2 kalfi - ÍSLENSKUR STJÓRNSKIPUNARRÉTTUR Flashcards
Með stjórnarskipun ríkisins
er átt við grundvallarreglur um stjórn þess og skipulag og þá sérstaklega hverjir fari með æðsta vald í málefnum ríkisins, hvernig þeir öðlast vald sitt, hver sé réttarstaða þeirra, hvernig þáttöku þeirra í meðferð ríkisvaldsins sé háttað, með hvaða hætti ríkisvaldið er skipulagsbundið, hvaða hömlur eru settar ríkisvaldinu ,hver er afstaða ríkisins gagnvart þjóðfélgasþegnunum.
Á BAKVIÐ RÉTTARREGLUR ER RÍKISVALDIÐ.
Þeir einstaklingar sem eru í forsvari ríkissins kallast?
HANDHAFAR RÍKISVALDSINS
Aðalréttarheimildin um stjónskipun Íslands og ríkisvald er ??
Lýðveldisstjórnarskráin frá 17.júní 1944
Stjórnarskráin eða aðalheimild um íslenska stjórnskipun.
Í henni er að finna þær grundvallarreglur sem tryggja eiga lýðræði á íslandi.
Fyrstur til að gegna ráðherraembætti og hvenær ?
Hannes Hafteinn 31.janúar 1904
stjórnarskrár eftir röð ..
1874 - með henni fékk alþingi ásamt danakonung löggjafarvald í svokölluðum sérmálum landsins.
1918- 1.des - Ísland varð fullvalda
1944 - gildir enn - Lýðveldisstjórnarskráin
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn og ríkisvaldið greinsist í 3 þætti ..?
Löggjafarvald
Framkvæmdarvald
Dómsvald
Þingræði
hér á landi ríkir Þingræði en það þýðir að þeir einir geti setið í ríkistjórn sem meiri hluti Alþingis styður eða a.m.k þolir í embætti.
Montesquieu
Þrískipting ríkisvaldins á rætur sínar að rekja til Montesquieu. Tilgangurinn með þessari Valdaskiptingu er sá að dreifa valdi.
LÖGGJAFARVALD
FRAMKVÆMDARVALD
DÓMSVALD
LÖGGJAFARVALD
ALÞINGI OG FORSETI - í sameiningu, hlutverk hans er að setja almennar réttarreglur, lögin og leggja þar með grundvöllinn að starfi framkvæmdavaldsins og dómstóla.
FRAMKVÆMDARVALD
STJÓRNVÖLD OG FORSETI - táknar vald til að halda uppi lögum og allsherjarreglu, eru umboð fyrir ríkið, opinber innan sem utan.
DÓMSVALD
DÓMENDUR
Þingræðisreglan
veldur því að æðstu handhafar framkvæmdavaldins, ráðherrarnir, verða að njóta stuðnings löggjafar til að geta setið í embætti.
Umboðsvald
Merkir að hafa með höndum framkvæmdarvald, t.d lögreglustjórn, innheimtu opinberra gjalda osfrv. Með þeim lögum er dómsvald og framkvæmdarvald að fullu að skilið.
Forseti Íslands
er Þjóðhöfingi Íslenska ríkisins, þjóðkjörinn. Kjörgengir til forseta Íslands eru ríkisborgarar sem eru 35 ára og eldri. Ef forseti getur ekki sinnt störfum vegna veikinda eða einhvers slíks fara handhafar forsetavalds með forsetavaldið , en þeir eru forseti Alþingis, forseti Hætaréttar og forsætisráðherra. Ráðherrar framkvæma vald forsetans. LAGAFRUMVÖRP ERU SEND TIL FORSETA TIL SAMÞYKKTAR. Forseti hefur ekki neitunarvald heldur aðeins synjunarvald þar sem hann hefur það vald til að skjóta lagafrumvarpinu undir þjóðaratkvæði eins og með fjölmiðlafrumvarpið.
Alþingi
Starfar í einni málstofu og á Alþigni eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn.
Kosningaréttur
fellur niður ef Íslendingur gerist ríkisborgari í öðru ríki, en þeir sem gerast íslenskir ríkisborgarar öðlast kosningarétt.
Landinu er skipt í Kjördæmi
o Norðvesturkjördæmi o Norðausturkjördæmi o Suðurkjördæmi o Suðvesturkjördæmi o Reykavíkurkjördæmi suður o Reykjavikurkjördæmi norður
Trúfrelsi
Allir eiga rétt á því að stofna trúfélög og iðka trú í samræmi við sannfæringu sína. Einu takmarkanir eru þær að ekki má kenna eða fremja hluti sem eru gagnstæðir góðu siðferði og allsherjarreglu.
Jafnrétti
Í stjórnarskránni kemur fram að konur og karlar skuli njóta jafnréttis í hvívetna og allir séu jafnir gagnvart lögum án tillits til kynferðis, trúarbragðan, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti.
Ríkisborgararéttur
• Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt er hann gerist ríkisborgari í öðru ríki. Ekki má banna neinum að fara úr landi nema með ákvörðun dómara.