Almenn hjúkrun 2 Flashcards
Hverjir eru aðal stungustaðir fyrir lyfjagjöf í vöðva?
Ventrogluteral: utanverð rasskinn
M. vastus letalis: utanvert læri
M. rectus femoris: framanverður lærvöðvi
M. deltoid: öxl
Dorsgluteal: ofanverð rasskinn
Ventrogluteal svæðið: utanverð rasskinn. Kostir og gallar?
Kostir:
Það eru engar stórar taugar eða æðar nálægt stungustað.
Þykkur vöðvi sem samanstendur af gluteus medius og gluteus minimus (medius liggur ofan á minimus)
Stungustaðurinn er afmarkaður með beinum
Inniheldur almennt minni fitu heldur en gluteus maximus.
Gallar:
Óöryggi við að finna réttu staðsetninguna
Dorsogluteal svæði: ofanverð rasskinn. Kostir og gallar?
Kostir:
Hægt að nota ef aðrir staðir eru ekki í boði
Gallar:
Stórar æðar og taugar eru nálægt stungustað
Hægt frásog lyfsins
Oft þykkt fitulag ofan á vöðvanum
Hvað má gefa marga ml í ventragluteral svæðið: utanverða rasskinn?
Mest 3 ml
Hvað má gefa marga ml í M. vastus letalis: utanvert læri?
Mest 5 ml, valinn hjá börnum yngri en 1 árs
Hvað má gefa marga ml í M. rectus femoris: framanverður lærvöðvi?
Má gefa 5 ml, gott þegar fólk sprautar sig sjálft
Hvað má gefa marga ml í M. deltoid: öxl?
Mest 1 ml.
Stungustaður nálægt radial tauginni og radial slagæðinni. Mikið notað við bólusetningar
Hvað má gefa marga ml í dorsogluteal: ofanverða rasskinn?
Mest 4 ml
Stórar æðar og taugar nálægt stungustað, hægt frásog, oft þykkt fitulag ofan á vöðvanum
Hvernig eru vöðvanálar á litinn?
Bláar 23g
Svartar 22g
Grænar 21g
Þegar maður gefur lyf í vöðva þarf alltaf að passa áður en maður sprautar lyfinu inn…
Að draga aðeins til baka og ath hvort það komi blóð
Í hvaða gráðu er sprautað í vöðva?
90 gráður í vöðva
Í hvaða gráðum er sprautað undir húð?
45 eða 90 gráðum undir húð
Í hvaða gráðum er sprautað í húð?
15 gráður í húð og BARA 0,1 ml
Lyf í lyfjaskáp eru flokkuð eftir ATC flokkun, hvað þýða flokkar A, B, C og D?
A: Alimentary= meltingarfæra og efnaskiptalyf
B: Blood= blóðlyf
C: Cardiovascular= hjarta og æðalyf
D: Dermatologicals= lyf fyrir húð
Eftirritunarskyld lyf
Ávana og fíknilyf eru eftirritunarskyld, ef þau geta haft í för með sér sérstaka hættu á misnotkun
Það eru ekki mörg svoleiðis lyf til en það eru t.d. mjög sterk verkjalyf eins og morfín, contalgin, petidín, ketogan auk örvandi lyfja eins og amfetamín og rítalín.
Geymd í læstri hirslu og lyfjaskáp
Það þarf að skrá lyfið og telja öll sem eru eftir í hvert skipti sem maður gefur svoleiðis lyf, semsagt telja hvað er mikið eftir í pakkningunni þegar búið er að taka lyfið. Talið er úr pakkningum amk 1x á sólahring
Hvaða frásog er best?
Fituleysanleg afþví vatnsleysanleg skiljast hraðast út.
Lifrin skilar efnum annaðhvort út í……. eða……
Blóð eða gallblöðru
Ofnotkun vs misnotkun
Ofnotkun: oft lausasölulyf t.d. hægðalosandi, verkjalyf, kveflyf og fl.
Misnotkun: ávísuð lyf notuð í of miklum mæli eða af annari manneskju. Lögleg eða ólögleg lyf og fíkniefni, oft fráhvörf ef lyfjataka hættir.
Hvenær eru aseptísk vinnubrögð notuð?
Aseptísk snertilaus vinnubrögð ANTT eru notuð t.d. þegar lyf eru gefin í æð og við uppsetningu æðaleggja
Hvað þýðir asepsis?
Asepsis þýðir hjarvera sjúkdómsvaldandi örvera
Hvað fá margir spítalasýkingar?
1 af hverju 10/20
Hægt er að fyrirbyggja amk helming þeirra
Hverjar eru algengustu spítalasýkingarnar og í hvaða röð?
- Þvagfærasýking
- Skurðsára
- Blóðsýkingar
- Lungnabólga
Hvenær skal nota dauðhreinsaða hanska?
Við næringarblöndun og krabbameinslyfjablöndun
5 ábendingar um handhreinsun frá WHO
Fyrir snertingu við sjúklinga Fyrir verk sem krefst hreinna eða aseptískra vinnubragða Eftir mögulega líkamsvessamengun Eftir snertingu við sjúklinga Eftir snertingu við umhverfið
Frumgræðsla..
sár saumað eða límt saman, lágmarks vefjatap, lágmarksörmyndun
Síðgræðsla..
sár látið gróa upp frá botni, umtalsverð örmyndun og tekur lengri tíma
Seinkuð frumgræðsla..
sár látið vera opið í ákveðinn tíma og síðan lokað með saumum
Bólgufasi..
3-6 dagar í bráðasárum, lengi lengi í langvinnum sárum
Það sem er að gerast í þessum fasa er svörun æðakerfisins, storknun, bólgusvörun, niðurbrot/hreinsun
Frumfjölgunarfasi..
3-21 dagur lengur í stórum langvinnum sárum.
Viðgerð á sér stað og það sem er að gerast er nýmyndun bandvefs, ör, og samdráttur í sári
Þroskafasi..
Varir allt að 2 ár.
Það sem er að gerast er þekjun og styrking örvefjar. Örið verður rautt og hvíttnar með tímanum.
TIME aðferðin
Tissue management: fjarlægja dauðan vef
Inflamammation and infection control: bólgusvörun og sýking
Moisturbalance: tempra raka í sárabeðum
Edge: verja og viðhalda heillri húð
Skurðsár..
Flest skurðsár eru saumuð eða heftuð þá er frumgræðsla sársins.
Eðlilegt er að það blæði í umbúðir skurðsárs en ef það blæðir í gegnum þær eða undan þeim er það óeðlilega mikið.
Mesta hættan er fyrstu 5 dagana eftir aðgerð að sárið gliðni
Ef umbúðir skurðsársins eru hreinar og þurrar og engin merki um vandamál eru umbáðir látnar kyrrar í allt að 7 daga
Sárasogsumbúðir má nota og oft notuð á opin skurðsár