Upprifjun Flashcards

1
Q

Þjóðaréttur

A

– Alþjóðlegar réttarreglur sem varða samskipti þjóða sín á milli

Dæmi:
Ef Ísland og önnur lönd í Evrópu vilja vinna saman um loftslagsbreytingar eða hvernig á að versla hluti milli landa, þá fylgja þau reglum úr þjóðarétti. Það er eins og að spila spil þar sem allir fylgja sömu reglum.

Evrópumálin kjörlendi lögfræðinga

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Landsréttur

A

Réttarreglur hvers einstaks ríkis sem varða uppbyggingu
ríkisins, réttindi og skyldur þegna þess, samskipti ríkisins og þegnanna og samskipti þegnanna innbyrðis

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Munurinn á Eineðliskenningin og Tvíeðliskenningin

A

Eineðliskenningin og tvíeðliskenningin fjalla um sambandið á milli þjóðaréttar (alþjóðlegra reglna) og landsréttar (reglna hvers ríkis).

Eineðliskenningin lítur á lögin sem eitt heildarkerfi, en tvíeðliskenningin lítur á þau sem tvö aðskilin kerfi þar sem alþjóðlegar reglur þurfa sérstaka samþykkt til að gilda innanlands.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Eineðliskenningin

A

Hún segir að þjóðaréttur og landsréttur séu hluti af sama kerfi, eins og tveir hlutar af sömu heild. Það þýðir að þegar landið samþykkir alþjóðlegar reglur, verða þær strax hluti af lögum landsins án þess að þurfa að breyta eða bæta neinu við.

Dæmi: Ef Ísland undirritar samning við Sameinuðu þjóðirnar, þá gildir sá samningur strax á Íslandi án þess að þurfi að gera ný lög.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Tvíeðliskenningin

A

Hún segir að þjóðaréttur og landsréttur séu aðskildir heimar. Það þýðir að alþjóðlegar reglur þurfa að fara í gegnum sérstakt ferli til að verða hluti af lögum landsins.

Dæmi: Ef Ísland undirritar samning, þá þarf Alþingi að samþykkja hann sérstaklega og setja ný lög sem fylgja þeim reglum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Réttarheimild

A

Réttarheimild er uppspretta eða grundvöllur reglna sem dómari eða lögfræðingur styðst við þegar hann leysir lagalegt mál.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Réttarheimild: Sett lög

A

Þetta eru skráðar reglur sem eru formlega settar af Alþingi (löggjafarvaldinu) eða öðrum stjórnvöldum með heimild. Þau skiptast í:

Stjórnarskrá: Grunnlög landsins sem öll önnur lög verða að fylgja.

Almenn lög: Lög sett af Alþingi og staðfest af forseta.

Reglugerðir: Lög sem eru nánari útfærsla á almennum lögum og sett af ráðuneytum eða stofnunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Réttarheimild: Réttarvenja

A

Þetta eru óskráðar reglur sem byggja á því að eitthvað hafi verið gert lengi og reglulega þannig að það telst löglegt. Réttarvenja getur verið notuð ef ekkert skráð lög ná yfir tiltekið mál.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Réttarheimild: Fordæmi

A

Dómar sem hafa verið kveðnir upp í svipuðum málum áður og eru notaðir til að leiðbeina dómurum í framtíðarmálum. Íslenskir dómar sem verða oft fordæmi eru t.d. frá Hæstarétti. Fordæmi hjálpa til við að tryggja samræmi í réttarkerfinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Réttarheimild: Lögjöfnun

A

Þegar það eru engin lög sem fjalla beint um ákveðið mál, en önnur lík lög eru notuð til að komast að niðurstöðu. Þetta er eins konar “lána” reglur til að leysa málið. Þetta er notað með varúð og aðeins ef það er ekkert annað til staðar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Réttarheimild: Meginreglur laga

A
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Réttarheimild: Eðli máls

A
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Réttarheimild: EES-samningurinn

A

Samningurinn sem tryggir frjálsa för vöru, þjónustu, fjármagns og fólks milli Íslands og EES-landanna. Hann hefur áhrif á íslensk lög, því Ísland þarf að taka upp reglur sem passa við samninginn. Þetta kemur oft fram í löggjöf eða reglugerðum sem byggja á evrópskum reglum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Réttarheimild: Alþjóðasamningar

A

Ísland er bundið af alþjóðlegum samningum sem það hefur samþykkt, t.d. mannréttindasáttmálum. Þeir hafa stundum bein áhrif í landsrétti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað eru EFTA og EES-ríkin?

A

EFTA-ríki: Ísland, Noregur, Liechtenstein

EES-ríki: EFTA-ríkin + lönd ESB.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Fjórfrelsið

A

Frjáls för vöru, þjónustu, fjármagns og fólks.

16
Q

Af hverju þarf að túlka lög?
Hvernig á að túlka lög?

A

Gömul lög passa ekki alltaf við nútímann.
Óljós orðalag eða sérstök atvik sem lögin ná ekki yfir.

Gömul lög víkja fyrir nýjum.
Sérlög ganga framar almennum lögum.
Lög mega almennt ekki vera afturvirk (gilda til baka í tíma).

17
Q

Hvað er lýðveldi?

A

Æðsti maður ríkisins (forseti) er kosinn af þjóðinni.
Forseti Íslands og Alþingi fara með löggjafarvald.

18
Q

Hvað er lýðræði?

A

Allir þegnar með kosningarétt taka þátt í að velja stjórnendur.

19
Q

Hvað er stjórnskipunarréttur?

A

Fræðigrein sem fjallar um hvernig æðsta vald ríkisins er skipulagt.

Skýrir hvernig ríkisvaldið (löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald) hefur samskipti við þegna.

20
Q

Hvað þýðir þingræði?

A

Ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings meirihluta Alþingis.

Ef ríkisstjórn fær vantraust: Hún verður að segja af sér eða boða til nýrra kosninga.

21
Q

Hver eru Handhafar ríkisvaldsins

A

Löggjafarvald: Alþingi og forseti Íslands.

Framkvæmdavald: Forseti Íslands og ríkisstjórn.

Dómsvald: Dómarar (sjálfstæðir og óháðir).

22
Q

Samningur:

A

Byggist á gagnkvæmum og nátengdum viljayfirlýsingum milli tveggja eða fleiri aðila. Samningur er samsettur úr tveimur löggerningum, þ.e. úr tilboði og samþykki.

Geta verið munnlegur og skriflegur eða með athöfnum eða athafnaleysi. Til þess að um gildann samning sé að ræða verða aðilar samnings að hafa hæfi til að skuldbinda sig, hann verður að lýsa vilja samningsaðila, vera gerður á löglegann hátt og efni hans verður að vera löglegt.

23
Q

Samningaréttur:

A

Er ein undirgrein fjármunaréttar. Samningaréttur er sú grein lögfræðinnar sem fjallar um réttarreglur sem gilda um samninga og eftir atvikum um löggerninga á sviði fjármunaréttar. Er skipt upp í almennan hluta sem fjallar um reglur sem hafa almennt gildi en eru ekki bundnar við tilteknar tegundir samninga.

Hins vegar sérstaka hlutann sem kvíslast niður í margar greinar þar er fjallað um tilteknar tegundir samninga eins og kaup, leigu, verk og vátryggingarsamninga.

24
Q

Samningafrelsi:

A

Í því felst að mönnum er heimilt að velja sér gagnaðila til samningsgerðar og hafa frelsi um efni samninga svo framarlega sem efni þeirra er ekki beinlínis bannað með lögum.

25
Q

Pacta sunt servanda:

A

Vísar í skuldbindingargildi samninga. Þýðir að samningar eru skuldbindandi.

26
Q

Kröfuréttur

A

Fellur undir fjármunarétt. tekur við þegar samningaréttur sleppir. Fjallar um örlög löggernings, þ.e. efndir hans , vanefndir og aðilaskipti að kröfuréttindum. Skiptist venjulega í tvennt, almenna hlutann og sérstaka hlutann. Enginn almenn fjalla um kröfuréttindi. Meginreglur kröfuréttarins eru annaðhvort ólögfestar eða þær er að finna á víð og dreif í löggjöfinni. T.d. í samningalögum og lögum um lausafjárkaup. Í Kröfurétti er ekki fjalla um allar kröfur. T.d. ekki erfðakröfur, ifjaréttarkröfur eða kröfur mannna á ríkisvaldið á öðrum sviðum lögfræðinnar.

27
Q

Kröfuréttur

A

Fellur undir fjármunarétt. tekur við þegar samningaréttur sleppir. Fjallar um örlög löggernings, þ.e. efndir hans , vanefndir og aðilaskipti að kröfuréttindum. Skiptist venjulega í tvennt, almenna hlutann og sérstaka hlutann. Enginn almenn fjalla um kröfuréttindi. Meginreglur kröfuréttarins eru annaðhvort ólögfestar eða þær er að finna á víð og dreif í löggjöfinni. T.d. í samningalögum og lögum um lausafjárkaup.

kröfuréttur skoðar hvernig á að bregðast við ef krafa er ekki efnd með réttum hætti.

28
Q

Réttarfar

A

Reglur um hvernig dómsmál eru rekin.
Einkamál: Mál milli einstaklinga eða fyrirtækja.
Opinber mál: Mál sem ákæruvaldið höfðar, t.d. glæpamál.

Lengra: Nokkurs konar leikreglur um það hvers konar aðferðum skuli beitt við úrlausn mála fyrir dómstólum og meðferð fullnustugerða hjá sýslumönnum.

Einnig fjallað um fullnustuaðgerðir, aðfaraaðgerðir, kyrrsetningu og lögbann, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti.

29
Q

Hvað er málsforræðisreglan?

A

Samkvæmt henni eru það aðilarnir sjálfir, sem ýmist eru einstaklingar eða lögpersónur (til dæmis félög eða fyrirtæki), sem ákveða hvaða kröfur skuli gerðar, hvaða gögn lögð fram og hvort á þeim skuli byggt, hvaða vitni séu leidd fram o.s.frv.

30
Q

Veðréttur

A

Trygging sem veitt er með eign.
Ef skuldari greiðir ekki, getur veðhafi fengið eignina seld til greiðslu skuldarinnar.

Lengra: Forgangsréttur til þess að leita fullnustu fyrir kröfu (veðkröfu) í tiltekinni eign, þ.e. veðinu. Það þýðir að veðhafi á rétt á að fá kröfu sína greidda af andvirði eignarinnar á undan öðrum kröfuhöfum sem ekki hafa verið svo forsjálir að að tryggja kröfu sína með veðrétti.

31
Q

Lausafjárkaup

A

Viðskipti með lausafé, t.d. bíla eða húsgögn. (áðreifanlegir hlutir)

Vanefndir seljanda: Afhendingardráttur, galli, eða vanheimild.

Úrræði kaupanda: Riftun, afsláttur, ný vara eða skaðabætur.