félagsfræði kafli 3-5 Flashcards
Hverju má líkja Félagsgerðinni við?
hús sem hefur ákveðna grunnþætti
Samfélag
Er hópur fólks sem deilir sama landsvæði, hefur samskipti sína á milli og býr við sömu menningu. Þarf ekki að hafa mjög skýra uppbyggingu eða stjórnkerfi.
Þjóðfélag/þjóðríki
Er samfélag þar sem æðsti valdhafi, t.d. ríkisstjórn Íslands, hefur full yfirráð yfir afmörkuðu landsvæði og getur beitt nauðsynlegu valdi til að fylgja ákvörðunum sínum eftir þar.
Félagsgerð
Lýsir því skipulagi sem er á samskiptum fólks í tilteknu samfélagi.
Samfélög eru mjög mismunandi að uppbyggingu engu að síður eru grunnþættir í félagsgerð allra samfélaga þeir sömu.
Grunnþættir allra samfélaga
Stöður
Hlutverk
Hópar
Félagslegt kerfi
Stöður
Staða einstaklings segir til um hver hann er og hvaða hópum hann tilheyrir, hvort hann er kona eða karl, lögregluþjónn eða kennari, ungbarn eða öldungur.
Áskipuð staða
Staða sem við fæðumst inn í og höfum ekki áhrif á. T.d. kynferði, þjóðerni eða félagsleg staða foreldra okkar í samfélaginu.
Áunnin staða
Staða sem við getum haft áhrif á og vinnum okkur upp í vegan eigin verðleika, t.d. getum við valið okkur nám og starf.
Ráðandi staða
mikilvægasta staða einstaklings oftast atvinna eða fjölskyldustaða.
Hlutverkaspenna
hlutverkaspenna gerist þegar ósamræmanlegar kröfur eru gerðar til okkar á grundvelli einnar og sömu stöðunnar. Þá vitum við ekki í hvaða hlutverki við eigum að vera þar sem gerðar eru kröfur um að við leikum tvö eða fleiri hlutverk á sama tíma.
stöðutogstreita
Þá verður spenna á milli tveggja staða sem folk gegnir á sama tíma gagnvart öðru fólki og það verður að velja á milli.
frumhópar
Eru yfirleitt litlir og samskiptin í þeim persónuleg, óformleg, náin og vara lengi.
Dæmi um frumhópa
Fjölskyldur, vinahópar og lítil sveita- og þorpssamfélög eru dæmi um frumhópa.
Fjarhópur
Eru oftast stórir og samskipti eru yfirborðsleg, ópersónuleg og vara stutt. Oft þekkir folk ekki til annarra í hópnum nema í einu formlegu hlutverki.
Fjarhópar eru yfirleitt myndaðir til að ná ákveðnu markmiði og samskiptin innan þeirra mótast af því.
Félagslegt kerfi
Eru kerfisbundin samskipti, innbyggð í menningu samfélagsins.
samansafn félagslegra hefða, viðmiða og gilda, en markmið þeirra er að leysa tiltekið verkefni í samfélaginu, beina vandamálum sem tengjast þeim inn á vissar brautir eða hindra að starfsemi þess fari út fyrir þau mörk sem menningin setur.
Dæmi um félagslegt kerfi
Fjölskyldan
Skólinn
einkenni félagslegra kerfa
Eru treg til breytinga.
Líkjast yfirleitt hvert öðru.
Breytast sjaldnast nema hafa áhrif á önnur slík kerfi.
helstu samfélagsgerðir
Söfnun- og veiðrar Hjarðbúskapur Pálbúskapur Akuryrkja Iðnaður Upplýsingar
samfélög veiðimanna og safnara
Einfalt í uppbyggingu
Öll verkefni leyst af einu félagslegu kerfi, fjölskyldunni.
Ekki föst búseta, heldur búið í skyndbúðum, hellum eða skýlum úr trjágreinum, laufi eða snjó eins og Inúitar.
Anda- og náttúrutrú.
Mjög litlar eiginir.
dæmi um veiðimenn og safnara
San fólkið í Kalaharí eyðimörkinni
Hirðingjar
Töluvert flóknari en samfélög safnara- og veiðimanna.
Fleiri félagsleg kerfi, fjölskyldan, stjórnmála- og efnahagskerfi.
Fjölmennara, allt að þúsundir manna.
Aðallega frumhópar en þó er vísir að fjarhópum.
Stunda vöruskipti.
Áskipaðar stöður og verkaskipting kynlæg.
Yfirleitt ekki föst búseta
Dæmi um hirðingja
Samar í N-Evrópu
pálbúskapur
Að mörgu leiti svipað og hirðingjasamfélag nema hvað búsetan er fastari við þó ekki alveg föst.
Verkaskiptingin er þó orðin þróaðari.
Sviðurækt, akurinn er girtur af til að verja hann ásókn annarra dýra sem geta skaðað uppskeruna.
Trúa á duttlungafulla guði.
Eignir fyrirferðameiri en í hinum tveimur - Vísir að stéttaskiptingu.
dæmi um Pálbúskap
Amasón-frumskóginum
akuryrkja samfélög
Þróaðari félagskerfi og ríkisvaldið hefur bæst við. Auk þess sem fastaher hefur bæst við.
Lénsveldið verður til með skýra stéttskiptingu.
Mun fjölmennari, bæði frumhópar og fjarhópar.
Föst búseta í sveitum, smærri bæjum og jafnvel borgum.
Sérhæfð störf verða til s.s. bakaraiðn, járnsmíði, rakaraiðn og skógerð.
Trúarbrögðin eru oft fjölgyðistrú eins og ásatrúin hjá okkur.
eru ekki lengur til.
iðnaðarsamfélög
Sérhæfðari félagskerfi, fjölskyldan, menntun, fjölmiðlar, trúarbrögð, vísindi, stjórnmál, efnahagslíf, heilbrigðismálin, lagnakerfi og íþróttir.
Mannfjöldinn er gríðarlegur.
Aðallega fjarhópar.
Sérhæfðari vinna.
Föst búseta oft tengd vinnu.
Áhrif trúarbragða fara dvínandi.
Stéttarskipting mikil en reynt að draga úr ójafnræði með velferðarkerfi.
upplýsiingasamfélög
Þróast upp úr iðnaðarsamfélaginu.
Byggir afkomu sína á þjónustu og upplýsingatækni.
Hefðbundnar atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður dregst saman.
Menntun er lykill þekkingar.
Tölvur, fjarskiptatækni, erfðatækni og lækingatæki í hraðri þróun.
Gríðarleg fjölbreyttni hópa.
Standa frammi fyrir mörgum vandamálum t.d. skorti á vatni, orku og landrými.
félagsmótun
Það ferli félagslegra samskipta sem mótar persónuleika fólks og lifnaðarhætti.
Við lærum ekki eingöngu tungumálið heldur einnig hugmyndir samfélagsins, trúarbrögð, viðmið og gildi.
Mikilvægi félagsmótunar felst í því að vera megintengiliður einstaklings og samfélags því þannig berst þekking og lífshættir á milli kynslóða.
vitræna hliðin
Hugmyndir, skynjun, minni, ályktunarhæfni o.s.frv.
tilfinninga hliðin
ást, hatur, öfund, samúð, reiði, stolt
hegðunar hliðin
færni, leikni, dugnaður og aðrar athafnir fólks.
persónuleikinn byggist á þremur þáttum:
vitræna hliðin,
tilfinningahliðin og
hegðunar hliðin
sjálfið
Sjálfið er vitund hvers og eins um hver og hvernig hann/hún er í raun.
Sjálfið þroskast í samskiptum við aðra og er í raun að mótast alla ævi.
Táknræn samskipti
Herbert Blumer lýsti táknrænum samskiptum sem einkennandi samskiptum fyrir lifnaðarhætti manna
félagsleg samskipti
eru viðbrögð manna við ótal smáum gjörðum hvers annars í daglegu lífi en þessi samskipti eru fjölbreytileg og sveigjanleg og ólík samskiptum dýra sem bregðast við samkvæmt eðlishvötum.
tákn
eru afar þýðingarmikil. Þau eru ekki aðeins áþreifanlegir hlutir heldur einnig huglæg. Hvað sem er getur verið tákn, t.d. svipbrigði, klæðaburður og svo framvegis. Tákn felur í sér merkingu sem fólk lærir að skilja og tákn hefur aðeins merkingu ef hópur fólks er sammála um hana.
Charles Cooley
Charles Cooley var bandarískur félagssálfræðingur sem setti fram kenningu um hvernig sjálfið myndast.
Hann taldi það vera vegna áhrifa frá hinu félagslega umhverfi og samskiptum okkar við annað fólk.
Peter Berger
telur að sjálfsmynd manna ráðist af áliti samfélagsins á þeim.
hélt því fram að menn verði það sem þeir leika.
tegundir félagsmótunar
Frummótun Mótun tengd framtíð Mótun tengd nýrri reynslu Víxluð mótun Endurmótun
frummótun
Verður á fyrstu árum barnsins. Fer aðallega fram í fjölskyldunni Undirstaða félagsfærni lögð Börn læra tungumálið og helstu viðmið og gildi samfélagsins Grunnur tilfinningalífs lagður
mótun tengd framtíð
Býr börn undir væntanleg hlutverk þeirra síðar á lífsleiðinni.
Fer aðallega fram í leik-og grunnskólum.
Kemur t.d. fram í leikjum þar sem börn bregða sér í hlutverk fullorðinna (mömmó og þess háttar).
mótun tengd nýrri reynslu
Á sér stað þegar fólk verður fyrir nýrri reynslu sem breytir miklu í lífi þeirra
Það nýtir þá reynslu sem það hefur úr fyrri mótun til að takast á við nýtt hlutverk með nýjum væntingum.
Getur t.d. verið hjónaband, nýtt starf, skilnaður eða dauðsfall.
víxluð mótun
Í frummótun móta fullorðnir börn en í víxlmótun snýst þetta við og börnin móta hina fullorðnu.
Börn og unglingar eru oft fljót að tileinka sér nýjungar í iðnvæddum samfélögum (t.d. tækninýjungar) og geta þá kennt þeim eldri.
endurmótun
Þegar einstaklingur hafnar gömlum viðmiðum og gildum og tileinkar sér ný.
T.d. ef fólk gengur í sértrúarsöfnuð getur það orðið fyrir endurmótun.
altækar stofnanir
á altækum stofnunum verður fólk fyrir endurmótun en það eru stofnanir þar sem að fólk er t.d. lokað inni eða einangrað eins og t.d. fangelsi eða geðsjúkrahús.
helstu félagsmótunaraðilarnir:
fjölskyldan,
grunnskólinn,
jafningjarhópurinn,
minnihlutahópar
félagsmótun lærist innan minnihlutahóps þegar fólk deilir líffræðilegum einkennum sem eru önnur en líffræðileg einkenni annarra meðlima samfélagsins.
fjölmiðlar
hafa þá sérstöðu að miðla boðum án persónulegra samskipta og eru gífurlega áhrifamiklir og þá sérstaklega á netinu.
Kyn
Líffræðilegur munur á körlum og konum.
kynjamunur
félagslega og menningarlega ákvarðaður. Kerfisbundinn og stofnanavæddur og er greindur frá líffræðilegu kyni með hugtakinu kyngervi.
kyngervi
sú mynd sem er dregin upp af kynjunum og eiginleikum þeirra, hvað sé karlmannlegt og hvað sé kvenlegt. Þessar hugmyndir eru ólíkar eftir samfélögum
æviskeiðin fimm
bernskan unglingsárin fullorðinsár ellin dauðinn
Fjölskylda
fjölskylda er hópur fólks sem tengist eða er skylt, býr saman að staðaldri og þeir fullorðnu bera ábyrgð á umönnun barna.
Forsjá
felur í sér samband foreldra og barns frá fæðingu og þar til það verður lögráða 18 ára gamalt
Fjölskyldugerðir
Nýbýli Kjarnafjölskylda Ættarfjölskylda Karlbýl fjölskylda Kvenbýl fjölskylda
Nýbýli
Þegar afkvæmi flytjast að heiman og stofna eigin fjölskyldur
Kjarnafjölskylda
Lítil eining sem nær eingöngu til tveggja kynslóða
Ættarfjölskylda
Stór hópur fólks sem tengdur er ættarböndum og rekur ættir sínar til sameiginlegs forföðurs. Telur að minnsta kosti þrjár kynslóðir.
Karlbýl fjölskylda
eiginkonur flytja inn á heimili eiginmanna við giftingu
Kvenbýl fjölskylda
synir flytja að heiman við giftingu og setjast að hjá fjölskyldu eiginkvenna sinna
Feðraveldi
hagsmunum karla hampað á kostnað hagsmuna kvenna. Getur stuðlað að kvenfyrirlitningu. Karllægum gildum og viðhorfum miðlað á milli kynslóða í gegnum uppeldið. Á heimilinu er það karlmaðurinn sem ræður mestu
Tvíhliða ættrakning
Ættir raktar bæði í karl og kvenlegg og eignir erfast í báðar ættir.
Jafnræði
Hjón hafa jafnmikið að segja í málefnum fjölskyldunnar
Eingifti
tveir einstaklingar sem eru í hjúskap, karl og kona, tvær konur eða tveir karlar.
Fjölgifti
Er tvíþætt
Fjölkvæni: þegar karl á fleiri en eina konu
Fjölveri: þegar kona á fleiri en einn karl.
Útvensl
ætlast til þess að fólk giftist úr fyrir tiltekinn hóp, t.d. eigin ætt.
Innvensl
ætlast til að fólk velji sér maka innan tiltekins hóps, t.d. giftist náskyldum ættingja. Þetta tíðkaðist hjá konungsættum í Evrópu og erfðastéttum í Indlandi.
Skilgetið barn
foreldrar eru giftir hvort öðru
Óskilgetið barn
Foreldrar ógiftir
frumvinnslugreinar
eru atvinnugreinar sem búa til hráefni eins og landbúnaður og sjávarútvegur.
úrvinnslugreinar
err atvinnugreinar sem eru aðallega verksmiðjustörf sem unnið er úr hráefnum eiins og t.d. kjötvinnsla
fjöldaframleiðsla
er sú framleiðsla sem framleiðir miikið magn. þanniig að fullt af fólki getur átt nákvæmlega eins vöru eins og t.d. air force skórnir
neðanjarðarhagkerfi
er starfsemi sem fer fram utan ramma hefðbundis atvinnurekstrar t.d. að vinna svart
vinna vs starf
Vinna getur verið bæði launuð og ólaunuð. ts það að læra heima er viinna.
Starf er atvinna og alltaf borgað. annaðhvort fastakaup eða reglulegar launagreiðslur dæmi fótbolti getur verið bæði vinna og starf.
kynbundin verkaskipting
er átt við þá staðreynd að karlar og konur leiita í ólík störf. en það er vegna staðalímyndar eins og eru t.d. fáar konur smiðir.
hlutastörf
það eru mikið fleiri konur heldur en karlar í hlutastörfum og þá sérstaklega konur sem eiga börn og þurfa að snna þeim. Talið er að hlutastörf skapi meirii sveigjanleika fyriir starfsfólk heldur en annað.
Kynbundinn launamunur
snýst um það að framlag kvenna á vinnumarkaði er metið öðruvísi en framlag karla. Eins og ef kona og karl vinna sama starf og með sömu menntun en karlinn fær samt í kringum 15% hærri laun
Geir H Haarde (forsetisráðherra)
,,Guð blessi ísland” ávarpaði þjóðina 6. okt 2008
sjálfbærni
er þróun sem fullnægir þörfum fólks í dag án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum
etnískur hópur
hópur þar sem allir meðlimir deila sömu menningarlegum hefðum eins og tungumál, trú eða matarvenjum. td pólverjar á íslandi
spegilsjálfið
Fólk speglar sig í samfélaginu, sér viðbrögð annarra við sjálfum sér, túlkar þessi viðbrögð og fær hugmyndir um sjálft sig út frá þeirri túlkun. Spegilsjálfið er einn stærsti hluti sjálfsins.