Prófspurningar Flashcards

1
Q

Með hugtakinu samvægi er átt við..

  • Að flestar sameindir líkamans endurnýtist
  • Að allar frumur líkamans séu umluktar hálfgegndræpri himnu
  • Viðhald stöðugleika innra umhverfis líkamans
  • Að storknun blóðs hindri blóðmissi
  • Ekkert af ofantöldu er rétt
A

Viðhald stöðugleika innra umhverfis

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Ferli sem eftir truflun á líkamsstarfsemi færir hana aftur til eðlileg ástands er dæmi um..

  • Jákvætt afturkast
  • Neikvætt afturkast
  • Hreyfanleika
  • Homeostatic ferli
  • Bæði 2 og 4
A

Neikvætt afturkast og Homeostatic ferli, 2 og 4.

Neikvætt afturkast: Innkirtill losar hormón, ef svar markvefsins er lítið, þá eykst hormónaseytun - ef svarið er of mikið þá slokknar á starfsemi innkirtilsins

Jákvætt afturkast: ýkt losun hormóna eins og t.d. oxytocin í fæðingu veldur samdráttum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Starfsemi flestra líffærakerfa er stjórnað af..

  • Staðbundnum þáttum
  • Taugakerfi
  • Hormónakerfi
  • Einungis 2 og 3
  • Allir möguleikar, 1, 2 og 3
A

Starfsemi flestra líffærakerfa er stjórnað af

Staðbundnum þáttum, Taugakerfi og Hormónakerfi, allir möguleikar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hægt er að hemja sérhæft áhrif sympatíska taugakerfisins með..

  • lyfjum sem hemja boðflutning um taugahnoð (ganglions)
  • lyfjum sem blokka viðtaka fyrir noradrenalín
  • lyfjum sem blokka viðtaka fyrir acetylchólin
  • bæði 1 og 2
  • ekkert af ofantöldu
A

Hægt er að hemja sérhæft áhrif sympatíska taugakerfisins með lyfjum sem blokka viðtaka fyrir noradrenalín

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað af eftirtöldu er EKKI afleiðing aukinnar virkni sympatíska kerfisins (við eðlilegar aðstæður)?

  • Aukin hjartsláttartíðni
  • Auknar hreyfingar í meltingarvegi
  • Hærri blóðsykur
  • Aukin hraði öndunar
  • Aukið blóðflæði um kransæðar
A

Auknar hreyfingar í meltingarvegi er EKKI afleiðing aukinnar virkni sympatíska kerfisins!

Sympatíska, fight or flight:

  • hjartsláttur eykst og blóðþrýstingur hækkar
  • sjáöldur víkka
  • víkkun á æðum til beinagrindavöðva
  • víkkun á æðum til hjarta, lifur og fituvefja
  • lifur hækkar blóðsykur og blóðfitur
  • hömlun á starfsemi meltingarkerfis og þvagkerfis

Parasympatíska, rest and digest:

  • munnvatnsmyndun
  • táramyndun
  • þvagmyndun
  • hægðalosun
  • melting í fullum gangi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Það fyrirbæri þegar ein taugafruma tengist mörgum öðrum við taugamót kallast..

  • convergence
  • chronaxie
  • rheobase
  • divergence
  • reverberation
A

Þegar ein taugafruma tengist mörgum öðrum við taugamót kallast það convergence (samleitni)

Chronaxie - grunntími
Rheobase - grunnstraumur
Divergence - frávik
Reverberation - endurómun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað af eftirtöldu er venjulega rétt varðandi ósjálfráða taugakerfið(ANS)?

  • Allar frálægar brautir byggjast upp af tveimur taugafrumum
  • Örvun frálægra brauta leiðir til losunar á noradrenalíni
  • Boðefni í taugahnoðum er alltaf acetýlcholín
  • Einungis 1 og 3 er rétt
  • 1, 2 og 3 er rétt
A

Allar frálægar brautir í ósjálfráða taugakerfinu ANS byggjast upp af tveimur taugafrumum (eftirhnoðafrumur og fyrirhnoðafrumur) og boðefnið í taugahnoðum er alltaf acetýlcholín.

1 og 3 er rétt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Ein eftirtalinna fullyrðinga er rétt..

  • Limbíska kerfið, sem m.a. er talið aðsetur tilfinninga, er mjög vel afmarkað svæði í heilastofni
  • Samanlagður fjöldi heila og mænutaugapara er 31
  • Í gráa efni mænunnar liggja taugabrautir til og frá heila
  • Eina hlutverk hypothalamus (undirstúka) er að sjá um framleiðslu taugahormóna oxytocins og vasopressins og koma þeim niður í afturhluta heiladinguls
  • Í hypothalamus fer fram stjórnun mjög margra þátta sem lúta að viðhaldi jafnvægis innra umhverfisins (homeostasis)
A

Rétt: Í hypothalamus fer fram stjórnun mjög margra þátta sem lúta að viðhaldi jafnvægis innra umhverfisins (homesostasis)

Samanlagður fjöldi heila og mænutaugapara er ekki 31 heldur 43: 31 mænutaug og 12 heilataugar.

Limbíska kerfið sér um þætti minnis og tilfinninga, er í Dreka, Randberki, Möndlu, Stúku og Undirstúku.

Undirstúkan gegnir mörgum hlutverkum eins og:

  • stjórnar sjálfvirka taugakerfinu og samhæfir störf þess, hjartsláttartíðni, hreyfingum fæðu gegnum meltingarveg og samdrætti þvagblöðru
  • losun margra hormóna frá heiladingli og er á þann hátt tengiliður milli taugakerfis og innkirtlakerfis sem eru talin helstu stjórnkerfi líkamans
  • stjórnar líkamshitanum
  • tengist tilfinningum eins og reiði, árásargirni, sársauka og vellíðan
  • stjórnar fæðuinntöku þar sem í henni má finna bæði svengdarstöð og mettunarstöð
  • þorstastöð sem stjórnar vökvainntöku okkar
  • viðheldur meðvitund og svefnmynstri.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað af eftirfarandi þarf að gerast til að sléttur vöðvi dragist saman?

  • Aukning Calsíumstyrk inn í frumu
  • Frumuhimnan þarf að afskautast
  • Erting á sympatískum og parasympatískum taugum
  • Aukning Kalíumflæði inn í frumu
  • Ekkert af ofangreindu
A

Til að sléttur vöðvi dragist saman þarf aukningu Calsíumstyrk inn í frumu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvert eftirfarandi efna eru hluti af samdráttarkerfi beinagrindarvöðva?
a) actin. b) troponin. c) myosin. d) myoglobin

  • a, b og c
  • a og b
  • b og d
  • a
  • allt saman a, b, c og d
A

Actin, troponin og myosin eru hluti af samdráttarkerfi beinagrindarvöðva

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Ríkjandi vöðvaþráðagerð í stöðuvöðvum er:

  • Hraðir glycolytiskir
  • Hægir oxidatívir
  • Hraðir oxidatívir
  • Hægir glycolytiskir
  • Ekkert af ofantöldu
A

Ríkjandi vöðvaþráðagerð í stöðuvöðvum eru Hægir Oxidatívir
(Hægir glycolytiskir eru ekki til.)

Frumurnar í beinagrindarvöðvum eru ekki allar eins, við höfum þrjár mismunandi frumur og beinagrinarvöðvar eru uppbyggðir af þeim öllum. Við höfum:

Slow-oxidative (type I) – Þessir vöðvar þreytast hægt og myosin-ATPasi er hægur þeas niðurbrotið á ATP er hægt, loftháð öndun, þetta eru rauðir vöðvar sem þýðir að mýóglóbín ber súrefni til vöðvans.

Fast-oxidative (type IIa) – myosin-ATPasi hraður, hratt niðurbrot á ATP, loftháð öndun, þreytast hratt – rauðir vöðvar, myoglobin ber súrefni til vöðvans

Fast-glycolytic (type IIb) – myosin-ATPasi hraður, hratt niðurbrot á ATP, loftfirrt öndun, ekkert myoglobin  hvítir vöðvar, stærri en rauðu vöðvarnir, þreytast hraðast.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Venjulega er samdráttarkraftur beinagrindavöðva aukinn með því að..

  • Auka fjölda virkra hreyfieininga
  • Auka tíðni boðspenna í hreyfitaugum hreyfieininganna
  • Minnka upphafslengd vöðvans
  • Breyta styrk Ca+2 í utanfrumuvökvanum
  • Bæði 1 og 2 er rétt
A

Samdráttakraftur beinagrindavöðva er aukinn með því að auka fjölda virkra hreyfieininga og auka tíðni boðspenna í hreyfitaugum hreyfieininganna.
Bæði 1 og 2 er rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Í hverjum beinagrindavöðva gildir..

  • Hreyfieiningar mynda boðspennur ósamhæft
  • Einungis ein hreyfieining er til staðar
  • Hreyfieiningar vöðvans eru kallaðar inn í röð frá þeim smæstu til þeirra stærstu
  • Allir vöðvaþræðirnir eru af einni og sömu gerð (hægir eða hraðir)
  • Bæði 1 og 3 er rétt
A

Hreyfieiningar mynda boðspennur ósamhæft og hreyfieiningar vöðvans eru kallaðar inn í röð frá þeim smæstu til þeirra stærstu.
Bæði 1 og 3 er rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Plateu fasinn í boðspennu hjartavöðvafruma orsakast aðallega af..

  • innflæði Ca++
  • innflæði K+
  • innflæði Cl-
  • útflæði K+
  • Bæði 1 og 2
A

Plateu fasinn í boðspennu orsakast aðallega af innflæði Ca++

Plateu fasinn:
Spennustýrð Ca++ göng opnast og himnuspenna helst stöðug við núll. K+ göngin lokast (skv. Þór eru inward rectifier K+ göng samt opin hér) og lýkur með því að Ca++ göngin lokast

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hver af eftirfarandi hlutum hjartans afskautast hraðast milli boðspenna (bröttust forspenna) við eðlilegar aðstæður?

  • SA hnúturinn
  • AV hnúturinn
  • His- knippin
  • Endar Purkinje þráðanna
  • Vöðvafrumur vinstri slegils
A

Hvaða hluti afskautast hraðast á MILLI boðspenna og hefur því bröttustu forspennuna?
SA hnúturinn
Þar sem brattasta/hraðasta forspennan er væri auðveldast að ná boðspennu yfir þröskuld sem að er í SA node þar sem það afskautast oftast á mín vegna þess að gangráðsfrumurnar eru virkastar þar.

Hver afskautast hraðast? Purkinje leiðsluhraði 2 m/s

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað af eftirtöldu er nauðsynlegt til að hjartað starfi eðlilega?

  • Samhæfing afskautunar og samdráttar vöðvaþráða hjartahólfanna er nauðsynlegt til að tryggja góða dæluvirkni
  • Gáttirnar skulu afskautast og dragast saman á undan sleglum til að tryggja góða fyllingu slegla
  • Hægri hluti hjartans á að dragast saman fyrst til að tryggja að súrefnisríkt blóð berist vinstri hlutanum áður en hann dregst saman
  • Bæði 1 og 2 er rétt
  • 1, 2 og 3 er rétt
A

Nauðsynlegt til að hjartað starfi eðlilega:

  • Samhæfing afskautunar og samdráttar vöðvaþráða hjartahólfanna er nauðsynlegt til að tryggja góða dæluvirkni
  • Gáttirnar skulu afskautast og dragast saman á undan sleglum til að tryggja góða fyllingu slegla
  • Hægri hluti hjartans á að dragast saman fyrst til að tryggja að súrefnisríkt blóð berist vinstri hlutanum áður en hann dregst saman

1, 2 og 3 er rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Samdrætti hjartans er venjulega stjórnað með..

  • virkjun mismunandi fjölda hreyfieininga
  • því að auka næmni hreyfieininga
  • breytingum á upphalfslengd vöðvaþráða
  • breytingum í samdráttarhæfni
  • bæði 3 og 4 er rétt
A

Samdrætti hjartans er venjulega stjórnað með breytingum á upphafslengd vöðvaþráða og breytingum í samdráttarhæfni.
Bæði 3 og 4 er rétt

Hjartað í hvíld hefur styttri vöðvaþræði en lengjast við samdrátt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Við líkamlega áreynslu eykst aðfall til hjartans. Þetta eitt og sér gerir hjartanu kleyft að dæla meira blóði vegna:

  • Aukinnar samdráttarhæfni
  • Aukins heildarviðnáms æðakerfis
  • Frank Starling mekanismans
  • Einungis 2 og 3 er rétt
  • Allir möguleikar 1, 2 og 3 eru réttir
A

Við líkamlega áreynslu eykst aðfall til hjartans, það gerir hjartanu kleyft að dæla meira blóði vegna aukinnar samdráttarhæfni, aukins heildarviðnáms æðakerfis og Frank Starling mekanismans
Allir möguleikar 1, 2 og 3 eru réttir

Frank Starling= því meira blóð sem kemur til hjartans- því meira pumpast út

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Útfall hjartans deilt með hjartsláttartíðni gefur..

  • meðalslagæðaþrýsting
  • rúmmál vinstri slegils í enda díastólu
  • slagmagn
  • heildarviðnám æðakerfis
  • aðfall til hjartans
A

Útfall hjartans deilt með hjartsláttartíðni gefur SLAGMAGN

ÚH= slagmagn x hjartsláttartíðni

HR: Heart Rate: Hjartsláttartíðnin segjum t.d. 60 slög á mín. SV: Stroke volume; hversu mikið magn af blóði er dælt í hverju slagi. Segjum t.d. 70 ml í hverju slagi. CO: Cardiac Output þýðir útfall hjartans þ.e.a.s það blóðmagn sem hjartað dælir á mínútu. Við reiknum CO með því margfalda HR við SV semsagt HRSV=CO. Í þessu tilfelli yrði það 6070=4200 ml/min eða 4,2 L/mín.

MAP (meðal-slagæðaþrýstingur). Þetta er í raun og veru blóðþrýstingur, við reiknum þessa tölu út með því að margfalda CO við TPR (total peripheral resistans eða heildarviðnám æðakerfisins. Þetta er semsagt meðaltalið af blóðþrýstingnum í líkamanum.
Blóðþrýstingurinn er gefinn upp, þið eigið að reikna MAP. Formúlan fyrir þetta er einföld: 2Díastóla+sýstóla/3. (Blóðið er tvisvar sinnum lengur í díastólu og þess vegna er þetta 2díastóla)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvert af eftirfarandi myndi tvöfalda flæði í æð ef þrýstingsfallanda milli enda hennar er haldið stöðugum?

  • æðin stytt um helming
  • lengd æðarinnar tvöfölduð
  • þvermál æðarinnar er helmingað
  • þvermál æðarinnar er tvöfaldað
  • ekkert af ofantöldu er rétt
A

Það sem myndi tvöfalda flæði í æð væri að stytta hana um helming. Ef þvermálið yrði tvöfaldað myndi flæði 16faldast

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Slagæðlingar..

  • rýmdaræðar
  • viðnámsæðar
  • eru sérstök gerð háræða
  • hafa lokur
  • 2 og 4 er rétt
A

Slagæðlingar eru viðnámsæðar, þær hafa EKKI lokur.

Bláæðar hafa lokur svo súrefnisnautt blóð renni ekki til baka, ekki slagæðlingar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvað af eftirtöldu á EKKI við um vöðvaspólur?

  • þær innihalda ummyndaða vöðvaþræði
  • þær gefa frá sér upplýsingar um spennu
  • þær gefa upplýsingar um lengd vöðva
  • Gamma hreyfitaugafrumur breyta næmi þeirra
A

Það sem er vitlaust er að vöðvaspólur gefa EKKI upplýsingar um spennu vöðva - Vöðvaspólur skynja lengd vöðva og breytinga á honum.

Tvær megin gerðir af ummynduðum vöðvafrumum finnast í vöðvaspólum: pokafrumu (nuclear bag fiber) og keðjufrumur (nuclear chain fiber)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Í hvaða blaði heilabarkar er premotor svæðið staðsett?

  • framheilablaði
  • hnakkablaði
  • hvirfilblaði
  • gagnaugablaði
  • engu ofantöldu
A

Premotor svæðið er í framheilablaði í heilaberki

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Mikilvægasta hlutverk gamma hreyfitaugaboða til beinagrindavöðva er að..

  • örva vöðva til samdráttar
  • viðhalda næmni lengdarskynfæra vöðva við vöðvasamdrátt
  • senda slakandi boð til andverkandi vöðva
  • skynja lengd vöðva í hvíld
  • koma í veg fyrir of kröftugan samdrátt í vöðva
A

Mikilvægasta hlutverk gamma hreyfitaugaboða til beinagrindavöðva er að örva vöða til samdráttar.

Gamma hreyfitaugin veldur samdrætti í intrafusial vöðvaþræðina.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Efnafræðilega er hægt að flokka hormón í þrennt:

  • amín, peptíð og stera
  • fitusýrur, peptíð og stera
  • amín, fosfólípíð og stera
  • amín, peptíð og katekólamín
  • amín, stera og fitusýrur
A

Hormón eru flokkuð í (3)
Amín
Peptíð
Sterar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Skjálfti sem viðbrögð við kulda er dæmi um..

  • samvægisferli
  • neikvætt afturkast
  • lífeðlisfræðilegt viðbragð
  • bæði 1 og 2
  • 1, 2 og 3 er rétt
A

Sjálfti sem viðbrögð við kulda er dæmi um samvægisferil, neikvætt afturkast og lífeðlisfræðilegt viðbragð.
1, 2 og 3 er rétt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Þegar fruma beinagrindarvöðva styttist þá..

  • styttast sarkómerur frumunnar
  • styttist fjarlægðin milli Z línanna
  • styttast vöðvaþræðlingarnir
  • eykst skörun vöðvaþræðlinga
  • helst lengd A bandsins stöðug
A

Þegar fruma beinagrindavöðva styttist þá styttast sarkómerur frumunnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Hreyfieining vísar til..

  • einnar hreyfitaugafrumu og allra þeirra vöðvafruma sem hún ítaugar
  • eins vöðvaþráðar og allra þeirra vöðvafruma sem ítauga hana
  • allra þeirra hreyfitaugafruma sem ítauga einn vöðva
  • pars andvirkra vöðva
  • allra þeirra vöðva sem hafa áhrif á hreyfingu um ein liðamót
A

Hreyfieining vísar til einnar hreyfitaugafrumu og allra þeirra vöðvafruma sem hún ítaugar

Hreyfieining: taug + þær beinagrindafrumur sem hún ítaugar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Hver eftirfarandi fullyrðinga um endaplötu beinagrindavöðvafrumu er rétt?

  • múskarínskir viðtakar virkjast við tengingu acetylcholins
  • tímasamlagning endaplötuspenna er nauðsynleg til að boðspenna myndist í vöðvafrumunni
  • acetylcholinesterasi í endaplötuhimnunni hvatar niðurbrot acetycholins
  • bæði 1 og 2
  • bæði 1 og 3
A

Rétt svar: Acetylcholinesterasi í endaplötuhimnunni hvatar niðurbrot acetylcholins

Nikótínskir viðtakar eru í beinagrindavöðvum en múskarínskir í sléttum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Samdrætti í sléttum vöðvum er miðlað með fosfórun _____ sem á sér stað í framhaldi af keðju lífefnafræðilegra atburða sem meðal annars fela í sér tengingu kalíums við _____..

  • ADP, calmodulin
  • calmodulin, myosin
  • myosin, calmodulin
  • actin, tropomyosin
  • myosin, troponin
A

Samdrætti í sléttum vöðvum er miðlað með fosfórun myosin sem á sér stað í framhaldi af keðju lífefnafræðilegra atburða sem meðal annars fela í sér tengingu kalíums við calmodulin

(passa að lesa vel röðina, önnur spurning á öðru prófi sem er öfug, þ.e.a.s. byrjar á hvað tengist calsíum)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Hvað af eftirfarandi þarf að gerast til að sléttur vöðvi dragist saman?

  • aukning calsíumstyrk inn í frumu
  • aukning kalíumflæði inn í frumu
  • aukning á kalíumflæði inn í frumu
  • bæði 1 og 2
  • bæði 1 og 3
A

Til að sléttur vöðvi geti dregist saman þarf aukningu Calsíumstyrk inn í frumu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

Hvað af eftirtöldu er rétt varðandi beinagrindarvöðva?

  • sumar beinagrindavöðvafrumur hafa gangráðsvirkni
  • beinagrindavöðvafrumur tengjast með rafsynöpsum
  • beinagrindafruman dregst saman þegar örvandi taugaboð yfirvinna áhrif hamlandi taugaboða á endaplötuna
  • beinagrindavöðvafruma dregst saman þegar örvandi taugaboð yfirvinna áhrif hamlandi taugaboða á hreyfitaugafrumuna sem ítaugar hana
  • ekkert ofantalið er rétt
A

Beinagrindavöðvafruma dregst saman þegar örvandi taugaboð yfirvinna áhrif hamlandi taugaboða á hreyfitaugafrumuna sem ítaugar hana

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
33
Q

Hjartarafrit ECG kemur að gagni til að ákvörðunar á..

  • hjartaniði (murmur)
  • slagmagn hjartans
  • útfalli hjartans
  • leiðnihindrun milli gátta og slegla
  • ekkert af ofantöldu
A

Læknir framkvæmir hjartarafrit til að meta takt, tíðni, greina hindranir, stærð gátta og slegla og meta blóðflæði til hjartavöðva
Hjartarafrit ECG getur ekki sagt til um magn þess blóðs sem fer um hjartað eða samdráttarkraft hjartavöðvans. (Óeðlilegt hjartarafrit getur þó gefið vísbendingu um að samdrátturinn og dælingin í framhaldinu kunni að vera óeðlileg)

Svarið er því ECG kemur að gagni til að ákvörðunar á leiðnihindrun milli gátta og slegla

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
34
Q

Sá hluti úttaugakerfisins sem samanstendur af taugaþráðum sem ítauga beinagrindavöðva kallast..

  • frálæga taugakerfið
  • sympatíska taugakerfið
  • parasympatíska taugakerfið
  • sómatíska taugakerfið
  • ósjálfráða taugakerfið
A

Frálæga taugakerfið ER EKKI TIL, það eru til frálægar taugar en ekkert taugakerfi.
Sympatíska taugakerfið tilheyrir MTK og er fight og flight
Parasympatíska taugakerfið tilheyrir MTH og er rest and digest
Sómatíska taugakerfið er allt utan heila og mænu
Ósjálfráða taugakerfið er parasympatíska+sympatíska taugakerfið

Svarið er því Sómatíska taugakerfið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
35
Q

Yfirkirtill hormónastýrikerfisins er…

  • framhluti heiladinguls
  • afturhluti heiladinguls
  • undirstúka
  • brisið
  • horköngullinn
A

Aðalstjórnstöð hormóna er FRAMHLUTI heiladinguls!

Afturhluta (taugadingull, neurohypophysis). er framlenging á undirstúku úr taugavef; myndar ekki homón, en losar tvö hormón sem undirstúka myndar.
Framhluti heiladinguls. Myndar 7 mismunandi hormón

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
36
Q

Hvað af eftirtöldu varðandi byggingu og myndun hormóna er RÉTT?

  • sterahormón eru mynduð úr kólesteróli
  • skjaldkirtilshormón er katekólamín
  • hormón nýrnahettubarkar eru svipuð að byggingu og boðefni adrenergra taugafruma
  • flest peptíðhormín flytjast með blóði bundin plasmapróteinum
  • vasópressín er myndað í afturhluta heiladinguls
A

Sterahormón eru mynduð úr kólesteróli

Skjaldkirtilshormónin eru ekki katekólamín- katekólamín eru adrenalín, noradrenalín og dópamín (vatnsleysanleg) en skjaldkirtilshormónið er fituleysanlegt þó þetta séu vissulega amín hormónar.

Vasópressín er ekki myndað í afturhluta heiladinguls (það eru engin hormón mynduð þar, einungis framhlutanum) heldur undirstúku.

Peptíðhormón flytjast með blóði bundin FLUTNINGSpróteinum- ekki plasmapróteinum.

Er ekki alveg viss með nýrnahettubörkinn og adrenergu taugafr.= (Nýrnahettubörkurinn myndar ýmsa stera eins og aldósterón, cortisol, corticosterone og dehydroepiandrosterone og androstenedione.
Hreyfitaugafrumur losa acetýlkólín eða noradrenalín (eru kólínergar eða adrenergar).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
37
Q

Styrkur hormóns í blóði ákvarðast af..

  • hraða seitunar og hreinsunar
  • hvort það er bundið ferjum og/eða öðrum plasmapróteinum
  • gerð þess viðtaka sem það tengist
  • bæði 1 og 2
  • bæði 2 og 3
A

Styrkur hormóns í blóði ákvarðast af hraða seitunar og hreinsunar + hvort það er bundið ferjum og/eða öðrum plasmapróteinum.
Bæði 1 og 2 er rétt

Tótal styrkur hormóns í blóði er summa af fríu og bundnu homróni en hins vegar eru fríu hormónin svo miklu áhrifameiri heldur en bundnu því aðeins fríu hormónin geta diffúsað úr blóðrásinni og bundist viðtakanum sínum á markfrumu.
Plasmastyrkur hormóna er bæði háður seytun frá innkirtli í plasma og svo hversu hratt hormónið er fjarlægt úr blóðinu. Þessi fjarlæging gerist þegar hormóninu er skilið út eða þegar það er brotið niður (niðurbrot+útskilnaður)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
38
Q

P-R bil hjartaafrits ECG samsvarar….

  • endurskautun slegla
  • afskautun slegla
  • endurskautun AV hnúts og His knippis
  • afturskautun gátta og leiðni um AV hnút
  • endurskautun gátta og töf í SA hnút
A

P-R bil- afskautun gátta og leiðni um AV hnút

T - endurskautun slegla
QRS - afskautun slegla
P - afskautun gátta

endurskautun gátta og töf í SA hnút: SA er gangráðsfruma það verður aldrei meint töf

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
39
Q

Miðtaugakerfið samanstendur af…

  • aðlægum taugum og mænunni
  • frálægum taugum og mænunni
  • ósjálfráða taugakerfinu og heilanum
  • heilastofni og ósjálfráða taugakerfinu
  • heila og mænu
A

Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
40
Q

Í hverjum eftirtalinna hluta hjartans er leiðsluhraði boðspennu minnstur?

  • hægri gátt
  • His knippi
  • purkinje þráðum
  • AV node
  • Vinstri knippisgrein
A

Minnsti leiðsluhraði hjartans er AV NODE

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
41
Q

Hvað af eftirtöldu er rétt varðandi hjartahringinn?

  • systólan varir lengur en díastólan
  • á meðan jafnrýmdarslökun á sér stað flæðir blóð úr gáttum í hvolfin
  • við upphaf systólu lokast AV lokurnar
  • bæði 1 og 2
  • bæði 2 og 3
A

Rétt svar: Við upphaf systólu lokast AV lokurnar!

  • Díastólan varir lengur en systóla.
  • Allar lokurnar eru lokaðar þegar jafnrýmdarslökunin á sér það þannig ekkert blóð flæðir úr gáttum í hvolf.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
42
Q

Efri mörk er..

A

systóla

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
43
Q

Neðri mörk er..

A

diastóla

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
44
Q

Parasympatískakerfið er..

A

rest and digest

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
45
Q

Sympatískakerfið er..

A

fight or flight

46
Q

Samdrætti hjartans er venjulega stjórnað með..

  • virkjun mismunandi fjölda hreyfieninga
  • því að auka næmni hreyfieininga
  • breytingum á upphafslengd vöðva
  • breytingum í samdráttarkrafti
  • bæði 3 og 4
A

Samdrætti hjartans er stjórnað með breytingum á upphafslengd vöðvaþráða og breytingum í samdráttarkrafti

47
Q

Útfall hjartans er..

  • það magn blóðs sem hægri og vinstri slegill dæla til samans á einni mínútu
  • það magn blóðs sem streymir um stóru blóðrásina á einni mínútu
  • slagmagn margfaldað með hjartsláttatíðni
  • bæði 1 og 2
  • bæði 2 og 3
A

Útfall hjartans er slagmagn margfaldað með hjartsláttatíðni og það magn blóðs sem streymir um stóru blóðrásina á einni mínútu.
Bæði 2 og 3 er rétt

Þetta er ekki rétt: - það magn blóðs sem hægri og vinstri slegill dæla til samans á einni mínútu
Afþví að það er það magn sem hvort slegill dælir á mínútu.

48
Q
Jón og Jóna eru tvíburar.
Jón: 110/80 mmHg
Jóna: 100/70 mmHg
Útfall hjartans þeirra beggja er 5 L/min. 
Hvaða fullyrðing er rétt??
  • Jón er með hærri meðalslagæðaþrýsting og lægra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
  • Jón er með lægri meðalslagæðaþrýsting og hærra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
  • Jón er með hærri meðalslagæðaþrýsting og hærra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
  • Jón er með lægri meðalslagæðaþrýsting og lægra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
  • Ekki nægar upplýsingar til að svara
A

Jón er með HÆRRI meðalslagæðaþrýstin og HÆRRA heildarviðnám blóðrásar en Jóna

49
Q

Mesta þrýstingsfallið í stóru blóðrásinni verður þegar blóð flæðir..

  • gegnum lungun
  • gegnum slagæðlingana
  • gegnum háræðaveggi
  • gegnum bláæðlinga
  • gegnum háræðar
A

Mesta þrýstingsfallið í stóru blóðrásinni verður þegar blóð flæðir um SLAGÆÐLINGANA

50
Q

Aukning í eftirgefanleika slagæðaveggja veldur..

  • minnkuðum púlsþrýsting
  • auknum meðalslagæðaþrýsting
  • minnkuðu magni blóðs í slagæðum
  • 1 og 3 er rétt
  • 1, 2 og 3 er rétt
A

Aukning í eftirgefanleika slagæðaveggja veldur:
minnkuðum púlsþrýsting

1 er rétt því ef eftirgefanleiki æða eykst þá verður meiri munur á sýstólu og díastólu og þá minnkar púlsþrýstingur (Sýstólaþrýtingur lækkar eftir því sem æðin gefur meira eftir sig þeas þrýstingurinn er ekki jafn mikill). Slagmagnið myndi ekki minnka eftir því sem eftirgefanleikinn er meiri.

51
Q

Vöðvaspóla…

  • gefur upplýsingar um kraft samdráttar
  • er ummynduð vöðvafruma án samdráttapróteina
  • er ummynduð skyntaugafruma í vöðva
  • er ítauguð bæði af skyn- og hreyfitaugfrumum
  • er ítauguð einungis af skyntaugafrumum
A

Vöðvaspóla inniheldur skyntaugafrumur en hún er sjálf ekki skyntaugafruma. Gefur ekki upplýsingar um kraft samdráttar heldur skynjar hún lengd vöðvans og hefur ekkert samdráttarprótein!

Rétt svar: er ummynduð vöðvafruma án samdráttapróteina

52
Q

Um barkar- og mænutaugabrautir gildir eftirfarandi:

  • taugafrumurnar víxlast ekki á leið sinni um brautina
  • taugabrautin er mikilvæg fyrir fínhreyfingar
  • taugabrautin er mikilvæg fyrir líkamsstöðu, jafnvægi og göngu
  • hluti taugafrumanna á upptök sín í heilastofni
  • skemmdir á brautinni valda parkinsonsveiki
A

Barkar- og mænutaugabrautin er mikilvæg fyrir fínhreyfingar

53
Q

Skyneining…

  • kallast viðtaki sem nemur áreiti, til aðgreiningar frá viðtaka á frumuhimnu
  • nefnist það svæði sem veldur áreiti í tiltekinni skyntaugafrumu
  • kallast ein skyntaugafruma og allar greinar hennar
  • kallast taugabraut sem fer upp til heila
  • er svæði í skynberkinum sem svarar til ákveðins líkamshluta
A

Skyneining er ein skyntaugafruma og allar greinar hennar

54
Q

Hvaða fullyrðing er rétt varðandi vöðva?

  • einkenni allra vöðvafrumna eru þverrákir vegna reglulegrar uppröðunar próteinþráða.
  • við eðlilegar aðstæður dragast þverrákóttir beinagrindarvöðvar aðeins saman ef boðefni Acetylcholine (Ach) virkjar viðtaka í endaplötum þeirra.
  • ATP gegnir lykilhlutverki við bæði samdrátt og slökun rákóttra vöðva.
  • Í hvíld hylur trópómýósín bindistaði fyrir mýósín á actinþráðum rákóttra vöðva.
  • slökun rákóttra beingrindarvöðva verður þegar Ca++ er dælt upp í frymisnetið (sarcoplasmic reticulum).
A

Rétt svar: við eðlilegar aðstæður dragast þverrákóttir beinagrindarvöðvar aðeins saman ef boðefni Acetylcholine (Ach) virkjar viðtaka í endaplötum þeirra

55
Q

Sjúklingur með háan styrk Na+ í blóði, á lágt K+. Undirliggjandi orsök gæti verið..

  • minnkaður styrkur aldósteróns
  • minnkaður styrkur parathyroid hormóns
  • aukinn styrkur aldósteróns
  • aukinn styrkur parathyroid hormóns
  • minnkaður styrkur insúlíns
A

Sjúklingur með háan styrk Na+ í blóði, á lágt K+ er með aukinn styrk aldósteróns

Aldósterón er hormón sem virkar á nýrnapíplur og safnrásir nýrna og eykur þar endurupptöku á natríum og vatni frá þvagi

56
Q

Mikilvægasta hlutverk gamma hreyfitaugaboða til beinagrindavöðva er að..

  • örva vöðva til samdráttar
  • viðhalda næmni lengdarskynfæra vöðva við vöðvasamdrátt
  • senda slakandi boð til andverkandi vöðva
  • skynja lengd vöðva í hvíld
  • koma í veg fyrir of kröftugan samdrátt
A

Gamma-hreyfitaugaboð til beinagrindavöðva viðhalda næmni lengdarskynfæra vöðva við vöðvasamdrátt

57
Q

Insúlín..

  • örvar flutning glúkósa inn aftur út í þarma
  • eykur losun glúkósa úr lifur
  • lækkar blóðsykur
  • bæði 1 og 3
  • allt saman rétt
A

Insúlín örvar flutning glúkósa inn aftur út í þarma, eykur losun glúkósa úr lifur og lækkar blóðsykur
Allt rétt

58
Q

Insúlín..

  • örvar flutning glúkósa inn aftur út í þarma
  • eykur losun glúkósa úr lifur
  • lækkar blóðsykur
  • bæði 1 og 3
  • allt saman rétt
A

Insúlín örvar flutning glúkósa inn aftur út í þarma, eykur losun glúkósa úr lifur og lækkar blóðsykur
Allt rétt

Insúlín er framleitt af frumum í brisinu- veldur lækkun á blóðsykri, örvar flutning á glúkósa inn í frumur, örvar sykurbruna, breytir umframsykri í forðanæringu, örvar flutning amínósýra inn í frumur og myndun nýrra próteina.

59
Q

Insúlín..

  • örvar flutning glúkósa inn aftur út í þarma
  • eykur losun glúkósa úr lifur
  • lækkar blóðsykur
  • bæði 1 og 3
  • allt saman rétt
A

Rétt svar: Insúlín lækkar blóðsykur

fyrsta svarið meikar ekki sense - insúlín hefur ekkert með þarma að gera

Glúkósi er sykur og insúlín hefur öfug áhrif- eykur ekki losun!

Insúlín er framleitt af frumum í brisinu- veldur lækkun á blóðsykri, örvar flutning á glúkósa inn í frumur, örvar sykurbruna, breytir umframsykri í forðanæringu, örvar flutning amínósýra inn í frumur og myndun nýrra próteina.

60
Q

Tvö hormón sem hafa meiri áhrif saman en summa áhrifa þeirra sitt í hvoru lagi kallast…

  • agonists
  • antagonists
  • synergist
  • paracrines
  • 1 og 4
A

Tvö hormón sem hafa meiri áhrif saman en summa áhrifa þeirra í sitt hvoru lagi kallast: synergist

61
Q

Eftirtalin hormón eru öll losuð frá framhluta heiladinguls nema..

  • ACTH
  • ADH
  • FSH
  • GH
  • LH
A

ADH er þvagtemprandi hormón sem er myndað í afturhluta heiladinguls

Framhluti heiladinguls myndar 7 hormón:
vaxtarhormón hGH
skjaldkirtilshormón TSH
sortustýrihormón MSH
eggjabússtýrihormón FSH
gulbússtýrihormón LH
barkastýrihormón ACTH
prólaktín PRH
62
Q

Ef í einstaklingi losnar eðlilegt magn af TRH, en óeðlilega lágt magn er af thyroxíni í blóði hans, gæti það verið vegna skemmda í..

  • undirstúku
  • framhluta heiladinguls
  • skjaldkirtli
  • 1 eða 2
  • 2 eða 3
A

TRH er myndað í undirstúku en thyroxín er skjaldkirtlilshormón sem skiptist í T3 og T4, þess vegna eru líklega skemmdir í skjaldkirtli.

63
Q

Hvað endurspeglar dreifingu afskautunar um slegla?

  • P-R bilið
  • P takkinn
  • QRS takkarnir
  • T takkinn
  • S-T hlutinn
A

QRS takkarnir - afskautun slegla

64
Q

Í hjartarafriti svarar T takkinn til..

  • endurskautun gátta
  • afskautun gátta
  • leiðni afskautunar eftir His knippum
  • afskautun slegla
  • endurskautun slegla
A

T- takkinn - endurskautun slegla

65
Q

Í hverjum eftirtalinna hluta hjartans er leiðsluhraði boðspennu minnstur?

  • hægri gátt
  • His knyppi
  • purkinje þráðum
  • AV node
  • vinstri knyppisgrein
A

Minnsti leiðsluhraði boðspennu er í AV node.

Minnsti boðleiðsluhraði: AV og SA
Mesti boðleiðsluhraði: bundle of His og Purkinje þræðir

66
Q

Anti- diuretic hormone (ADH - vasopressin) er losað frá..

  • framhluta heiladinguls
  • afturhluta heiladinguls
  • undirstúku
  • eggjastokkum
  • brisi
A

ADH er þvagtemprandi hormón sem er myndað í undirstúku en losað og seytt frá afturhluta heiladinguls!

67
Q

Hvað af eftirtöldu lýsir best sambandinu á milli þrýstings, flæðis og viðnáms?

  • flæði= þrýstingsfallandi/radíus4
  • flæði x þrýstingsfallandi = viðnám
  • flæði = þrýstingsfallandi/viðnám
  • þrýstingsfallandi = flæði/viðnám
  • viðnám = flæði/radíus4
A

Samband milli þrýstings, flæðis og viðnáms=

Flæði=þrýstingsfallandi/viðnám

68
Q

Einstaklingur með blóðþrýsting 140/80 telst vera með meðalslagæðaþrýsting..

  • 90 mmHg
  • 220 mmHg
  • 100 mmHg
  • 110 mmHg
  • 120 mmHg
A

(2x80+140) deilt með 3

Rétt svar: 100 mmHg

69
Q

Í einstaklingi mælist hjartsláttartíðnin 100 slög/mín, heildarviðnám meginblóðrásar 20 mmHg*min/L, meðalþrýstingur í lungnaslagæðinni 20 mmHg og meðalþrýstingur í aortu 100 mmHg. Ef reiknað er með að þrýstingur í báðum gáttum hjartans sé hverfandi, hvert er útfall hjartans (cardiac output)?

  • 2 L/mín
  • 5 L/mín
  • 10 L/mín
  • 20 L/mín
  • ekki nægilegar upplýsingar til útreiknings
A

CO=MAP/TPR 100/20=5

5 L/mín er útfall hjartans

70
Q

Hvað af eftirtöldu getur leitt til bjúgmyndunar?

  • lækkaður háræðablóðþrýstingur
  • minnkaður styrkur plasmapróteina
  • aukinn þrýstingur í millifrumuvökva
  • bæði 1 og 2
  • bæði 2 og 3
A

Það sem getur leitt til bjúgmyndunar er minnkaður styrkur plasmapróteina
Bara 2 er rétt

Aukinn millifrumuvökvi getur líka leitt til bjúgmyndunar en EKKI aukinn þrýstingur.

71
Q

Samdráttarkraftur beinagrindavöðva er venjulega aukinn með því að..

  • auka fjölda virkra hreyfieininga
  • auka tíðni boðspenna í hreyfitaugum hreyfieininganna
  • minnka upphafslengd vöðvans
  • breyta Calsíumstyrk (Ca2+) í utanfrumuvökvanum
  • bæði 1 og 2 er rétt
A

Samdráttarkraftur beinagrindavöðva er venjulega aukinn með því að auka fjölda virkra hreyfieininga og auka tíðni boðspenna í hreyfitaugum hreyfieininganna.

Ef styrkur calsíum er aukinn í utanfrumuvökva eykst samdráttarkraftur í hjartavöðva en hefur lítil áhrif á samdrætti beinagrindavöðva.

72
Q

Hver eftirtalinna fullyrðinga er EKKI rétt?

  • Ca2+ er nauðsynlegt í utanfrumuvökva til þess að boðefni losni úr taugaenda
  • Ca2+ binst troponin í rákóttum vöðva og í kjölfar þess verður skörun samdráttapróteina við eðlilegar aðstæður
  • Ca2+ losnar úr vöðvafrymisneti þegar boðspenna berst eftir frumuhimnu
  • Ca2+ er nauðsynlegt til þess að boðefni geti tengst á viðtaka sínum á frumuhimnu
  • Ca2+ er dælt inn í frymisnet á orkukræfan hátt
A

Það sem er ekki rétt er fullyrðingin:

´´Ca2+ er nauðsynlegt til þess að boðefni geti tengst viðtaka sínum á frumuhimnu´´

73
Q

Ef ísómetrískur samdráttarkippur tekur 100 millisekúndur, hver verða þá áhrif þess að erta vöðvann með tíðni sem gefur 5 boðspennur á sekúndu?

  • Samdráttarkraftur eykst umfram það sem fæst í einum samdráttarkippi
  • Engin áhrif fást
  • Röð fæst af samdráttarkippum og slökun á milli þeirra
  • Vöðvinn sýnir ófullkominn tetanus
  • Ekkert rétt
A

Röð fæst af samdráttarkippum og slökun á milli þeirra

74
Q

Hverjir eftirtalinna vöðva hafa smæstar hreyfieiningar?

  • bakvöðvar
  • lærvöðvar
  • upphandleggsvöðvar
  • fingurvöðvar
  • hálsvöðvar
A

Smæstu hreyfieiningarnar eru í fingurvöðva

75
Q

Samdráttur í sléttum vöðva…

  • er háður kalsíumstyrk (Ca2+) í utanfrumuvökvanum
  • getur átt sér stað á mjög víðu lengdarbili vöðvans
  • getur breyst fyrir áhrif acetylcholíns
  • getur breyst fyrir áhrif noradrenalíns
  • allt ofantalið er rétt
A

Já allt ofantalið er rétt

Samdráttur í sléttum vöðva er háður kalsíumstyrk (Ca2+) í utanfrumuvökvanum, getur átt sér stað á mjög víðu lengdarbili vöðvans, getur breyst fyrir áhrif acetylcholíns og getur breyst fyrir áhrif noradrenalíns

76
Q

Hvert eftirtalinna fullyrðinga á við um hjartavöðvafrumur?

  • ekkert actin er í hjartavöðvafrumum
  • boðspennur geta varað í nokkur hundruð millisekúndur
  • virkni tauga hefur engin áhrif á samdráttarkraft
  • engar þverpíplur T-tubules eru til staðar
  • Ca2+ í utanfrumuvökva er ekki nauðsynlegt til að hefja samdrátt
A

Rétt: Boðspennur í hjartavöðvafrumum getur varað í nokkur hundruð millisekúndur! 200-300ms

Það er víst actin og myocin í hjartavöðvafrumum
Það eru þverpíplur í hjartavöðvafrumum, þær eru stórar og greinast.
Jú hjartavöðvinn er víst háður því að kalsíum komi í utanfrymisvökvann.

77
Q

Hver eftirtalinna fullyrðinga um heila og mænuvökva er EKKI rétt?

  • vökvinn er í beinum tengslum við utanfrumuvökvann
  • vökvinn berst úr heilaholum inn á milli innri heilahimnanna tveggja
  • efnasamsetning hans er eins og í blóðvökva (plasma)
  • vökvinn er tekinn upp í blóð aftur
  • vökvinn ver heilann fyrir hnjaski ásamt beinum og heilahimnum.
A

Efnasamsetning heila og mænuvökva er ekki eins og í blóðvökva!

Efnasetning ólík blóðvökva- t.d. lágt K+, lítið af próteinum, engin blóðkorn, lágt pH gildi og lítið um glúkósa.

78
Q

Hvaða heilahluti telst vera megintengistöð fyrir nær allar skyntaugabrautir á leið til heilabarkarins?

  • grunnhnoð
  • stúka
  • undirstúka
  • randkerfið
  • brú
A

Megintengistöð heilans er stúkan og flest skynboð fara þar í gegn á leið sinni til heilabarkar.

79
Q

Hið svokallaða hvíta efni miðtaugakerfisins..

  • inniheldur lítið af taugaþráðum
  • inniheldur mikið af taugabolum
  • flytur ekki boð milli mismunandi hluta miðtaugakerfisins
  • er einungis að finna í mænunni
  • inniheldur lítið af taugabolum
A

Hvíta efnið:

  • inniheldur MIKIÐ af taugaþráðum
  • inniheldur LÍTIÐ af taugabolum
  • það flytur víst boð milli mismunandi hluta miðtaugakerfisins
  • er ekki bara einungis í mænunni heldur er það í ÖLLUM heilanum

Rétt svar: hvíta efnið inniheldur lítið af taugabolum!

80
Q

Hvað af eftirtöldu einkennir parasympatíska taugakerfið?

  • frumubolir flestra postganglioneru frumanna eru staðsettir í taugahnoðum nálægt mænunni
  • taugaboðefnið sem postganglioneru frumurnar losa er noradrenalín
  • taugar þess eiga upptök sín annars vegar í heila og hinsvegar neðarlega í mænu
  • postganglioneru frumurnar ítauga beinagrindavöðvafrumur
  • ekkert er rétt
A

PARASYMPATÍSKAKERFIÐ

  • frumubolir flestra postganglioneru frumanna eru staðsettir í taugahnoðum nálægt mænunni, þetta er EKKI RÉTT afþví þetta einkennir sympatískakerfið
  • taugaboðefnið sem postganglioneru frumurnar losa er noradrenalín, þetta er EKKI RÉTT afþví þær losa acetylcholin
  • postganglioneru frumurnar ítauga beinagrindavöðvafrumur, þetta er EKKI RÉTT afþví þetta einkennir sympatískakerfið
  • ekkert er rétt

Rétt svar: taugar þess eiga upptök sín annars vegar í heila og hinsvegar neðarlega í mænu!

81
Q

Hver eftirtalinna þátta stuðlar að jafnvægi milli útfalls hægri og vinstri hliðar hjartans?

  • viðbrögð í sympatíska taugavirkni
  • viðbrögð í parasympatíska taugavirkni
  • magn blóðborins adrenalíns
  • frank starlings lögmál hjartans
  • allt ofantalið
A

Frank Starling - því það lögmál segir okkur að það sem kemur inn í hjartað fer útúr hjartanu líka og þannig verður alltaf jafnvægi á milli útfalls hægri og vinstri (nema eitthvað skringilegt sé í gangi)

82
Q

Hvenær í hjartahring fæst díastóluþrýstingur í aortu?

  • í lok jafnrýmissamdráttar tímabils vinstra slegils
  • um leið og hröð tæming vinstra slegils á sér stað
  • strax áður en P takki fæst á EKG
  • um leið og seinna hjartahljóðið heyrist
  • ekkert er rétt
A

Díastóluþrýstingur í aortu fæst í hjartahring í lok jafnrýmissamdráttartímabils vinstra slegils.

því þá er þrýstingurinn í aortunni lægstur! (rétt áður en að slegillinn tæmir í aortuna)

83
Q

Talið er að áhrif acetýlcholins í tauga-vöðvamótum séu að..

  • breyta ADP í ATP
  • hemja Na+ K+ dæluna í endaplötunni
  • auka gegndræpi fyrir Na+ í endaplötunni
  • valda ofskautun
  • ekkert rétt
A

Áhrif acetylcholins í tauga-vöðvamótum er að auka gegndræpi fyrir Na+ í endaplötunni

84
Q

Ef styrkur Ca++ í utanfrumuvökvanum er aukinn..

  • eykst samdráttarkraftur hjartavöðva en hefur lítil áhrif á samdrætti beinagrindavöðva
  • minnkar samdráttarkraftur beinagrindavöðva og samdráttarkraftur hjartavöðva eykst
  • samdráttarkraftur beinagrindavöðva eykst en er óbreyttur hjá hjartavöðva
  • hefur engin áhrif á samdráttarkraft beinagrindar eða hjartavöðva
  • minnkar samdráttarkraftur hjartavöðva
A

Ef styrkur Ca++ í utanfrumuvökva er aukinn eykst samdráttarkraftur hjartavöða en hefur lítil áhrif á samdrætti beinagrindavöðva.

85
Q

Sléttir vöðvar í veggjum slagæðlinga..

  • hafa ekki ´´gap junctions´´
  • dragast saman þegar Ca2+ er tekið upp í sarcoplasmic reticulum
  • slaka yfirleitt á þegar noradrenalín er gefið á þá in vitro
  • dragast saman við það að action og myocin styttast
  • örvast oftast við strekkingu
A

Það eru sérstök tengi milli frumna (gatatengi) ekki gap junctions.

Rétt svar: Sléttir vöðvar í veggjum slagæðlinga örvast oftast við strekkingu
BARA MUNA EFTIR TÍMANUM MEÐ ROTTULEGINU
kallaði fram samdrátt þegar við strekktum á honum

86
Q

Hvaða fullyrðing um vöðvasamdrátt er rétt?

  • samdráttarkraftur er óháður vöðvalengd
  • vöðvafrumur með langan ónæmistíma eru líklegri til þess að fara í tetanus, en þær sem hafa hann stuttan
  • við aukna boðspennutíðni teygist frekar á SEC og samdráttarkrafturinn leggst saman
  • lögmálið um allt eða ekkert gildir um samdráttarkraft
  • samlagning samdráttar kallast það þegar einstakir kippir í mismunandi hreyfieiningum vöðvans leggjast saman
A

við aukna boðspennutíðni teygist frekar á SEC og samdráttarkrafturinn leggst saman!

87
Q

Samanburður á tengslum örvunar og samdráttar (excitation-contraction coupling) í hjartavöðva og beinagrindavöðva. Hvað af eftirtöldu á best við?

  • Utanfrumukalsíum þjónar mikilvægu hlutverki í hjartavöðva en ekki beinagrindarvöðva
  • áreitið fyrir kalsíumlosun úr frymisnetinu (sarcoplasmic reticulum) er hið sama í báðum vöðvagerðunum
  • bindistaðir kalsíums á trópóníni mettast alltaf strax eftir kalsíumlosun í báðum vöðvagerðunum
  • það verður engin nettóbreyting í heildarmagni kalsíums innan fruma í hvorugum vöðvanum
  • bæði 1 og 2
A

Rétt svar: Utanfrumukalsíum þjónar mikilvægu hlutverki í hjartavöðva en ekki beinagrindarvöðva

88
Q

Hvað af eftirtöldu telst til eðlilegra eiginleika fruma í SA node hjartans, en ekki vöðvafruma slegla?

  • bein ragtengsl milli fruma (rafsynapsar, gap junctions)
  • sympatísk ítaugun (innervation)
  • óstöðug himnuspenna milli boðspenna
  • aukin leiðni vyrir Ca++í boðspennu
  • 2 og 3 er rétt
A

sympatísk ítaugun (innervation)

89
Q

Afskautunarbylgjan er að berast gegnum AV-node….

  • meðan P-bylgjan varir
  • meðan P-R bilið (interval) varir
  • meðan QRS komplexið varir
  • meðan S-T hlutinn (segment) varir
  • meðan T-bylgjan varir
A

Afskautunarbylgjan er að berast gegnum AV-node meðan P-R bilið varir

90
Q

Hver eftirtalinna fullyrðinga er í anda vélhyggjunnar (mechanist view)?

  • Hjartað dælir blóði til þess að koma súrefni til vefja líkamans
  • Ekki er hægt að útskýra starfsemi hjartans án þess að gera ráð fyrir yfirnáttúrulegri orku sem knýr það áfram.
  • Vegna samdrátts í ventrikúlu (slegli) og staðsetningu lokanna í hjartanu þá þrýstist blóðið út í ósæðina en kenst ekki aftur til baka
  • Til þess að halda blóðinu á hreyfingu þá slær hjartað
  • Sviti er til þess að losa líkamann við hita
A

Vélhyggja: sviti er til þess að losa líkamann við hita

91
Q

Stúkan…

  • telst til basal ganglia sem eru hluti af bakheila
  • er staðsett í brú, sem er hluti af framheila
  • er staðsett í diencephalon sem er hluti af framheila
  • er staðsett í telencephalon sem er hluti af framheila
  • er staðsett í diencephalon sem er hluti af bakheila
A

Stúkan er staðsett í DIENCEPHALON sem er hluti af FRAMHEILA

92
Q

Staðbundin taugafrumunet í mænu geta orðið fyrir áhrifum frá niðurliggjandi taugabrautum frá heila. Þessi áhrif byggjast á…

  • boðspennumynstrinu í viðkomani brautum
  • staðsetningu og dreifingu taugaenda brautanna
  • hamlandi áhrifum taugabrautanna
  • örvandi áhrifum taugabrautanna
  • allt ofantalið
A

Staðbundin taugafrumunet í mænu geta orðið fyrir áhrifum frá niðurliggjandi taugabrautum frá heila. Þessi áhrif byggjast á ÖLLU OFANTÖLDU semsagt:

  • boðspennumynstrinu í viðkomani brautum
  • staðsetningu og dreifingu taugaenda brautanna
  • hamlandi áhrifum taugabrautanna
  • örvandi áhrifum taugabrautanna
93
Q

Hlutverk AV hnoðsins er að..

  • örva vinstri og hægri gátt
  • stjórna hjartsláttatíðni
  • tefja útbreiðslu afskautunnar meðan gáttir dragast saman
  • endurskautað hjartað
  • bæði 3 og 4
A

Hlutverk AV hnoðsins er að tefja útbreiðslu afskautunnar meðan gáttir dragast saman

94
Q

Afskautunarbylgja er að berast gegnum AV node…

  • meðan P bylgjan varir
  • meðan P-R bilið varir
  • meðan QRS komplex varir
  • meðan S-T hlutinn varir
  • meðan T bylgjan varir
A

Rétt svar: AV node- meðan QRS komplex varir

Afskautunarbylgja sem er að berast í gegnum SA NODE er P bylgjan

95
Q

Hvað af eftirtöldu telst til eðlilegra eiginleika fruma í SA node í hjarta, en ekki vöðvafruma slegla?

  • bein raftengsl milli fruma (gap junctions)
  • sympatísk ítaugun
  • óstöðug himnuspenna milli boðspenna
  • aukin leiðni fyrir Ca++ í boðspennu
  • 2 og 3 er rétt
A

Eðlilegir eiginleikar fruma í SA node í hjarta, en ekki vöðvafruma slegla er sympatísk ítaugun og óstöðug himnuspenna milli boðspenna
bæði 2 og 3 er rétt

96
Q

Hver eftirtalinna fullyrðinga er RÖNG?

  • Acetylcholine er taugaboðefni í öllum taug-vöðvamótum sómatískra taugakerfisins
  • Acetylcholine er taugaboðefni í öllum eftirhnoðataugafrumum sympatíska kerfisins
  • Acetylcholine er taugaboðefni í öllum taugahnoðum ósjálfráða taugakerfisins
  • Acetylcholine er taugaboðefni í öllum endum eftirhnoðafruma parasympatíska taugakerfisins
  • Acetylcholine er taugaboðefni alls staðar þar sem atrópín blokkar boðflutning
A

RÖNG: Acetylcholine er taugaboðefni í öllum eftirhnoðataugafrumum sympatíska kerfisins

97
Q

Hvað af eftirtöldu einkennir parasympatíska taugakerfið?

  • frumubolir flestra eftirhnoðafrumanna eru staðsettir í taugahnoðum nálægt mænunni
  • taugar þess eiga upptök sín annars vegar í heila og hinsvegar í sacral hluta mænu
  • taugaboðefnið sem eftirhnoðafrumurnar losa er dópamín
  • eftirhnoðafrumurnar ítauga beinagrindavöðvafrumur
  • ekkert af ofantöldu er rétt
A

Taugar parasympatískakerfisins eiga upptök sín annars vegar í heila og hins vegar í sacral hluta mænu

98
Q

Bæði ósjálfráða taugakerfið ANS og hreyfitaugakerfið SMS ítauga svokallaða gerendur í viðbragðsbogum. Hvað af eftirtöldu er mikilvægt til aðgreiningar þessara tveggja taugakerfa?

  • engin taugamót eru í ANS
  • áhrif ANS eru alltaf hamlandi
  • boðefni ANS er alltaf noradrenalín
  • bæði 1 og 2 er rétt
  • ekkert er rétt
A

Ekkert er rétt

99
Q

Í hvaða blaði heilabarkar er sjónbörkur staðsettur?

  • frontal blaði
  • occipital blaði
  • parietal blaði
  • temporal blaði
  • ekkert rétt
A

Sjónbörkurinn er staðsettur í OCCIPITAL BLAÐI heilabarkar

100
Q

Ef rúmmál vintra slegils í enda díastólu eykst þá…

  • eykst slagmagn slegilsins
  • eykst tæmingarhraði slegilsins gegn óbreyttu bakþani
  • eykst passíf togspenna vöðvaþráða slegilsins
  • bæði 1 og 2 er rétt
  • 1, 2 og 3 er rétt
A

Ef rúmmál vintra slegils í enda díastólu eykst þá eykst slagmagn slegilsins og tæmingarhraði slegilsins eykst gegn óbreyttu bakþani
Bæði 1 og 2 er rétt

101
Q

Ef hematokrít er 40…

  • þá eru rauðblóðkorn 60% af blóðrúmmáli
  • þá eru hvítblóðkorn 40% af blóðrúmmáli
  • þá eru rauðblóðkorn 40% af blóðrúmmáli
  • þá er blóðvökvinn 40% af blóðrúmmáli
  • bæði 1 og 4 er rétt
A

hematokrít er prósenta rauðra blóðkorna!!

Rétt svar: hematokrít er 40 = þá eru rauð blóðkorn 40%

102
Q

ADH vasopressin er losað frá…

  • framhluta heiladinguls
  • afturhluta heiladinguls
  • undirstúku
  • endaþarmi
  • brisi
A

ADH vasopressin er þvagtemprandi hormón sem myndast í undirstúku en ER LOSAÐ FRÁ AFTURHLUTA HEILADINGULS

103
Q

Hvaða tegund hormóna er ekki geymd inni í innkirtilsfrumunni eftir að hún hefur verið mynduð?

  • peptíð
  • katekólamín
  • sterar
  • skjaldkirtilshormón
  • bæði 3 og 4 er rétt
A

Hormóna sem eru ekki geymd inni í innkirtilsfrumunni eftir að hún hefur verið mynduð eru sterar og skjaldkirtilshormón
Bæði 3 og 4 er rétt

Sterar og skjaldkirtilshormónin leystast illa í plasma og ferðast þal bundin við plasmaprótein. Flest allir sterar og skjaldkirtilshormón eru bundin við prótein en þó fyrirfinnst lítill styrkur af þessum hormónum uppleyst í plasma. Þau hormón (sterar+skjaldkirtilshormón) sem eru uppleyst kallast „frí hormón“. Þetta á einnig við um vatnsleysanlegu hormónin (peptíð+katekólamín). Það er alltaf ákveðið jafnvægi á milli „frís“ hormóns og svo bundnu hormóni.

Sterar og skjaldkirtilshormón eru fituleysanleg og eru semsagt bara uppleyst fljótlegar

104
Q

Hver eftirtalinna fullyrðinga um losunarhormón frá undirstúku er RÖNG?

  • þau eru flutt niður með framhluta heiladinguls um taugasíma
  • flest þeirra eru peptíð
  • þau stýra losun hormóna frá framhluta heiladinguls
  • þau hafa trophisk áhrif á markfrumur sínar
  • losun þeirra er undir áhrifum stjórnunnar sem byggist á neikvæðu afturkasti
A

Frá undirstúku berast losunarhormón (RH) eða hömluhormón (IH) eftir sérstöku PORTÆÐAKERFI til framhluta heiladinguls (ekki taugasíma)

105
Q

Hreyfibörkur og svokölluð barkar-mænubraut eru nauðsynleg fyrir..

  • stjórnun á hreyfingum meltingarvegar
  • ósjálfráð viðbrögð beinagrindarvöðva
  • stjórnun á starfsemi hjartans
  • skynjun á hreyfingum líkamans
  • viljastýrða hreyfingar
A

Hreyfibörkur og barkar- mænubraut eru nauðsynleg fyrir viljastýrðar hreyfingar?

106
Q

Hvað er rétt?

  • í poka og keðjufrumum, sem eru ummyndaðar vöðvafrumur, eru engin samdráttarprótein
  • eintengt viðbragð felur í sér vöðvaspólu - skyntaugafrumur- alfa hreyfitaugafrumur- vöðvafrumur
  • gamma hreyfitaugfrumur flytja aðeins hamlandi boð niður til vöðvaspólunnar
  • samdráttur í rákóttum vöðvum veldur áreiti á vöðvaspóluna sem leiðir til slökunar þessa sama vöðva
  • erting sinaspólu leiðir til samdráttar þess vöðva sem tengdur er sininni
A

Rétt svar: í poka og keðjufrumum, sem eru ummyndaðar vöðvafrumur, eru engin samdráttarprótein

(EN þær bindast samdráttarpróteinum)

107
Q

Hliðlæg hömlun

  • eykur skerpu skynjunar
  • eykur næmni skynjunar
  • kemur í veg fyrir þreytu í skynfrumum
  • veldur aðlögun í skynfrumum
  • eykur sérhæfni skynfruma
A

Hliðlæg hömlun eykur skerpu skynjunar

108
Q

Fyllið í eyðurnar:
Aðalorsök Parkinsonssjúkdóms virðist vera sú að frumur í _____ minnka losun ______ til _______
- stúku, GABA, basal ganglia
- undirstúku, noradrenalíns, substantia nigra
- stúku, dópamíns, substantia nigra
- substantia nigra, dópamíns, basal ganglia
- undirstúku, noradrenalíns, substantia

A

Aðalorsök Parkinsonssjúkdóms virðist vera sú að frumur í SUBSTANTIA NIGRA minnka losun DÓPAMÍNS til BASAL GANGLIA

109
Q

Mikilvægasta hlutverk gamma hreyfitaugaboða til beinagrindavöðva er að…

  • örva vöðva til samdráttar
  • viðhalda næmni lengdarskynfæra vöðva við vöðvasamdrátt
  • senda slakandi boð til andverkandi vöðva
  • skynja lengd vöðva í hvíld
  • koma í veg fyrir of kröftugan samdrátt vöðva
A

Mikilvægasta hlutverk hreyfitaugaboða til beinagrindavöðva er að örva vöðva til samdráttar

110
Q

Lyf sem verkar sem antagónisti í taugamótum..

  • hindrar bindingu taugaboðefnis við viðtaka sína
  • hindrar losun taugaboðefnis
  • hvatar niðurbrot boðefnisins í taugamótum
  • hindrar myndun taugaboðefnis presynaptískt
  • leiðir alltaf til yfirskautunar postsynaptísku frumuhimnunnar
A

Lyf sem verkar sem antagónisti í taugamótum hindrar bindingu taugaboðefnis við viðtaka sína (en virkjar ekki)

111
Q

Antagónisti er..

A

Efni sem tengist viðtaka en virkjar hann ekki
Hefur bara sækni en ekki virkni
Engin boðefni eru antagónistar
Allir antagónistar eru varnarefni eða manngerð lyf
Dæmi: atrópín, kúrare, fentólamín, praktólíl, própanólól

112
Q

Agónisti er..

A

Efni sem tengist viðtaka og virkjar hann, kemur af stað atburðarás sem er svörun frumu við agónistanum
Hefur bæði sækni og virkni
Öll boðefni líkamans eru agónistar EN ekki allir agónistar sem eru boðefni samt
Dæmi: adrenalín, ACH, noradrenalín og oxytocin