Grunnhugtök og skilgreiningar Flashcards
Félagsleg faraldsfræði
Er undirgrein faraldsfræði sem fæst við félagslega útbreiðslu og félagslega áhrifaþætti heilsu og sjúkdóma
Endemic (landlægur sjúkdómur)
Sjúkdómur sem hefur viðvarandi tíðni í ákveðnu svæði eða í ákveðnum hóp. Dæmi: hlaupabóla
Epidemic (faraldur)
Vísar til sjúkdóms umfram venjulega tíðni á ákveðnu svæði eða í ákveðnum hóp. Dæmi: inflúensa
Pandemic (útbreiddur sjúkdómur, heimsfaraldur)
Vísar til mikillar útbreiðslu sjúkdóms innan meginlands eða alls heimsins. Dæmi: Svarti dauði á 14.ökd, spænska veikin 1918-1920, HIV og vissir influensunafaraldrar fram á þennan dag
Prevalence (algengi)
Hlutfall sjúkdóms eða slyss í hóp á tímabili
Incidende (nýgengi)
Hlutfall nýrra tilfella sjúkdóms eða slyss í hóp á tímabili
Agent (sjúkdómsvaldur)
Þáttur sem hefur áhrif á uppkomu eða tilurð sjúkdóms
Host (hýsill)
Eistaklingur sem getur fengið tiltekinn sjúkdóm (smitast)
Skiptist í:
- Immunity (ónæmi): meðfætt/passíft eða áunnið/akíft
- Inherent resistance (innra viðnám)
Vector (beri)
Lifandi vera sem flytur sjúkdómsvald í hýsil
Carrier (smitaður beri)
Smitaður einstkalingur sem flytur sjúkdómsvald milli manna. Hann getur sjálfur verið einkennalaus (“asymptomatic”), haft forstigseinkenni (presymptomatic), eða einkenni sjúkdóms (symptomatic)
Smitstuðull (grunnsmitstuðull)
Meðalfjöldi einstaklinga sem smitaður einstaklingur smitare
Meinvirkni
Geta sjúkdómsvalds til að sýkja smitaðan einstakling
Uppspretta
Menn, dýr, plöntur, jarðvegur eða úrgangur þar sem sjúkdómsvaldar halda til og fjölga sér
Umhverfi (environment)
Ytri aðstæður einstaklings sem hafa að geyma uppsprettur, sýkingaleiðir, áhættuþætti og orsakir heilbrigðisvandamáls
Áhætta
Líkur á að einstaklingur verði fyrir atburði (sjúkdómi eða kvilla)
Áhættuþáttur
Þáttur sem eykur líkrunar á atburði (t.d sjúkdómi eða slysi) kallast áhættuþáttur (risk factor). Áhættuþáttur þarf ekki endilega að vera orsök atburðarins
Reykjanleg áhætta
Hlutfall sjúkra/veikra meðal þeirra sem hafa áhættuþátt (p1) mínus hlutfall sjúkra/veikra meðal þeirra sem ekki hafa áhættuþátt (p2)
Rekjanleg áhætta í þýði
Reiknast sem hltufall þeirra sem fá sjúkdóm í þýði (p0) mínus hlutfall þeirra sem fá sjúkdóm meðal þeirra sem ekki hafa áhættuþátt (p2)
rekjanleg áhættuprósenta í þýði
Er ((p0-p2)/p0)*100 segir til um hlutfall sjúkdómstilfella í þýði sem má rekja til áhættuþáttar
Hlutfallsleg áhætta
Hlutfall sjúkra/veikra meðal þeirra sem hafa áhættuþátt deilt með hlutfalli sjúkra/veikra meðal þeirra sem ekki hafa áhættuþátt
Forvarnir
Fyrsta stigs forvarnir
- að fyrirbyggja uppkomu heilbrigðisvandamáls í samfélagshópum. Dæmi: heilbrigðisfræðsla til samfélagshópa (s.s kynfræðsla eða sjálfsstyrkingarnámskeið), bann við sólbekkjanotkun barna, reglur um vinnslu og geymslu matvæla, tóbaks- og áfengisgjöld, flúor í drykkjarvatni, aðgreining akstursstefnu í umferðinni
Annars stigs forvarnir
- að greina og meðhöndla (helst lækna/uppræta) heilbrigðisvandamál sem er á forstigi eða byrjunarsitigi. Dæmi: skinum t.d fyrir krabbameini, vökvatapsmepferp við niðurgangssýki (gefa blöndu af matarsalti, sylri leyst upp í vatni), aðgerðir sem fyrirbyggja endurkomu einkenna
Þriðja stigs forvarnir
- að draga úr starfs-eða hreyfiskerðingu eða á annan hátt að auka lífsgæði krónískra sjúklinga. Þetta er hægt að gera með lyfjagjöf, skurðaðgerðum, sjúkraþjálfun og starfs- og iðjuþjálfun. Sem dæmi má nefna magabandsaðgerðir, heyrnatæki eða gervilim, eða sundleikfimi fyrir langveikra
Skimun
Skipulögð leit að heilbrigðisvandamáli í hóp til að finna einstaklinga sem eru með forstigseinkenni sjúkdóms eða sjúkdóm á byrjunarstigi
Með skimunarprófi telst einstaklingurinn jákvæður eða neikvæður gagnvart sjúkdómnum
Skimunarpróf eru ekki fullkominn. Einstaklingar geta verið falskt jákvæðir, falskt neikvæðir, rétt jákvæðir og rétt neikvæðir
Næmi
Skimunarprófs snýst um hve vel því tekst að auðkenna þá sem í reynd eru með heilbrigðisvandamálið. Formúlan er: TP/(TP+FN)
Sértæki
Skimunarprófs snýst um hve vel því tekst að auðkenna þá sem í reynd eru ekki með heilbrigðisvandamálið
Forman er: TN(TN+FP)