Bakteríur og bakteríusjúkdómar 1 Flashcards
Hvaða 3 tegundir af staphylococcus eru sjúkdómsvaldandi?
- S. Aureus (mest áhersla á hann)
- S. epidermidis.
- S. saphrophyticus.
4 staðreyndir um S.aureus.
- Er með kóagúlasa (kóalúgasa jákvæður).
- Myndar oft gulleitar kólóíur.
- Myndar mörg niðurbrotsensím (dnasi, gelatínasi).
- Um 40-80% fólks er með S.aureus einhvernstaðar og telst sem hluti af normalflóru.
Hvar eru heimkynni S.aureus? (hjá heilbrigðu fólki) (5)
-Í nösum, hálsi, nára, spöng og rassi.
Hvað er beta-laktamasi?
- Ensím sem yfir 90% stafýlókokka hefur.
- Það brítur niður peicillin. (en ekki methicillin, er oftast notað)
Einkenni Staph. epidermis og staph. saphrophyticus?
Staph. epidermis = mynda slím sem hjálpar til við örveruþekju (t.d. þvagleggir, æðaleggir, mjaðmaliðir og fl)
Staph. saphrophyticus = Þvagfærasýkingar.
Einkenni og heimkynni streptokokka?
Einkenni =
-Oft egglaga, í keðjum eða tveir og tveir (diplokokkar)
-Eru litlir og glærir á kólóníu.
-Þurfa gjarnan æti með blóði.
-Hafa litla aðlögunarhæfni gagnvart lyfjum (eginlega allir næmir fyrir pencillini)
-Þeir gerja einungis og hafa ekki öndunarkeðju.
Heimkynni = háls, munnir, kynfæri og þvagrás.
Hvaða baktería er algengasti orsakavaldur lungnabólgu?
Pneumokokkar.
Hver er hættulegasta sýkingin af völdum Bacillus anthracis og hver er dánartíðni?
Lungnasýking er ein hættulegasta sýking af völdum hennar, dánartíðni er 100% !
Hvaða baktería veldur stífkrampa?
Clostrium tetani.
Hvaða baktería veldur barnaveiki?
Corynebacterium dipheria. (Dipheria = barnaveiki)
Hvaða baktería veldur beklum, nautaberklum og holdsveiki?
Berklar = Mycobacterium tuberculosis. Nautaberklar = Mycobacterium bovis. (súna) Holdsveiki = Mycobacterium leprae.
Hversu stór hluti mannkynsins er með berkla í sér og hve stór hluti af því fá sjúkdóminn?
1/3 mannkynsins er með berkla í sér en einungis 5-10 % fá sjúkdóminn.
(Einstaklingar með sjúkdóminn eru oftast smitberar)
Hversvegna er ekki hægt að bólusetja gegn eitri gram neikv. baktería? (endótoxín)
Því endótoxín er lípíð og líkaminn bregst ekki við lípíðum og þar að leiðandi býr hann ekki til mótefni.
Hvaða baktería veldur lekanda?
Nesseria gonorrhoae - Gonokokkar.
*Getur líka valdið augn- og blóðsýkingu.
Hvaða týpur meningókokka (N.meningitdis) eru algengastir á Íslandi?
Týpur A, B og C.
Heilahimnubólga eða blóðsýking af völdum Meningókokks (N.meningitdis). Er hún hættuleg? Hver eru einkenni og dánartíðni?
MJÖG hættulegt, gengur hratt fyirir sig, fólk gæti veikst um morguninn og verið dáið um kaffileytið ef því er ekki komið undir læknishendur.
Um 10% dánartíðni þar sem um hátækni heilbrigðisþjónustu er að ræða.
Einkenni = í byrjun er ógleði, uppköst, niðurgangur, minkuð meðvitund.
Seinna meir getur komið mjög hár hiti, höfuðverkur, liðverkir, bakverkir, hnakkastífni og ljósfælni.
*Hægt að prufa hvort um blóðsýkingu sé að ræða með því að þrýsta glasi á útbrot, ef útbrotin hvíttna ekki við þrýstingin bendir það til blóðsýkingar.
Hvað gefa kólí- og saurkólíbakteríur vísbendingu um?
Kólíbakteríur = gefa sterka vísbendingu um saurmengun en sannar það ekki. Saurkólíbakteríur = gefa vísbendingu um nýlega saurmengun.
Dæmi um nokkra sýkiþætti hjá bakteríum sem sýkja þarma (6)
- LPS (O-antigen og lípíð A)
- Slímhjúps-antigen.
- Svipuantigen (H)
- Festiþræðir.
- Úteitur.
- Seytikerfi III.
50% af öllum sýkingum af völdum E.coli er?
-Þvagfærasýkingar.
Er líka algengasta orsök þvagfærasýkinga
Hvað orsakar VTEC = Verotoxin producting E.coli? Hver er meðgögnutími?
VTEC orsakar blóðugan niðurgang og blæðandi ristilbólgur.
Meðgöngutími er 2-3 dagar þá niðurg. og kviðverkir.
2-4 d. síðar byrjar blóðugur niðurgangur hjá 80% smitaðra.
Hjá 10 - 15 % getur þetta orsakað HUS (bráða nýrnabilum).
Hver er meðgöngutími salmonella enterica og hvað getur einstaklingur borið bakteríuna lengi eftir smit?
Meðgöngutími er 1-3 dagar.
Einstaklingur getur borið sýkinguna í 5-6 vikur eftir smit.
Hvað orsakar salmonella typhi?
Hún orsakar taugaveiki.
Þegar bakterían berst úr þarmavegg yfir í blóð, þaðan í átfrumur og lifur, milta og gallblöðru. -sýkillinn getur leynst í gallblöðru í langan tíma.
Hvað hefur haemophilus insluenza margar hjúpgerðir?
Hefur 6 hjúpgerðir sem eru flokkaðar niður í A,B,C…..
-Er líka til án hjúps, þá er hún ekki greinanleg í sermisgerðir.
*Hjúpgerð B er hættulegust, sykurhjúpurinn ver bakteríuna geng átfrumum.
Hver eru einkenni Hib (haemophilus insluenza B) ?
En af völdum hjúplausra HI ?
Ífarandi sýkingar = Heilahimnubólga í börnum, blóðsýking, bráð barkabólga, liðbólgur og lungnabólga.
Hjúplausar HI, hættu minni sýkingar = Bólgur í miðeyra, skútabólgur (ennis og kinnholu), lungnabólga, tárubólga.
Hvaða baktería veldur kíghósta?
Bordetella pertussis.
Bordetella pArapertussis veldur vægari kíghósta
Hvernig er algengur gangur á kíghósta frá smiti til bata?
Meðgöngutími í 7-10 daga = lítil eða engin einkenni.
1-2 vikur = einkenni sem líkjast kvefi, sjúklingur mjög smitandi.
2-4 vikur hóstastig = ákafur hósti og hóstasog, hóstaköst sem geta endað með uppköstum, andnauð og blánun.
Bati= Bifhár vaxa aftur og hóstin minkar. Bifhár verða að komast aftur í gang og slímhúð verða eðlileg til þess að fullum bata hafi verið náð.
- í 3-4 vikur er hætta á fylgikvillum: streptakokkar eða stafylókokkar.
- Kíghósti er algengastur í börnum undir 5 ára.
Pseudomonas eru?
- Umhverfisbakteríur þar sem raki er fyrir hendi.
- Hafa náttúrulegt þol geng sýklalyfjum og sótthreinsiefnum.
- Notaðar t.d. til að hreynsa upp ólíumengun.
Hvað er sérstakt við Pseudomonas aeruginosa?
Hún framleiðir blágrænt litarefni sem stundun kemur fram í sárum.
Hvað er hermannaveiki og hvaða baktería orsakar hana?
Hermannaveiki er öndunarfærasjúkdómur. Hiti, hrollur, hósti, höfuðverkur, lungnabólga. Lungnabólgan bannvæn hjá um 20% sjúklinga ef ekkert er gert.
Legionella pneumophila orsakar hermannaveiki.
*Kallað hermannaveiki því hún kom upp sem hópsýking á hermanna reunioni í Philadelfiu 1977.