1. kafli - Vísindagreinin sálfræði Flashcards
Hvað sálfræði?
- Vísindagreinin um mannlega hegðun og hugsun.
- Hegðun: sýnileg hegðun
- Hugsun: fyrirbæri og hugaferlar sem ekki sjást með berum augum.
- Eldri skilgreining: vísindagreinin um sýnilega og ósýnilega hegðun.
Gagnrýnin hugsun
- Meta og tjá gildi upplýsinga um fyrirbæri í daglegu lífi.
- Byrjar og endar á aðferðafræði, aðferðafræði snýst um nálgun að heiminum og sannleiksleit vísindagreina.
Hugsmíðar
- Félagsleg hugsmíðahyggja (félagsleg hugstök séu hugsmíðar, barnæska, félagslyndi).
- Hugsmíð (hugtak sem sést ekki með berum augum en er skilgreint með mæliaðferðum, þunglyndi, afl, hiti, námsgeta ofl.).
- Aðgerðagreining (þunglyndi skilgreint sem skor á kvarða, hiti skilgreindur sem Celsíusgráður).
Grunnrannsóknir
- Hrein þekkingarleit
- Grunnur af hagnýtingu
- Minni, sjónskynjun, nám, taugavirkni
Hagnýtarrannsóknir
- Hannaðar til beinnar notkunar
- Samanburður á kennsluaðferðum, hönnun umferðaskilta..
Markmið með sálfræði
- Lesa hvernig fólk og aðrar dýrategundir hegða sér.
- Skilja orsakanir á bakvið. hegðun.
- Spá fyrir um hegðun við mismunandi aðstæður.
- Hafa áhrif á hegðun þegar orsök er þekkt.
- Hagnýta sálfræðilega þekkingu til að bæta velferð mannkyns.
Skýringarþrep
- Þrepið sem viðfangsefnið er rannsakað á.
Dæmi:
- lífeðlislegt, heilaferli eða áhrif erfða.
- Sálrænt/geðrænt, hugsanir tilfinningar.
- Félagslegt. Áhrif umhverfis (fjölskyldu, fjölmiðla).
Upphaf sálfræði
- Upphaf sálfræði var í heimspeki
- Aristótelles
- Stóuspekingarnir (hugræn atferlismeðferð)
Sálfræði nútímans
- Byggir á raunhyggju
- Snýst um að prófa þekkingu og prófa með tilraunum.
Wilhelm Wundt
- Faður sálfræðinnar
- Notaði innskoðun til að rannsaka hughrif/skynhrif og gerð hugans.
William James
- Að fást við virkni frekar en gerð
- Að meðvitund væri hliðarafurð.
Sálkönnuðirnir
- Sigmund Freud, Carl Jung, Melanie Klein, Alfred Adler.
- Leituðu skýringum í “dulvituðum” ferlum
- Sálkönnun: Greining á ómeðvituðum ferlum sem stjórnuðu hegðun.
Sálkönnun/sálaraflsnálgunin
- Sögulega mikilvæg.
- Mörg líkamleg mein eiga sér sálræna orsök.
- Flest sálræn mein eiga sér orsök sem viðkomandi gerir sér ekki grein fyrir.
- Frjáls hugrenningatengsl undir leiðsögn sálkönnuðar lyfta bælingunni um síðir.
- Aldrei prófuð vísindalega.
Atferlisnálgunin
- Best skýringarnar ná hegðun sé að finna í umhverfinu (áreiti, venjur, lífeðlisleg ferli er líka hegðun).
- Félagshegðun er mestmegnis lærð.
Uppruni:
- Locke: Manneskjan er óskrifað blað við fæðingu.
- Pavlov: Umhverfið mótar hegðun með tengslanámi.
- Thorndike: Afleiðingar auka og minnka líkur á hegðun.
B. F. Skinner
- Faðir nútíma atferlisgreiningar.
- Orsakir hegðunar eru utan líkamans.
- Skilgreindi styrkingu og refsingu eftir afleiðingum á hegðun.
Hversvegna segjum við eit og gerum annað? Innri röddin lýtur öðrum styrkingarskilmálum en óyrt hegðun. T.d. þú færð like ef þú segjist ætla hætta einhverju en innri röddinn er enþa með viljann í að gera það og þú ræður ekki við.