræn efni)
- Getur verið hluti af eðlilegri þarmaflóru
- Geta valdið sjúkdómum í mönnum (þvagfærasýkinga, ígerðir, ífarandi sýkinga)
Hvaða enterobacteriales er alltaf meinvirk?
Salmonella Typhi
Hvaða sjúkdómi veldur enterobacterian salmonella typhi
taugaveiki, finnst einungis í mönnum
Hvar verða flestar sýkingar af völdum enterobacteriaceae
annarst staðar í líkamanum heldur en í þörmum því margar tilheyra eðlilegri þarmaflóru.
Hvaða sjúkdómum geta enterobacteriaceae valdið
*Þvagfærasýkingum
*Yfirborðssýkingum
*Innri ígerðir
*Lungnabólgu
*Blóðsýkingu
*Heilahimnubólgu
*Þarmasýkingum (salmonella og shigella)
Hvaða enterobacteriaceae valda sjúkdómum í þörmum og skilgreinast aldrei sem normal flóra í mönnum
- Salmonella
- Shigella
Enterobacteriaceae þróuðu fyrr með sér ónæmi gegn sýklalyfjum en aðrir flokkar baktería, af hverju?
það gerist til dæmis í löndum þar sem að sýklalyf eru ekki ávísnur skyld og eru þannig ekki notið rétt
Hvaða baktería er algengasta orsök þvagfærasýkingar
E. coli
Eftir hverju eru stofnar Escherichia coli flokkað í
flokkað eftir mótefnavaka og lífefnafræðilegum eiginleikum
Hvaða ættkvíslir eru innan enterobacteriaceae
- Enterobacter
- Klebsiella
- Proteus
- Morganella
- Serratia
- Salmonella
- Shigella
- Yersinia
Fyrir hvað eru non-enterobacteriaceae þekktar fyrir
að vera illa næmar fyrir sýklalyfjum
Hverjar eru helstu ættkvísli non-enterobacteriaceae
- Pseudomonas
- Burkholderia
- Acinetobacter
- Stenothrophomonas
Hvað er algenasta tegund Pseudomonas
Ps. aeruginosa
Nokkrar tegundir acinetobacter eru algengar hvar?
í spítala sýnum
Hvaða tegund burkholderia er þekkt orsök alvarlegrar öndunarfærasýkinga hjá sjúklingum með cystic fibrosis
Burkholderia cepacia
Hvaða sýkingum veldur bakterían Ps. aeruginosa
*Langstæðum þvagfærasýkingum
*Yfirborðssýkingum í sárum
*Langstæðum eyrnasýkingum
*Lungnasýkingum
Fyrir hvað er acinetobacter þekkt fyrir
að vera ónæmur fyrir ýmsum sýklalyfjum
Hvaða baktería orsakar kóleru
vibrio cholerae
Hvaða stenothrophomonas tegund ræktast oft úr sýnum og er frekar algeng orsök spítalasýkinga
stenothrophomonas maltophilia
Hvaða gram neikvæðu kröfuhörðu stafir finnast í meltingarvegi
- Campylobacter
- Helicobacter
Hver er talin hin eiginlega berklabaktería
M. tuberculosis
Hvað þýðir hugtakið komplex
oft notað þegar aðgreining er flókin og hefur litla klíníska þýðingu
Hvaða sjúkdómi er algengast að M. tuberculosis valdi
lungnaberklum
Eru mycobacterium loftháðar, loftfælnar eða valbundnar loftfælnar bakteríur
loftháðar (aerob), sumar geta samt vaxið í andrúmslofti þar sem súrefni er minnkað en er þó enn til staðar
Hvernig hreyfast mycobacterium
óhreyfanlegar
Eru mycobacterium vatnsfælnar
já vegna þess að þær hafa mikið fituefnum í frumuveggnum
Mynda mycobacterium spora eða hjúp
nei mynda hvorki spora né hjúp
Hvernig er frumuveggur mycobacterium uppbyggður
hann er sýrufastur, N-glycolylmuramic sýra í stað N-acetylmuramic sýru í peptídóglýkanlaginu og hefur mjög mikil fituefni
Hvað eiga mycobacterium sameiginlegt með sýruföstum bakteríum
litunar aðferðir, blanda af saltsýru og alkóhóli er notuð til aflitunar
Hversu hratt vaxa mycobacterium
mjög hægt, vöxtur kemur fram á 2-60 dögum
Hver er skiptingartími mycobacterium
20 til 36 klst
Hvers vegna vaxa mycobacterium hægt
vegna þess hve vatnsfælinn frumuveggurinn er, þær klumpast saman og næring kemst ekki að.
Hvernig próf gefur okkur fljót svar um berkla
PCR
Hversu margar tegundir af mycobacterium eru þekktar
150
Hvernig bakteríur eru flestar mycobacterium
umhverfis bakteríur (valda ekki berklum)
Hvaða mycobacterium tuberculosis komplexar eru til
- Mycobacterium bovis
- Mycobacterium africanum
Hvaða sjúkdómi veldur bakterían Mycobacterium africanum
veldur einkennum líkt og berklar
Hvaða sjúkdómi veldur bakterían Mycobacterium bovis
veldur nautaberklum og einkennum líkum berklum í mönnum
Hvaða sjúkdómi veldur bakterían mycobacterium tuberculosis
veldur berklum
Hvaða hópar af mycobacterium eru til fyrir utan mycobacterium tuberculosis
*Ekki berklavaldandi (non-tuberculous)
*Fljótvaxandi
*Mycobacterium leprae
Hvaða sjúkdómi veldur bakterían Mycobacterium leprae
holdsveiki
Hvaða tegundir eru til af Fljótvaxandi mycobacterium
- M. fortuitum group
- M. chelonae
- M. abscessus
Hvaða tegundir eru til af M. avium komplex
- M. kansasii
- M. scrofulaceum
- M. avium-intracellulare
Hvaða tegund mycobacterium er þekkt hjá HIV sjúklingum
non-tuberculous mycobacterium
Hvaða komplex er til af non-tuberculous mycobacterium
M. avium komplex
Hver er dánartíðni af völdum mycobacterium tuberculosis komplex
2,9 milljónir á ári
30% dauðsfalla HIV sjúklinga er vegna hvers?
berkla
Hvernig smitast berklar
með úðasmiti
Hverju tengist meinvirkni berklasýkingar
tengist hæfileikanum til að fjölga sér innan hnattkjarna átfrumu
Hvernig er smitleið og þróun berklasjúkdóms
- Úðasmit til lungnablaðra
- Bakteríurnar teknar upp af alveolar makrófögum
- Flytjast með makrófögum til nærliggjandi eitla
- Fjölga sér hægt í makrófögum í eitlum
- Eyðileggja makrófagana og losna þar með út og eru teknar upp af öðrum
- Dreifast um líkamann með sogæðum og blóði
Hvað sýnir berklapróf
hvort einstaklingur hefur myndað mótefni gegn bakteríunni
Hvað er antigen fyrir berkla
Tuberculin
Hvað er tuberculin
prótein úr bakteríunni
Hvaða bóluefni er notað gegn berklum
bacillus Calmette Guerin
Hvert er innihald bacillus Calmette Guerin bóluefnisins
lifandi veiklaða M. bovis
Hvernig eru sýklar flokkaðir
eftir áhættu
Af hvaða áhættuflokki eru flestir sýklar sem er unnið með á sýkla og veirufræðideildinni
BSL 2
Af hvaða áhættuflokki er mycobacterium tuberculosis
BSL 3
Hvaða orð er oftast notað yfir eðlilegu bakteríuflóru líkamans?
Microbiota
Hvað er sýkill?
Sjúkdómavaldandi baktería, ekki hluti microbiotu
10% af frumum líkamans eru okkar eigin frumur, restin er?
Bakteríur
Hvað er tækifæris-sýkill?
Það er baktería sem er hluti af microbiotu en getur valdið sýkingum
Tækifæris-sýkill getur valdið?
Minnkaðri virkni ónæmiskerfisins
Hvað kallast það þegar bakteríur ferðast milli einstaklinga?
Transmission
Hvað kallast það þegar bakteríur ferðast innan einstaklings?
Translocation
Hvaða vefir eru búsvæði fyrir örverur?
Yfirborðsvefir eins og húð, slímhúð en einnig meltingarvegur
Hvaða vefir dýra eru yfirleitt bakteríufríir?
Innri vefir eins og blóð, heili og vöðvar
Hver eru áhrif microbiotu?
-Verna hýsilinn (hindra aðgang sýkla og örva ónæmiskerfið)
-Getur valdið sýkingum (ef stöðuleika er raskað og komast í vefi sem vanalega eru steríl ss lungu og blóð)
Hvaða bakteríur finnst strax eftir fæðingu?
- Streptococcus
- Actinomyces
Það eru engar bakteríur í börnum við fæðinu, fyrstu bakteríur finnst strax eftir fæðingu
Hvað fá börn ekki í sig ef þau fæðast með keisaraskurði?
Þau fá ekki í sig örveruflóruna úr fæðingarvegi móðursinna
Sýkingar af völdum microbiotu ef bakteríurnar ná að vaxa í yfirmagni (4)
-Toxic shock syndrome
-Candidiasis/sveppasýkingar
-Tannholdssýkingar
-Tannáta
Sýkingar af völdum microbiotu þegar bakteríurnar komast á stað sem þær eiga ekki að vera á (5)
-Infective endocarditis
-Blóðsýkingar
-Pneumococcal lungnabólga
-Þvagfærasýkingar
-Matarsýkingar
Hvað er fecal transplant?
Bættur insúlín búskapur
Hvaða óþægindi koma frá microbiotu og hvers vegna koma þau?
And-, tá- og svitafýla. Stafar af niðurbrotnsefnum frá örverubiotunni
Offita og þarmabiota?
Tengsl á milli örverubiotu í þörmum og offitu.
-Aukin orkuupptaka úr trefjum, bakteríur brjóta flóknar trefjar niður og mynda stuttar fitusýrur
-Aukin upptaka á LPS með fituríkt fæði -> veik bólgunarsvar
Eru margar bakteríur í þvagi?
Nei, þær vaxa mjög illa og fjölga sér oftast ekki í þvagi (þvag er sterílt)
Er mikið af bakteríum í þörmunum?
Mjög mikið af bakteríum, 1-2kg af bakteríum
Hvað finnast margar bakteríur í munnholinu?
500 – 1000
Hvaða örverur eru í húð og hári (7)?
-Staphylococcus epidermidis
-Staphylococcus aureus
-Streptococcus (mest enterococcar eða viridans streptococcar)
-Corynebacterium sp
-Lítið af gram-neikvæðum
-Sveppir
Virka sýklalyf bara á þær bakteríur sem valda einkennum?
Nei þau virka á allar næmar bakteríur
Hefur öndunarvegurinn bakteríur?
Neðri er steríll (lungun) en eftir hefur bakteríur. T.d staphylococcus í nefi, strephococcus í munni. Einnig pneumococcus, corynebacterium, haemophilus og neisseria
Hvaða bakteríur eru í maganum?
Lactobacilli, streptococci og bacillus
Hvaða tegundir af bakteríum eru í leggöngum (8)?
-Lactobacillus
-Carynebacterium
-Streptococcus D og B
-Staphylococcus
-Bacteroides
-Prevotella
-candida
Er mikið af bakteríum eru í smágirni?
Það er frekar lítið af bakteríum
- gram neikv stafir
- gram jákv stafir
- gram jákv kúlur
Hvað er probiotics?
Það eru bætibakteríur, góðum bakteríum bætt í fóður
Nenfdu gram jákvæðir anaerobe
- Proprionebacterium
- Clostridium
Hver eru áhirf á microbiotu?
- Efnaskipti
- Ónæmiskerfið
- Taugakerfið
- Hormónakerfið
Nefndu gram jakvæðir aerobe stafina
- Corynebacterium
- Lactobacillus
- Bacillus
- Listeria
- Nocardia
Hvað er fecal transplant?
Þegar saur er fluttur frá gjafa til þega
Gram neikvæðir anaerobe stafir
- Bacteroides
Hvaða sjúkdómi eru Corynebacterium helst að valda
hjartaþelsbólgu
Hvaða sjúkdómi valda Corynebacterium diphteriae stofnar sem mynda toxin
barnaveiki
Eru börn á íslandi bólusett gegn barnaveiki
já
Hvar lifa flestar tegundir corynebacterium
lifa sem hluti af normalflóru á húð og slímhúð
Hvar finnst proprionibacterium acnes
á húðinni sem normal flóra
Hverju getur Corynebacterium jeikeium valdið
innri ígerðum
Hvaða tegund Corynebacterium er illa næm fyrir sýklalyfjum
Corynebacterium jeikeium
Hvernig vinnur diphtheria toxin í barnaveiki
vinnu bæði staðbundið og dreifist með blóði og getur haft áhrif á mörg líffærakerfi
Hvernig veikjast sjúklingar með barnaveiki
byrja sem hálsbólga og síðan ,myndun himnu í koki
Hvers vegna myndast unglingabólur
ofnotkun tetracycline, myndar ónæmi ýmissa bakteríuteguna
Hvað bendir mikið magn af lactobacillus í munni til
langt genginna tannskemmda
Hvað einkennir heilbrigða flóru í leggöngum
mikið af lactobacillus og lítið magn af öðrum tegundum
Hvar finnst lactobacillus
sem hluti af normalflóru í munni, þörmum og leggöngum
Hvernig smitast listeria
með mengaðri fæðu
Hvernig kemst listeria til fósturs
í gegnum fylgjuna
Hvers konar sýkill er listeria
innanfrumu
Hvaða tegund listeriu getur valdið alvarlegum sýkingum
listeria monocytogens
Hvaða sýkingum getur listeria monocytogens valdið
*Heilahimnubólgu
*Blóðsýkingum í fóstrum, nýburum og varnarskertum
Hvaða mat skulu barnshafandi konur varast
*Hrámjólk (osta)
*Hráan fisk (reyktur og grafinn)
Hvers konar bakteríur er bacillus
gram jákvæður sporamyndandi aerob stafur
Hvaða tegund bacillus er vel þekkt sem orsök matareitrun
bacillus cereus
Hvers konar bakteríur eru flestar tegundir bacillus
umhverfis bakteríur sem valda ekki sýkingum
Hvaða sýkingum geta bacillus anthracis sporar valdið
- Sárasýkingar
- Lungnasýkingar
Í hvaða áhættuflokki er bacillus anthracis
3, ýtrustu varúðarreglum er beitt við vinnslu
Hvaða tegund bacillus veldur miltisbrandi í dýrum
bacillus anthracis
B. anthracis toxinin skiptist í þrennt
- Edema toxin
- Lethal toxin
- Protective antigen
Þegar að menn senda póst á stofnanir, fyrirtæki og fleira með hvítu dufti að hvaða bakteríu er leitað að
bacillus anthracis
Hverju veldur lethal toxin frá bacillus anthracis
vefjaskemmdum
Hver er dánartíðni miltisbrands
20%
Hvað er einkennandi fyrir miltisbrand
myndast einkennandi svört kýli geta borist þaðan til eitla og síðan út í blóði.
Hvernig veldur miltisbrandur lungnasýkingu
þegar að sporum er andað inn
Hvað einkennir lungnasýkingar af völdum miltisbrands
blæðandi eitla og miðmætisbólgu
Hvað gerist ef lungnasýking af völdum miltisbrands er ómeðhöndluð
þá er dánartíðnin nánast 100%
Hvaða clostridium baktería veldur stífkrampa
C. tetani
Hvernig stafir eru clostridium
gram jákvæðir sporamyndandi anaerobe stafir
Hvar finnast clostridium
í normalflóru í þörmum á manna og dýra
Hvaða clostridium baktería veldur bótulismus
C. botulinum
Hvaða clostridium baktería veldur drepi með gasmyndun
C. perfringens
Hvaða clostridium baktería veldur sýkingu í ristli
C. difficile
Hvaða clostridium baktería veldur mjúkvefjasýkingar
C. perfringens
Hvaða clostridium baktería veldur Matareitrun
C. perfringens
Nefndu gram neikvæða anaerob stafir
- Bacteroides
- Porphyromonas
- Prevotella
- Fusobacterium
Gerja Porphyromonas sykur
nei
Gerja Prevotella sykur
já
hverjir eru algengustu anaerob sýkingavaldarnir
rof á slímhúðum eða hjá varnarskertum
Hvar finnst veillonella
sem normalflóru í munn og í leggöngum
Hvenær valda bacteroids sýkingum
þegar þeir berast til vefja eða í blóð við rof á þörmum eða ristli
Hvaða gram neikvæða anaerob stafir eru algengastir til að valda sýkingum
Bacteroides fragilis
Hvernig sýkingum veldur veillonella ef hún veldur þeim
blönduðum sýkingum