Bakteríur og bakteríusjúkdómar 1 Flashcards
Hvaða 3 tegundir af staphylococcus eru sjúkdómsvaldandi?
- S. Aureus (mest áhersla á hann)
- S. epidermidis.
- S. saphrophyticus.
4 staðreyndir um S.aureus.
- Er með kóagúlasa (kóalúgasa jákvæður).
- Myndar oft gulleitar kólóíur.
- Myndar mörg niðurbrotsensím (dnasi, gelatínasi).
- Um 40-80% fólks er með S.aureus einhvernstaðar og telst sem hluti af normalflóru.
Hvar eru heimkynni S.aureus? (hjá heilbrigðu fólki) (5)
-Í nösum, hálsi, nára, spöng og rassi.
Hvað er beta-laktamasi?
- Ensím sem yfir 90% stafýlókokka hefur.
- Það brítur niður peicillin. (en ekki methicillin, er oftast notað)
Einkenni Staph. epidermis og staph. saphrophyticus?
Staph. epidermis = mynda slím sem hjálpar til við örveruþekju (t.d. þvagleggir, æðaleggir, mjaðmaliðir og fl)
Staph. saphrophyticus = Þvagfærasýkingar.
Einkenni og heimkynni streptokokka?
Einkenni =
-Oft egglaga, í keðjum eða tveir og tveir (diplokokkar)
-Eru litlir og glærir á kólóníu.
-Þurfa gjarnan æti með blóði.
-Hafa litla aðlögunarhæfni gagnvart lyfjum (eginlega allir næmir fyrir pencillini)
-Þeir gerja einungis og hafa ekki öndunarkeðju.
Heimkynni = háls, munnir, kynfæri og þvagrás.
Hvaða baktería er algengasti orsakavaldur lungnabólgu?
Pneumokokkar.
Hver er hættulegasta sýkingin af völdum Bacillus anthracis og hver er dánartíðni?
Lungnasýking er ein hættulegasta sýking af völdum hennar, dánartíðni er 100% !
Hvaða baktería veldur stífkrampa?
Clostrium tetani.
Hvaða baktería veldur barnaveiki?
Corynebacterium dipheria. (Dipheria = barnaveiki)
Hvaða baktería veldur beklum, nautaberklum og holdsveiki?
Berklar = Mycobacterium tuberculosis. Nautaberklar = Mycobacterium bovis. (súna) Holdsveiki = Mycobacterium leprae.
Hversu stór hluti mannkynsins er með berkla í sér og hve stór hluti af því fá sjúkdóminn?
1/3 mannkynsins er með berkla í sér en einungis 5-10 % fá sjúkdóminn.
(Einstaklingar með sjúkdóminn eru oftast smitberar)
Hversvegna er ekki hægt að bólusetja gegn eitri gram neikv. baktería? (endótoxín)
Því endótoxín er lípíð og líkaminn bregst ekki við lípíðum og þar að leiðandi býr hann ekki til mótefni.
Hvaða baktería veldur lekanda?
Nesseria gonorrhoae - Gonokokkar.
*Getur líka valdið augn- og blóðsýkingu.
Hvaða týpur meningókokka (N.meningitdis) eru algengastir á Íslandi?
Týpur A, B og C.