1 kafli - LÖGFRÆÐI Flashcards
Réttarheimildir
STOÐ EÐA GRUNDVÖLLUR UNDIR RÉTTARREGLU. Þegar dómari eða lögmaður fær mál til úrlausnar verur hann að ráða fram úr málinu eftir þeim reglum sem teljast gildandi réttur og finna viðeigandi réttarreglu.
Talin til réttarheimildar eru : Sett lög, Réttarvenja, Fordæmi, Lögjöfnun, Meginreglur laga, Eðli máls.
Lögfræði
Fræðigrein sem fæst við að lýsa réttinum og skýra hann. Útskýrir á fræðilegan hátt lög og reglur samfélagsins á hverjum tíma, Veitir almenna fræðslu og lögskipan ríkja og skoðar grundvallaratriði laga og réttar
Lög
Settar réttarreglur, þ.e. lög sem alþingi hefur samþykkt og forseti staðfest.. Lög geta líka verið BRÁÐABIRGÐALÖG en þau eru sett af forseta og undirrituð af ráðherra,þegar alþingi situr ekki.
Réttur
- er mun víðara hugtak en lög
- réttindi einstaklinga t.d kosningaréttur
- heiti á ýmsum fræðigreinum t.d eignaréttur og stjórnsýsluréttur
- Dómstóll t.d hæstiréttur
Réttarreglur
leikreglur sem varða sambúð manna, samskipti þeirra og stöðu -> BREYTIST Í TÍMANS RÁS
skipt í 2.
ALLSHERJARÉTTUR = Teljast réttarreglur um skipulag og starfshætti ríkisins og um réttarstöðu einstaklinga gegn ríkinu.
EINKARÉTTUR = fjallar um réttarstöðu einstaklinga innbyrðis og samskipti þeirra.
Sett lög
eru réttarreglur löggjafarvaldsins með það fara Alþingi og forseti Íslands. má skipta þeim í 2. STJÓRNSKIPUNARLÖG OG ALMENN L0G. þauk þess má undir sérstökum kringumstæðum setja bráðabirðalög.
Stjórnarskrá Íslands
frá 17.júní 1944. Lýðveldisstjórnarskráin geymir grundvallarlög íslenska ríkisins, STJÓRNSKIPUNARLÖG sem eru æðri öðrum réttarreglum og meiga þau ekki ganga í berhöggg við stjórnarskrána. Sé frumvarp um stjórnarskrábreytingu samþykkt þarf að rjúfa þing og efna til þingkosninga. Ef nýkjörna þingið samþykkir breytinguna verður það að settum stjórnarkrárlögum.
Almenn Lög
eru sett á Alþingi og forseti undirritar. Lagafrumvarp má ekki samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við 3 umræður á Alþingi.
Lagafrumvarp
má ekki samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við 3 umræður á alþingi.
1.umræða gegnum fastanefndir.
2 umræða einstakar greinar frumvarpsins og breytingatillögur.
3. umræðu rætt um frumvarpið í heild sinni og lok hennar ræðst frumvarpið í atkvæðagreiðslu.
Fastanefndir Alþingis eru 12 (2009)
Allsherjarnefnd. Efnahags- og skattnefnd, Félgas- og tryggingamálanefnd, Fjárlaganefnd, Heilbrigðisnefnd, Iðnaðarnefnd, Menntamálanefnd, Samgöngunefnd, Sjávarútvegs- og landbúnarðarnefnd, Umhverfisnefnd, Utanríkismálanefnd og Viðskiptanefnd.
Reglugerðir
eru réttarLÆGRI réttarheimildir en lög sem sett eru af Alþingi. REGLUGERÐIR VÍKJA FYRIR LÖGUM.
Bráðabirðalög
lög sem forseti setur á milli þinga þegar brýn nauðsyn ber til.
SKYLYRÐI FYRIR BRÁÐABIRGÐALÖGUM
1. Alþingi sitji ekki
2. brýn nauðsyn þarf að vera svo þau séu sett.
3. ákvæði laganna brjóti ekki í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar.
4. þau verða að vera lögð fyrir Alþingi strax og það kemur saman og ef það er eki samþykkt innan 6 vikna falla þau úr gildi.
Réttarvenja
Byggist á því að menn hafa um langt skeið hagað sér með tilteknum hætti vegna þess að þeir hafi talið sér það heimilt eða skylt. Fer eftir aldur venju, afstöðu almenning til hennar og efni hennar ( t.d telst það venja að vaskur fylgi með í sölu á íbúðarhúsnæði)
Fordæmi
Þegar dómsúrlausn hefur gengið um tiltekið réttaratriði sem er ólögfest og hún sé síðar notuð sem fyrirmynd í síðara dómsmáli ( t.d lögmaður leitar upi eldri dóma um svipuð álitaefni)
Lögjöfnun
Sé ekki til sett réttarregla eða réttarvenja geta dómstólar stundum notað svokallaða lögjöfnun til að leysa úr ágreiningsefninu. Lögjöfun er fólgin í því að beita settu lagaákvæði um ólögákveðið atriði sem er eðlisskylt því sem rúmast inna setta lagaákvæðisins. Tilvikið sem leysa a úr sé í nokkurskonar tímarúmi.
MEGINREGLUR LAGA (*)
Dómara er skylt að leysa úr máli þó hann geti ekki leitað til þeirra réttarheimilda sem þegar hefur verið fjallað um. Þá reynir dómari að lesa úr tilteknum lagabálki ákveðin stefnmörk eða vilja löggjafans og finna þannig ákveðna grundvallarreglu sem dæmt er eftir. TENGJAST SETTUM LAGAREGLUM.
Eðli máls
þá leysir dómari úr ágreiningi eftir því sem hann telur réttast, skynsamlegast eða eðlilegast eftir málavöxtum.
Munurinn á milli meginreglna laga og Eðli máls
Helsti munurinn á milli meginreglna laga og eðli máls er að meginreglur tengjast settum lagareglum en eðli máls höfðar til sanngirni og réttlætiskenndar dómara.
EES - samningurinn
Samningur milli EFTA- ríkjanna og Evrópusambandsins (ESB). EFTA ríki eiga með EES samningum aðild að hlutaf af rétti ESB. Um er að ræða réttarreglur sem varða hið svokallaða fjórferlsi.
Fjórfrelsi
Réttarreglur í rétti ESB Frjálsvöruskitpi Frjálsa för launþega Frjálsa þjónustustarfsemi Frjálsa fjármagnsflutninga
Við túlkun á innihaldi laga og réttarreglna beita lögfræðingar ýmsum aðferðum og kenningum þær helstu eru ? (lögskýringar)
Almenn lögskýring
Þrengjandi Lögskýring
Rýmkandi lögskýring
Gagnálygtun
Við lögskýringar nota lögfræðingar ýmisskonar hjálpargögn, lögskýringagögn t.d greinagerðir sem fylgja lagafrumvörpum, umræður á Alþingi og dómar Hæstaréttar.
Almenn lögskýring
Lagaákvæðin eru túlkuð eins og þau eru . FARIÐ ALVEG EFTIR LÖGUNUM
Þrengjandi Lögskýring
Efnislegt inntak ákvæðisins er þrengra en orð þess benda til. ef barn er á þríhjóli þar sem bannað er að vera á hjóli beitir lögregglan líklegast þrengjandi lögskýringu því barnið er ekki að ógna neinum gangandi og þetta er því leyfilegt í þessari aðstæðu.
Rýmkandi lögskýring
efni lagaákvæðisins er rýmra en orð þess gefa til kynna t.d Barn er á þríhjóli þar sem bannað er að vera á hjóli , ef lögreglan bannað það þá er hún að notast við rýmkandi lögskýringu því þetta er þríhjól en ekki hjól.