Skilgreiningar almennan Flashcards
Hugtakaskýringar í almennri lögfræði
Réttarheimildir
Almenn lög
Sett lög af Alþingi og forseta staðfestir með undirskrift sinni
2, 19, 26 og 44.gr stjskr.
Réttarsöguþættir
Jónsbók
Lögbók gerð fyrir íslendinga af Magnúsi lagabæti Noregskonung, sem kom í stað Járnsíðu. Jón Einarsson var einn aðalhöfundur hennar og kynnti hana fyrir íslendingum.
sett 1281, aldrei felld úr gildi.
Íslendingar mótmæltu Járnsíðu, enda átti hún ekki við réttinn hér, og því var Jónsbók gerð í sammræmi við Járnsíðu og rétt íslands
Réttarsöguþættir
Gamli sáttmáli
Gamli sáttmáli var samningur Íslendinga við Hákon gamla Noregskonung. Sáttmálinn var gerður 1262 og fól í sér að Noregskonungur væri einnig konungur á Íslandi, og íslendingar greiddu honum skatt. Í honum stóðu réttindi fólks gagnvart konunungi. Sáttmálinn talinn fallinn úr gildi á Kópavogsfundi á 19. öld undir forystu Jóns Sigurðssonar
Samningurinn var undirritaður af Magnúsi lagabæti 1264
Hefur einnig nafnið Gissurasáttmáli vegna aðkomu Gissurar Þorvaldssonar. Sáttmálinn var svokallaður verndarpunktur Íslendinga samkvæmt Jóni Sigurðssyni, þar sem Íslendingar settu fram skilyrði fyrir að ganga undir konungsvald Noregs.
Réttarheimildafræði
Hin Lagalega aðferð
Þekking á réttarheimildum og hvernig á að fara með þær er hin lagalega aðferð. Það er að afmarka heimildirnar sem geta verið grundvöllur réttarreglu, og vinna úr þeim heimildum með tilteknum aðferðum. Það þarf að vinna með réttarheimild, meðhöndla hana, til þess að finna út hvað hún þýðir nákvæmlega í tilteknu tilviki. Hin lagalega aðferð leitast meðal annars við að svara því hvernig á að túlka lagaákvæði sem er óskýrt og á hvaða réttarheimildum skal byggja á þegar sett lög falla ekki undir tilvikið.
Skera úr hvað úr réttarheimildarhugtakinu á við
” Réttarheimildir eru þau viðmið- gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað- sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún mótuð almennt eða í ákveðnu tilfelli”
Réttarheimildafræði
Réttarheimildir
” Réttarheimildir eru þau viðmið- gögn, sú háttsemi, þær upplýsingar og hvaðeina annað- sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttareglu er slegið fastri eða hún mótuð almennt eða í ákveðnu tilfelli”
- Sigurður Líndal.
Réttarheimildarfræði
Réttarvenja
Venjuréttur
Réttarvenja er reglubundin háttsemi sem er til marks um eða stjórnast af sannfæringu, að mönnum ber að haga sér á einhvern nákvæmlega tiltekinn hátt, sem hægt er að byggja af fyrir dómi. Réttavenja var mikilvægasta réttarheimildin frá upphafi miðaldrar þar formleg lagasetning færðist í aukana seint á 11. öld . Henni getur verið beitt sem sjálfstæðri réttarheimild og sem lögskýringarsjónarmið.
Venjuréttur myndast sem fylling lagatómarúms. Réttarvenja hefur mismunandi vægi eftir réttarsviðum.
Réttarheimildarfræði
Sett lög
Sett lög
Sett lög eða settur réttur eru skráðar yfirlýsingar handhafa allsherjavalds sem hafa heimild að stjórnlögum og öðrum lögum til að mæla fyrir um háttsemi manna. Meginflokkar settra laga eru tveir, sett lög í þrengri merkingu og sett lög í rýmri merkingu. Sett lög í þrengri merkingu er átt við lög sem sett eru með heimild í 2, 28, 42 eða 72.gr stjórnarskrárinnar Sett lög í rýmri merkingu kemur frá framkvæmdarvaldinu, m.a. stjórnarvaldsfyrirmæli.
Mikilvægi setts réttar er
Lýðræði: Lýðræðiskjörnir fulltrúar sem setja lögin.
Réttarríkið: birt fyrirmæli og framvirk, ekki hægt að setja lög afturvirkt
Rétthæð: aðrar réttarheimildir almennt víkja frá settum lögum.
Réttarríkið og lagahugtakið
Réttarríki
Réttarríkið er hugtak sem vísar formlega til eiginleika sem lög verða að hafa til þess að geta þjónað þeim frumtilgangi sínum að hafa áhrif á háttsemi manna. Hugtakið er skilgreint sem ríki sem fer eftir réttarreglum við beitingu ríkisvalds. Það eru þeir formlegu eiginleikar sem lög eiga að hafa, svo sem að vera framkvæmanleg, skiljanleg, birt, framvirk og almenn.
Lagarökfræði
Afleiðsla
Rökfærsla þar sem niðurstaðan er fullkomlega örugg í ljós forsendna: niðurstaðan er rökleg afleiðing af forsendunum.
niðurstaðan er afleiðing á því sem stendur í forsendunum
Lagarökfræði
Aðleiðsla
Með aðleiðslu búum við til nýjar upplýsingar frá forsendu. Rökfærsla þar sem niðurstaðan er líkleg en ekki fullkomlega örugg í ljósi forsendna.
niðurstaðan leiðir af forsendunum, en ekki í forsendunum.