Eðlisfræði 1 Kafli 3 Flashcards
Massi
Mælikvarði á það hversu mikið efni er í tilteknum hlut. Grunneiningin fyrir massa er kílógramm (kg)
Rúmmál
Mælikvarði á stærð tiltekins hlutar, það er hversu mikið rými hann tekur
Eðlismassi
Mælikvarði á það hversu samanþjappað tiltekið efni er. Því þéttari sem frumeindir efnis eru þeim mun meiri verður eðlismassi efnisins
Formúlan fyrir eðlismassa er:
Massi:rúmmál=eðlismassi
Frumeindir og sameindir í föstu formi
Í föstum efnum hafa þær sinn stað en hreyfast aðeins til og frá
Frumeindir og sameindir í fljótandi formi
Í vökvum hreyfast eindirnar í kringum hvor aðra
Frumeindir og sameindir í gasformi
Í lofftegundum er langt á milli eindanna og þær hreyfast frjálsar á miklum hraða
Hreyfing sameinda
Þegar hitastig hækkar hreyfast sameindirnar hraðar. Þess vegna þenjast efni út við hita
Selsíuskvarðinn
Er sá mælikvarði sem notaður er á Íslandi til þess að mæla hita.
Fastpunkta selsíuskvarðann
Suðurmark vatns (100˚) og frostmark vatns (0˚)
Alkul
Hitastig þar sem allar eindir efnis eru algerlega kyrrar, -273˚
Hvað hefur hiti mest áhrif á?
Lofttegundir, af því að þar eru sameindirnar frjálsastar
Hvaða þrjár leiðir flyst varmi á?
Varmaleiðni, varmaburði og varmageislun
Varmaleiðni
Tegund varmaflutnings þar sem varminn flyst frá frumeind til frumeindar í efni. Þ.e. þegar tveir hlutir snertast og varminn færist á milli þeirra
Dæmi: þegar við setjum skeið ofan í sjóðandi vatn hitnar hún
Varmaburður
Tegund varmaflutnings þar sem varminn flyst með efni á hreyfingu, einkum vökvum og lofttegundum
Dæmi: við ofn í herbergi hitnar loftið við ofninn og það stígur upp. Kalt loft kemur með gólfinu og fyllir staðinn þar sem heita loftið var. Þetta veldur hringrás lofts í herberginu
Varmageislun
Tegund varmaflutnings sem byggist á geislagjafa sem sendir frá sér innrauðar rafsegulbylgjur
Dæmi: þegar við liggjum í sólbaði berst varmi frá sólinni til okkar með innrauðum geislum og okkur hitnar
Sólargildrur
Yfirleitt kassi með glerloki sem er notaður í sólríkum löndum til þess að hita vatn
Sólarrafhlaða
Búnaður sem framleiðir rafmagn með hjálp sólargeisla
Hvaða eiginleika þarf hlutur að hafa til þess að fljóta í vökva?
Hlutur flýtur í vökva ef eðlismassi hlutarins er minni en eðlismassi vökvans