Fyrri hluti Flashcards
Aðleiðsla
þróa ályktanir út frá afmörkuðum athugunum - frá hinu sértæka til hið almenna
Eigindlegar rannsóknir
Nota ekki töluleg gögn, byggja oftast á viðtölum við fáa einstaklinga um eitthvað tiltekið efni/vandamál. Nota gögn sem hafa einhverja ákveðna eiginleika/einkenni, oftast nota texta - Áherslan á þekkingu
Afleiðsla
þróa ákveðnar getgátur út frá almennum meginreglum/kenningum - frá hinu almenna til hins sértæka
Megindlegar rannsóknir
Nota magnmælingar/töluleg gögn
þróa ákveðnar tilgátur út frá almennum kenningum/reglum
Almennt fleiri þáttakendur en í eigindlegum rannsóknum
Grunnrannsóknir
afla þekkingar á meginreglum mannlegrar hegðunar og líffræðilegra og sálfélagslegra ferla
Hagnýtar rannsóknir
hvernig hægt er að beita meginreglum í klíník
Hjúkrunarrannsóknir oftast hagnýtar
að nýta grunnrannsóknir til þess skoða hvernig þær eiga við og nýtast í klíník
Þekkingarfræði
Vísar til heimspekihugmynda um eðli mannlegrar þekkingar.
Grundvallast á því að skoða hvert er eðli, takmörk, gildi þekkingar út frá heimspekinni
Aðferðafræði
vísar til kenninga sem liggja til grundvallar rannsóknaraðferðum
Rannsóknaraðferðir
vísar til framkvæmda vísindalegra rannsókna
Að hlutbinda það sem er verið að skoða
Blandaðar rannsóknir
bæði megindleg og eigindleg gögn
Stórkenningar
grófar og lýsa út frá huglæga eða óhlutbundinn hátt því hvað hjúkrun gengur: hjúkrun manneskjan, umhverfið og heilsa
Miðlægar kenningar
nær því áþreifnalegar - snúast um einhver ákveðin tengls fyrirbæra
t.d. hvað hefur áhrif á einhverja meðferð og útkomu meðferðar
Miðlægar kenningar eru notaðar til þess
að prófa meðferðir eða íhlutanir og útskýra tengsl, breyta eða fyrirbæra
Hugtakalíkan
útskýra hvernig þessar breytur og hugtök tengjast í ákveðnum rannsóknum
Mælingar
þá er farið að aðgerðabinda - orðið hlutlægt
Alhæfingargildi - yfirfæranleiki
Hægt er að daga almennar ályktanir af niðurstöðum góðra rannsókna
Þróun eða prófun kenninga
Lokaafurð rannsókna er kenning sem lýsir orsaka-tengslum þeirra fyrirbæra sem rannsóknin beindist að
Gagnreynd hjúkrun
ferli þar sem teknar eru ákvarðanir á grundvelli áreiðanlegra og réttmætra rannsóknarniðurstaðna, klínískra reynslu, óska sjúk. og þeirra úrræða og aðstæðna sem eru fyrir hendi
Gagnreynd þekking nýtist
greiningu viðfangsefna, ákvarðanatöku, íhlutnair, mat á árangri
Gögn
áreiðanlegar rannsóknarniðurstöður sem gefa til kynna árangur hjúkrunarmeðferðar
Vísindaleg rök
aldrei nægjanleg ein og sér til að taka klínískar ákvarðanir. Þarf alltaf að taka klíníska ákvörðun - Byggir á reynslu, aðstæðum og óskum sj.
Positivismi
einkennist af vísindum og skynsemi - segja heimurinn er hér úti og hægt að rannsaka hann og læra. EInhver regla og hægt að horfa hlutlægt á hann og skoða
Framkvæmd rannsóknar
Þekkingarsköpun
Nýting rannsókna
Nýting einstakra rannsókna í klíník, oft rannsókna sem eru framkvæmdar annarsstaðar
Gagnreyndir starfshættir
Nýtingu bestu þekkingar í klínísku starfi - búið að taka niðurstöður og þekkingu frá mörgum stöðum og rannsóknum
Byggja á missterkum vísindalegum gögnum
Gæðastarf/Umbótastarf
Innleiðing nýjunga, þekkingar, aðferðar/meðferðar og mat á árangri - er ekki vísindarannsókn - en vísindarannsókn getur falið í sér gæðastarf
Hugtök
almenn óhlutbundin hugmynd sem vísar til almennra fyrirbæra
Hugtök í rannsóknum
ákveðið orð/samband orðar sem hefur eh ákveðna merkingu í þeirri rannsókn sem er verið að vinna með/lesa
Fyrirbæri
notað um fyrirbærin í raunveruleikanum sem hugtökin vísa til. Notað líka yfir samband/orða sem er verið að nota/breyta - oft notað í eigindlegum rannsóknum og er notað fyrir fyrirbæri sem er til í raunveruleikanum
Hugsmíð
skipulega uppbyggð hugmynd. Vísar til hugmynda sem eru fundnar upp og þróaðar í fræðilegum tilgangi. - t.d. starfsánægja, geðheilsa
Lýsir gjarnan samband fleiri hugtaka
Hugtakamyndun
þróa skilgreiningu / hvað felst í hugtaki eða hugsmíð - t.d. hvað felur starfsánægja í sér eða lífsgæði.
Hugtakamyndun og þróun hugtaka
vísar til þess hvernig hugtök eru þróuð til að lýsa fyrirbærum
Kenning
útskýrir á kerfisbundinn hátt tengslin á milli fyrirbæra (hugtaka)
Hugtakalíkön
Rökræn tenging hugtaka/fyrirbæra til að skipuleggja hugsun/þekkingu
Tengingarnar hafa ekki verið prófaðar með rannsóknum en geta verið undanfari kenninga/líkana sem útskýra kenningu eða tilgátu, sem eru svo prófaðar
Óháðu breytur (frumbreyta)
Hin áætlaða orsök
Háðar breytur (fylgibreyta)
Hin áætlaða afleiðing
Hugtaksskilgreining
Fræðileg merking þess hugtaks, eða fyrirbæris, sem verið er að skoða
Aðgerðarbinding/Aðgerðarskilgreining
tilgreinir hvaða upplýsinga þarf að afla
Rannsóknargögn
allar upplýsingar/allt sem rannsakandinn aflar til að svara rannsóknarspurningu
Breyta
vísar til þess að fyrirbærið sem hugakið nær til er breytilegt
(hugtök í megindlegum rannsóknum)
Samfelldar breytur
geta tekið mörg gildi og það er jafnt bil á milli gildanna
-aldur, hitastig
Flokkabreytur (nafnabreytur)
taka aðeins fá gildi og það er ekki jafnt bil á milli gildanna. En eitt gildi er ekki hægra/lægra en annað
-litir, kyn, hjúskaparstaða
Tvíkostabreytur
Flokkabreytur sem aðeins taka 2 gildi (í raun við allar breytur)
Eiginleikabreytur
·breytur sem rannsakandinn hefur enga stjórn á. Eru safnar bæði til að lýsa aðstæðum og úrtaki og þáttakendum. Líka notaðar til að reikna samband á milli breyta
-aldur, sársauki
Virkar breytur
breytur sem rannsakandinn hefur stjórn á. Mældar til að skoða hvort að t.d. íhlutun hefur eitthvað að segja
-meðferð
Margleitni
hópurinn sem verið er að rannsaka hefur ólíkar eiginleikabreytur/einkenni
Einsleitni
hópurinn sem verið er að rannsaka hefur sömu/svipaðar eiginleikabreytur/einkenni
Fylgni
segir ekkert til um það, í hvaða átt t.d. sambandið fer, bara það er eitthvað samband
Tengsl
segir nánar til um það hvernig sambandið er á milli breytanna
Orsakatengsl
það er eitthvað þegar hægt er að segja með nokkuð öruggum hætti að eitt orsaki annað
Stjórn á áhrifaþáttum í rannsóknum
vísar til stjórnunar/útilokunar á þeim utanaðkomandi þáttum sem geta haft áhrif á samband óháðu og háðu breytunnar
Áreiðanleiki
rannsókn hafi verið framkvæmd með nákvæmum hætti og notuð nákvæm mælitæki, og hafi verið samkvæm
Réttmæti
mæla það sem var ætlað að mæla
Rannsóknarverkefni
er samsafn rannsókna, sem er framkvæmd og gert og unnið í þeim tilgangi að svara yfir spurningu - þá eru stakar rannsóknir innan verkefnisins sem eru gerðar til að svara nánar spurningum um afmarkaðra efni innan þessa verkefni
Tilgáta
spá/skoða samband á milli breyta
studdar eða ekki (ekki sannaðar)
megindlegum rannsóknum
Stefnutilgáta
ein breyta hefur áhrif á aðra/er forsenda e-s
Stefnulaus tilgáta
gerir ráð fyrir tengslum en ekki í ákveðna átt
Stórkenningar í hjúkrun lýsa sambandi
•Fólks / einstaklinga / manneskjunnar
•Umhverfis
•Heilsu
•Hjúkrun
Miðlægar kenningar í hjúkrun
útskýra nánar samband breyta / hugtaka / fyrirbæra og orsakasamhengi þeirra eða tengslum
Ritrýnd
búin að fara í gegnum gæðaeftirlit í ritrýnum og sjá ritsjórnum. Sendir höfundur inn handrit, ef ritsjórn lýst vel á handritið, er það sent til 2 ritrýna sem eru sérfræðingar á þessu sviði í efninu/aðferðinni, þeir koma með gagnrýnið mat. Oft blindritrýni.
5 grundvallar spurningar við mat á rannsóknarskýrslum
· Um hvað er er heimildin ? = titli og ágrip
· Hvernig stendur rannsóknin gagnvart því sem er þegar vitað ? = inngangur og bakgrunnur
· Hvernig var rannsóknin gerð ? = aðferða kaflanum
· Hvað kom í ljós = niðurstöður
· Hvað þýða niðurstöðurnar = umræða
Þversniðsrannsóknir
rannsóknir þar sem gögnum er safnað á einu tímapunkti
Langtímarannsóknir
rannsóknir þar sem er safnað gögnum ítrekað eða í lengri tíma
Ethnographia
•Skoðar og greinir menningu og atferli hópa, gildi og norm og mikil vettvangsvinna
leitast við að greina emic sjónarhornið og þar með dulda þekkingu á menningu hópsins sem aðilar hópsins gera sér sjálfir ekki grein fyrir eða tala um
Fyrirbærafræði
skilja reynslu/lífsreynslu fólks
ná kjarna þess fyrirbæris sem verið er að rannsaka og öðlast djúpskilning á því
að raunveruleiki fyrirbærisins sé fólgin í reynslu þeirra sem lýsa því
gögnum safnað - djúpviðtölum
fáir þáttakendur
Lýsandi fyrirbærafræði
•reynslu fólks af fyrirbæri
•Felur í sér afmörkun, innsæi og ígrundun, greiningu, lýsingu
Túlkandi fyrirbærafræði
•túlka og skilja fyrirbærið auk þess að lýsa því
•Túlkunin - skilning með djúpviðtölum og varpar ljósi á mannlega tilvist
Grunduð kenning
þróun og smíð miðstigskenninga
Greina og útskýra atferli og þá greina megin breytur viðfangsefnisins
ekki línulegt ferli - stöðugur samanburður
Viðtöl og athuganir/áhorf
Hálfstöðluð viðtöl
viðtalsramma og leitast er við að fá fram gögn / upplýsingar um ákveðið efni eða þætti
Óstöðluð viðtöl
opnað er með lykilspurningu en síðan þróast viðtalið eftir hverjum viðmælanda