GRR og fatlanir barna Flashcards
Hvert er hlutverk Greingarstöðvarinnar varðandi börn og unglinga með þroskaraskanir? (2)
- Að efla lífsgæði þeirra
2. Að bæta framtíð þeirra
Í hvaða þrjár einingar skiptist starfsemi Greiningarstöðvarinnar?
- Klínískt starf
- Fræðsla
- Rannsóknir
Hvaða börn njóta forgangs inn í Greiningarstöðina?
Börn með mesta skerðingu í þroska og færni
Hver eru þjónustustigin 3 hjá börnum með alvarlegar þroska- og geðraskanir?
- Heilsugæslan, leik- og grunnskólar
- Ráðgjafarþjónustur, starfandi sérfræðingar, greiningarteymi
- Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, BUGL
Hvað er mikilvægt að skoða við mat á þroska barns?
muna eftir almennu heilsufari og félagslegum aðstæðum
Hvenær getur barn sýnt samhverfar hreyfingar útlima, myndað augnsamband og brugðist við hljóði?
Við 2-4 vikna aldur
Hvenær getur barn brosað, opnað lófa og lyft höfði?
Við 6 vikna aldur
Hvenær getur barn haldið höfði í nokkrar sekúndur, þekkt móður sína og hjalað?
Við 3 mánaða aldur
Hvenær getur barn velt sér af baki, látið taka sig upp og bablað?
Við 6 mánaða aldur
Hvenær getur barn að setið vel óstutt, togað sig upp í standandi stöðu, vinkað og klappað?
Við 10 mánaða aldur
Hvenær getur barn gengið án stuðnings, borðað sjálft með skeið eða gaffli og notað 6-10 orð?
Við 18 mánaða aldur
Hvenær getur barn sparkað bolta, hoppað jafnfætis og talað i minnst 3-5 orða setningum?
Við 3 og 1/2 árs aldur
Hvenær getur barn hoppað á öðrum fæti, farið sjálft á salerni, hlustað og skilið frásögn og sagt f, k, r, s og þ?
Við 5 ára aldur
Hvernig vaknar grunur um seinþroska eða fötlun hjá barni? (4)
- Ef útlitseinkenni eða meðfæddir gallar á innri líffærum finnast - getur komið snemma
- Veikindi á fyrstu vikum ævinnar - sérstaklega fyrirburar
- Foreldrar sjálfir að lýsa yfir áhyggjum
- Starfsfólk á leikskóla fer að gruna
Hvaða greindarvísitölubil á normalkúrfu greindarvísitölunnar sýnir börn með námserfiðleika?
Greindarvísitala á bilinu 70-85