Almennar skýringar á þjónustunotkun einstaklinga Flashcards
Talað er um að þriggja þátta líkan Ronald Andersen um notkun heilbrigðisþjónustu ræðst af þrennu?
- Tilhneigingu til þjónustunotkunar (preidspotistion)
- Björgum (resources), sem gera notkun mögulega
- Þörf fyrir þjónustu, eins og hún er skilgreind af notendum og veitendum hennar
Í þriggja þátta líkani Ronald Andersen er talað um að notkun heilbrigðisþjónustu ræðst af þrem þáttum þar sem einn þátturinn er tilhneiging til þjónustunotkunar, hvað er átt við með því?
- Fólk hefur mismunandi mikla tilhneigingu burt séð hver þörfin er. Því meiri tilhneigingu sem einstaklingur hefur því meiri er notkun heilbrigðisþjónustu
- Dæmi: menntun, þeir sem eru með meiri menntun hafa mögulega meiri tilhneigingu til að nota heilbirgiðþjónustuna vegna þess að þau mögulega þekkja sjúkdómaseinkennin betur og bregðast fyrr við þeim. Sama með kynferði, sumar rannsóknir segja að konur leiti sér frekar hjálpar þar sem þær hafa betri þekkingu en karlar, þær eru duglegri til að afla sér þekkingu um heilbrigðismál.
Í þriggja þátta líkani Ronald Andersen er talað um að notkun heilbrigðisþjónustu ræðst af þrem þáttum þar sem einn þátturinn er bjargir (resources), hvað er átt við með því?
- Það getur verið að fólk hafi tilhneiginguna til að nota þjónustu en það er eitthvað sem hindrar t.d. tímaleysi eða fjármunir (ég hafði ekki tíma til að fara á heilsugæsluna)
- eins og tekjur ef það fylgja útgjöld getur skipt máli hvaða tekjur maður hefur eða nálægð þjónustuaðila, hef ég tíma til að keyra í klst til að fá aðstoð.
- Þetta er eitthvað sem gerir mögulegt eða hindrar að þjónusta er notuð
Í þriggja þátta líkani Ronald Andersen er talað um að notkun heilbrigðisþjónustu ræðst af þrem þáttum þar sem einn þátturinn þörf fyrir þjónustu, hvað er átt við með því?
- Hér er talað um bæðu þörfina sem maður upplifir sjálfur og þörfina sem metin er af heilbrigðisstarfsmanni.
- Fólk kannski telur sig þurfa heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsmaðurinn telur ekki þörf.
- Við viljum að heilbrigðisþjónustan ráðist fyrst og fremst á þörf
Rúnar gerði rannsókn þar sem skoðað var hvort fólk leitar sér aðstoðar hjá hjúkrunarfræðingum, hvað kom úr rannsókninni?
- Þeim sem fara til hjúkrunarfræðings fjölgar er það vegna þess að heimsóknum fjölgar eða eru hjúkrunarfræðingar sýnilegri er svosem ekki vitað
- Þeir sem voru með krónísk veikindi voru líklegri til að fara til hjúkrunarfræðings
- Fólk sem hafði jákvæða afstöðu gagnvart hjúkrunarfræðingum voru líklegri til að fara til hjúkrunarfræðings
- Yngri fullorðnir og eldra fólk 66+ fóru oftar en aðrir ásamt því að konur fóru oftar
- Blanda af tilhneigingu og þörf eru heimsóknir til hjúkrunarfr. En miklu síður að bjargir skipta litllu máli þar sem hjúkrunarfræðingar eru nokkuð aðgengilegur
Þættir er áhrif hafi á notkun (geð)heilbrigðisþjónustu samkvæmt David Mechanic (skoðar veikindatengda notkun á heilbrigðisþjónustu), talað um 10 þætti sem skipta máli hvort fólk notar heilbrigðisþjónustu eða ekki
- Hve augljós einkenni eru: eru þau sjáanleg eða er það eins og þreyta hjá þeim með krabbamein, ef við erum þreytt þá hödum við samt ekki að við séum með krabbamein
- Hve hættuleg einkennin eru talin: ef fólk telur þau hættuleg þá er líklegra að þau geri eitthvað í því, hér skiptir líka máli þekking á einkennum, ef við þekkjum ekki einkennin hræða þau okkur
- Hve langdregin eða tíð einkenni eru: getum verið hrædd ef einkennin fara ekki eða koma aftur þá erum við líklegri til að gera eitthvað í málunum
- Hvert umburðarlyndi einstaklingsins er gagnvart einkennum
- Hvort skilningur á vandanum sé fyrir hendi í félagslegu umhverfi einstaklings semsagt hjá vinum og vandamönnum
- Röskun á daglegri starfsemi vegna einkenna: ef þau hamla mér ekki og ég kemst í gegnum daginn þá er þetta ekkert mál en ef þau hamla mér þá leita ég mér hjálpar
- Þörf einstaklings fyrir afneitun: t.d. alkóhólismi og geðsjúkdómar = getur tafið viðbrögð
- Aðrar þarfir eða markmið stangast á við sjúklingahlutverk: Hafa tima til að sjá um heilsuna, erum með margt á dagskrá hjá okkur, hafa ekki tíma til aðveraða einhverjir sjúklingar
- Möguleiki á andstæðum túlkunum á ástandi einstaklinga: geta verið margar túlkanir á ástandi manns
- Aðgangur að heilbrigðisþjónustu (fjarlægð þjónustuaðila, sálfræðingur og efnahagslegur kostnaður): Eftir því sem aðgengið betra er líklegra að einstaklingur nýti þjónustuna. Kostar mikið fjárhagslega en einnig sálfræðilegur kosnaður t.d. með tannlækna, einhver fór einu sinni það var vont og vill ekki fara aftur.
Hvað er hægt að gera í þessum þáttum sem talað er um í módeli David Mechanic (skoðar veikindatengda notkun á heilbrigðisþjónustu)?
Getum frætt og fjallað um einkenni sjúkdóma, draga úr fordómum og þörf fyrir afneitun. Skiptir máli að þjónustan sé aðgengileg og að fólk geti auðveldlega vitað hvernig maður á að nálgast þjónustuna
Heilsuviðhorfalíkanið (Health Belief Model) hvað gerir það?
Það skýrir notkun fólks á heilbrigðisþjónustu í fyrirbyggjandi skyni
Í heilsuviðhorfalíkaninu eru ógn sjúkdóms alfeiðing af tvennu, hvað er það ?
- Upplifað næmi einstaklings fyrir sjúkdómi semsagt hversu líklegt einstaklingur telur að hann geti fengið sjúkdóminn
- Upplifaður alvarleiki þess sjúkdóms, hversu alvarlegur sjúkdómurinn er í augum einstaklingsins
- Fólk getur upplifað sjúkdóma á öðruvísi hátt
Heilsuviðhorfslíkanið talar um hvað sé það sem skýrir það að fólk upplifir næmið sitt og alvarleikan á ólíkan hátt, hvaða þættir eru það?
- Líkanið segir að það eru fjölmargir þættir, efnahagslegir, félagslegir og sálrænir sem geta skipt afhverju þetta er
- Getur tengst menntun, hugsanlega kyni (t.d. þekkingu á einkennum), hugsanlegar tekjur líka
Það er ekki bara ógn sem dugar eins og sér heldur þarf að hjálpa ógnuninni hvað hjálpar henni?
- Tilefni til aðgerða
- EF einstaklingur fær boð um t.d. að mæta í skimun þá er slíkt boð tilefni til aðgerða, minnir hann á sjúkdóminn sem ógnar honum
- Líka getur verið grein á netinu um afleiðingu sjúkdóms eða eitthvað svoleiðis, eitthvað sem minnir okkur á ógnunina
Ógnunin dugar ekki ein og sér fyrir fyrirbyggjandi hegðun heldur skiptir líka máli upplifaður ávinningur hvað er átt við því?
Maður telur að tiltekin aðgerð t.d. leghálskoðun sé árangursík leið það er dæmi um upplifaðan ávinning svo getur verið kostnaður, einstaklingi finnist það vont t.d. (sálfræðilegur kosnaður) og kannski var þetta sárt seinast. Ef plúsinn (ávinningurinn) er stærri en mínusinn (kostnaðurinn) þá verður fyrirbyggjandi hegðun
Hugtök heilsuviðhorfalíkansins, efnahaglegir, félaglegir og sálrænir þættir:
Hér er til dæmis átt við menntun og tekjur, einstaklinga, samhjálp ( félagslegan stuðning) sem þeir kunna að fá, reynslu þeirra af sjúkdómum, þekkingu þeirra á sjúkdómum og viðhorf þeirra til heilbrigðisþjónustunnar.
Hugtök heilsuviðhorfalíkans, upplifað næmi:
Misjafnt er hve miklar líkur fólk telur vera á því að það fái tiltekna sjúkdóma. Sumir telja sig ekki geta fengið tiltekna sjúkdóma, meðan aðrir telja yfirgnæfandi líkur á því, en flestir eru þó einhverstaðar þarna á milli í líkindamatinu sínu
Hugtök heilsuviðhorfalíkans, Upplifaður alvarleiki:
Misjafnt er hve fólk telur sjúkdóma vera alvarlega. Sumir gæti talið tiltekinn sjúkdóm meinlausan meðan aðrir teldu hann lífshættulegan. Mismuanandi er hver sammála fólk er um alvarleika sjúkdóma. Flestir myndu t.d. telja krabbamein mjög alvarlegan sjúkdóm, þó meirai árgreiningur gæti verið um alvarleika margra annarra sjúkdóma