Prófspurningar frá kennara Flashcards
Fjallið um þrjár meginreglur sem gilda um viðskiptabréfakröfur
1.Reglan um mótbárumissi skuldara. Skuldari kann að hafa ýmsar mótbárur við kröfunni:
-Að krafan sé fallin niður, til dæmis vegna þess að hún sé greidd eða kröfuhafi hafi gefið hana eftir.
-Að krafan hafi verið ógild frá upphafi.
-Enn fremur geta mótbárur skuldara varðað efni kröfunnar, til dæmis að bíll hafi verið ryðgaður eða hús gallað.
2.Reglan um réttindamissi þriðja manns.
3.Skilríkisreglan.
Þegar um viðskiptabréfakröfur er að ræða glatast þær mótbárur sem bréfið ber ekki með sér ef þær eru ekki skrifaðar á bréfið.
Réttindamissir þriðja manns er þannig að öll réttindi yfir viðskiptabréfi sem ekki hafa verið rituð á bréfið sjálft glatast þegar bréfið er framselt.
Skilríkisreglan er sú að viðskiptabréf eru nokkurs konar skilríki um tiltekna kröfu og skuldari má treysta því að sá sem hefur bréfið í höndum hafi til þess formlega löglega heimild, þ.eþ sé hinn rétti kröfuhafi.
Fjallið um meðalhófsregluna í stjórnsýslurétti
Kemur alltaf til skoðunar þegar efni ákvörðunar er háð mati stjórnvalda.
3 meginþættir reglunnar:
Ákvörðunin verður að vera til þess fallin að ná því markmiði sem að er stefnt.
Velja skal það úrræði sem vægast er ef um fleiri en eitt úrræði er að ræða.
Beita skal af hófsemd því úrræði sem valið er.
Dæmi: Þegar það er verið að dæma í máli þá má ekki dæma einhvern fyrir lítið umferðabrot í 30 ára fangelsi. Reglan bara áminning um að gæta hófs og að refsingar séu í takt við það sem verið er að dæma að hverju sinni.
Lýsið í stuttu máli skilyrðum vinnuveitendaábyrgðar
Almenna regla um vinnuveitendaábyrgð er ekki að finna í skráðum íslenskum lögum en dómstólar hafa myndað regluna eftir norrænni fyrirmynd og úrlausnum dómstóla.
Í vinnuveitendaábyrgð felst að sá sem lætur annan mann, starfsmann, vinna fyrir sig eitthvert verk eða rækja eitthvert erindi ber bótaábyrgð á tjóni sem starfsmaðurinn veldur á saknæman og ólögmætan hátt.
Meginskilyrði fyrir vinnuveitendaábyrgð:
Ábyrgð fellur ekki á vinnuveitenda nema tjón verði rakið til sakar starfsmanns.
Starfsmaðurinn verður að hafa valdið tjóninu við framkvæmd starf síns
Samband vinnuveitenda og starfsmanns að vera með þeim hætti að vinnuveitandinn sé húsbóndi starfsmanns.
Þegar um óbeina ábyrgð er að ræða í félagarétti getur kröfuhafi gengið að félagsmanni um greiðslu félagsskuldar án þess að ganga að félaginu fyrst. Er þetta rétt eða röng fullyrðing?
Röng
Er hægt að skylda einstakling til að vera í félagi?
Já
Hvert skal beina kröfu um gjaldþrot?
Til dómstóla
Hvert af neðantöldu er ekki sterk mótbára hjá skuldara þegar kemur að viðskiptabréfum?
Svik
Má veðhafi verðsetja veðrétt sinn?
Já
Hvert af neðantöldu er ekki viðskiptabréf?
Skuldabréf
Hlutabréf
Hlutdeildarskírteini
Afleiður
Almenn Krafa
Almenn Krafa