3 kafli - DÓMSTÓLAR Flashcards

1
Q

Réttarfar

A

er sú fræðigrein lögfræði sem fjallar um réttarreglur varðandi dómstóla og meðferð mála fyrir dómi. Dómstólum er skylt að leysa úr þeim réttarágreiningi sem undir þá er borinn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Í réttarfari er fjallað um FULLNUSTUGERÐIR

A

þ.e aðfaragerðir, kyrrsetningu og lögbanna, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti.
Stjórnvöld geta ekki sagt dómendum fyrir verkum, dómarar verða ekki settir úr embætti nema með dómi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Dómstólaskipan

A

Á Íslandi eru 2 stig.

  • Héraðsdómur (undirréttur)
  • Hæstaréttur.
  • -> héraðsdómur getur skotið dómum og úrskurðum til Hæstaréttar.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Héraðsdómar

A

eru átta á Íslandi. Þeir eru kenndir við umdæmi sín sem er: Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland og Reykjanes. Héraðsdómarar fara með dómstörf hver í sínu umdæmi í opinberum málum og einkamálum.
–> • Dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara og skal hann m.a. uppfylla þau skilyrði að vera 30 ára, íslenskur ríkisborgari , hafa ekki gerst sekur um refsivert athæfi eða verið úrskurðaður gjaldþrota.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hæstiréttur

A

er ÆÐSTI dómstóll ríkisins og hefur aðsetur í Reykjavík. Hann var STOFNAÐUR 1919. Ekki er hægt að áfrýja dómum Hæstaréttar frekar, þó er heimild til endurupptöku máls ef sérstök ástæða þykir til þess. Hæstarétt skipa 9 DÓMARAog verða þeir að hafa náð 35 ára aldri, íslenskur ríkisborgari, hafa ekki gerst sekur um neitt refsivert eða að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta.
–> Megin reglan er sú að ýmist sitja rír eða fimm dómarar í máli en í sérlega mikilvægum málum geta sjö dómarar átt sæti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Forseti Hæstaréttar

A

stýrir starfsemi dómsins og skiptir verkum á milli dómara (9), ber ábyrgð á rekstri og fjárreiðum og kemur fram af hálfu dómsins út á við. Hann er einn af handhöfum forsetavalds í fjarveru forseta Íslands.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Sérdómstólar

A

Fara með þau mál ein sem sett lög fela þeim berum orðum. LANDSDÓMUR OG FÉLAGSDÓMUR ERU DÆMI UM SÉRDÓMSTÓLA

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

LANDSDÓMUR

A

fer með og dæmir þau mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra, en hann hefur aldrei verið kallaður saman

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

FÉLAGSDÓMUR

A

er Sérdómstóll í VINNURÉTTARMÁLUM. í honum eiga 5 dómarar sæti , áhersla lögð á hraða málsferðar. Dómum verður ekki áfrýjað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Opinber mál

A

eru þau mál sem handhafar ríkisvaldsins höfða á hendur mönnum til refsingar samkvæmt lögum. Öll önnur dómsmál teljast EINKAMÁL.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Saksóknarar

A

eru Óháðir embættismenn sem ákveða í oponberum málum hvort mál skulu höfðað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Málsforræðisregla

A

er ein helsta meginregla einkamálaréttarfarsins en samkvæmt henni eru það aðilarnir sjálfir, sem ýmist eru einstaklingar eða persónur að lögum (fyriræki, einahlutafélög..) sem ákveða hvaða kröfur skuli gerðar, hvaða gögn lögð fram og hvort á þeim er byggt, hvaða vitni verði leidd fram o.s.frv.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Einkamál

A

eru mál sem einstaklingur, félög eða lögaðilar höfða á hendur öðrum einstaklingum eða lögaðilum til úrlausnar á réttarágreiningi um ýmiss konar réttindi og skyldur. Aðilar einkamála kallast stefnandi og stefndi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Varnarþing og stefnur

A

Þegar stefnandi ákveður að höfða dómsmál þarf hann að gera sér grein fyrir á hvaða varnarþingi megi sækja málið. Ef mál er höfðað á röngu varnarþingi getur það varðar frávísun málsins. En varnarþing er sú dómþinghá þar sem sækja má mann til að svara til sakar og þola dóm. Almenna varnarþingsreglan er sú að mann eða lögpersónu má sækja fyrir dómi í þinghá þar sem hann á heimili, svokallað heimilisvarnarþing. Sem dæmi: Neytendavarnarþing en þar má kaupandi sækja mál vegna kaupa á vöru eða þjónustu í þinghá þar sem hann sjálfur yrði sóttur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Stefna

A

er nokkurs konar tilkynning stefnanda til stefnda um málshöfðun og að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi á tilteknum tíma. EINKAMÁLALÖGIN setja skýrar reglur hvað eigi að koma fram í stefn en helstu atriðin eru nokkur. Þegar stefnandi hefur útbúið stefnuna (með öllu því sem þar þarf að koma fram, bls 36) verður að fara fram svokölluð stefnubirting, hana annast stefnuvottar eða póstmenn.
• Dómsmál telst höfðað þegar stefna hefur verið birt fyrir stefnda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Stefnufrestur

A

er svo sá tími sem stefndi hefur til að búa sig undir að koma fyrir dóm

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Þingfesting

A

er upphaf meðferðar máls fyrir dómstólum og þá hefjast venjuleg fyrstu samskipti dómara og aðila. Ef stefndi mætir ekki við þingfestinguna má hann búast við því að svokallaður ÚTIVISTARDÓMUR gangi í málinu. Það þýðir að málið er dæmt eftir kröfum stefnanda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Aðalmeðferð máls og dómur

A

Þegar aðilar hafa lýst gagnasöfnun lokið ákveður dómari með hæfilegum fyrirvara HVENÆR aðalmeðferð málsins fari fram. Við aðalmeðferð málsins fara að jafnaði fram í einni lotu skýrslutökur, þ.e. framburður vitna og aðila, og munnlegur flutningur málsins. STEFNANDI HELDUR FYRST SÍNA RÆÐU EN SÍÐAN STEFNDI. Hvor aðili á rétt á því að tala TVISVAR. Aðilarnir sjálfir eiga auk þess rét á að gera athugasemdir þegar lögmennirnar hafa lokið málflutningi.
Hafi dómur ekki verið kveðinn upp innan fjögurra vika frá málflutningi verður að flytja málið á ný.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Áritaðar stefnur

A

Í miklum meirihluta almennra skuldamála, t.d. vegna skuldabréfa, víxla og tékka verður útivist af hálfu stefnda. Oftast vegna þess kannski að stefndi hefur hvorki varnir né peninga til að greiða skuldina. Þá getur dómari oft lokið útivistamálum að þessu tagi með áritun sinni á stefnuna í stað þess að formlegur dómur verði kveðinn upp.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Málflutningshæfi og leiðbeiningarskylda dómara.

A

Ef sá sem flytur málið er ólöglærður hvílir leiðbeiningarskylda á dómara.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Sönnun

A

• Sönnun merkir í daglegu tali að leiða rétt og nægileg rök að staðhæfingu. Helstu sönnunargögn í íslenskum rétti eru:
o AÐILASKÝRSLUR skýrslur sem aðilarnir sjálfir gefa fyrir dóminum.
o VITNASKÝRSLUR.
o SKOÐUNAR- OG MATSGERÐIR frá sérfróðum mönnum sem fengnir eru til að meta það sem deilt var um. Bifélagvirki metur tjón á bifreið..o.s.frv.
o SKJÖL OG ÖNNUR SÖNNUNARGÖGN
o LÖGREGLUSKÝRSLUR.

• Í dómsmáli telst staðhæfing sönnuð þegar svo góð rök hafa verið leidd að henni að dómari hlytur að líta svo á, eftir heilbrigðri skynsemi og mannlegri reynslu að hún sé rétt.
• Sá sem ber hallann af því að staðhæfing teljist sönnuð er sagður hafa sönnunarbyrði um hana.
–> (Sigurður leggur fram sönnun, Helga hefur ekkert og ber hún því sönnunarbyrgðina).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Afbrigðileg málsmeðferð

A

nokkru einkamál sæta afbrigðilegri meðferð, en það eru t.d. barnfaðernismál eða önnur mál varðandi börn, hjúskaparmál o.fl. Í dómsmálum sem snerta börn skal dómþing háð fyrir luktum dyrum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Gjafsókn

A

Í gjafsókn felst það að kostnaður aðila að dómsmáli er greiddur úr ríkissjóði, að hluta eða öllu leyti. Bæði stefnandi og stefdi geta sótt um gjafsókn.

24
Q

Gertæki

A

eru slík brot að dómhöfum og öðtum eigendum þvinga skuldara til efnda og slík brot geta varðar refsingu.(handrukkarar)

25
Q

Fullnustugerðir.

A

Aðfaragerðir, kyrrsetning og lögbann eru þvingunarráðstafanir sem STJÓRNVÖLD beita til að knýja fram eða tryggja efndir á skyldum sem á mönnum hvíla eða til varnar gegn ólögmætu atferli. Þessar gerðir eru oft kallaðar fullnustugerðir, þ.e.a.s ef þér finnst ekki vera efnt þeim skyldum sem við á, ef einhver borgar þér ekki það sem hann á að borga ferð þú með það til stjórnvalda og þeir beita aðfaragerðum.

26
Q

Aðfaragerðir

A

. Eða aðför..felst í því að hægt er með aðstoð SÝSLUMANNA að fá fullnægt skyldum manna, sem viðkomandi getur ekki eða vill ekki efna sjálfviljugur. Aðför er almennt beitt til að knýja á um fullnustu skyldu, hvort sem skyldan er fólgin í greiðslu peningaskulda, til að framkvæma ákveðna athöfn, t.d. gefa út afsal eða eitthvað slikt.
–> Aðfaragerðir eru FJARNÁM,
ÚTBURÐAGERÐ og INNSETNINGARGERÐ (beinar)

27
Q

Fjárnám

A

er algengasta aðfaragerðin en þá er knúin fram skylda til peningagreiðslu. Gerðarbeiðandi þarf að leggja fram greiðsluáskorun til gerðarþola þar sem koma þar fram lýsing á kröfunni. Við fjárnámið fær gerðarbeiðandi veð í þeim fasteignum eða munum sem teknir eru fjárnámi. Gerðarþola er óheimilt að ráðstafa þeim eða selja.

28
Q

Útburðagerð

A

nefnist það þegar aðfaraheimild kveður á um skyldu gerðarþola til að víkja af fasteign eða að láta gerðarbeiðanda af hendi umráð hennar eða fjarlægja hluti af henni.

29
Q

Innsetningargerð

A

nefnist það þegar aðfaraheimild kveður á um skyldu gerðarþola til að veita gerðarbeiðanda umráð lausafjár eða annarra hluta en eignarheimild yfir fasteign.

30
Q

AÐFARAHEIMILDIR (*)

A

Sá sem krefst aðfarar er nefndur GERÐARBEIÐANDI en sá sem henni er beint gegn kallast GERÐARÞOLI. Með aðfaraheimild er átt við hvernig kröfu þurfi að vera háttað til þess að henni verði fullnægt með aðför. Helstu aðfaraheimildir eru:
o dómar og úrskurðir
o áritaðar stefnur
o sáttir og nauðasamningar
o úrskurðir yfirvalda sem eru aðfarahæfir
o ákvarðanir yfirvalda um fésektir, dagsektir og févíti
o skuldabréf sem skýrlega kveða á um aðför án undangengis dóms eða réttarsáttar.
o Víxlar og tékkar
o Kröfur um skatta sem njóta lögtaksréttar
o Úrlausnir eða ákvarðanir erlendra dómstóla eða yfirvalda

31
Q

Aðfarafrestur

A

er að meginreglu 15 dagar frá uppkvaðningu dóms.

32
Q

Árangurslaust Fjárnám

A

en þá er gerðarþoli lýstur gjaldþrota. Þegar menn verða gjaldþrota má ekki gera fjárnám í hlutum sem eru nauðsynlegir til þess að geta haldið einfalt heimili. Nauðungasala er gerð á hinum fjárnumdu hlutum og fær gerðarbeiðandi andvirði sölunnar.

33
Q

Beinar Aðfaragerðir (*)

A

eru útburðar- og innsetningargerðir án undangengis dóms eða réttarsáttar. Tilgangur beinna aðfaragerða er að fullnægja skýlausum rétti gerðarbeiðanda til umráða yfir fasteign eða munum, án þess að hann þurfi áður að leita til dómstóla.

34
Q

Bráðabirgðaaðgerðir

A

Þá er átt við aðgerðir til bráðabirgða og er gripið til þessara úrræða ef hætta þykir á að athöfn raski með ólögmætum hætti rétti gerðarbeiðanda, meðan leitað er úrlausna dómstóla. Bráðabirgaaðgerðir eru oft KYRRSETNING eða LÖGBANN.

35
Q

Kyrrsetning (*)

A

Í henni felst að sýslumaður tekur veð til bráðabirgða í eignum skuldara að kröfu skuldareiganda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að skuldari geti ráðstafað þeim áður en dómur fæst um kröfuna og hægt er að gera fjárnám í eignum.

36
Q

Lögbann

A

Markmið þess er að stöðva eða fyrirbyggja með skjótum hætti tilteknar athafnir einstaklings eða lögaðila sem raska eða eru líklegar til að raska lögvörðum rétti manns á meðan beðið er dóms. Dæmi er t.d. að banna nágranna að halda áfram að byggja hús ef talið er að húsið skagi inn á lóð næsta manns.

37
Q

Löggeymsla

A

er SKYLD kyrrsetningargerð, en sú aðgerð miðar að því að leggja hald á eignir skuldara þegar áfrýjun máls til Hæstaréttar kemur í veg fyrir að gerðarbeiðandi geti gert gjárnám í eigum gerðarþola á meðan beðið er eftir dómi.

38
Q

Nauðungarsala

A

Nauðungarsala fer fram til að koma eign (fasteign eða lausafé) í verð án tillits til vilja eiganda hennar í þeim tilgangi að verja andvirðinu til greiðslu handa þeim sem eiga veðrétt í eigninni. NAUÐUGARSALA ER Í HÖNDUM SÝSLUMANNA. Greiðsluáskorun er lögð fram til að vara viðkomandi við nauðungarsölu, 15 dögum eftir hana ef ekki er búið að borga má semja um nauðungarsölu.

39
Q

Ógjaldfær

A

Þegar skuldari getur ekki greitt gjaldfallnar skuldir sínar telst hann ógjaldfær.

40
Q

Greiðslustöðvun

A

Er þegar skuldari sem á í verulegum greiðsluerfiðleikum og vill freista þess að koma nýrri skipan á fjármál sín með aðstoð LÖGMANS eða LÖGGILDS ENDURSKOÐENDA og vill tímabundna greiðslustöðvun. Skuldari á að gefast ráðrúm til að athuga fjárhagsstöðu sína og gera ÁÆTLANIR.

41
Q

Nauðungasamningur

A

á það sammerkt með greiðslustöðvun að markmið hans er að ráða bót á ógjaldfærni skuldarans, án þess að til gjaldþrotaskipta komi. Nauðasamningur er veittur með úrskurði hjá héraðsdómara.

42
Q

Gjaldþrot

A

Með hugtakinu gjaldþrot er átt við vangetu skuldara til að standa kröfuhöfum skil á gjaldföllnum kröfum þeirra eða að öðru leyti að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart þeim.

43
Q

Gjaldþrotaskipti

A

er hins vegar fullnustugerð, þ.e. aðferð sem notuð er til að skipta eignum þrotamanns á milli kröfuhafa hans.

44
Q

Þrotabú

A

Verður til þegar manneskja er dæmd gjaldþrota, lýtur stjórn skiptastjóra.

45
Q

Meðferð Þrotabús

A

Meðan a gjaldþrotaskiptum stendur fer skiptastjóri með forræði þrotabús og má einn ráðstafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þess. Skiptastjóri búsins kemur því fram fyrir hönd þess, gerir samninga og aðra löggerninga í nafni þess og mætir fyrir dóm ef því er að skipta.
–>Næstu 10 árin eftir að þrotamanni hefur verið lýst gjaldþrota er líklegt að kröfuhafar gangi á eftir honum

46
Q

Sakamál

A

eru öll þau mál sem handhafar ríkisvaldsins, ákæruvaldið, höfða á hendur mönnum til refsingar, lög
Eigi að refsa mönnum verður háttseminsem þeir eru sakaðir um að vera lýst refsiverð í settum lögum á þeim tíma sem brot var framið. Ekki er heimilt að beita öðrum réttarheimildum. umsamkvæmt.

47
Q

Lögregglan

A

Ríkið sér um að halda úti lögreglu sem skal sjá um að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan annast rannsókn brotamála.
• DÓMSMÁLARÁÐHERRA er YFIRMAÐUR lögreglunnar og ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglunnar í umboði hans.
• Meðal sérstakra verkefna sem ríkislögreglustjóri hefur með höndum er starfræksla rannsóknardeilda sem rannsaka skatta- og efnahagsbrot, landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum.
• Landið skiptist í 15 lögregluumdæmi.
• MEÐ ÁKÆRUVALDIÐ FARA RÍKISSAKSÓKNARI (ÆÐSTI HANDHAFI ÁKÆRUVALDINS),HÉRAÐSSAKSÓKNARAR OG LÖGREGLUSTJÓARAR

48
Q

Ákæruvaldið

A

hlutverk ákærenda er að tryggja í samvinnu við lögreglu að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum

49
Q

Héraðssaksóknari

A

höfðar sakamál vegna alvarlegra afbrota, eins og stórfelld fíkniefnabrot, manndráp, kynferðisbrot og fleira.
• Meðferð sakamáls má skipta í RANNSÓKN, ÁKÆRUSTIG og DÓMSMEÐFERÐ.

50
Q

Glósur um Ákæru/Sakamál

A
  • Ákæra: Þegar ákærandi (ríkissaksóknari, héraðssaksóknari eða lögreglustjóri) hefur fengið gögn máls í hendur og gengið úr skugga um að rannsókn sé lokið athuga hann hvort sækja skuli mann til sakar eða ekki. Sakamál er höfðað með útgáfu kæru.
  • Sá sem hafður er fyrir sök eða grunaður er nefndur sakborningur, áður en mál er höfðað er hann hinsvegar nefndur kærði og eftir málshöfnuð ákærði.
  • Sakamál telst þingfest þegar dómari leggur ákæru og önnur gögn málsins fram á dómþingi. Dómari ákveður hvort flytja skuli málið munnlega eða skriflega, en meginreglan er munnlegur málflutningur.
51
Q

Sekur eða saklaus – Sönnunarbyrði.

A

Það er grundvallarregla í opinberu réttarfari að sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu og að allur vafi skuli metinn sökunaut í hag. Þessi regla heitir á latínu IN DUBIO PRO REO.

52
Q

Dómum og úrskurðum

A

verður ekki haggað nema þeim sé skotið til Hæstaréttar. Við málskot til Hæstaréttar oma tvær leiðir til greina, kæra eða áfrýjun.

53
Q

Áfrýjun

A

er úrræði til að fádóma héraðsdóms endurskoðaða í Hæstarétti.
• Í sakamálum er meginreglan sú að áfrýjun getur verið með tvennu móti, annað hvort áfrýjun máls í heild sinni sem er úrlausn á því hvort hinn ákærði hafi gerst sekur um það athæfi sem honum er gefið að sök en svo hinsvegar áfrýjun máls að hluta, þ.e. eingöngu um lagaatriði og ákvörðun refsingar.
–>• Ríkissaksóknari getur einnig áfrýjað telji hann ákærða ranglega sýknaðan eða refsingu eða önnur viðurlög of væg, eða of þung.

54
Q

Gerðadómur

A

er lögbundinn eða samningsbundinn úrskurðaraðili á einkaréttarsviðinu um ágreining sem annars ætti að sæta úrlausn almennra dómstóla. Kostir gerðardóms eru þeir að mál fá oft fljótari afgreiðslu fyrir gerðardómi og reynt að velja þá sem hafa sérþekkingu á tilteknu sviði. Gerðardómur er heldur ekki opinber og má halda leyndum. Ókostur er t.d. að ekki er tryggt að málsmeðferð sé eins vönduð og almenn dómstólameðferð. Einnig semji menn um gerðardómsmeðferð afsala þeir sé þar með vernd hinna almennu dómstóla og getur slíkur samningur bakað mönnum réttarmissi. Gerðardómur á að vera skriflegur og rökstuddur.

55
Q

Lögbundnir gerðardómar.

A

Eru úrskurðaraðilar, sem starfa samkvæmt ákvæðum í settum lögum. Þeir eru því miklu háðari löggjöfinni en samningsbundnir gerðardómar, en geta þó tekið meira tillit til sanngirnissjónarmiða en eiginlegir dómstólar. Oft er mjótt á mununum milli lögbundinna gerðardóma og sérdómstóla.