Heimapróf 3 Flashcards
Rétt eða rangt?
Fæðunám kjötæta getur valdið því að hermilitir/varnalitir þróast hjá dýrunum sem veiða sér til matar, hvort sem um er að ræða Müllerian eða Batestian hermiliti
Rétt
Rétt eða rangt?
Nærvirði (microclimate) lýsir langtímabreytingum í loftslagi á litlu svæði
Rangt
Rétt eða rangt?
Saguro-kaktus og drómedari eiga það sameiginlegt að draga úr uppgufun og/eða útgufun til að spara vatn
Rétt
Rétt eða rangt?
Virkniferlar (functional response) af týpu nr.2 hjá dýrum, einkennast af því að hraði fæðuöflunnar með auknu fæðuframboði eykst á meðan fæðuframboð er lítið, en smám saman dregur úr hraða aukningarinnar við aukið fæðuframboð
Rétt
Fleiri en eitt rétt svar.
Hvernig gæti aukning CO2 í andrúmsloftinu breytt möguleikum plantna eftir því hvaða ljóstillífunarferli þær nota?
- C4 plöntur myndu ráða betur við þurrka sem fylgdu hlýnandi loftslagi en C3 plöntur
- Aukning á CO2 styrk andrúmsloftsins myndi auðvelda C3 plöntum að ná sér í kolefni til ljóstillífunar
Beinfiskar í sjónum…
Þurfa að vinna gegn vatnstapi úr líkamanum og aukningu á salti úr líkamanum. Þeir leysa málið með því að drekka sjó og losna við söltin úr líkamanum með hjálp sérhæfðra frumna í tálknum
Fleiri en eitt rétt svar.
Hver eftirtalinna lífveru hópa geta haft stjórn á líkamshita sínum?
- Hemotherms
- Ectotherms
- Endotherms
Plöntutegundin skúnkakál (skunk cabbage) hitar sig snemma á vorin með?
Orkubrennslu (metabolism)
Rétt eða rangt?
Á svölum sólardegi eru blómin hjá Dryas Integrifolia heitari en loftið umhverfis blómið.
Rétt
Efnaskiptavatn (metabolic water)
Nefnist það vatn sem losnar við frumuöndun (cellular respiration)
Vaxtarlag og litur fjallplatna kemur þeim oft að gagni við að nýta sér sólarljós til upphitunar.
Þetta er dæmi um:
Áhrif nærviðris (microclimate)
Rétt eða rangt?
Skordýrið söngtifa, Cicada er næturdýr sem tillir sér á greinenda runnum í eyðimörkum og syngur. Á daginn skríður söngtifan í holur undir gróðri til að kæla sig og spara vatn
Rétt
Rétt eða rangt?
Hugtakið hitaþolmörk (thermal neutral zone) er notað yfir ákveðið hitabilstig umhverfisins, þar sem efnaskiptahraði viðkomandi dýrategundar er í jafnvægi. Ef hitastig umhverfisins er lægra en hitaþolmörkin eykst hraði efnaskiptanna mikið.
Rétt
Orkuöflun…
Er fjölbreyttust meðal dreifkjörnunga (prokaryotes) en þar finnast efnatillífandi, ljóstillífandi og ófrumbjarga lífverur