Seinni hluti Flashcards
Tilrauna rannsóknir
Bætt er inn íhlutun eða meðferð
Tilraunalausar rannsóknir / lýsandi rannsóknir
Rannsakandinn safnar gögnum án þess að hafa áhrif eða bæta inn meðferð
Hawthorne áhrif
rannsóknin hefur áhrif á viðfangsefnið eða einstaklinga sem taka þátt
Hálftilraunasnið
inngrip „í óháðu breytuna”
vantar annaðhvort viðmiðunarhóp/slembiúrtak
Aftursæjar fylgnirannsóknarsnið
Beinast að því að finna þætti í fortíðinni sem skýrt gætu þætti í nútíðinni
Framsæjar fylgnirannsóknarsnið
Langtímarannsóknir sem notaðar eru til að prófa tilgátur um áhrifatengsl
Tölfræðilegt ályktunar réttmæti
segir til um það hvað úrtak þarf að vera stórt og fyrir ákveðna aðferðafræði í íhlutunarrannsóknum og samanburðarmælingum til að hægt sé að segja til um samband breyta með vissu
reiknaður út frá tilgátum og niðurstöðum fyrri rannsókna sem nota sambærilegar mælingar
Innra réttmæti
segir til um það hve miklu leyti óháða breytan hefur áhrif á útkomuna - talað er um nokkrar ógnir við innra réttmæti
Tímatvíræðni
vísar til þess hvort sé óyggjandi hvor breytan orsaki hina, að ætluð orsök komi á undan áhrifunum
Valskekkja
ólíkir einstaklingar / þátttakendur hafi valist í hópa sem bornir eru saman, er talin stærsta ógnin við tilraunarannsóknir sem ekki nota slembival eða -röðun
Ytra réttmæti
•alhæfingargildis niðurstaðna
•grundvallarþáttur í gagnreyndri þekkingu og þar með gagnreyndra starfshátta
•Úrtaksval og úrtaksstærð hefur áhrif á ytra réttmæti rannsóknar
Hugtaksréttmæti
hve vel mælitæki mæla í raun þau hugtök og hugsmíðar sem verið er að rannsaka, t.d. Spurningalisti um teymisvinnu
Metið með tölfræðiprófum
mæling á því hversu vel tilgáta eða kenning er studd með gögnum rannsóknar og niðurstöðum
Þýði
Afmarkaður hópur með ákveðin einkenni
Skilgreint þýði
•Lýsir því hvaða eiginleika einstaklingur eða fyrirbæri þarf að hafa til að geta lent í úrtakinu.
Aðgengilegt þýði
•Sá hópur einstaklinga eða fyrirbæra sem úrtaksskilgreiningin nær yfir og rannsakandinn hefur aðgang að.
Markþýði
Hópur einstaklinga eða fyrirbæra sem rannsókninni er ætlað að alhæfa um
Lag, eða undirhópur þýðis
•Þýði er skipt í lög eftir þáttum sem talið er að geti haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar.
•Einstaklingur getur bara tilheyrt einum undirhópi þýðis.
Úrtaksval
•Aðferðin sem notuð er til þess að velja einstaklinga úr þýðinu í úrtakið sem rannsóknin er gerð á.
Úrtaksgerð
hvernig var náði í úrtakið, hvernig var það valið
Alhæfingargildi
•hversu góða mynd úrtakið gefur af þýðinu. Hve mikið við getum leyft okkur að alhæfa um þýðið út frá úrtakinu.
því stærra sem úrtakið er því meira alhæfingargildi hefur það
Skekkja í úrtaksgerð
Vísar til þess þegar einstaklingar úr ákveðnum undirhóp þýðisins eru á kerfisbundinn hátt líklegri eða ólíklegri en aðrir til að veljast í úrtakið.
Villa í úrtaksgerð
þegar einstaklingar úr ákveðnum undirhóp þýðisins hafa fyrir tilviljun valist í of miklu / of litlu mæli í úrtakið.
Stærð úrtaksskekkju er í beinu hlutfalli við misleitni þýðisins.
Úrtaksstærð - Power analysis (styrk greining)
hversu stórt úrtakið þarf að vera til að hægt sé að alhæfa út frá því
Líkindaúrtak
•Úrtakið er valið þannig að að hver einstaklingur hefur ákveðin þekkt líkindi á að lenda í úrtakinu.
Tilviljun er látin ráða