félagsfræði kafli 3-5 Flashcards
Hverju má líkja Félagsgerðinni við?
hús sem hefur ákveðna grunnþætti
Samfélag
Er hópur fólks sem deilir sama landsvæði, hefur samskipti sína á milli og býr við sömu menningu. Þarf ekki að hafa mjög skýra uppbyggingu eða stjórnkerfi.
Þjóðfélag/þjóðríki
Er samfélag þar sem æðsti valdhafi, t.d. ríkisstjórn Íslands, hefur full yfirráð yfir afmörkuðu landsvæði og getur beitt nauðsynlegu valdi til að fylgja ákvörðunum sínum eftir þar.
Félagsgerð
Lýsir því skipulagi sem er á samskiptum fólks í tilteknu samfélagi.
Samfélög eru mjög mismunandi að uppbyggingu engu að síður eru grunnþættir í félagsgerð allra samfélaga þeir sömu.
Grunnþættir allra samfélaga
Stöður
Hlutverk
Hópar
Félagslegt kerfi
Stöður
Staða einstaklings segir til um hver hann er og hvaða hópum hann tilheyrir, hvort hann er kona eða karl, lögregluþjónn eða kennari, ungbarn eða öldungur.
Áskipuð staða
Staða sem við fæðumst inn í og höfum ekki áhrif á. T.d. kynferði, þjóðerni eða félagsleg staða foreldra okkar í samfélaginu.
Áunnin staða
Staða sem við getum haft áhrif á og vinnum okkur upp í vegan eigin verðleika, t.d. getum við valið okkur nám og starf.
Ráðandi staða
mikilvægasta staða einstaklings oftast atvinna eða fjölskyldustaða.
Hlutverkaspenna
hlutverkaspenna gerist þegar ósamræmanlegar kröfur eru gerðar til okkar á grundvelli einnar og sömu stöðunnar. Þá vitum við ekki í hvaða hlutverki við eigum að vera þar sem gerðar eru kröfur um að við leikum tvö eða fleiri hlutverk á sama tíma.
stöðutogstreita
Þá verður spenna á milli tveggja staða sem folk gegnir á sama tíma gagnvart öðru fólki og það verður að velja á milli.
frumhópar
Eru yfirleitt litlir og samskiptin í þeim persónuleg, óformleg, náin og vara lengi.
Dæmi um frumhópa
Fjölskyldur, vinahópar og lítil sveita- og þorpssamfélög eru dæmi um frumhópa.
Fjarhópur
Eru oftast stórir og samskipti eru yfirborðsleg, ópersónuleg og vara stutt. Oft þekkir folk ekki til annarra í hópnum nema í einu formlegu hlutverki.
Fjarhópar eru yfirleitt myndaðir til að ná ákveðnu markmiði og samskiptin innan þeirra mótast af því.
Félagslegt kerfi
Eru kerfisbundin samskipti, innbyggð í menningu samfélagsins.
samansafn félagslegra hefða, viðmiða og gilda, en markmið þeirra er að leysa tiltekið verkefni í samfélaginu, beina vandamálum sem tengjast þeim inn á vissar brautir eða hindra að starfsemi þess fari út fyrir þau mörk sem menningin setur.
Dæmi um félagslegt kerfi
Fjölskyldan
Skólinn
einkenni félagslegra kerfa
Eru treg til breytinga.
Líkjast yfirleitt hvert öðru.
Breytast sjaldnast nema hafa áhrif á önnur slík kerfi.
helstu samfélagsgerðir
Söfnun- og veiðrar Hjarðbúskapur Pálbúskapur Akuryrkja Iðnaður Upplýsingar
samfélög veiðimanna og safnara
Einfalt í uppbyggingu
Öll verkefni leyst af einu félagslegu kerfi, fjölskyldunni.
Ekki föst búseta, heldur búið í skyndbúðum, hellum eða skýlum úr trjágreinum, laufi eða snjó eins og Inúitar.
Anda- og náttúrutrú.
Mjög litlar eiginir.
dæmi um veiðimenn og safnara
San fólkið í Kalaharí eyðimörkinni
Hirðingjar
Töluvert flóknari en samfélög safnara- og veiðimanna.
Fleiri félagsleg kerfi, fjölskyldan, stjórnmála- og efnahagskerfi.
Fjölmennara, allt að þúsundir manna.
Aðallega frumhópar en þó er vísir að fjarhópum.
Stunda vöruskipti.
Áskipaðar stöður og verkaskipting kynlæg.
Yfirleitt ekki föst búseta
Dæmi um hirðingja
Samar í N-Evrópu
pálbúskapur
Að mörgu leiti svipað og hirðingjasamfélag nema hvað búsetan er fastari við þó ekki alveg föst.
Verkaskiptingin er þó orðin þróaðari.
Sviðurækt, akurinn er girtur af til að verja hann ásókn annarra dýra sem geta skaðað uppskeruna.
Trúa á duttlungafulla guði.
Eignir fyrirferðameiri en í hinum tveimur - Vísir að stéttaskiptingu.
dæmi um Pálbúskap
Amasón-frumskóginum
akuryrkja samfélög
Þróaðari félagskerfi og ríkisvaldið hefur bæst við. Auk þess sem fastaher hefur bæst við.
Lénsveldið verður til með skýra stéttskiptingu.
Mun fjölmennari, bæði frumhópar og fjarhópar.
Föst búseta í sveitum, smærri bæjum og jafnvel borgum.
Sérhæfð störf verða til s.s. bakaraiðn, járnsmíði, rakaraiðn og skógerð.
Trúarbrögðin eru oft fjölgyðistrú eins og ásatrúin hjá okkur.
eru ekki lengur til.
iðnaðarsamfélög
Sérhæfðari félagskerfi, fjölskyldan, menntun, fjölmiðlar, trúarbrögð, vísindi, stjórnmál, efnahagslíf, heilbrigðismálin, lagnakerfi og íþróttir.
Mannfjöldinn er gríðarlegur.
Aðallega fjarhópar.
Sérhæfðari vinna.
Föst búseta oft tengd vinnu.
Áhrif trúarbragða fara dvínandi.
Stéttarskipting mikil en reynt að draga úr ójafnræði með velferðarkerfi.
upplýsiingasamfélög
Þróast upp úr iðnaðarsamfélaginu.
Byggir afkomu sína á þjónustu og upplýsingatækni.
Hefðbundnar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður dregst saman.
Menntun er lykill þekkingar.
Tölvur, fjarskiptatækni, erfðatækni og lækingatæki í hraðri þróun.
Gríðarleg fjölbreyttni hópa.
Standa frammi fyrir mörgum vandamálum t.d. skorti á vatni, orku og landrými.
félagsmótun
Það ferli félagslegra samskipta sem mótar persónuleika fólks og lifnaðarhætti.
Við lærum ekki eingöngu tungumálið heldur einnig hugmyndir samfélagsins, trúarbrögð, viðmið og gildi.
Mikilvægi félagsmótunar felst í því að vera megintengiliður einstaklings og samfélags því þannig berst þekking og lífshættir á milli kynslóða.
vitræna hliðin
Hugmyndir, skynjun, minni, ályktunarhæfni o.s.frv.
tilfinninga hliðin
ást, hatur, öfund, samúð, reiði, stolt
hegðunar hliðin
færni, leikni, dugnaður og aðrar athafnir fólks.
persónuleikinn byggist á þremur þáttum:
vitræna hliðin,
tilfinningahliðin og
hegðunar hliðin