Heimapróf 4 Flashcards
Rétt eða rangt?
Stofn lífvera sem mótast af kynbundnu vali (sexual selection) verður ekki fyrir áhrifum nátttúruvals (natural selection)
Rangt
Rétt eða rangt?
Þegar einstaklingar hafa nokkurn veginn jafnt bil sín á milli = jöfn dreifing (regular distribution) eru þeir að forðast hvern annan, einkum vegna samkeppni um auðlindir
Rétt
Rétt eða rangt?
Engin dæmi eru um að plöntur stundi kynbundið val (seuxal selection)
Rangt
Rétt eða rangt?
Þegar útbreiðsla stofna er skoðuð á stórum skala sést að einstaklingarnir eru tilviljunardreifðir
Rangt
Rétt eða rangt?
Raunvist (realized niche) tekur tillit til takmörkunar grunnvista (fundamental niche) vegna samskipta við aðrar lífverur
Rétt
Rétt eða rangt?
Í hverju búi laufskurðamaura eru margar frjóar drottingar sem hver um sig framleiða eina gerð af vinnumaurum
Rangt
Rétt eða rangt?
Ef tvö karlkyns ljón mynda með sér bandalag og ná völdum í ljónahóp, þá eru meiri líkur á að þessi tvö karlljón séu óskyld hvor öðru, heldur en ef um væri að ræða bandalag fjögurra karlljóna eða fleiri
Rétt
Rétt eða rangt?
Á meðal æðvængja (Hymenoptera) í samfélagsskyldum búum, geta systur verið erfðafræðilega skyldari hver annari en mæðgur
Rétt
Fleiri en eitt rétt svar.
Það sem ræður mestu um hvort tegundir séu algengar eða fágætar í náttúrunni er:
- Landfræðileg útbreiðsla (geograpich range)
- Búsvæðaþol (habitat tolerance)
- Stærð staðbundinna stofna (local population size)
Hvers vegna var nauðsynlegt að taka tillit til hentugra staða fyrir býflugnabú í skóginum áður en hægt var að draga þá ályktun að dreifingin færi eftir því hve tegundirnar eru árásargjarnar?
Til þess að vera viss um að atferli býflugnanna valdi þessari dreifingu, þá þarf að kortleggja og skoða mögulega staði á svæðinu
Hvaða þróunarfræðileg áhrif hefur það að í stærri bandalögum karlljóna eru nær eingöngu nánir ættingjar?
Þá eru öll karlljónin í bandalaginu í rauninni að nýta orkuna sína og tíma til að efla hæfni heildarinnar, jafnvel þótt sum eignist ekki afkvæmi sjálf
Rétt eða rangt?
Miðað við reglu Hamiltons, þá myndu hjálpsamir einstaklingar ná meiri árangri í ættingjavali með því að aðstoða hálfsystkini sín við uppeldi unga, heldur en að aðstoða systkini sín
Rangt
Rétt eða rangt ?
Landfræðileg útbreiðsla tegunda ræðst fyrst og fremst af samskiptum við aðrar tegundir, en ekki af umhverfisþáttum eins og hitastigi og úrkomumagni
Rangt
Hver er rétt lýsing á “vist” (niche)?
Vist er hugtak sem nær yfir þá umhverfisþætti sem hafa áhrif á lifun, æxlun og vöxt tegundar
Hvað geta kvenkyns gúbbýfiskar grætt á því að makast við litskrúðuga karlfiska?
Það er líklegra að gen þeirra komist áfram til næstu kynslóðar, því litskrúðugir karlar verða þá fleiri í afkvæmahópi þeirra