Aðferðafræði 15-28 Flashcards
Af hverju stafar svarskekkja? (4)
- Félagslegra svara= að svara út frá félagslegum normum en ekki frá eigin bjrósti.
- Vegna jaðar svara
- Vegna samþykkishneigðar
- Skekkja tengd minni.
*Svarskekkja stafar af því að einstaklingur svarar spurningum á kerfisbundin hátt án tillits til innihalds spurninganna.
Hverjar eru helstu ástæður kerfisbundnar mælivillna?
- Mælitæki ekki nákvæm
- Utanaðkomandi truflanir
- Þættir tengdir þáttakendum
- Svarskekkja
- Tengd fylgigögn
- Tengd orðalagi spurninga.
4 mismunandi mælikvarðar á réttmæti
- Sýndarréttmæti = Byggir á sérfræðiáliti, lítur mælitækið út fyrir að mæla það sem því er ætlað?
- Hugtaksréttmæti = Mælir mælitækið og það hugtak sem því er ætlað að mæla.
- Innihaldsréttmæti = Nær prófið/spuringalistinn yfir allt sem er verið að mæla?
- Viðmiðsbundið réttmæti = Er samræmi milli mælinga og mælitækisins og svipaðra mælitækja?
Til hvers vísar innra-, ytra- og hugtakaréttmæti?
Innra rættmæti = dregur rannsóknin upp rétta mynd af rannsóknarvettvanginum/viðfangsefninu.
Ytra réttmæti= Eiga niðurstöður rannsóknarinnar við aðra en þá sem tóku þátt. Alhæfingargildi eykst með auknu ytra réttmæti.
Hugtakaréttmæti = Er í raun og veru verið að rannsaka/mæla hugtakið sem rannsóknin beinist að.
Hverjir eru 2 megin flokkar megindlegra rannsóknar?
Tilraunir og fylgnirannsóknir.
Hvaða þætti hefur annarsvegar sönn tilraun og hinsvegar hálftilraun?
Sönn tilraun hefur 3 þætti: Inngrip, viðmiðunarhóp og slembiúrtak.
Hálftilraun hefur 2 þætti: Inngrip og slembiútrak EÐA inngrip og viðmiðunarhóp.
4 tegundir tilraunasniða
- Einungis eftirpróf = aðeins aflað upplýsingum um meðferðina eftir að hún fer framm.
- Fyrir og eftir próf = próf tekið fyrir og eftir meðferð.
- Þáttasnið = prófuð áhrif tveggja eða fl. samverkandi þátta. t.d. tegund og lengd meðferðar.
- Crossover design = Tilraunahópurinn fær tvær eða fl. meðferðir í tilviljunarkenndri röð.
Hvað er öflugasta rannsóknarsnið til þess að skoða tilgátur um orsakasamhengi?
Tilraunasnið.
Hvað fer fram í hálftilraunum?
Það fer fram inngrip í óháðu breytuna. En það vantar annaðhvort viðmiðunarhóp eða slembiúrtak.
*Takmarkaðar ályktanir er hægt að draga um orsakasamhengi af þeim.
Hverjir eru helstu gallar tilraunasniðs og hálftilraunasniðs?
Tilraunasnið: ekki hægt að hafa sjórn á öllum áhrisbreytum, siðferðilegar takmarkanir og Hawthorne effect (þegar þáttakendur breyta hegðun þegar þeir viðta að það er verið að rannsaka þá)
Hálftilraunasnið: Ekki eins auðvelt að álykta um orsakasamband eins og í tilraunum.
Hvernig eru þversniðs og langtímarannsóknir?
Það eru fylgirannsóknir.
Þversniðs: gefa tímanlega þversniðsmynd af rannsóknarefninu.
Langtímarannsókn: gagna er aflað með a.m.k 2 tímapunktum.
Eiga við þegar rannsaka á:
-Hugtök sem lýsa þróun, t.d. félagsþroski, nám.
-Orsakasamhengi, t.d. veldur streita magasári?
-Fyrirbæri sem breytast með tímanum, t.d. fer unglingaofbelgi vaxandi?
Hver er munurinn á aftursæjum og famsæjum fylgnirannsóknum?
Aftursæjar = Finna þætti í fortíðinni sem skýrt gætu nútíð.
Framsæjar = Langtímarannsóknir sem eru notaðar til þess að prófa tilgátur um áhrifatengsl.
t.d. byrja börn sem stunda íþróttir seinna að neyta áfengis en þau sem stunda ekki íþróttir?
Hverjar eru 3 megin siðareglur við rannsóknir á fólki? (3)
- Skaðleysi, velferð þáttakenda.
- Sjálfsákvörðunarréttur, virðing fyrir mennlegri reisn.
- Trúnaður og nafnleynd, réttlát meðferð þáttakanda.
Má safna upplýsingum um einstakling og fá samþyki frá honum eftir á til að nota upplýsingarnar?
Já.
Aðferðir til að tryggja að siðareglurnar séu haldnar? (5)
- Mat á hlutfallinu á milli áhættu og ávinnings.
- Upplýst samþyki.
- Trygging persónuleyndar og trúnaðar.
- Réttmæt framkoma við varnarlausa þáttakendur.
- Leyfi opinbera eftirlitsaðila.