félagsfræði kafli 6 Flashcards
stjórnkerfi
Kerfi stofnanna þar sem nokkrir einstaklingar verða sér út um vald og beita því gagnvart öðrum
Skilgreining Max Weber um vald
Möguleikinn á að stjórna hegðun annara með eða án samþykkis þeirra
lögmætt vald
réttur sem fólk í samfélaginu samþykir að gefa ákveðnum stofnunum til að stjórna (t.d. lögregla, dómstólar)
ólögmætt vald
þegar fólk trúir því að einhver beiti valdi þegar það hefur ekki rétt til þess
þjóðríki
Samfélag þar sem ríkisvaldið hefur fullveldi yfir t.d. landsvæði, þ.e. einokar réttinn til valdbeitingar
Hefðbundið yfirráð
Í stjórnkerfi sem byggist á hefðbundnum yfirráðum helgast valdið af fornum venjum. Dæmi um hefðbundið yfirráð er t.d konungsveldi.
Lagalegt yfirráð
Stjórnarkerfi getur einnig verið byggt á laglegu yfirráði. Valdhafarnir geta aðeins beitt valdi innan lagalega skilgreindra marka.
Náðarvald
Náðarvald er vald sem byggir á persónutöfrum einshvers tiltekins einstaklings. Dæmi um einhvern með náðarvald er t.d Jesús, Hitler, Gandhi, Lennon og fleiri.
þjóðríki
Er samfélag þar sem ríksvaldið hefur fullveldi yfir afmörkuðu landssvæði og getur breytt þvingunum.
ríkisvald
Æðsta stjórnunarstig nútímaþjóðfélaga.
lýðræði
Kemur úr Grísku og merkir stjórn fólksins. Megin stoðir lýðræðis eru að hafa frelsi og jafnrétti.
beint lýðræði
Beint lýðræði er það þegar að fólk tekur þátt í löggjafarstarfseminni með beinum hætti. Það setur lög sjálft. T.d Þjóðaratkvæðagreiðslur
Fulltrúalýðræði
Er stjórnarform þar sem allir þegnar þjóðfélagsins kjósa æðstu valdahafana, þá sem fara með löggjafarvaldið og æðsta framkvæmdarvaldið.
Umboð fulltrúa getur verið ýmist bundið eða óbundið.
þingræði
Þingræði getur tekið á sig mynd bæði lýðveldis og kongungsdæmis.
löggjafarvald
Hlutverk löggjafarvalds er að setja lög, breyta þeim eða fella úr gildi. Löggjafarvaldið er mikilvægasti stjórnkerfisaðilinn.
framkvæmdarvald
Framkvæmdarvald sér um að framkvæma reglurnar og taka ákvarðanir um mál og athafnir og það er í verkahring dómsvaldsins að skera úr ágreiningi um framkvæmdir laga og lögmæti athafna.
dómsvald
Dómsvald sér um að sjá til þess að framkvæmdarvaldið hafi farið rétt að.
Lýðveldi
Lýðveldi er það þegar æðsti valdhafinn, forseti, er kosinn af þegnum, í almennum kosningum eða á þingi.