Skipulag heilbrigðisþjónustu - rekstrareiningar, mannafl, notkun, fjármögnun og kostnaður Flashcards
Eiginleikar (skipulagsþættir) heilbrigðiskerfisins - 4 þættir.
- Rekstrareiningar
- Mannafli
- Kostnaður
- Rekstrarform
Það eru 4 eiginleikar (skipulagsþættir) heilbrigiðskerfisins, eitt er rekstrareiningar - hvað fellur undir það - 6 hlutir?
Þegar talað er um rekstrareiningar eru talað um
- Almennir spítalar þar sem flokkað er annars vegar eftir því hvaða þjónustar er veitt (handlækningadeild, lyflækningadeild) sem er síðan annaðhvort deildarskipt (almenn og ósérhæfð) og ódeildarskipt (sérhæfð) sjúkrahús og hins vegar eftir tegund tækja og aðstöðu t.d. röntgendeild eða svæfingardeild
- Talað um geðspítala en þeir hafa verið að hverfa af sviðinu og falla núna aðalega undir almenna spítala
- Heilsugæslustöðvar : þær eru tiltölulega nýtt þjónustuform innan heilbrigðiskerfa.
- Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra
- Sérhæfðar starfsstöðvar (s.s. læknastofur): Sérfræðilæknar, tannlæknar og fl reka stofur sem einyrkjar eða í miðstöðum eins og í glæsibæ (það dregur úr kosnaði) en hver læknir er síðan sitt eigið fyrirtæki oft.
- Aðrar sjúkrahússtofnanir (t.d. sérhæfðar heilbrigðisstofnanir): Þetta er t.d. eins og áfengis og fíkniefnameðferð, reykjalundur, SÁA.
Það eru 4 eiginleikar (skipulagsþættir) heilbrigiðskerfisins, eitt er mannafli - hvað fellur undir það - 6 hlutir?
- Læknar: Þeir eru síðan flokkaðir eftir vinnustað (heilsugæsla, einkastofa, spítali) og síðan eftir sérgrein (heimilislækningar, sérfræðingar)
- Hjúkrunarfræðingar: Þeir eru einnig flokkaðir eftir vinnustað og sérgrein þó að það sé ekki eins algengt að flokkað sé hjúkrunarfærðinga eftir sérgrein
- Tannlæknar
- Sjúkraþjálfarar
- Lyfjafræðingar
- Aðrar heilbrigðisstéttir
Það eru 4 eiginleikar (skipulagsþættir) heilbrigiðskerfisins, eitt er kosnaður, kostnaðarhlutdeild og greiðslufyrirkomulag- hvað fellur undir það?
Kosnaður: Hér er átt við tvennt
1. hvað kosta heilbrigðiskerfin. Kostnaður per mann.
2. hver kostnaður heilbrigðiskerfisins er af vegri landsframleiðslu
Greiðslufyrirkomulag: Hvað þurfa einstaklingar að borga fyrir lyf t.d.? er eitthvað hámark eða eru einhver lyf niðurgreidd. T.d. borgum hámarksupphæð í mánuði ef við förum síðan ofar en það þá tekur ríkið við, sjúkratryggingar íslands ss.
Kostnaðarhlutdeild: Þá er verið að skoða hlutdeild sjúklinga í kostanaðinum í formi beinna útfjalda og hlutdeild hið opinberra eða tryggingafélaga
Það eru 4 eiginleikar (skipulagsþættir) heilbrigiðskerfisins, eitt er rekstrarform - hvað fellur undir það?
Það er annaðhvort
- Opinber rekstur; ríkið, sveitafélag t.d. hjá okkur rekur ríkið nær öll sjúkrahús landsins með undantekningum, en sveitafélögin reka oftar hjúkrunarheimilin á móti einkaaðilum en ekki ríkið.
- Einkarekstur; hlutafélög, sjálfseignarstofn: Flest allt sem er einkarekið er rekið af læknum og þeir ráða síðan til sín hjúkrunarfræðinga og aðra lækna
Hlutafélög eru rekin í hagnaðarskini en sjálfseignarstofnun er ekki rekið í hagnaðarskini, góðgerðarfélög eða sjúklingafélög reka sjálfseignarstofnun ólíkt einkahlutafélögunum.
William C. Cockerham talar um fjórar megin tegundir heilbrigðiskerfa, hvaða tegundir eru það?
- Félagslegt kerfi
- Skyldutryggingakerfi
- Einkatryggingarkerfi
- Sósíalískt kerfi
William C. Cockerham talar um fjórar megin tegundir heilbrigðiskerfa, ein tegundin er félgaslegt kerfi, hvað er það?
Það er þegar hið opinbera fjármagnar að lang mestu leyti heilbrigðisþjónustuna og á og rekur helstu rekstrareiningar, svo sem sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. Það eru leyfðir einkarekstrar samt.
William C. Cockerham talar um fjórar megin tegundir heilbrigðiskerfa, ein tegundin er félagslegt kerfi, hvaða lönd flokkast undir félagsleg kerfi?
Norðurlöndin og Bretland t.d.
William C. Cockerham talar um fjórar megin tegundir heilbrigðiskerfa, ein tegundin er skyldutryggingarkerfi, hvað er það?
Skyldutryggingarkerfi er þegar þegnarnir eru skyldutryggðir. Allir eiga að hafa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Stærsti hluti kostnaðar er greiddur úr sjúkrasjóðum sem launþegar og atvinnurekendur greiða í.
Það er skilda allra að vera heilsutryggðir. Í þessum kerfum eiga og starfrækja einkaaðilar að mestu leyti rekstrareiningar kerfisins svo sem sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. Flestir spítalar eru einkaspítalar.
William C. Cockerham talar um fjórar megin tegundir heilbrigðiskerfa, ein tegundin er skyldutryggingarkerfi, hvaða lönd flokkast undir skyldutrygginakerfi?
Vestur - Evrópulönd eins og þýskaland og Holland
William C. Cockerham talar um fjórar megin tegundir heilbrigðiskerfa, ein tegundin er einkatryggingarkerfi, hvað er það?
Einstaklingar eru sjúkratryggðir gegnum einkarekin trygginarfélög, rekin í hagnaðarskyni.
Einkaaðilar (sjúklingar og tryggingarfélög) standa undir stærstum hluta kostnað við heilbrigðisþjónustuna
Rekstrareiningar eru að lang stærstum hluta í eigu og starfsrækslu einkaaðila
William C. Cockerham talar um fjórar megin tegundir heilbrigðiskerfa, ein tegundin er einkatryggingakerfi, hvaða lönd flokkast undir einkatryggingakerfi?
Bandaríkin
William C. Cockerham talar um fjórar megin tegundir heilbrigðiskerfa, ein tegundin er sosíalískt kerfi, hvað er það?
Ríkið á og rekur rekstrareiningar kerfisins. Ríkið fjármagnar heilbrigðisþjónustuna að lang mestu eða öllu leyti. Heilbrigðisstarfsmenn eru starfsmenn ríkisins.
William C. Cockerham talar um fjórar megin tegundir heilbrigðiskerfa, ein tegundin er sósíalískt kerfi, hvaða lönd flokkast undir sósíalísk kerfi?
kúba
Í hvað flokkar landlæknisembættið heilbrigðisþjónustu (2 flokkar)?
Almenna heilbrigðisþjónustu
- Heilsugæslustöðvar
- Hjúkrunarheimil og hjúkrunarrými
- Umdæmissjúkrahús (almenn sjúkrahúsþjónusta, m.a. göngu- og dagdeildarþjónusta, fæðingarhjálp og hjúkrunarrými)
Sérhæfð heilbrigðissþjónusta
- Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta eins og FSA
- Sérhæfðar heilbrigðisstofnanir eins og reykjalundur
- Starfsstofur heilbrigðisstarfsmanna eins og læknastofur og tannlæknastofur
Hver eru heilbrigðisumdæmin?
- Höfuðborgarsvæðið
- Vestfirðir
- Vesturland
- Austurland
- Norðurland
- Suðurland
- Suðurnes