Lesefnissp Flashcards
Hvað er réttarheimild?
Réttarheimild er heimild sem dómari eða stjórnvöld styðjast við til að leysa úr lagalegum ágreiningi. Dæmi um réttarheimildir eru sett lög, venja, fordæmi, lögjöfnun, meginreglur laga og eðli máls.
- Hvað er tvíeðliskenningin?
Tvíeðliskenningin felur í sér að landsréttur og þjóðaréttur eru talin tvö aðskilin réttarkerfi. Þjóðaréttur hafi gildi milli ríkja en landsréttur gildi aðeins í hverju ríki fyrir sig. Það þarf því samkvæmt kenningunni að veita þjóðarétti gildi með lagasetningu eða öðrum stjórnskipulegum aðferðum til að hann teljist til landsréttar.
- Hver fer með löggjafarvaldið á Íslandi?
Alþingi og forseti fara með löggjafarvaldið.
Alþingi er þó aðalhandhafi þess valds og forsetinn staðfestir aðeins lagafrumvörp sem þingið hefur samþykkt til að þau öðlist gildi sem lög.
- Hvað getur dómstóll gert ef það er ekki til nein sett lagaregla um ágreiningsefnið sem til hans kemur?
Dómstóll getur þá leitað til annarra réttarheimilda eins og venju, fordæma, lögjöfnunar, meginreglna laga eða eðli máls til að leysa málið.
- Hvað felst í fjórfrelsinu?
Fjórfrelsið vísar til frjáls flæðis vara, þjónustu, fjármagns og vinnuafls innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Hvert er hlutverk forseta Íslands í löggjafarvaldinu og hvað felst í 26. gr. stjórnarskrárinnar
Forseti Íslands hefur það hlutverk að staðfesta lög sem Alþingi samþykkir.
Ef forseti samþykkir ekki lögin getur hann notað 26.gr stjórnarskránnar: Málskotsréttinn og kallað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál.
Hver eru dómstigin á Íslandi?
- Héraðsdómur (fyrsta stig)
- Landsréttur (annað stig)
- Hæstiréttur (æðsta stig).