Sníkjudýr 2 Flashcards
Toxoplasma og Plasmodium eru gródýr (hnýslar).. Rétt/rangt?
Rétt.
Kötturinn er eini aðalhýsill Toxoplasma gondii.. Rétt/rangt?
Rétt.
Hvaða smitleiðir eiga við í mannasýkingum af völdum Toxoplasma? (5)
- Mengaður jarðvegur.
- Illa soðið lambakjöt.
- Líffæraflutningar.
- Gegnum fylgju til fósturs.
- Mengað grænmeti.
Toxoplasma eggblöðrur eru smitandi um um leið og þær skiljast út með kattasaur.. Rétt/rangt?
Rangt.
Það má drepa Toxoplasma vefjaþolhjúpa með frystingu í -20°C .. Rétt/rangt?
Rétt.
Toxoplasma eggblöðrur og Toxoplasma vefjaþolhjúpar valda samskonar sýkingum í mönnum.. Rétt/rangt?
Rétt.
Hvaða hlutfall heilbrigðra einstaklinga fær klíníska sýkingu eftir smit (fóstursýkingar undanskildar)?
10-20%
Í ónæmisbældum getur gömul einkennalaus Toxoplasma sýking endurvaknað og valdið einkennum frá heila og augnbotnum… Rétt/rangt?
Rétt.
4 staðhæfinga sem eiga við um Toxoplasmasýkingu í meðgöngu?
- Fóstursýking er líklegust þegar móðir sýkist á 3. trimester meðgöngu.
- Meðfædd fóstursýking getur verið einkennalaus fram á þrítugsaldur.
- Sýktir nýburar geta verið einkennalausir
- Minna en 50% fóstra sýkjast
Hvaða greiningapróf eru mest notuð til að greina Toxoplasma sýkingu?
Mótefnamælingar.
Ónæmisbældur sjúklingur hefur einkenni frá miðtaugakerfi og CT skann sýnir hnút í heilavef. Hvaða greiningarnálgun hentar best til að útiloka Toxoplasma sýkingu?
Fyrst mótefnamæling, svo kannski PCR eða ræktun á mænuvökva.
Trypanosoma brucei smitast með Tse-tse flugunni og veldur?
- Sýkingu í blóði, eitlum og mænuvökva.
- Svefnsýki.
Trypanosoma cruzi smitast með reduviid skordýrasaur og getur valdið hjartabilun.. rétt/rangt?
Rétt.
Leishmania best með sandflugum (Phlebotomus) og getur valdið sýkingum í? (3)
- Húð
- Innyflum (kala-azar),
- Slímhúðum
Það er hægt að smitast af Leishmania í Suður-Evrópu.. Rétt/rangt?
Rétt.
Leishmania húðsýkingar skilja eftir sig ljót ör.. Rétt/rangt?
Rétt.
Trichomonas vaginalis orsakar algengasta læknanlega kynsjúkdóm í heimi.. rétt/rangt?
Rétt.
Smásjárskoðun á skeiðarsýni er áreiðanleg greiningaraðferð fyrir Trichomonas vaginalis.. Rétt/rangt?
Rangt.
*Það er kjarnsýrumögnun sem er besta greiningaraðferðin fyrir Trichomonas vaginalis.
Trichomonas sýkingar eru oft einkennalausar í konum og körlum.. Rétt/rangt?
Rétt.
4 staðhæfinga um Trichomonas..
- Getur valdið skeiðarbólgu.
- Getur valdið þvagrásarbólgu í körlum
- Eykur líkur á HIV smiti.
- Getur lifað árum saman í konum.
Hvað heitir ættkvísl frumdýrsins sem veldur sársaukafullu sári á hornhimnu hjá linsunotendum?
Acanthamoeba.
Acanthamoeba og Neigleria eru umhverfisamöbur sem geta sýkt heila.. Rétt/rangt.
Rétt.
4 frumudýr sem eru sjúkdómsvaldar í meltingarvegi.
- Cyclospora cayetanensis, -Balantidium coli,
- Cryptosporidium parvum,
- Giardia duodenalis (=lamblia = intestinalis)
Frumdýr sem sýkja meltingarveg eiga það sameiginlegt að? (2)
-Smitast með saur-munn smiti.
-Hafa meðgöngutíma í
1-4 vikur áður en einkenni koma fram.
Hvað er líkt með frumdýra- og ormasýkingum í meltingarvegi? (2)
- Sýkingar eru greindar með rannsókn á saursýni.
- Saur-munn smit þekkist hjá báðum.
Blóðkreppusótt (dysentery)
getur orsakast af? (3)
- Amöbunni Entamoea histolytica.
- Bakteríunni Shigella dysenteriae.
- Orminum Trichuris trichiura.
Giardia duodenalis er svipudýr sem sýkir?
Skeifugörn og þarma.
Hvað heitir algengasta sníkjudýr í meltingarvegi manna?
Giardia duodenalis EÐA Giardia intestinalis EÐA Giardia lamblia
Hvað er vitað um svipudýrið Giardia duodenalis? (4)
- Myndar bæði svipudýr og þolhjúpa í meltingarveginum.
- Sýkingar geta verið einkennalausar
- Þolhjúpar þola klórblandað vatn.
- Smitast á milli manna.
Í miklum Giardia niðurgangi hafa hreyfanlegu svipudýrin ekki alltaf tíma til að mynda þolhjúpa áður en út er komið… Rétt/rangt??
Rétt.