Félagsleg málvísindi Flashcards
Hver er munurinn á ómeðvitaði máltöku annars vegar og meðvituðu málfræðinámi hins vegar?
Ómeðvituð máltaka er sú þekking sem barn aflar sér við maltökuna og er það ferli áreynslulaust og gerist því sem næst sjálfkraft. Hins vegar talað um meðvitað málfræðinám þegar barn lærir við máltökuna. Meðvitað malfræðinám á sér yfirleitt stað í skóla, t.d þegar orðaforði máls er flokkað í orðflokka
Hversvegna eiga börn mjög auðvelt með að tileinka sér málhljóð, áherslu og tónfall í nýju tungumáli?
Ungbörn eru mjög næm á málhljóð, tónfall og áherslur sem gerir að verkum að þau ná t.d hreim erlendra tungumála oft mun betur en þeir fullorðnu
Tínið til nokkrar sagnir sem þið teljið algengar að börn beygi á rangan hátt
Láta-látti, fara-faraði, byggja-byggjaði, búa-búði, lesa-lesaði
Til hvers notar barnið hjalið
Barnið leikur sér að hljóðunum. Með því að hlusta á eigið hjal lærir það smám saman að búa til ný og ný hljóð
Um hvað eru fyrstu orð barna um allan heim? Hver eru helstu umræðuefni barnanna?
Um helmingur orðanna er um alls kyns áþreifanlega hluti eins iv mat og fót. Hinn helmingurinn samanstendur af orðum yfir aðgerðir og hreyfingu. Dæmi: upp, borða, vilja, já
Hvað er átt við með hugtakinu máltökuskeið eða markaldur og yfir hvaða timabil nær það?
Það timabil þegar hugurinn er virkastur í að læra mál. Þá er talað um tímabilip frá fæðingu fram að kynþroska. Nýjar rannsóknir benda þó til þess að þetta skeið endu mun fyrr.
Langsniðsathugun
Fylgst er með barni í langan tíms og tal þess er tkip upp með ákveðnu millibili. Þess er gætt að barnið verði ekki þvingað í rannsóknaraðstæðum
Þversniðsathugun
Sérsamin próf eru lögð fyrir stóran hóp barna á ákveðnu aldurskeiði með það fyrir augum að kanna ákveðin atriði í máli þeirra
Hvaða merkir virkt tvítyngi?
Þegar barn lærir tvö tungumál á barnsaldri og notar þau jöfnum höndum í uppvextinum
Hvað eru svokölluð úrdráttarorð
Svona, eiginlega, þú veist
10 orð sem konur nota frekar en karlar
Karrýgulur, kóngablár, fölbleikur, rúbínrauður, sjarmerandi, krúttlegur, blíður, kósí, huggulegur og smart
Hvað er höggmæli
Höggmæli lýsir sér í því að borið er fram raddbandalokhljóð í staðinn fyrir ófráblásið lokhljoð. Það er eins og viðkomandi höggvi hljóðinu fram
Hvernig lýsir ks-framburður sèr?
Lýsir sér í því að borið er fram uppgónmælt lokhljoð á undan s í stofni orðs þar sem aðrir bera fram uppgómmælt önghljóð. Þetta má heyra í orðum eins og vaxa og hugsa
Hljóðgerving
Er orð líkir eftir hljóðum í nátturunni
Tvítyngi
Einstaklingur hefur tvö tungumál á valdi sínu