3 kafli - DÓMSTÓLAR Flashcards
Réttarfar
er sú fræðigrein lögfræði sem fjallar um réttarreglur varðandi dómstóla og meðferð mála fyrir dómi. Dómstólum er skylt að leysa úr þeim réttarágreiningi sem undir þá er borinn.
Í réttarfari er fjallað um FULLNUSTUGERÐIR
þ.e aðfaragerðir, kyrrsetningu og lögbanna, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti.
Stjórnvöld geta ekki sagt dómendum fyrir verkum, dómarar verða ekki settir úr embætti nema með dómi.
Dómstólaskipan
Á Íslandi eru 2 stig.
- Héraðsdómur (undirréttur)
- Hæstaréttur.
- -> héraðsdómur getur skotið dómum og úrskurðum til Hæstaréttar.
Héraðsdómar
eru átta á Íslandi. Þeir eru kenndir við umdæmi sín sem er: Reykjavík, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland og Reykjanes. Héraðsdómarar fara með dómstörf hver í sínu umdæmi í opinberum málum og einkamálum.
–> • Dómsmálaráðherra skipar héraðsdómara og skal hann m.a. uppfylla þau skilyrði að vera 30 ára, íslenskur ríkisborgari , hafa ekki gerst sekur um refsivert athæfi eða verið úrskurðaður gjaldþrota.
Hæstiréttur
er ÆÐSTI dómstóll ríkisins og hefur aðsetur í Reykjavík. Hann var STOFNAÐUR 1919. Ekki er hægt að áfrýja dómum Hæstaréttar frekar, þó er heimild til endurupptöku máls ef sérstök ástæða þykir til þess. Hæstarétt skipa 9 DÓMARAog verða þeir að hafa náð 35 ára aldri, íslenskur ríkisborgari, hafa ekki gerst sekur um neitt refsivert eða að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta.
–> Megin reglan er sú að ýmist sitja rír eða fimm dómarar í máli en í sérlega mikilvægum málum geta sjö dómarar átt sæti.
Forseti Hæstaréttar
stýrir starfsemi dómsins og skiptir verkum á milli dómara (9), ber ábyrgð á rekstri og fjárreiðum og kemur fram af hálfu dómsins út á við. Hann er einn af handhöfum forsetavalds í fjarveru forseta Íslands.
Sérdómstólar
Fara með þau mál ein sem sett lög fela þeim berum orðum. LANDSDÓMUR OG FÉLAGSDÓMUR ERU DÆMI UM SÉRDÓMSTÓLA
LANDSDÓMUR
fer með og dæmir þau mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra, en hann hefur aldrei verið kallaður saman
FÉLAGSDÓMUR
er Sérdómstóll í VINNURÉTTARMÁLUM. í honum eiga 5 dómarar sæti , áhersla lögð á hraða málsferðar. Dómum verður ekki áfrýjað.
Opinber mál
eru þau mál sem handhafar ríkisvaldsins höfða á hendur mönnum til refsingar samkvæmt lögum. Öll önnur dómsmál teljast EINKAMÁL.
Saksóknarar
eru Óháðir embættismenn sem ákveða í oponberum málum hvort mál skulu höfðað.
Málsforræðisregla
er ein helsta meginregla einkamálaréttarfarsins en samkvæmt henni eru það aðilarnir sjálfir, sem ýmist eru einstaklingar eða persónur að lögum (fyriræki, einahlutafélög..) sem ákveða hvaða kröfur skuli gerðar, hvaða gögn lögð fram og hvort á þeim er byggt, hvaða vitni verði leidd fram o.s.frv.
Einkamál
eru mál sem einstaklingur, félög eða lögaðilar höfða á hendur öðrum einstaklingum eða lögaðilum til úrlausnar á réttarágreiningi um ýmiss konar réttindi og skyldur. Aðilar einkamála kallast stefnandi og stefndi.
Varnarþing og stefnur
Þegar stefnandi ákveður að höfða dómsmál þarf hann að gera sér grein fyrir á hvaða varnarþingi megi sækja málið. Ef mál er höfðað á röngu varnarþingi getur það varðar frávísun málsins. En varnarþing er sú dómþinghá þar sem sækja má mann til að svara til sakar og þola dóm. Almenna varnarþingsreglan er sú að mann eða lögpersónu má sækja fyrir dómi í þinghá þar sem hann á heimili, svokallað heimilisvarnarþing. Sem dæmi: Neytendavarnarþing en þar má kaupandi sækja mál vegna kaupa á vöru eða þjónustu í þinghá þar sem hann sjálfur yrði sóttur.
Stefna
er nokkurs konar tilkynning stefnanda til stefnda um málshöfðun og að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi á tilteknum tíma. EINKAMÁLALÖGIN setja skýrar reglur hvað eigi að koma fram í stefn en helstu atriðin eru nokkur. Þegar stefnandi hefur útbúið stefnuna (með öllu því sem þar þarf að koma fram, bls 36) verður að fara fram svokölluð stefnubirting, hana annast stefnuvottar eða póstmenn.
• Dómsmál telst höfðað þegar stefna hefur verið birt fyrir stefnda.
Stefnufrestur
er svo sá tími sem stefndi hefur til að búa sig undir að koma fyrir dóm
Þingfesting
er upphaf meðferðar máls fyrir dómstólum og þá hefjast venjuleg fyrstu samskipti dómara og aðila. Ef stefndi mætir ekki við þingfestinguna má hann búast við því að svokallaður ÚTIVISTARDÓMUR gangi í málinu. Það þýðir að málið er dæmt eftir kröfum stefnanda.
Aðalmeðferð máls og dómur
Þegar aðilar hafa lýst gagnasöfnun lokið ákveður dómari með hæfilegum fyrirvara HVENÆR aðalmeðferð málsins fari fram. Við aðalmeðferð málsins fara að jafnaði fram í einni lotu skýrslutökur, þ.e. framburður vitna og aðila, og munnlegur flutningur málsins. STEFNANDI HELDUR FYRST SÍNA RÆÐU EN SÍÐAN STEFNDI. Hvor aðili á rétt á því að tala TVISVAR. Aðilarnir sjálfir eiga auk þess rét á að gera athugasemdir þegar lögmennirnar hafa lokið málflutningi.
Hafi dómur ekki verið kveðinn upp innan fjögurra vika frá málflutningi verður að flytja málið á ný.
Áritaðar stefnur
Í miklum meirihluta almennra skuldamála, t.d. vegna skuldabréfa, víxla og tékka verður útivist af hálfu stefnda. Oftast vegna þess kannski að stefndi hefur hvorki varnir né peninga til að greiða skuldina. Þá getur dómari oft lokið útivistamálum að þessu tagi með áritun sinni á stefnuna í stað þess að formlegur dómur verði kveðinn upp.
Málflutningshæfi og leiðbeiningarskylda dómara.
Ef sá sem flytur málið er ólöglærður hvílir leiðbeiningarskylda á dómara.
Sönnun
• Sönnun merkir í daglegu tali að leiða rétt og nægileg rök að staðhæfingu. Helstu sönnunargögn í íslenskum rétti eru:
o AÐILASKÝRSLUR skýrslur sem aðilarnir sjálfir gefa fyrir dóminum.
o VITNASKÝRSLUR.
o SKOÐUNAR- OG MATSGERÐIR frá sérfróðum mönnum sem fengnir eru til að meta það sem deilt var um. Bifélagvirki metur tjón á bifreið..o.s.frv.
o SKJÖL OG ÖNNUR SÖNNUNARGÖGN
o LÖGREGLUSKÝRSLUR.
• Í dómsmáli telst staðhæfing sönnuð þegar svo góð rök hafa verið leidd að henni að dómari hlytur að líta svo á, eftir heilbrigðri skynsemi og mannlegri reynslu að hún sé rétt.
• Sá sem ber hallann af því að staðhæfing teljist sönnuð er sagður hafa sönnunarbyrði um hana.
–> (Sigurður leggur fram sönnun, Helga hefur ekkert og ber hún því sönnunarbyrgðina).
Afbrigðileg málsmeðferð
nokkru einkamál sæta afbrigðilegri meðferð, en það eru t.d. barnfaðernismál eða önnur mál varðandi börn, hjúskaparmál o.fl. Í dómsmálum sem snerta börn skal dómþing háð fyrir luktum dyrum.