Frá kynslóð til kynslóðar 4.2 Flashcards
Frumur skipta sér til að…
skipta út dauðum frumum fyrir nýjar, þær búa til afrit af sjálfri sér. Þannig fara erfðaupplýsingar frá foreldrum til barna/afkvæma
Jafnskipting eða mítósa
Er þegar fruma skiptir sér með því að búa fyrst til afrit af DNA sameindunum í sér og DNA gormurinn raknar upp og til verður nákvæmt afrit af upphaflegu frumunni sem skilur sig í sundur frá miðjunni - pínu eins og copy/paste og svo slíta í sundur
Hvað eru margir litningar í frumu mannslíkamans
46 litningar, 23 pör (23 litningar eru frá mömmu og 23 frá pabba)
Hvað er í litningapari nr 23?
Kynlitningur x (stærri) og y (minni) litningar (kona eða karl) sem ákveða hvort kynið einstaklingurinn verður
Rýriskipting eða meiósa
er þegar kynfrumurnar myndast í sérstakri frumuskiptingu sem er öðruvísi því að þá fara fjöldi litninga í helming. Rýri þýðir að eitthvað minnkar en orðið bendir á að í skiptingunni verða til egg eða sáðfrumur
Hvað kallast frjóvgað egg (sáðfruma er komin inn í eggið)
Okfruma (ókeyfruma til að muna). Okfruman er fyrsta fruma hvers einstaklings
Hvernig skiptir ok fruman sér?
Með jafnskiptingu, fyrst tvær, svo fjórar, svo átta og svo koll af kolli
Hvernig er kynið ákveðið?
Það fer eftir því hvaða sáðfruma nær að fara fyrst inn í eggfrumuna.